Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 2
2 'C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1992 ERFIÐUSTU ÆVISPORl eftir Oddnýju Sv. Björgvins Báðir voru ungu piltarnir þjálfaðir í fjallgöngu og ís- klifri. Og útbúnaður þeirra góður. Hvað fór úrskeiðis? Heyrum lýsingu Matthíasar á erfiðri næturdvöl uppi á Esju, rétt fyrir jólin. ann ber með sér and- blæ útivistar, ungi maðurinn sem situr fyrir framan mig. Dökkhærður, grannur, með tindrandi augu sem oft er einkenni mikilla útiveru- manna. Klæddur sterklegum gönguskóm, sportúlpu og með nes- tið sitt í rauðri skrínu. Hann gæti verið á leið í útivist, en stefnir þess í stað á lesstofu í tannlæknadeild Háskóla íslands. Nýbúinn að fá úrskurð um, að hann hafi staðist inntökupróf í deildina. Gleðitíðindi. Og enn meiri gleðitíðindi. Það lítur út fyrir að félagi hans muni ná sér. „Mér fannst alveg frábært að sjá hann geta staðið í fæturna án teljandi aðstoðar sl. sunnudag,“ segir Matthías og það vottar fyrir dögg í augunum. „Hann á eftir að ná sér, þó það taki langan tíma. Ég er alveg sannfærður um það. Hann á að byija í æfingum næsta mánudag. Og hann er þijósku- hundur, alveg eins og ég. Heimir hefur alltaf verið í betra formi en ég. Og það munaði mjög litlu á okkur. Aðeins spuming um, hvor myndi hafa það. Við vorum alveg eins klæddir, ef frá eru tald- ir vettlingar. Heimir verður fyrir því óhappi, að vettlingar hans blotna á uppleið. En hann er með aukalúffur sem pabbi hans hafði stungið í úlpuvasann, þegar hann var að hlaupa út úr húsinu. Þessar lúffur verða m.a. til að bjarga lífi hans. Hættulegor misskilningur Ég frétti fyrst af Esjuferðinni kvöldið áður. Var þá að koma heim úr klifurferð með Heimi. Við vorum báðir nýbúnir að ljúka inntökupróf- um í Háskólann. Hann í lækna- deild, ég í tannlæknadeild og vild- um nota hvert tækifæri sem gafst til að stunda ísklifur, sameiginlegt áhugamál okkar beggja. En við Heimir erum vinir og bekkjarfélag- ar úr MR. Mér gafst rétt tími til að þurrka dótið og búa mig af stað næsta morgun. ísalp, íslenski alpaklúbb- urinn stóð fyrir ferðinni. Heimir er félagsmaður og ég hef aðeins starfað með þeim. Hópurinn, átta manns, kleif ísinn upp á Esju um slóð sem nefnist Einfari. Smávægileg orð eru oft hættu- leg, þegar á reynir. Sá örlagaríki misskilningur kom upp, að farar- stjórinn hélt að við þekktum svæð- ið. En hvorugur okkar hafði verið þama áður. Eg var öruggur á því, að þetta lægi ljóst fyrir og Heimir líka. Auðvitað hefðum við getað kynnt okkur leiðina, en til þess gafst enginn tími. Ef við hefðum þekkt til stað- hátta, hefði ekkert vandamál kom- ið upp. Síðar þegar við komum ekki fram, reiknuðu leitarmenn með, að við hefðum annaðhvort hrapað eða lent í snjóflóði. Snjófjúk, íshaft, þreyta og kuldi Við vorum síðastir upp á Esj- una. Síðasta spölinn upp á fjallið — segir Matthías Sigurðarson sem þurfti að yfirgefa félaga sinn, Heimi Viðars- son í snjóskýli uppi á Esjunni 21. desem- ber síðast- liðinn mætti okkur mikið niðurstreymi og fjúk. Síðan lendum við í hafti, miklum snjó og klettabelti. Heimir var orðinn mjög kaldur, einkum á fingrum. Hann ætlaði að skjóta upp viðvörunarblysi til fólksins á undan, en þá springur byssan og verður óvirk. URSKURDIÐ ALDREI OFKÆLDAN MANN LÁTINN! Rætt við Jóhcinn Axelsson, doktor í lífeólisfræði JÓHANN Axelsson hefur und- anfarin ár stundað rannsóknir á viðbrögðum líkamans við of- kælingu og flutt fjölda fyrir- Iestra um ofkælingu og rétt við- brögð við henni. Hingað til hafa rannsóknir á ofkælingu aðal- lega beinst að mönnum sem hafa ofkælst í sjó. Slysið á Esj- unni er nýtt rannsóknarverkefni sem Jóhann er þegar farinn að glíma við. [ atthías segir líkamlega of- boðslega lítinn mun á sér og Heimi. Þess vegna sló ég á hlut- fallið á milli líkamsmassa og yfir- borðs líkama hjá þeim tveimur, hvor býr yfír hagstæðara hlut- falli,“ segir Jóhann. „Þá kom í ljós, að Matthías