Morgunblaðið - 26.01.1992, Side 9

Morgunblaðið - 26.01.1992, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1992 hh i» 1« ' ««***«*< |*M sf. . Herlögreglan ítalska, sein sjá má á götum Rómar og Mílanó. Fyrir þá sem fara helst aldrei í lyftur eða ofan í kjallara er það hreystiverk að fara í katakombur. Katakombur eru langir gangar neð- anjarðar þar sem lik voru lögð í grafir í veggjúnum Og er þær að fínna í Róm, Napólí og Jerúsalem. Þekktastar eru katakombur Rómar, 900 km á lengd með um eina millj- ón grafa. Þær eru á fjórum hæðum og eru til dæmis 10 metrar niður á aðra hæð. Mér leist nú ekki á blikuna þegar ég barði leiðsögumanninn okkar ít- alska augum. Hann talaði og hreyfði sig nákvæmlega eins og „Kristján heiti ég Ólafsson", neyt- endafulltrúi Spaugstofunnar, meira að segja kyngdi í sífellu. Hann út- skýrði allt fjálglega á sinni „typic- al“ ensku sem fæstir skildu, setti upp húfu, fór í peysu, náði sér í vasaljós og sagði: „Follow me, aha.“ Gangamir eru það þröngir að menn ganga í einfaldri röð, moldar- veggirnir himinháir og upp með þeim öllum tómar grafir. Einhveija skímu lagði niður í göngin og af og til opnuðust þau inn í herbergi þar sem „Kristján heiti ég Ólafsson" stansaði, leit yfir hópinn, hló ofan í vasaljósið og sagði: „Eruð þið týnd aha?“ Eg þakkaði fyrir að þurfa ekki að fara með þessum manni niður á með trú sína þegar Péturskirkjan var reist. Kristnir menn voru ofsótt- ir þar til Konstantín gaf þeim trú- frelsi árið 313 e.Kr. A sama tíma og Rómveijar skemmtu sér í Kó- losseum var gamla Péturskirkjan byggð, eða á 4. öld. Hún var rifín og árið 1506 var hafíst handa við að byggja núverandi Péturskirkju sem er önnur stærsta kirkja heims, eftir teikningum Bramante. Miche- langelo hannaði hvolfþakið og á mestan heiður af endanlegu útliti kirkjunnar. Kirkjan er mikið lista- verk, en maður verður líka agnar- smár inni í henni. Vatíkanhöllin við hliðina er nú eitt stærsta safn heims og á hveijum degi koma þangað um tíu þúsund manns og inn í safn- ið kostar kr. 2.500 íslenskar. Þann- ig að þeir verða aldrei blankir í Vatikaninu. Til að fara inn í þessar merku byggingar og njóta listarinnar þarf fólk að hafa mikinn tíma og góða heijsu. Allt er svo stórt í sniðum og svo margt að sjá að maður gefst upp annað slagið og fer að leika sér með eldspýtustokk út í horni. Við fórum sal úr sal og ætíð voru örvar sem bentu á leiðina til sixt- ínsku kapellunnar, þar sem Rafael málaði sköpun héimsins. Að fylgja þessum örvum minnti á norskan ratleik, loksins þegar áfangastað Dætur Rómar versla rétt hjá Spænska torginu. fjórðu hæð. Hann sagði að kata- komburnar væru flestar frá 3. öld, og að þær hefðu eingöngu verið grafir. „Að vísu höfðust kristnir menn þar við stöku sinnum, en þeir hvorki sváfu þar né borðuðu. Þær sögusagnir eru stórlega ýktar, aha.