Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 6
6 C MOKGUNBLAÐIÐ MAIMNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1992 LÆKNlSFBÆÐl/F/jótt fljótt, segja frœdin Hraðlækning fyrír sálaiietrið ÞÁ SÖGU KUNNA MENN AF þeim Sigmund Freud og Gustav Mahler að tónskáldið leitaði ráða hjá taugalækninum vegna skorts á kyngetu. En Mahler var önnum kafinn við hljómsveitarstjórn og tónasmíð og fannst hann enga frjálsa stund eiga til þess að hitta lækninn í ró og næði, Freud hafði auðvitað ráð undir rifi hverju og stakk upp á að þeir fengju sér göngutúr og spjölluðu vítt og breitt á meðan. Hvort sem heilsu- bótargöngurnar urðu fleiri eða færri er ekki annars getið en lækningin hafi borið árangur. En öllum spássértúrum frægari er legubekkurinn sem sál- könnuður lætur sjúklinga sína hvíl- ast á meðan þeir opna harðiæstar grafhvelfingar hugans. Þegar bekkinn þann ber á góma eða hann biasir við á mynd- um hugsa víst flestir sem svo: Þama flatmaga þau eins og selur eftir Þórarin á steini og láta Guónason rekja úr sér garn- irnar viku eftir viku eða mánuð eftir mánuð. En þeir sem til þekkja vita betur. Reynslan sýnir nefnilega að einn af hverjum þrem, sem koma í við- tal hjá sálfræðingi eða geðlækni, mætir ekki á tilsettum tíma öðru sinni og lætur helst aldrei sjá sig meir. Af þeim sökum kappkosta ýmsir sálgræðarar að nýta fyrsta viðtalstímann sem allra best; hann kynni líka að verða sá síðasti. Margir þessara sjúklinga halda því fram að fyrsta og eina viðtalið hafí gert þeim kleift að þreifa sig út úr öngstrætinu án frekari að- stoðar. Meira að segja skipuleg könnun sem gerð var á vegum breskrar lækningastofnunar leiddi í ljós að rösklega helmingur þeirra sem komu í aðeins eitt viðtal vegna geðrænna vandamála töldu sig hafa fengið bata sem entist þeim í allt frá tveimur árum upp í tíu. Slík vitneskja hefur eflt mönnum trúna á gildi skammtímameðferðar af þessum toga en gamlar og víð- frægar langlegur á bekknum góða hafa að sama skapi úrelst. Og reynslan hefur kennt að „margur hugarvandinn — þörfín fyrir að vera sjálfstæður, að vera metinn, að vera elskaður, svo að þijú dæmi séu nefnd — leysist ekki með við- tölum og gildir þá einu hvort þau eru eitt eða fimm hundruð“ segir Moshe Talman, sálfræðingur og höfundur nýrrar bókar um SST (sjá síðar). Og öllu eru takmörk sett. Alvarlegir geðsjúkdómar láta sér ekki heldur bregða við þær lækningar sem hér hefur verið drepið á og raunar ekki gjarnan þótt gripið sé til annarra enn til- þrifameiri ráða. Við lifum á öld hraðans. Hversu oft höfum við ekki heyrt þessu varpað fram, ýmist með stolti yfír tækni tímanna eða hryllingi vegna mannlegrar skammsýni sem þeytir okkur áfram í linnulausri eftirsókn eftir vindi? En hefur manneskjan ekki ævin- lega verið að hraða sér í hinsta náttstað? Þýska átjándu aldar skáldið Christian Gellert orti sálm sem hefur verið þýddur á íslensku og byijar svona: Mín lífstíð er á fleygiferð, ég flýti mér til grafar. — Eini munurinn er sennilegast sá að margur maðurinn af okkar kynslóð á hæg- ara um vik en fólk fyrri tíma að nota sólarhring- inn til margs og stytta sér ýmsar leiðir. Við get- um svifið heimsálfa milli á hálfum degi og ef við höfum ekki eirð til að bíða eftir að suðan komi upp á fiski og kartöflum er örbylgjuofninn til taks. Hví ekki að stytta þá líka kúrinn hjá sál- fræðingi eða geðlækni niður í eina klukkustund, ef það gefur jafngóða raun og gamla lagið? En um það eru ekki allir sannfærðir. Sálarhnútar eru stundum rembihnút- ar og ekki endilega auð- velt að greiða úr þeim. „Ef lífið væri svo einfalt“ segir Robert Wall- enstein, fyrrum prófess- or í San Francisco ,ja...þá væri gaman að lifa því.