Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 1
KHRUSTSJOV Valdhafinn sem fordœmdi Stalín SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1992 SUNNUPAGUR BLAÐ FJALLAMENN í VÁLYNDUM VEÐRUM eftir Oddnýju Sv. Björgvins ÍSLENSKU fjöllin hafa löngum seitt til sín og eru ekki síður heillandi þegar snjór mýkir útlínur og snjóbirta ríkir yfir víðáttu óbyggðanna. Þá fara fjallamenn af stað. Oftast snúa þeir til baka, fullir af orku. En stundum verða óvæntar hindranir í vegi. íslensku fjöllin í veðraham eru ekkert lamb að leika sér. Eins gott að vera við öllu búinn. Við Islendingar erum komnir inn úr kuldan- um og mörgum okkar má líkja við gróðurhúsaplöntur. Bíllinn getur brugðist. Húsaskjólið líka. Úti á þjóðvegum landsins geta menn lent í óvæntum hrakningum. Því er nauðsynlegt að við gerum okkur grein fyr- ir réttum búnaði, lögmálum útiverufólks og hvernig líkaminn bregst við, ef hann kólnar of mikið. Það er ómetanlegt hvað við eigum vel hæft fólk sem leggst á eitt til að bjarga, ef slys eða óhöpp koma upp. Má þar nefna björgunar- sveitarmenn, þyrluflugmenn, lækna og vísindamenn. Mannslífin eru mikils virði í okkar fámenna landi. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.