Morgunblaðið - 18.01.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1992
9
KAIIPIN
ígrillsteikum
Nautasteik.......kr. 790,-
m/bak. kartöflu, kryddsmjöri og hrásalati
Lambagrillsteik..kr. 790,-
m/sama
Svínagrillsteik..kr. 760,-
m/sama
Jarlinn
Langnr að-
dragandi
I Þjóðviljanum í gær
er birt viðtal við annan
ritstjóra blaðsins, Helga
Guðmundsson, þar sem
hann skýrir ástæðurnar
fyrir stöðvun útgáfuiuiar
og liugTuyndum um þátt-
töku í nýju dagblaði. Hér
á eftir eru birtir kaflar
úr viðtalinu (millifyrir-
sagnir eru Mbi.):
„Það eru mikil tíðindi
og allt annað cn
skennntileg að flyija, að
stjórnir Útgáfufélags
Þjóðvi(jans og Útgáfufé-
lagsins Bjarká hafa sam-
eiginlega tekið þá
ákvörðun að útgáfu Þjóð-
viljans verði hætt eigi síð-
ar en 31. janúar," sagði
Helgi í viðtali við Þjóð-
viljann.
IJverjur eru ástæðurn-
ar fyrir þessu skipbroti
blaðsins?
„Þetta á sér langan
aðdraganda. Það vita það
allir að rekstur Þjóðvilj-
ans hefur um langt ára-
bil verið erfiður. Þjóðvilj-
inn er í þcim efnum ekki
eúm á báti. Þetta er í
raun og veru alþjóðlegt
vandamál, að minni blöð
hafa átt í vaxandi erfið-
leikum. Það hafa orðið
miklar breytingar á
fjölmiðlamarkaðiuum
sem hér á landi hefur
komið fram í því, að
fjölmiðlum hefur stór-
lega Ijölgað, konmar eru
tvær sjónvarpsstöðvar og
fjöldi nýrra útvarps-
stöðva. Þetta hefur haft
það í för með sér, að
tekjuinöguleikat- dag-
blaðanna rýrna. Auglýs-
ingamai-kaðurínn stækk-
ar ekki að sama skapi
sem fjölmiðlunum fjölg-
ar, þær skiptast á færri
staði. Þetta hefur komið
svo berlega fram í rekstri
Þjóðviþ'ans að á nokk-
urra ára tímabili hafa
auglýsingatekjurnar
rýrnað á föstu verðlagi
um 40 milljónir á ári.“
Hrun í auglýs-
ingum
En bafa menn ekki
reynt að bregðast við
l55 ára söau
Sjóáviljans
ykur um
rmánaðamótin
Þjóðviljinn hættir
í janúarlok lýkur 55 ára göngu Þjóðvilj-
ans, sem undanfarin ár hefur verið gefinn
út undir merkjum sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar. Lífróðurinn, sem
undanfarna mánuði hefur verið róinn til
að bjarga útgáfu blaðsins, hefur endað
með skipbroti. Aðstandendurnir vonast
þó til að geta tekið þátt í útgáfu nýs
blaðs, sem hefur verið í bígerð.
þessum samdrætti með
einhverjum hætti?
„Vissulega höfum við
gert það. Rekstur blaðs-
ins hefur alltaf verið erf-
iður, jafnvel á þeim árum
sem rekstur Þjóðviyans
gekk sem best, þá gerði
hann ekki mikið meira
en rétt að ná sér uppfyr-
ir núllið. Þær aðgerðir
sem við höfum gripið til
undanfarin ár, hafa því
miður ekki nægt til að
bjarga útgáfunni. Við
höfum skorið niður
kostnað á öllum sviðum
sem við höfum mögnlega
getað, við höfum breytt
blaðinu og reynt að gera
það læsilegra fyrii- kaup-
endur, og síðast en ekki
síst stofnuðum við hluta-
félag um reksturimi, Út-
gáfufélagið Bjarka hf.,
sem tók að sér að gefa
blaðið út frá áramótum
90/91. Jafnframt vai-
gengið frá skuldbreyt-
ingum á því sem næst
öllum skuldum Þjöðvilj-
ans, þannig að gert vai-
ráð fyrir að greiða þær
á mjög löngum tíina.
Hugmyndin var sú að
koma Þjóðviljanum með
þessum hætti á núllið og
reyna síðan að láta liann
standa undir sér. Það
hefur ekki tekist.
