Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 20
20 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1992
AF SPJÖLDUM GLÆPASOGUNNAR
SAGT ER, að listin sé eilíf, en samt er það svo, að listaverk komast í tísku og fara úr tisku, eins og
listastraumar og listastefnur. Megnið af listaverkum frá síðustu öld hefur til dæmis verið forsmáð og
fyrirlitið lengst af þessari öld. Nú virðist það vera að breytast, og rykið er dustað af þúsundum gleymdra
málverka og höggmynda. Stundum gerist það þó, að listaverk verða fræg, um leið og þau eru sýnd í
fyrsta skipti, og halda þeirri frægð öldum saman, bæði hjá almenningi og hinum tískumótandi listfræð-
ingum hvers tíma. Besta dæmið um slíkt listaverk er málverkið af Mónu Lisu eftir Leonardo da Vinci.
Hann fæddist í sveitaþorpinu Vinci, rétt hjá Flórenz (Firenze) árið 1452 og dó í höll Frakkakonungs í
Amboise árið 1519. Myndin er máluð á árunum 1503-1506. Fyrirmyndin var eiginkona fyrirmanns í
Napólí, Zanobi del Giocondo, Lisa að nafni. Hún var kölluð Mona (stytting úr Madonna) Lisa, og því er
myndin ýmist nefnd La Gioconda eða Mona Lisa. Óhætt er að telja þessa mynd frægasta málverk allra tíma.
Fréttir berast annað veifið af bíræfnum þjófum, sem stela ómetanlegum listaverkum. Sum verkanna
eru svo fræg, að útilokað er að koma þeim í verð. Þau hljóta að dúsa í földum geymslum listelskra sér-
vitringa, sem hafa nægilegt fé handa á milli til þess að gera út flokk sérhæfðra listaverkaþjófa. Ástæð-
ur slíkra þjófnaða geta annars verið margvíslegar, og þeir eru ekkert nýtt fyrirbæri í sögunni.
Hér verður sagt frá einum frægasta listaverkaþjófnaði sögunnar, þegar sjálfri Mónu Lísu var stolið
úr dýrgripageymslu frönsku þjóðarinnar.
Samtímateikning úr dagblaði sem sýnir reiði almennings á
Italiu þegar Mónu Lísu var skilað aftur til Frakklands.
Að morgni hins 22. ágústs
árið 1911 gekk franski
listmálarinn Louis Beroud
inn um aðaldyr safnsins mikla í
Louvre-höll í. Parísarborg með
pensla sína og trönur, málningar-
dósir og litaspjald. Beroud og af-
rakstur ævistarfs hans væri nú
flestum gleymdur, hefði hann ekki
tengst einkennilegu máli, sem hér
verður sagt frá. Með honum í för
þennan morgun var stúlka, sem
ætlaði að sitja eða öllu heldur standa
fyrir hjá honum, meðan hann mál-
aði af henni mynd fyrir framan hið
fræga málverk af Mónu Lísu, sem
hékk uppi í Ferhyrnda salnum (,.Sal-
on Carré“).
Nýlega hafði glerhlíf verið sett á
málverkið, og hafði Beroud fengið
þá hugmynd í kollinn að láta fyrir-
sætuna vera að farða sig og greiða
sér fyrir framan málverkið og nota
glerrúðuna í spegils stað.
Árið áður hafði komið fram há-
vær gagnrýni á stjómendur safnsins
fyrir það, að listaverkin og aðrir
safngripir væru ekki nægjanlega vel
varðir fyrir skemmdarverkum og
þjófnaði. Þá, eins og nú, höfðu menn
ástæðu til þess að óttast þjófa, of-
stækismenn og geðsjúklinga í lista-
söfnum. Stjórn safnsins hafði nú
gripið til þess ráðs að setja gler-
hjálma og hlífar yfir marga sáfn-
gripi. Sú ráðstöfun að setja glerrúð-
ur yfir málverk varð afar umdeild.
Fólk kvartaði undan því, að ekki
væri nokkur vegur að sjá málverkin
almennilega og njóta þeirra í gegn-
um glampandi glerrúðu.
Beroud og fyrirsætan gengu nú
inn í Ferhymda salinn og að veggn-
um, þar sem Móna Lísa hafði hang-
ið á milli tveggja, frægra málverka.
