Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAfriIÍÐ A9nniv9 .... SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1992 C 31 Fyrsta afliending björgunarverðlauna SVFÍ, frá vinstri: Hafliði Halldórsson, Látrum, Þórður Jónsson, Látrum, Bjarni Sigurbjörnsson, Hænuvík, Kristbjörn Guðlaugsson, Arnarstapa, og Daníel Ó. Eggertsson, Látrum. Charles William Baxter, CMG, MC, sem var sendiherra Breta hér á landi 1947- 1950 og Guðbjartur Ólafsson, forseti SVFÍ 1940-1960. Skipbrotsmennirnir 12 af Dhoon ásamt einum björgunarmanna. Myndin var tekin í móttöku SVFÍ við kom- una til Reykjavíkur. Annar frá vinstri í fremri röð er Egill Ólafsson frá Hnjóti, en lengst til hægri í aftari röð er Albert Wallbank, hinn eini núlifandi af skipbrot smönnum, en Hannes Þ. Hafstein, forstjóri SVFÍ, heimsótti hann síðastliðið haust eins og greint var frá í Morgunblaðinu 4. desember sl. SÍMTALID... ER VIÐ EGGERTARASON SÓLBAÐSSTOFUEIGANDA Gleymdi kreppunni 79945 Sólbaðsstofan Bros góðan dag. — Jú góðan daginn, gæti ég fengið að tala við eigandann. Hvað heitir liann annars? Eggert Arason. Bíddu augna- blik. Halló. — Sæll og bless, þetta er á Morgunblaðinu, Kristín Maija Baldursdóttir. Eg er að hringja í þig út af auglýsingu sem birtist hjá okkur hérna í blaðinu fyrir nokkru. Þetta var heilsíðuauglýs- ing með stórri rauðri fyrirsögn: Brostu. Jú það er rétt. — 1 framhaldi af því langar mig að spyija þig hvort þú hafir gleymt því að það er kreppa? Gleymdi ég? Er kreppa? — Já Eggert Arason, það er kreppa og*við eigum öll að vera með skeifu. (Þögn) — Eg heyri að það er þögn þarna hinum megin. Nei Eggert mér fannst þetta frábær auglýs- ing svona mitt í öllum barlómnum. Þarna stóð bara: brostu, og auð- vitað brosti maður. Hver átti hug- myndina? Eg gerði nú auglýsinguna. — Varstu með það í huga að vera alveg sérstaklega jákvæður á þessum síðustu og verstu tímum, eða hvað varstu að hugsa? Ég veit ekki hvað ég var að pæla þegar ég gerði þessa aug- lýsingu. Ég setti aðra í útvarpið sem var á svipuð- um nótum. — Þetta var mjög sniðugt. Þakka þér fyrir það. — Ertu búinn að vera með þessa sólbaðsstofu lengi? Nei, -aðeins í sex mánuði. - — Er háannatími núna? Ég hef nú ekki rekið stofuna nógu lengi ti! að geta sagt um það, en mér skilst af sögusögnum að þetta sé besti tíminn fyrir okk- ur. — Nú er maður alltaf að heyra að svona ljósalampar séu svo óhollir? Átti ekki hangikjöt að vera óhollt líka? Það er það ekki lengur sé það borðað í hófi. Það sama gildir um flesta hluti, ljósalampa einnig. — Það besta við ljósalampana að mínu mati er það, að fá hlýj- una í kroppinn svona yfir hávet- urinn. . Já, faðir minn kemur ekki hing- að til að verða brúnn, heldur af því að hann er slæmur í baki og honum líður betur eftir að hafa farið í ljósalampa. Ef ég væri efn- aðri, væri ekki að kaupa fyrirtæk- ið, hefði ég einn bekk í viðbót með lengri tíma og veikari peru. — Hvað ertu með marga bekki? Ég er með sex bekki. — Nú hvað, þetta ér stærðar stofa. Svo ertu líka með vöðva- þjálfúnartæki og þess háttar. Ef ég kæmi nú til þín með mín jóla- kíló, þá gætirðu sennilega gert heilmikið fyrir mig? Jú við erum með mjög góðan líkamsræktarsal og þetta þjálf- unartæki sem þú nefndir hefur það sér það til ágætis meðal annars, að eftir tíu tíma pró- gramm getur það gerst að menn noti tveimur númerum minna af buxum. — Þá er ég á leiðinni til þín Eggert. Jú, vertu vel- komin. Eggert Arason Júlíusi er greinilega mikið niðri fyrir í ræðustól Alþingis. HVAR ERU ÞAU NÚ? JÚLÍUS SÓLNES FYRRVERANDI UMHVERFISRÁÐHERRA Skortir bjartsyni í íslenskt Lítið hefur frést af Júlíusi Sól- nes síðan flokkur hans, Borg- araflokkurinn, datt út úr pólitik- inni. Okkur