Morgunblaðið - 26.01.1992, Síða 21

Morgunblaðið - 26.01.1992, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1992 C 21 ítalskrar hámenningar", eins og ít- ölsku blöðin komust að orði, en brátt tóku þær raddir að heyrast, að auð- vitað þætti myndin hvergi heima nema á Ítalíu, þótt einhver franskur kóngur hefði komist yfir hana fyrir flórum öldum. Ekki var minnst á það, að Franz I. Frakklandskonung- ur hafði keypt myndina fyrir 4.000 gullflórínur í frjálsum kaupum, og listmaðurinn sjálfur, Leonardo da Vinci, hafði jafnan sóst eftir því að vera í þjónustu franskra konunga. Frakkar tóku það nú óstinnt upp, þegar Italir vildu halda myndinni, svo að stjórnvöld í Frakklandi og Italíu flýttu sér að semja um skil hennar til Louvre, áður en þjóð- rembingur í báðum löndum ylli milli- ríkjadeilu. Réttarhöldin yfir Peruggia hófust 14. júní 1914. Hann sagðist fyrst hafa séð þessa dýrðarmynd, þegar hann var að vinna í París árið 1908, og þegar orðið hrifínn. Næsta ár, 1909, hafði hann næg tækifæri til þess að virða hana vel fyrir sér, því að þá fékk hann vinnu í flokki hand- verksmanna í Louvre (gifsarar, múrarar og málarar). Þótt hann hefði sýnt myndinni svo mikinn áhuga, að öryggisvörðum hefði átt að þykja hann grunsamlegur, tókst honum að komast í vinnuflokkinn, sem setti myndina undir gler í jan- úar 1911. Sjálfur sagðist hann vera „töfraður, dáleiddur af myndinni". Allt var þetta óþægilegur vitnis- burður um öryggisgæslu í Louvre, en verðimir sögðu aðeins, að það væri auðvelt að vera vitur eftir á. Að vísu hafði fallið grunur á hann á sínum tíma. Hann var yfirheyrður skömmu eftir myndhvarfið, og lög- reglan í París gerði húsrannsókn þar sem hann bjó. Herbergi hans var vandlega rannsakað, en lög- regluþjónunum yfirsást að athuga ferðakoffortið stóra, sem stóð þar inni. Þar var Móna Lísa allan tím- ann í rauða silkiklæðinu í leynihólfí sínu. Hann var látinn fara fijáls ferða sinna eftir þessa rannsókn í París, og skrifað hafði verið við nafn hans í fjölmennum hópi grun- aðra, að ekki þyrfti að tortryggja hann, þar eð hann væri á engan hátt sú manngerð, sem stæli lista- verkum. Lengi skal manninn reyna. ítalski saksóknarinn í réttarhöld- unum í Flórenz 1914 dró mjög í efa, að tilgang sakbornings með athæfi sínu mætti einungis rekja til óvenju sterkrar þjóðernisástar hans. Auk þess að hafa krafist hárrar upphæðar í skilalaun fyrir þýfi sitt, hefði hann tvívegis komist undir manna hendur, meðan á Frakk- landsdvölinni stóð. Hinn 24. júní 1908 var hann handtekinn í Macon í Frakklandi og sakaður um ránstil- raun. Hann var dæmdur sekur og sat stuttan tíma í fangelsi. 9. febrú- ar 1909 var hann handtekinn í Par- ís og ákærður fyrir að hafa skot- vopn undir höndum með ólöglegum hætti. Aftur var hann dæmdur til skammrar fangelsisvistar. Saksóknarinn í Flórenz fór fram á þriggja ára fangelsun. Þrátt fyrir skelegga málsvöm Peruggia, þar sem hann krafðist sýknu, var hann dæmdur í eins og fimmtán daga fangelsi. Honum var sleppt, eftir að hafa setið inni í sjö mánuði. Þegar hann gekk út í frelsið að nýju, fögnuðu sumir honum sem hetju og föður- landsvini. Aðrir sögðu hann ómerki- legan og hálfbilaðan smáglæpa- mann. Þegar blöðin gleymdu honum að nýju, hélt Peruggia norður í heimabæ sinn. Þar var honum fagn- að. Hann kvæntist brátt og stofnaði heimili. Hann komst í ítalska her- inn, áður en heimsstyrjöldinni fyrri lauk, og hlotnaðist þar heiðursmerki fyrir vasklega framgöngu. Að stríðinu loknu fluttist hann, þótt undarlegt megi virðast, til höf- uðborgar hinna hötuðu Frakka, sem höfðu misfarið með ítalskan menn- ingararf, að Hans áliti. Þar settu þau hjónin á stofn járnvöruverslun, sem þau ráku af miklum dugnaði og útsjónarsemi. Peruggia lést í París árið 1927. Til leigu í Borgarkringlunni Til leigu vel staðsett verslunarhúsnæði í Borgarkringlunni (við hliðina á versluninni Blóm og listmunir). Laust strax. Upplýsingar í símum 685277 vinnusími og 689174 heimasími. Samstarf óskast Óskað er eftir samstarfi við dugmikinn og ábyrgan aðila, er starfa vill við innflutning. Um er að ræða allt að helmings eignaraðild í fyrirtæki er starfar við mjög sérstæðan og arð- bæran innflutning. Lysthafendur vinsamlegast sendi inn tilboð merkt: „Samstarf - 13763“ á auglýsingadeild Mbl. fyrir 30. janúar, er greini frá nafni og síma- númeri. Fullum trúnaði heitið og öllum tilboðum svarað. _________________ J LAUSBLAÐA- MÖPPUR frá Múlalundi... ... þær duga sem besta bók. Múlalundur SfMI: 62 84 50 KVÍÐANÁMSKEIÐ Námskeið um stjórnun streitu, kvíða og spennu í mannlegum samskiptum. Kenndar eru og aefðar aðferðir til að fyrirbyggja og takast á við þessi ein- kenni. Upplýsingar um helgar og öll kvöld ísíma 39109. Oddi Erlingsson, sálfræðingur. NÚ Á FRÁBÆRU VERÐIÁ ÍSLANDI FRÁ KR. 982.080 5 DYRA - 3 ÁRA ÁBYRGÐ HVARFAKÚTUR MINNI MENGUN SÖLUHÆSTIBÍLLINN í EVRÓPU VOLKSWAGEN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.