Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 30
30 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1992 ÆSKUMYNDIN... ER AF VALGEIRISKAGFJÖRÐ LEIKARA ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON AFREKSMENN HEIÐRAÐIR Alandsþingi Slysavarnafélags íslands dagana 7. til 10. apríl 1948 voru björgunarverðlaun SFVÍ afhent í fyrsta skipti. Þau hlutu Kristbjörn Guðlaugsson, Arnar- stapa, vegna tveggja bjargana við Snæfellsnes, og Hafliði Halldórsson, Látrum, Þórður Jónsson, Látrum, Bjarni Sigurbjöms- son, Hænuvík, og Daníel Ó. Eggerts- son, Látrum, vegna björgunar við Látra- bjarg í desember 1947. Myndasafn- ið að þessu sinni tengist þessum atburðum og varð Hannes Þ. Haf- stein, fostjóri SVFI, ljúfmannlega við þeirri beiðni okkar að greina nánar frá málavöxtum: „Hinn 12. desember 1947 strandaði Fleetwo- od-togarinn Dhoon FD 295 undan Geldingsskorardal og björgunar- sveitin Látrabjargi, slysavarna- deildin „Bræðrabandið", brást skjótt við og tókst að bjarga tólf manns, en þrír fórust. Á sjó- mannadaginn 1948 var „Bræðraband- inu“ afhentur forkunnarfagur silfurbikar sem „Afreksverðlaun Sjómannadags- ins 1948“, en bikarinn var gef- inn af Félagi ís- lenskra botn- vörpuskipaeig- enda í Reykjavík. Þá fengu þeir Áletraða silfurskálin og heiðurs- merkin frá bresku ríkisstjórninni. heiðursmerki og áletraða silfurskál frá bresku ríkisstjórninni sem viðurkenningu fyrir björgunaraf- rekið. Það voru þeir Andrés Karls- son, Kollsvík, Bjarni Sigurbjörns- son, Hænuvík, Hafliði Halldórsson, Látrum og Þórður Jóns- son, Látmm, sem sigu bjargið og Daníel Ó. Eggertsson, Látrum, sem stjórnaði aðgerðum á brúninni. Sagan segir að þegar Hafliði steig fram af brúninni til að síga hafi hann litið til Daníels og sagt: „Þú þekkir merk- in Daníel,“ en þeir höfðu alist upp saman og gjörþekktu orð og at- hafnir hvors annars í baráttunni við brim og bjarg. En svigvaðurinn var einasta leiðin til samskipta, að koma boðum úr fjöru til þeirra sem voru á Flaugarnefi, þar sem Daníel stjórnaði aðgerðum. Kristbjörn tengdist hins vegar björgunum við Snæfellsnes þegar hollenska olíuflutninga- skipið Mildred PFZP strandaði undan Járn- barðanum vest- an Dritvíkur í október 1947, en þar var öll- um fimmtán skipbrotsmönn- um bjargað og þegar Grimsby- togarinn Epine GY7 strandaði á austanverð- um Dritvík- urflögum, en þar var fimm bjargað en fjórtán fórust.“ Feiminn og dreyminn HANN VAR afskaplega feiminn sem barn og lifði í sinum eigin draumaheimi. Hann átti þó marga og góða félaga sem voru honum tryggir öll æskuár- in. Þegar vorið fór að kalla, eins og hann orðar það, braust villingaeðlið út. Félagarnir voru farnir að fikta við reykingar og aðeins byrjaðir að smakka það. Tíðarandinn var sá að vera á móti öllu og öllum enda héngn vinirnir í skottinu á hippatímabil- inu. Svo fór að nokkrar mæður í Vogahverfinu tóku höndum saman um að snúa vörn í sókn og betrumbæta drengina sína með því að senda þá í heimavistarskóla á Núpi í Dýrafirði. Og piltar gengust inn á það samkomulag mæðra sinna gegn því að allir færu eða enginn því ekki mátti stía hjörðinni í sundur. Að hausti voru tíu drengir úr Vogahverfinu sendir á heimavist veturlangt til þess að ljúka landsprófi, en foreldrar þeirra álitu það einu færu leiðina til að þeir lykju landsprófi. Aheimavistinni á Núpi lentu piltar minna og meira á sama gang- inum, en það hafði engin vandræði í för með sér. „Það fór ekkert að reyna almennilega á kunningsskap- inn fyrr en við þurftum allt í einu að fara að búa svona náið og sjá um okkur sjálfír. Þetta var okkur öllum góður skóli. Þarna voru strahgir kennarar og við fengum allir að kynnast aga. Við_ komum allir mjög heilir til baka. Ég mæli eindregið með því að unglingar, sem eiga erf- itt með að fóta sig í slarkanum í Reykjavík, verði sendir út á land,“ segir Valgeir. Valgeir Skagfjörð er fæddur í Reykjavík 8. maí 1956 og er uppal- inn í Vogahverfinu. Móðir hans er Guðlaug Skagijörð og faðir er Placido Martin tónlistarmaður, bú- settur í Englandi. Valgeir á sjö hálf- systkini, fimm á íslandi og tvö í Ehglandi. Um hríð dvaldi Valgeir í Svíþjóð við tónlistarnám, kom svo heim og fór að kenna við tónlistar- skóla úti á landi, villtist svo inn í áhugamannaleikhóp og þar með var hann á réttri hillu. Hann fór í Leik- listarskóla Islands og útskrifaðist vorið 1987. Valgeir Skagfjörð þótti