Þau héngu bæði á sínum stað
(„Helgisögnin um Alfonso d’avalos"
eftir Tizian (Feneyinginn Tiziano
Vecellio, 1477-1576) og „Hið himn-
eska brúðkaup heilagrar Katrínar"
eftir ítalann Antonio Allegri da
Correggio, sem uppi var 1494-
1534). En á milli þessara tveggja
guðrækilegu persóna brosti nú eng-
in veraldleg Móna Lísa sínu dular-
fulla brosi. Þar vom aðeins jám-
stólpar og grindur, sem málverkið
hafði verið fest á. Beroud varð hissa
og gekk að næsta safnverði. Vörð-
urinn sagði honum, að málverkið
hefði líklega verið flutt inn í ljós-
myndunardeild safnsins. Aðeins þar
mátti gera viðurkenndar eftirmyndir
af málverkum, til þess að nota á
póstkortum, í skólabókum o.s.frv.
Væntanlega yrði myndinni skilað á
sinn stað síðar um daginn.
Nú jæja, hugsaði Beroud, ég kem
þá aftur seinna í dag. Hann bauð
fyrirsætunni í seinna morgunkaffi
og síðar í hádegismat. Síðan sneru
þau aftur í safnið.
Wlyndin góða var enn ókomin.
"Beroud fékk nú einn safnvörðinn til
þess að spyrjast fyrir um það, hve-
nær hún kæmi aftur úr ljósmyndun-
ardeildinni. Við athugun hans kom
Af frægasta
listaverkaþjófnaði
sögunnar, þegar
Móna Lísa hvarff
úr Louvre
í ljos, að hún var þar ekki og hafði
ekki verið þar undanfama daga.
Smám saman varð gæslumönnum
ljóst, að Móna Lísa var horfin úr
vörslu þeirra. Fyrst var leitað í of-
boði um allt safnið, og öll yfir-
mannahersing safnsins hrúgaðist
saman inni í aðalskrifstofu hins
æðsta. „Þar gaf að líta tárfellandi
fræðimenn, æpandi hreinsideildar-
stjóra, bölvandi varðstjóra og mál-
lausa yfir- og undirsafnstjóra,“
skrifaði einn viðstaddra í endur-
minningar sínar. „Flestir munu hafa
verið að hugsa um skömmina og
hugsanlegan stöðumissi." Brátt
varð ekki komist hjá því að leita til
lögreglunnar. Fjölmennt lögreglu-
þjónalið kom þegar á vettvang og
leitaði vandlega í allri höllinni. Hlið-
grindur voru settar fyrir alla út-
ganga og leitað á öllum safngestum,
um leið og þeim var vísað út. Loks
fann einn lögregluþjónanna glerhlíf-
ina og rammann. Hvom tveggju
hafði verið stungið neðst á bak við
stiga, sem lá niður að umluktum
hallargarði við Signu.
Fréttirnar af hvarfi Mónu Lísu
flugu út um víða veröld, og þótti
Frökkum hin mesta hneisa að þessu.
Almenningur æsti sig upp gegn öll-
um yfirvöldum vegna þessa máls,
og eins og oft vill henda, urðu þeir
stundum reiðastir, sem aldrei höfðu
lagt það á sig að gera sér ferð í
safnið til þess að sjá hið fræga
málverk eigin augum. Þótt myndin
væri ítölsk að uppruná, var hún
samt álitin ein af ómissandi þjóðar-
gersemum frönsku þjóðarinnar. Um
þetta leyti var gamla Þjóðveijahatr-
ið enn að blossa upp í Frakklandi,
enda lá við styrjöld milli þjóðanna
á þessu ári, 1911, þótt heimsstyij-
öldin fyrri hæfist svo ekki fyrr en
í ágúst 1914. Sá kvittur kom upp,
að Þjóðveijar hefðu stolið Mónu,
Frökkum til háðungar. Lögreglu-
þjónar voru látnir handtaka fjölda-
marga Þjóðveija í París vegna lítil-
fjörlegra grunsemda árvökulla
borgara, en flestum var fljótlega
sleppt, þar eð ekkert sannaðist á
þá. Tækifærið var þó notað til þess
að vísa hinum tortryggilegustu úr
landi, og voru þeir sendir í lokuðum
járnbrautarlestarklefum austur yfir
Rínarfljót og Þjóðveijum sendur
reikningur fyrir kostnaðinum. Hann
hefur ekki verið greiddur enn. Blöð-
in létu málið að sjálfsögðu til sín
taka. L’illustrationsem var mjög
útbreitt á þessum árum, bauð 40
þúsund franka verðlaun handa
þeim, sem tryggði örugga heim-
komu Mónu Lísu. Dagblaðið „Le
joumai“ í París bauð þá 50.000