Auk þess sem auglýs-
iiigalekjurnar liafa hrun-
ið þá höfum við á undan-
fömum árum átt í tals-
verðum erfiðleikum
varðandi áskrifenda-
fjöldann. Okkur tókst
hmsvegar á sl. ári að
snúa þar vöm í sókn. Það
var ekki bara að við
næðum aftur jafn mörg-
um áskrifendum og þær
áskriftir sem ríkissjóður
sagði upp, heldur tókst
að bæta við þúsund
áskrifenduin til viðbótar
og saxa þai- með nyög á
það sem tapast hafði und-
anfarhi ár. Þegar við
hættum útgáfu blaðsins
núna em áskrifendur
ekki langt frá þvi að vera
jafn margir og þeir hafa
verið að mcðaltali mest
allan tímaim sem Þjöö-
viljinn hefur komið út.“
Ekkert sam-
band
En er það ekki tím-
anna tákn að Þjóðvijjinn
lognast útafá sama tíma
og Sovétríkin?
„Það er að minnsta
kosti ekkert samband á
milli þess og þeirra
breytmga sem hafa orðið
í Austur-Evrópu..."
Alvöru samtöl
Hver er staðan varð-
andi Nýmæli og stofnun
nýs dagblaðs?
„Þegar áskrifenda-
söfnunin stóð sem hæst á
haustdögum og við vor-
um í raun og vem að
leggja af stað í nýja lotu
til þess að koma fótunum
undir blaðið Qárhags-
lega, þá kom í ljós að það
vom ekki bara við sem
áttum i miklum erfiðleik-
um. Blaðstjórn Tímans
tók þá ákvörðun að hætta
að gefa út Tímann um
áramótin. Það lá því í
augnm uppi að við mynd-
um lenda í erfiðleíkum
ef svo færi. Blöðin hafa
sameiginlegan prent-
samning og þau liafa
staðið saman að dreif-
ingu. Þessir þættir em
svo mikilvægir i rekstrin-
um, að ef annað biaðið
hættir þá lendir hitt í
erfiðleikum.
Um svipað leyti fóm
þá í gang alvöru samtöl
um stofnun nýs blaðs, þar
sem ekki var gert ráð
fyrir að sameina Tímann
og Þjóðviljann, einsog
sumir liafa verið að tala
um, hcldur stofna algjör-
lega nýtt dagblað og að
þessi eldri blöð vikju af
markaðinum. Stöð 2,
þ.e.a.s. Islenska útvaips-
félagið, tók þátt í þessu
af fullum krafti, en þegar
til átti að taka taldi ís-
lenska útvarpsfélagið sig
ekki í stakk búið til þess
að vera með í félaginu.
Þannig að eftir feikilega
vinnu, sem búið var að
leggja í undirbúning að
stofnun nýs blaðs, þá
kom talsverður hnykkur
í það nú skömmu fyrir
hátíðimar.
Það þýðir hinsvegar
ekki að vinnunni sé ekki
haldið áfram. Það er
unniö iifram af fullum
krafti við að stofna nýtt
blaö þessa dagana, að
reyna að fá nýja aðila í
þetta félag. Aðstandend-
ur Þjóðviljans hafa
ákveðið að verða aðilar
að þessu nýja blaði. Það
sem er að gerast núna
breytir ekki þeirri
ákvörðun. Við höfum
hinsvegar ákveðið að
hætta útgáfu Þjóðvi(j-
Háir vextir á verðbréfamarkaði
Opið í Kringlunni í dctg á milli kl. 10 og 16.
Við bjóðum mikið úrval verðbréfa með háum
vöxtum. Anna Heiðdal verður í Kringlunni
með upplýsingar og ráðgjöf.
Húsbréf...............8,0 - 8,3%
Spariskírteini........7,9 - 8,0%
Féfangsbréf...........10,0%
Kj arabréf............8,3%*
Markbréf..............8,7%*
Tekjubréf.............8,1%*
Skyndibréf............6,8%*
Skuldabréf traustra
bæjarsjóða............9,2 - 9,5%
Erlend verðbréf. Mikið úrval hlutabréfa.
* Avöxtun miðast við janúar 1992.
&
VERÐBREFAMARKAÐUR
FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF.
KRINGLUNNI, 103 REYKJAVÍK S. (91) 689700