Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1992 C 3 LANDSLAG UÓÐRÆNT Í SNJÓBÚNINGI - segir Maggi hjá Islenskum fjallaferðum ISLENSKAR fjallaferðir sér- hæfa sig í óbyggðaferðum að vetrarlagi. Um 20 ára skeið hafa hópar af Frökkum gengið á skíð- um þvert yfir hálendi íslands á þeirra vegum. Gist er í skálum, tjöldum eða snjóhúsum og allir koma ánægðir til baka. Við spyijum Magnús Asgeirsson, betur þekktan undir nafninu Maggi, hver sé leyndardómur- inn? Utivera að vetrarlagi gefur manni meira,“ segir Maggi.„Snjórinn mýkir öll form. Landslagið verður svo ljóðrænt og fagurt. Birtan alveg ótrúleg. Víð- áttan ólýsanleg. Og orkan sem maður fær við að komast í návígi við náttúruöflin er svo geysileg, að það tekur hálfan mánuð að ná sér riiður. Þetta finna frönsku ferða- mennirnir okkar.“ — Hvað með búnað? „Eg yrði tekinn í gegn,“ segir Maggi hlæjandi, „ef ég færi að ráðleggja einhvem einstakan bún- að. Hver klúbbur hefur sína skoðun og útiverufólk er alls ekki sammála um hvaða klæðnaður er bestur, hvaða áttaviti o.s.fi’v. Það er líka misjafnt eftir því hvort stefnt er á skíði, vélsleða eða göngu.“ - Hvað ber að varast? „Engin ein regla er til að fyrir- byggja sérstök tilfelli. Heildarregl- ur fjallgöngumanna eiga að fylla upp í flest skörð. Veðrið veldur pftast erfiðleikum, einkum hvað Island varðar. En jafnvel í góðu veðri getur eitt smáatriði, eins og að gleyma sólgleraugum, gert mann óferðafæran. Geysimikil- vægt er að vera í góðu formi. Óvan- ir göngumenn halda oft að þeir geti miklu meira en þeir eru í raun færir um. Alltof oft ofmetur maður sjálfan sig. Við íslendingar erum komnir úr kuldanum inn í hitann. Og mörg okkar hræðast- útiveru að vetr- arlagi. En er vit í því að ioka sig inni eins og gróðurhúsaplöntur, skynja ekki náttúrufegurð í óbyggðum, þar sem hvert augna- blik getur verið svo ótrúlega mikils virði? Við megum ekki gleyma því, að þúsundir Islendinga fara á fjöll og snúa heilir tilbaka. Aldrei er hægt að fyrirbyggja slys. Þess vegna verðum við að halda áfram að full- komna og leita stöðugt að betri búnaði. ísinn í skónum þrengdi sér að. Þurfti að vera með tærnar á stöð- ugri hreyfingu. Þú spyrð, hvort mig hafi kalið? Ekki alvarlega. Fékk fyrsta stigs kal í nokkrar tær og fingur. Puttarnir eru ennþá aðeins dofnir, en tilfínningin er að koma aftur. —Ótti? Nei, hræðsla náði aldrei tökum á okkur. Við vissum að leit- arsveitir voru á fullu. Sáum bíla með blikkandi ljós fyrir neðan. Það var rosalega „fúlt“ að sitja uppi á fjalli, sjá bæjarljósin í Eilífsdal og komast ekki niður. „Gálgahúmor“ náði tökum á okkur og við töluðum um, hvað það væri fáránlegt ef við yrðum úti svona rétt við bæjar- dyrnar. Við æfingar alla nóttina Það var örugglega mikið frost, því kuldinn var hræðilegur. Ysta fatalagið gaddfraus svo við gátum ekki rennt niður. Allar hreyfingar varð að ákveða fyrirfram og vera við stöðugar æfingar. Ef maður hætti í 15 mínútur, tók 3 kortér að ná sér upp og spyrna ísnum í burtu til að geta hreyft sig. Það fraus svo fljótt í kringum okkur. Eg var kominn með sinadrátt í fæturna. Og við vorum báðir orðn- ir mjög þreyttir. Við vorum alltaf að fylgjast með hvor öðrum. Ef ég heyrði ekki í Heimi smátíma, þá öskraði ég nafn hans. Og hann sömuleiðis. Eg hef enga trú á að við höfum sofnað. Þá hefðum við aldrei vaknað. Við vissum, að á meðan við skulfum úr kulda var allt í lagi, þá var lík- amshitinn fyrir ofan 34 gráður. En í svona miklum kulda dofna varir og andlit. SJÁ NÆSTU SfÐII Nýir og fjölbreyttari möguleikar fyrir þig í kaskótryggingum Nú bjóðast þér þrjár nýjar og mismunandi kaskótryggingar hjá VIS. Þarfir bifreiðaeigenda fyrir kaskótryggingar eru mismunandi og loksins getur þú valið tryggingu sem hentar þér, bæði hvað varðar bótasvið og verð. UMFERÐAR AL-KASKO Ný og víðtækari kaskótrygging Inn á bótasvið gömlu kaskó- tryggingarinnar hefur verið bætt eftirfarandi áhættuþáttum: • Skemmdarverk • Björgunarkostnaður • Akstur erlendis • Víðtækari akstursheimildir • Nýjar reglur um útborgun bíla • Bætur vegna flóða Bónusflokkum hefur verið fjölgað og eru þeir nú fjórir: 10%, 20%, 30% og 40%. Góðir ökumenn falla nú minna í bónus við tjón. Þessa nýju kaskó- tryggingu býður VÍS á óbreyttu iðgjaldi. K A S K O Ný trygging sem er sniðin að umferð í þéttbýli Umferðartrygging bætir tjón sem verða vegna árekstra og áaksturs. Bónus er ávallt sá sami og í ábyrgðartryggingu bifreiða og getur orðið allt að 70%. Þessi trygging er mun ódýrari en venjuleg kaskótrygging. Eigináhætta í þessari tryggingu er föst, nú kr. 48.800. Dæmi um iðgjald fyrir Umferðarkaskó miðað við 70% bónus. Lítill bíll Meðalbíll Stór bíll 8.900 11.532 12.493 K A S K O Nýjung fyrir þá.sem aka aðallega á þjóðvegum landsins Vegakaskó er nýjung fyrir þá sem aka aðallega á þjóðvegum landsins en iítið í þéttbýli. Tryggingin bætir tjón vegna veltu, bruna, foks, hruns og hraps. Vegakaskó er nýr og ódýr valkostur fyrir bifreiðaeigendur. Iðgjald er óháð bónus. Eigináhætta í þessari tryggingu er föst, nú kr. 48.800. Dæmi um iðgjald fyrir Vegakaskó: Lítill bill Meðalbíll Stór bill 8.688 11.256 12.195 -----»§- Já takk, ég óska eftir nánari upplýsingum um nýju kaskótryggingarnar Klipptu þeanan miða útog sendu Vátryggingafélagi íslaods hf. Þá færð þú uppfýsingabækling um nýju kaskótryggirigarnar sendan um hæl. 'yvr Nafn Kennitala Heimilisfang Sveitarfélag - Sími VATRYGGINGAFEIAGISIANÐ8 HF -þar sem tryggingar snúast um fólk ÁRMÚLI3, REYKJAVÍK, PÓSTHÓLF 8400, SÍMI60 SO 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.