franka. „Le matin“ hét á alla
skyggna menn, miðla og aðra, sem
dulrænum hæfileikum voru gæddir,
til þess að finna myndina. Þessi
áskorun blaðsins var beint til alls
heimsins, en að auki tilkynnti blað-
stjórnin, að franskir ríkisborgarar,
sem vissu lengra en nef þeirra næði,
myndu fá laun hjá blaðinu fyrir all-
ar vísbendingar. Þetta framtak
blaðsins var rækilega auglýst. Dul-
rænir menn og spákonur flyktust
til Parísar, og lesendur blaðsins
fylgdust daglega með framlagi
þeirra til leitarinnar; sem var nú
orðið að hjartans máli allrar frönsku
þjóðarinnar. Ráðherrar lýstu unn-
vörpum yfir áhyggjum sínum og
létu hafa við sig ýtarleg viðtöl af
þessu tilefni. Eftir á var talið, a
þeim hefði þótt gott að geta beint
sathygli þjóðarinnar frá landstjórn-
inni. Auk hinnar opinberu rannsókn-
ar á málinu, blómstraði einkafram-
takið á þessu sviði einnig. Ýmsir
höfðu ekki aðeins illan bifur á Þjóð-
veijum, heldur einnig Englending-
um, sem nú voru grunaðir af sumum
um að hafa stolið myndinni, til þess
að gera frönsku þjóðinni svívirðu.
Smám saman fór athyglin að bein-
ast áð öllum útlendingum í París.
Lögregluþjónar og jafnvel almennir
borgarar áttu það til að stöðva
menn á götu, bæru þeir grunsam-
lega böggla undir hendi, svo sem
aflanga, ferhynida kassas eða sí-
vala ströngla. í ljós kom, að lista-
menn voru ekki eins vinsælir meðal
alþýðu og ætla hefði mátt í þessari
höfuðborg lista og menningar, því
að ótrúleg margir fóru nú að vísa
lögreglunni á þá. Pablo Picasso, sem
var svo ólánsamur að ver allt í senn,
listamaður, bóhem og innflytjandi,
var hnepptur í varðhald um stundar-
sakir og spurður spjörunum úr.
Sama henti skáldið Guillaume Ap-
pollinaire.
Ekkert upplýstist þó í málinu.
Smám saman fengu blaðamenn og
þar með blaðalesendur og franska
þjóðin leið á málinu. Þjóðin fékk um
annað að hugsa, og málið þokaðist
til hliðar fyrir öðrum málum. Samt
gleymdist það ekki alveg, og annað
veifið komu fram nýjar skýringar
og tilgátur, sem allar runnu þó einn-
ig út í sandinn.
Rúmum tveimur áram eftir hvarf
myndarinnarr haustið 1913, setti
ítalskur listaverkasali, Alfredo Geri
í Flórenz, auglýsingu í blöð og tíma-
rit, þar sem hann óskaði eftir lista-
verkum á sýningu, er hann hugðist
halda. Eitt svarbréfanna kom frá
manni, sem kallaði sig aðeins „Leon-
ard“. Það var dagsett í París 29.
nóvember 1913. Ljónharður þessi
kvaðst hafa Mónu Lísu undir hönd-
um og vera reiðubúinn til þess að
skila henni, gegn gjaldi, en aðeins
til Ítalíu, alls ekki til Frakklands.
Ljóst var af bréfinu, að ritari þess
áleit Frakka hafa haft myndina með
röngu í vörslu sinni, og nú væri tími
kominn til þess að bæta úr því.
Franskir herflokkar hefðu unnið
mörg hervirki á ítölskum listaverk-
um allt frá árinu 1499 til daga
Napóleons Bonaparte, en tekið önn-
ur herskildi og haft með sér að her-
fangi heim til Frakklands.
Alfredo Geri bjóst helst við því,
að bréfritari væri annað hvort vit-
leysingur eða listaverkafalsari.
Hann svaraði bréfinu því þannig,
að hann ætti ekki heimangengt og
gæti með engu móti tekist ferð á
hendur til Parísar, til þess að skoða
málverkið þar, eins og bréfritari
hafði boðið. Hins vegar myndi hann
með ánægju athuga það, gæti Leo-
nard komið með það til sín í Flór-
enz. Reyndist það vera hið eina og
sanna málverk af Mónu Lísu, væri
hann tiibúinn til þess að greiða fyr-
ir það hátt verð.
Leonard sendi nú svar i sím-
skeyti til Geri og sagðist mundu
koma í verslun hans 10. desember.
