Morgunblaðið - 26.01.1992, Side 10

Morgunblaðið - 26.01.1992, Side 10
10 <s MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1992 AKRANESKAUPSTAÐUR 50 ÁRA Akraneskaupstaður: Innfellda myndin er elsta ljósmyndin frá Akranesi, tekin úr kirkjuturninum rétt fyrir aldamótin. Fremst er Bergþórshvol!, síðan Vegamót og fleiri torfbæir. Akrafjall er í baksýn. SANN KALLAÐ AFMÆl ISAR - SEGIR GISLI GISLASON BÆJARSTJORI eftír Jón Gunnlaugsson „ÞAÐ VERÐUR sannkallað afmælisár,“ sagði Gísli Gíslason bæjarstjóri, aðspurður um hvernig Akurnesingar hygðust minnast þeirra tímamóta að nú eru 50 ár frá því að Akraneskaupstaður fékk kaupstaðarréttindi. „Hið eiginlega hátiðarhald hefst í dag með hátíðardagskrá, sem valinkunnir Skagamenn hafa tekið saman, en allur flutning- ur verður einnig í höndum Skagamanna. Meðal efnis í þessari dagskrá er söngur, lúðrablástur, dans, lestur og hátíðarfundur bæjarstjórnar og þegar líður á daginn verður að sjálfsögðu boðið upp á kaffi og afmælistertu, sem bökuð er sérstaklega af þessu tilefni," sagði Gísli. Gísli Gíslason bæjarstjóri. Hver viðburðurinn mun reka annan allt afmælisárið. íþróttahreyfíngin, skát- amir, Kiwanisfélagar, listafólk, börn og ungling- ar munu leggja sitt af mörkum,“ sagði Gísli „og ég vona að sem flest- ir verði þátttakendur og njótendur margvíslegra skemmtiatriða.“ Á árinu verður lokið merkum áföngum í nokkrum framkvæmdum á Akranesi, m,a. verður í byrjun febr- úar tekinn í notkun nýr salur í Fjöl- brautaskóla Vesturlands og síðar á árinu verður efri hæð hússins, sem hýsa mun stjómsýslu skólans, verða tekin í notkun. Er þar stigið stórt skref til framfara fyrir framhalds- skólanemendur á Vesturlandi. Þá verður í sumar tekinn í notkun nýr og glæsilegur tónlistarskóli sem verða mun verðugur rammi utan um öflugt tónlistarlíf á Akranesi. Hápunkt afmælisársins sagði Gísli verða opinbera heimsókn forseta Is- lands 3. júlí og verður þá væntanlega mikið um dýrðir. Mikil gróska á Akranesi á liðnum árum Þegar Akranes fékk kaupstaðar- réttindi vora 1.929 íbúar í bænum en era nú 5.236 og hefur þeim því fjölgað um 3.300 á 50 áram eða um 66 að meðaltali á ári. Hverju þakkar Gísli þetta? „Síðustu- 50 árin hafa verið Skagamönnum gróskumikil. Hvert stórvirkið hefur verið unnið á fætur öðru í hinum ýmsu málaflokk- um og ég sé fyrir mér áframhald- andi vöxt og viðgang bæjarfélagsins á komandi árum þó svo að stakur hnoðri skyggi á sólina öðra hvora.“ Aðspurður um hvað hefði haft mest áhrif á byggðina á Akranesi á liðnum árum sagði Gísli: „Varðandi fjölda bæjarbúa þá era það vafalaust verk- smiðjumar tvær, sementið og járn- blendið, sem leitt hafa til mestra breytinga. En það er fleira en iðnað- ur og fískvinnsla sem sett hefur mark sitt á bæinn. Gullaldarliðið í knattspymu er upphaf þess að Akra- nes er í dag í fremstu röð innan íþróttahreyfingarinnar og samheldni Skagamanna og keppnisandi setja vissulega mark sitt á bæjarlífíð. Eg efast um að samlíking fínnist í öðram bæjum þegar horft er til knattspyrn- unnar á Akranesi og þeirrar þróunar sem Ríkharður Jónsson, Þórður Þórð- arson og þeir gullaldarfélagar hrintu af stað. Þá er ljúft að geta þeirrar þróunar sem orðið hefur á Akranesi í skólamálum, en nú er hér starfandi öflugur framhaldsskóli, sem ég er sannfærður um að muni skjóta rótum í fleiri þéttbýliskjörnum á Vestur- landi og styrkja byggðina í kjördæm- inu.“ Samstarf bæjarstjórnar er til fyrirmyndar Gísli segir að innan bæjarstjómar sé unnið að málum opið og af heiðar- leika. Vissulega koma fram mismun- andi áherslur og pólitísk viðhorf, en það dregur ekki úr eindrægni manna að búa sem best í haginn fyrir bæj- arbúa. Til framtíðar litið segir Gísli að mörg verkefni bíði framkvæmda og úrlausnar. Á næstu fimm árum verður vafalaust efst á baugi að byggja yfír stjórnsýslu bæjarins og festa stjórnsýslu ríkisins í sessi á Akranesi svo og áframhaldandi upp- bygging í skólamálum og íþróttamál- um auk gatnagerðar. Bæjarstjóm mun á næstu vikum fjalla um hver forgangsröð verkefna skuli vera, en eins og í úrlausn annarra mála þá mun málefnaleg umræða vafalaust leiða til skynsamlegrar niðurstöðu. Á næstunni munu bæjaryfirvöld vafalaust þurfa að hyggja að þeirri þróun sem verða mun ef fram- kvæmdir við Hvalfjarðargöngin