feiminn sem barn og svolítill villingur á unglingsárunum. Ungur að árum þótti Valgeir sýna mikla tónlistarhæfíleika og sex ára gamall var hann sendur í Barna- músíkskólann þó honum sjálfum hafí ekki vérið mikið um það gefið. Hann gat spilað pilturinn en hann vildi bara spila eftir eyranu, ekki eftir nótum. „Hann var ofboðslega rólegur og meðfærilegur sem krakki, blíður og síbrosandi," segir María Skagfjörð, móðursystir Valgeirs, „en þegar hann átti skammir skilið setti hann alltaf upp ákveðinn aumingjasvip sem gerði það að verkum að maður bráðnaði alltaf með það sama. Þegar hann fór að hafa vit var hann alltaf mjög dreyminn, oftar en ekki í öðrum heimi og þá dálítill hrakfallabálkur. Hann skrifaði sögur í laumi sem hann þorði ekki að sýna nokkrum manni og var öllum stundum fyrir framan píanóið. Og svo varð hann auðvitað afskaplega vinsæll meðal kvenna, stelpurnar voru bijálaðar á eftir honum, en hann var ekki bara sætur, heldur bráðskemmtilegur og mikill brandarakarl," segir María. SVEITIN MÍN_ KOLBEINSSTAÐAHREPPUR í HNAPPADAL „SUMIR VILJA kalla Hnappadalinn rokdal, en ég er nú ekki sammála því þó að ég viðurkenni að þar hvessi stundum hressi- lega,“ segir Elísabet Sigurðardóttir, nemi í Fósturskóla íslands, en hún er fædd og uppalinn að Hraunholtum í Kolbeinsstaða- hreppi í Hnappadal. Bæjarstæðið er á holti, sem er umlukið hrauni, líklega úr Gullborg. í Gullborgarhraun- inu eru hellar, þeirra stærstur ejc Gullborgarhelíir og þar hafa fundfet merki um mannavist. Af kennileitum í Kolbeinsstaða- hreppi er EMborgin líklega þekktust, en hún er í Eldborgar- hrauni. í því hrauni er heit laug, Landbrotalaug, sem hægt er að fara í. Kolbeinsstaðafjall er hæst fjalla í Hnappadal en einnig má nefna kennileiti úr þjóðsögunni um kerlinguna sem er steinrunn- in í Kerlingarskarði; Brúnubolla, Strokk, Bulluna, Sátuna, Skyr- tunnur og Hest. Bærinn Hraun- holt ber sama nafn og Hraun- holtaáin, sem rennur úr Hlíðar- vatni í Oddastaðavatn. Um miðj- au sjounda áratuginn var rekið fljótandi hótel á Hlíðarvatni, hót- el Víkingur. Sá hótelrekstur fékk skjótan endi þar sem vatnsborðið lækkaði svo mikið að hótelið flaut ekki. Ur Oddastaðavatni rennur Haffjarðará, sem markar hreppa- skil að norðvestan en Hítará að suðaustan.“ ÞANNIG... FLOKKAR JÓNA BJÖRG JÓNSDÓTTIR SORP HLUTI DAGLEGA LÍFSINS Morgnnblaðið/Árni Sæberg Fjöiskyldan tekur þátt í að flokka það sorp sem til fellur á heimil- inu: Bryndís 13 ára, Guðrún Ragna 9 ára og Þorsteinn 7 ára, ásamt móður sinni Jónu Björgu. Dagblöðin eru bögguð, matarleifum safn- að sér, svo og rafhlöðum. „Það verður fljótt hluti af dag- lega lífinu að flokka það sorp sem til fellur á heimilinu. Ég hendi nánast engu sem hægt er að endurnýta og finnst óþægi- legt að sjá fólk henda t.d gosdós- um,“ segir Jóna Björg Jónsdótt- ir, húsmóðir. í tæpt ár hefur hún og fjölskylda hennar flokkað heimilssorpið, en það var upp- haflega fyrir tilstilli verkefnisins „Grænar fjölskyldur", sem fjöl- skyldan tók þátt í. Verkefninu, sem var á vegum „Norræns umhverfisárs“ lauk í júlí en fjöl- skyldan heldur áfram að taka tillit til umhverfisins og íhugar vandlega hvað fer ofan í ruslatunnuna. Ameðan verkefninu stó»ð, fín- flokkaði fjölskyldan allt sorp og vigtaði það áður en því var hent. Fínflokkunin fólst í að rusiinu var skipt niður í lífrænan úrgang (mat- arleifar ofl.), hættulegan úrgang (eiturefni, lyf ofl.), gler, pappír, málma, plast og annað. „í fyrstu var fínflokkunin dálítið snúin, krafðist í það minnsta umhugs- unar. En hún komst fljótt upp í vana og varð hluti, af daglega Iff- inu. Reyndar eigum við íslendingar ennþá nokkuð í land hvað varðar að losa sig við hluta af sorpinu. Af gleri er t.d. einungis tekið á móti gos- og vínflöskum í endur- vinnslu,“ segir Jóna. „Eftir að tilrauninni lauk, höfum við látið nægja að grófflokka allt sorp. Við söfnum öllu gleri og reyn- um að nota eins mikið af því aftur og mögulegt er. Dagblöðin og ann- an pappír utan glanspappír böggum við og förum með hann í Sorpu. í garðinum erum við með safnhaug og við hendum aldrei dósum, heldur geymum þær og gefum skátunum og sundfélaginu, en bæði félögin safna þeim. Þá skiptir mjög miklu máli að henda ekki rafhlöðum held- ur koma þeim í verslanir eða til Sorpu, og það síðarnefnda á ekki síður við eiturefni og lyf.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.