tókst með naumind- um að ná í fyrrverandi umhverf- isráðherra, áður en hann livarf aftur af landi brott, en hann skrapp aðeins heim yfir áramót- in til að vinna að verkfræðiverk- efni. Hvar hefurðu haldið þig, Júl- íus? „Mér var boðin staða sem gistiprófessor við ríkisháskól- ann í Mexíkóborg. Ég tengdist skólanum, þegar ég fór til Mexíkó ’85 til að kynna mér tjón eftir jarðskjálftann mikla í september sama ár. Þetta er geysilega stór há- skóli, með fleiri stúdenta en öll íslenska þjóðin eða um 300.000 manns, hálf milljón, ef starfsfólk er talið með. Ég starfa á vegum verkfræði- og jarðeðlisfræði- stofnana háskólans, þar sem m.a. er fjallað um tölfræðilegt mat á jarðskjálftaáhættu. Þarna eiga sér stað mjög merkilegar rann- sóknir á vegum fremstu vísinda- manna í heimi á þessu sviði. Mjög sérstæðar aðstæður eru í Mexíkóborg. Miðborgin er byggð á gömlum tjarnarbotni með afar veika undirstöðu, svo að hætta á tjóni við jarðskjálfta er meiri en víða annarstaðar. Þegar Spán- veijar komu fyrst til Mexíkó, var þarna stór tjöm og höfuðborg Astekanna á eyju í henni miðri. Spánveijar lögðu þá borg í rúst og notuðu gijótið til að fylla upp tjörnina. Upptök jarðskjálfta á þessu svæði eiga sér stað við Kyrrahafs- ströndina, um 400 km frá borg- inni. Jarðskjálftabylgjur eru um 60 sekúndur að berast þangað. Og nú er verið að rannsaka mögu- leika á að koma upp viðvörunar- kerfi, svo að fólk geti bjargað sér á þessum tíma. En ég hef ekki sökkt mér alveg ofan í vísinda- störf. Hef líka reynt að fylgjast með í pólítík og skynja hverskon- ar vandamál steðja að Mexíkön- um Það er mjög skemmtilegt fyr- ir íslendinga að koma inn í þenn- an ólíka heim, en flest okkar þekkja lítið til S-Ameríkulanda. Mannlíf þarna er margbreyti- Hann gefur sér rétt tíma til að líta upp frá teikniborðinu, enda er maðurinn á hraðferð aftur til Mexíkó. legt og áhugavert. Fólk er afar glaðlynt og hlýlegt. Engin svart- sýni eða bölmóður. Það trúir á framtíðina. Líka gaman að kom- ast inn í nýtt tungumál. Við ís- lendingar kynnumst öðrum þjóð- um fyrst og fremst í gegnum enskuna. í Mexíkó er spánskan svo sterk, að enskan hefur ekki roð við henni. Og erfitt að bjarga sér á ensku í Mexíkóborg. Vissrar andúðar gætir líka á Bandaríkjamönnum í Mexíkó. Ekki undarlegt þegar litið er á landakort fyrir 1830. En Mex- íkanar töguðu helmingi af fyrra landsvæði í hendur Bandaríkja- manna á árunum 1830-70. Ariz- ona, Nýja-Mexíkó og allt Texas- fylki var áður innan landamæra Mexíkó.“ — Hvemig líst þér á íslenskt þjóðlíf í samanburði við bjartsýna og glaðlynda Mexíkana? „Við hjónin vorum að hugsa um að hætta við að koma heim, þegar við lásum blöðin á flugvellinum í New York. Mér virðist að ríkis- stjórnin hafi engan hemil á þróun mála og ástandið mun verra en ég átti von á. Auðvitað er sam- dráttur í sjávarútvegi og fleiru. En þessi eilífi barlómur og svart- sýni er hræðileg og hlýtur að hafa mjög slæm áhrif. Það eina sem heyrist frá stjórnvöldum og fjölmiðlum er að við séum á heljar- þröm, næstum því gjaldþrota. Við megum ekki gleyma, að við búum við mikla velsæld. Miðað við t.d. ástandið í Mexíkó erum við afar vel á vegi stödd. Stjórnvöld í Mexíkó leggja mik- ið upp úr því að hvetja fólk til dáða og styrkja ný atvinnufyrir- tæki. En hér eru allar fjármála- stofnanir lokaðar fyrir nýjum hugmyndum. í slíku þjóðfélags- ástandi er þjóðin dæmd til að koðna niður. Ef rétt væri á málum haldið, ef stjórnvöld og almenningur tækju höndum saman til að byggja og efla íslenskt atvinnulíf, þá væri mikið unnið. í stað þess telur hver úr öðrum. Allt virðist leggjast á eitt til að drepa niður dugnað landsmanna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.