“ Þar í landi heitir stuttaralega fyrirkomulagið Single-Session Therapy og eins og nærri má geta þykir þeim enskumælandi sjálfsagt að skammstafa - SST. Við sem búum hér við ystu höf förum ekki varhluta af skammstöfunarveir- unni og mundum því sennilega velja nafn við hæfí: Heillar klukkustund- ar lækning, skammstafað HEKL. STANGVEIDI /Liggja stang- veidimenn í dvala á vetumaf Vetur MARGIR ÆTLA að áhugamálið stangveiði sé aðeins bundið sum- armánuðunum þegar farið er út með stöng og agn og kastað fyr- ir sporðfráan fisk. Jafnvel að stangveiðimenn leggist í dvala yfir veturinn. etta er síður en svo reyndin. Veturinn er þroskatími stang- veiðimannsins. Þá leggst hann undir feld og stundar heimspekilegar vangaveltur um listina að veiða. Farið er yfir merk- ustu veiðiviðburði sumarsins, afdrifa- rík mistök sem gerð voru og ollu því að fískur tapað- ist. Hvað fór úr- skeiðis, var tekið of fast á honum eða var honum gef- inn of laus taumur? Rökin eru vegin og metin, reynt að læra af reynsl- unni og móta sér kenningar. Veiði- menn eru yfirleitt miklir bjartsýnis- menn og kenningasmiðir og því sannfærðir um að þeir geti leyst hveija veiðigátu og næst gangi allt að óskum. Veturinn er því fijór tími fyrir þennan stóra hóp manna sem þreyir skammdegi og þorra en sér alltaf djarfa fyrir bjarma vorsins þegar eftir Gylfa Pólsson VNÍHVEBFlSNlAL/Ergamansemi fullgild baráttuaöferbf í DANMÖRKU eru miklar og almennar um- ræður um umhverfismál enda eru umhverfis- spjöll þar orðin alvarleg eins og reyndar víða í þróuðum iðnaðarlöndum þar sem þéttbýli er mikið. Þar er líka almennur áhugi á að leiða umhverfismál til betra horfs jafnvel þótt kosta þurfi töluverðu til. Því til sönnun- ar hve áhugi almennings á þessum málum fer stöðugt vaxandi má benda á að í Dan- mörku eru fleiri meðlimir umhverfisverndar- samtaka en flokksbundnir meðlimir allra sljórnmálaflokkanna sam- anlagt þar í landi- eða yfir 500.000 talsins. Þessi aukning hefur orðið samfara því að fólk gerir sér Ijósa grein fyrir þeim spjöllum sem þegar hafa orðið. Dönskú náttúruverndarsamtök- in töldu t.d.12.000 meðlimi árið 1960, árið 1970 voru þeir 50.000, árið 1980 100.000 og í lok ársins 1990 töldust þeir 270.000. Þetta eru athygl- isverðar tölur. Margt hefur líka verið gert þar í landi til að vekja athygli á ástand- inu og gera fólk ábyrgt og virkt gagnvart um- hverfísvernd. Upplýsingaflæði er jafnt og þétt og margar aðferðir notaðar til að ná eyrum fólks með alvarlegum áminningum, skýrslum, tölum og línuritum. Ein aðferðin er líka sú að beita fyrir sig gamansemi. Slík vopn geta verið áhrifarík sé þeim rétt beitt. í nýlegum bæklingi sem ber hei- tið: „Jörðin er indæl!“ er bent á 50 gullin ráð til að tryggja græna framtíð. Grátt gaman, segir ein- hver en hvað um það. Hér er örlít- ið sýnishorn af þessari dönsku kímni.: (l.mynd) Oftast er best að leiðrétta verði manni á að gera villu, til dæmis í vélritun. Ekki er þó sama hvernig að því er staðið. Varast ber að nota Ieiðréttingavökva með þríklór- íð. Það getur verið skaðlegt bæði að því er varðar eigin heilsu og andrúmsloftið allt um kring. Þáð veldur særindum í hálsi og lungna- skaða, höfuðverk, ógleði og sviina andi menn þessu að sér í nokkrum mæli. Þríklóríð eyðir líka ozon-lag- inu í margfalt meira mæli en hið margumtalaða freon. Hér er þvf um að ræða skaðvald fyrir notand- ann og umhverfið í víðara sam- hengi. (2.mynd) Hreinsivökvi, lím, lökk, málning, kveikiefni, þynnir, terpentína o.fl. upplausnarefni valda hættulegri mengun í and- rúmsloftinu. Sérfræðingar segja að þau séu skaðleg heilsu manna, valdi minnisleysi og heilaskemmdum hjá þeim sem umgangast slíkt að ein- hveiju ráði. Notið því slík efni spar- lega, hafíð ekki meira undir hönd- um en nota á strax, lokið vel ílátum eftir Huldu Valtýsdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.