Geri bað Giovanni Poggi, forstöðu-
mann Uffizi-safnsins í Flórenz, að
vera hjá sér þennan dag, svó að
hann gæti sannreynt staðhæfingu
Leonards um það, að hér væri hann
kominn með ósvikna vöra, Mónu
Lísu sjálfa.
Geri og Poggi biðu nú saman í
búðinni, og loks kom Leonardo. ítal-
irnir vildu fá að sjá myndina hið
fyrsta, og fór Leonardo þá með þá
í gistihús, þar sem hann hafði her-
bergi á leigu, Hotel Tripoli-Italia.
Hann læsti dyrunum, lagðist á fjóra
fætur við rúmstæðið og dró undan
því stóreflis ferðakistu, hvíta að lit.
Þegar hann hafði bisað henni fram
á mitt gólf, opnaði hann hana og
tók að gramsa i henni. Geri og Poggi
gægðust yfír öxl hans og sáu furðu-
legasta samsafn ósamstæðra hluta
í kistunni. Þarna var gömul hatt-
beygla, skældir og skítugir skóg-
armar, vinnuáhöld múrara, pens-
ilskúfar o.s.frv. Þegar Leonardo
hafði raðað þessu öllu á gólfið, virt-
ist þeim kistan að lokum galtóm.
Þá tók hinn ókunni maður að losa
botnfjölina úr kistunni, innan frá,
og var þá leynihólf í henni yfir hinni
raunverulegu botnfjöl. Þaðan dró
hann upp einhvern stóran, ferhyrnd-
arl og flatan hlut, sem vafinn var
inn í rautt silkiklæði. Hann dró
klæðið utan af innihaldinu, og sjá!
Þarna blasi við þeim La Gioconda
sjálf, Móna Lísa, og brosti enn við
áhorfendum sínum hinu leyndar-
dómsfulla og óútskýranlega brosi.
Þeir störðu orðvana á myndina góða
stund, en báðir þóttust þegar full-
vissir um það, að hér væri hin rétta
mynd fundin. Síðan báru þeir hana
í birtuna við gluggann og rannsök-
uðu hana nánar. Eftir nokkra stund
voru þeir sannfærðir.
Geri og Poggi fengu nú Leonard
til þess að koma með sér og hafa
myndina með. Þeir yrðu að láta at-
huga hana gaumgæfilega í Uffizi-
safninu, áður en hann gæti fengið
greidd fundarlaun. Hann setti upp
100.000 Bandaríkjadollara, og féll-
ust þeir á það, en fyrst yrði úrskurð-
ur sérfræðinga að liggja fyrir.
Mennirnir þrír héldu nú í Uffízi, þar
sem myndinni var komið í geymslu.
Geri og Poggi sögðu Leonardo að
snúa aftur til gistihússins og bíða
greiðslunnar. Hann gerði svo. Þegar
myndin hafði svo verið rannsökuð
ýtarlega og dómur kveðinn upp, um
að hér væri hið ófalsaða málverk,
fór Poggi á fund lögreglustjóra.
Hann sendi síðan lögregluþjóna í
Hotel Tripoli-Italia, þar sem þeir
handtóku Leonardo.
Hann hafði skráð sig í hótelkladd-
ann undir nafninu Vincenzo Leo-
nardo, en við lögreglurannsókn kom
í ljós, að í reynd hét hann Vincenzo
Peruggia og var húsamálari frá
Dumenza á Norður-ítaliu. Við yfir-
heyrslur stóð hann staðfastlega’við
þá fullyrðingu sína (og fullvissu, að
því er virtist), að hann væri föður-
landsvinur en ekki þjófur. Hann
stóðst ekki reiðari en þegar hann
var kallaður þjófur. Ættjarðarvinur
skyldi hann vera. En hvers vegna
vildi hann taka 100.000 bandaríska
dollara fyrir föðurlandsást sína? Því
lét hann ósvarað. Vörn hans byggð-
ist öll á því, að hann hefði „flutt
málverkið á réttan stað til aukinnar
og réttmætrar dýrðar og vegsemdar
Italíu, og til þess að hefna fyrir
syndir Napóleons litla og Napóleons
feita“ (þ.e. Napóleons I. og Napó-
leons III.)
Tvær snáskrámur höfðu komið á
léreftið, meðan myndin var í fórum
Peruggia. Hún var nú sýnd á
heiðursstað í Uffizi. ítalir komu
hvarvetna að til Flórenz, til þess að
sjá eigin augum „einn helsta hátind