fara af stað, en líkindi eru til þess að svo geti orðið innan árs og að vegur undir Hvalfjörð verði opnaður á árinu 1996. „Sú framkvæmd mun í senn hafa æskilegar og óheppilegar afleið- ingar, en í mínum huga er enginn efi um að Hvalfjarðargöng munu verða svæðinu sunnan Skarðsheiðar gífurleg lyftistöng, en það er mikil- vægt að sveitarstjórnarmenn verði samtaka í því að nýta þessa sam- göngubót sem best,“ sagði Gísli að lokum. Minnist Akrnnesárnnna með hlýhug - SEGIRINGIMUNDUR SIGURPÁLSSON FYRRVERANDIBÆJARSTJÓRI „ÞAÐ ER með miklum hlýhug, sem ég minnist starfsáranna á Akranesi. Vissulega var það svo, að á skiptust skin og skúrir eins og jafnan vill verða, en í minning- unni eru sólsskinsstundirnar til mikilia muna fleiri," segir Ingi- mundur Sigurpálsson, sem var bæjarstjóri á Akranesi á árabilinu 1984 til 1989, í samtali við Morg- unblaðið. Ingimundur er nú bæjar- stjóri í Garðabæ. Fyrsta starfsárið var á ýmsan hátt erfitt. Fjárhagur bæjar- sjóðs var þá æði knappur, svo sem almennt var hjá bæjarfélögum á landsbyggðinni á þessum tíma, enda var verðbólgan mikil á fyrri hluta síðasta áratugar, og þrengdi hún fjárhagsstöðu sveitarfélaga ver- ulega. Þrátt fyrir þrönga stöðu voru þó ýmsar fram- kvæmdir í gangi: byggt var verknáms- hús fyrir fjöl- brautaskólann, sem tekið var í notkun haustið 1982, og bygg- ingafram- kvæmdir við Grandarskóla stóð þá yfir. Á þessum árurn var einnig unnið að undirbúningi ýmissa framkvæmda og var blásið til sóknar árið 1984,- þegar grunnur var lagður að um- fangsmiklum framkvæmdum á veg- um bæjarfélagsins. Að vísu blés ekki byrlega í upphafi árs, því 5. janúar gerði foráttu brim, flóð gekk á land og urðu miklar skemmdir víða í bænum. Á fyrri hluta ársins hófust framkvæmdir við viðbyggingu Brekkulækjarskóla, og byijað var á langþráðum framkvæmdum við sundlaug á Jaðarsbökkum. Einnig hófst bygging á hinni glæsilegu heilsugæslustöð, sem tekin verður í notkun á næstunni, auk þess sem fyrsti áfangi heimavistar fjölbrauta- skólans var tekinn í notkun þá um haustið. Minnisstætt er, að mjög þunglega horfði í atvinnumálum á Akranesi á þessum tíma, því fyrir lá, að tveimur af fjórum frystihúsum bæjarins yrði lokað og einn togari seldur úr bænum. Með samstöðu heimamanna tókst að halda togaran- um og þar með að tryggja, að annað frystihúsið héldi áfram rekstri. Var sérstaklega ánægjulegt að vinna að lausn þessa máls í samvinnu við sam- eignaraðila bæjarins í útgerðarfélag- inu Krossvík hf. í stuttu viðtali er vissulega erfitt að tíunda einstök verkefni öðrum fremur, sem bæjarstjórn vann að á síðasta áratug — þar er af svo mörgu að taka. Auk þeirra framkvæmda, sem áður er getið, má þó nefna fram- kvæmdir við vemdaðan vinnustað og undirbúning framkvæmda við dval- arheimilið Höfða, en sérstaklega vil ég þó nefna þrjá samninga milli rík- is og bæjar, sem unnið var að á árun- um 1986 og 1987 og sem eflaust hafa haft drjúga þýðingu þótt þeir hafí látið lítið yfír sér. Þar vil ég nefna samning við menntamálaráðu- neyti og fjármálaráðuneyti um lausn á fjárhagsvanda Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar og síðast en ekki síst samning milli Akranesbæjar, sveitarfélaga á Vesturlandi og menntamálaráðuneytis um reksLur Fjölbrautaskóla Vesturlands, sem Ólafur Ásgeirsson, skólameistari, lagði mikla vinnu í að undirbúa, og sem án efa hefur haft mikla þýðingu fyrir framhaldsnám á Akranesi og raunar á Vesturlandi öllu. Á félagsmálasviðinu minnist ég sérstaklega stormasamra á stundum en þó að lokum jafnan ánægjulegra samningafunda með fulltrúum Starfsmannafélags Akranoss og Verkalýðsfélags Akraness. Sérstök lífsreynsla var að kynnast samninga- tækni þeirra stallsystra, Herdísar Ólafsdóttur og Bjarnfríðar Leósdótt- ur, og það var í senn aðdáunarvert og ánægjulegt að sjá, hversu vel og hyggilega þær leystu sitt verk af hendi. Það er þakkarvert að hafa fengið tækifæri til þess að vinna með áhug- asömu fólki að framfaramálum bæj- arfélagsins, og dýrmæt eru einkar ánægjuleg kynni og sú vinátta, sem fjolskylda mín hefur notið eftir 5 ára ánægjulega dvöl á Akranesi. Hug- heilar hamingjuóskir með von um að mannlíf á Akranesi megi áfram vaxa og dafna um ókomin ár.“ Ingimundur Sigurpálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.