hefur hagstæðari lík- amsbyggingu til að þola lengur kulda. Ut frá hæð og þyngd er hægt að reikna yfirborð líkamans, hvað einstaklingur þolir lengi kæl- ingu. Hár maður og renglulegur hefur stærra yfírborð, þolir því síður kulda, en sá sem er lægri og þétt- vaxnari. Við ráðleggjum öllum sem lenda í sjó að fara í fósturstelling- ar til að minnka yfirborðs-hitatap. Annað veigamikið atriði er að vita hve vel hitastjórnkerfí líkamans starfar. Það er mjög mis- jafnt hjá einstaklingum, hvað það bregst fljótt við. Það getur líka verið farið að gefa sig hjá eldra fólki og þeim sem misnota vímu- gjafa og lyf. Viðvörunarkerfi líkamans við ofkælingu er einfalt: Þegar líkams- hiti fer niður fyrir 34 gráður óskýr- ist hugsun hjá flestum. Neðan við 32 gráður fer hitastjórnkerfíð að gefa sig. Óregla í hjartslætti og meðvitundarleysi koma upp við 30-29 gráður. Fyrir neðan það hitastig getur óvarleg meðhöndlun valdið hjartaflökti. Hjarta flestra hættir að slá við 27 gráður og þá hverfa einnig ósjálfráð viðbrögð, líka í sjáaldri. Súrefnisþörf minnkar ört með lækkandi kjarnahita. Því hefur oft tekist að endurlífga fólk með lík- amshita allt að 15 gráðum, án þess að heila- eða vefjaskemmda verði vart. Fyrsta boðorð er því: Úrskurðið aldrei ofkælda mann- eskju látna, þó að ekkert lífsmark sé að sjá! Aður var fólk skilgreint látið við hjartastopp. En síðasta ár var ný skilgreining á dauða tekin inn í íslensk landslög: Maður er dáinn, eða skilinn við, þegar öll heilastarfsemi hefur stöðvast og enginn möguleiki til að endurvekja hana — en því að- eins að svo sé komið. Hér á landi er aldrei hægt að treysta á veður. Því er afar mikil- vægt, að allir íslendingar geri sér grein fyrir viðvörunarkerfí líkam- ans. Ef maður lendir í hrakningum og ferðafélaginn fer að verða þvoglumæltur, fer að hnjóta í öðru hverju spori — þá er kominn tími til að leita skjóls! Rökin fyrir því eru: 1. Líkaminn tapar hita því hraðar sem nær dregur örmögnun. 2. Því þreyttari sem maður er, því verr er hann í stakk búinn til að gera sér gott skjól. 3. Því fyrr sem maður fer að halda kyrru fyrir, því minna er gengið á orkuforða líkamans og því lengur getur hann enst. Þær einu aðstæður til að hvetja kaldan mann til áreynslu eru, ef stutt er í skjól og aðhlynningu. Areynsla getur verið hættuleg fyr- ir ofkældan mann.“ Starfshópur um kuldavamir er að ganga frá 20 mínútna mynd- bandi um ofkælingu sem áætlað er að koma fyrir í hverju skipi og bát. Myndin ber nafnið „í köldum sjó“. Matthías uppi í Eilífsdal með Esjuna í baksýn. Þarna treystir Heimir sér ekki til að bera bakpokann lengur og skilur hann eftir, en í honum var m.a. heitt kakó. Ég ætla mér að fara einhvern næstu daga og sækja hann,“ segir Matthías ákveðinn. „Heimir hitti einn félaga okkar á leiðinni upp sem sagði honum hvar væri best að fara niður. Kannski hafa upplýsingamar ekki verið nógu nákvæmar. En að lokum finnum við þó líklegt gil, en það virðist mjög bratt. Við kíkt- um niður af brúninni til að kanna aðstæður, en sáum ekkert nema hvítt snjófjúkið. Það var óðs manns æði að leggja í niðurstig eftir ókunnri leið. Bæði næturmyrkur og hríðarkóf. Og þama stóðum við fastir uppi á Esjunni. í helköldu snjóskýli Snjórinn var svo lítill, að útilok- að var að byggja snjóhús. í stað þess gerðum við snjóskýli. Bjugg- um um okkur í stórgrýti, eins ná- lægt gilbrún og mögulegt var, en við vildum vakta gilið um nóttina. Lögðumst síðan á bakpokann minn og breiddum yfir okkur dúnúlpu. Við vorum komnir í skýlið um kl. átta. Eftir það var vonlaust að fylgjast með tímanum. Við vomm svo lengi að fara í og úr vettlingun- um til að líta á klukkuna. Og putt- amir dofnuðu á tveimur mínútum. Það tók langan tíma að fá líf í þá aftur. Heimir hafði áhyggjur af fótun- um á mér. Ég hafði áhyggjur af puttunum á honum. Ég hafði blotn- að í annan fótinn og fann hvernig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.