“ Allir voru afar glaðir þegar þeir komu upp úr katakombunum þótt enginn hefði viljað missa af lífs- reynslunni. Eiginlega veður maður milli grafanna í tómri taugaveiklun, en seinna þegar heim er komið, flæða myndirnar fram og maður skilur betur söguna, lífið og sjálfan sig. Sennilega láta flestir sér nægja eina ferð í katakombur nema auð- vitað „Kristján heiti ég Ólafsson" sem sveimar þar enn um með vasa- ljósið sitt. VATIKANIÐ Þeir voru ekki að pukra neitt Kólosseum. Gólfið er horfið og sést undir sviðið. Þar voru villi- dýrin geymd. var náð var hugsunin orðin svo óskýr að maður kunni ekki Faðir- vorið lengur. En menn verða vissu- lega bljúgir fyrir framan önnur eins listaverk. TORGIN Leigubíll skrölti með okkur frá Péturskirkju og inn í hverfí þar sem hvorki voru breiðstræti, pálmatré né glæsibyggingar eins og þar sem hótelið okkar var. í gegnum rifur á gólfi bílsins sást í götuna, og önnur mynd blasti við af Róm en sú sem maður hafði séð til þessa. Öhrein börn, þröngar götur og þvottur strengdur milli hárra húsa. Eiginlega er engin miðborg í Róm, en alls staðar eru torgin og líkiega er Piazza Navona vinsælast þeirra allra. Þar eru kaffihúsin, list- amennirnir og verslanirnar. Spænska torgið er líka mjög sér- stakt. Þar hvíla menn sig í tröppun- um frægu og þar er göngugata með kaffíhúsum og guðdómlegum verslunum. Sumar konur höfðu ekki haft tíma til að gera góð kaup í Flórens og voru því nokkuð þungbúnar. A Spænska torginu hins vegar léttist bæði brúnin og buddan. Ein hjón hitti ég úr hópnum og hafði frúin þá á hálftíma keypt sér þijá glæsi- kjóla. Eiginmaðurinn gekk á eftir henni með pokana, en í stað þess að vera súr á svip eins og sumir eru oft þegar gera á innkaup af viti, var hann alsæll og sagði: „Ferðinni er bjargað, nú eigum við bara eftir að kaupa skó og veski við allt saman.“ í raun fannst mér Rómaborg vera bijáluð borg í fyrstu. Hraðinn og ringulreiðin er svo yfirþyrm- andi. Menn tala hratt, hreyfa sig hratt, þarna voru dætur Rómar á mótorhjólum vopnuð lögregla fyrir framan ákveðnar byggingar, um- ferðarlögregla og herlögregla, mér fannst ég vera stödd á torgi lífsins og stóð á öndinni. Maður verður þó að viðurkenna að hávaxna her- lögreglan ítalska, sem við sáum nú eingöngu í Róm og Mílanó á engan sinn líkan hvað útlit snertir. En það er einhver kraftur í borgarbúum, kannski hafa þeir hann frá forfeðr- unum. MAFÍAN Eitt sinn hafði ég heyrt Þjóðveija deila um það hvort menn gætu fundið sér „sinn stað“ í þessari borg eður ei, og þar sem Bertel hafði nú verið þama í ijörtíu ár án þess að þekkja borgina bjóst ég ekki við miklu. En með því að gerast alveg óvart fastakúnni á litlum kaffibar' skammt frá hótelinu, komst ég að því að auðvitað eiga menn sér sinn stað í Róm. Umræddur kaffíbar var lítill og borðunum einfaldlega raðað út á þrönga stéttina. Sömu menn- irnir afgreiddu alltaf innandyra og sá sem bar út veitingamar sópaði líka stéttina og gerði það sem til féll. Þegar fólk kom í hádeginu, oftast vel klætt fólk úr viðskiptalíf- inu, heilsaði hann öllum með nafni og var ekkert að spytja suma hvers þeir óskuðu. Vissi hvað sitt fólk vildi. Eg var mjög hrifin og kom jafnvel tvisvar á dag. Sá að hann var farinn að gefa því gaum hvað ég pantaði og kinka kolli með sjálf- um sér. En því miður var maður rifmn frá Róm áður en kynni okkar yrðu nánari. Hótelið okkar var í Via Veneto, einu frægasta veitingahúsahverfí Rómar og var það full vinna að kynna sér helstu vertshúsin.“Bæði eru borðin úti og inni og er matur- inn rokdýr svo ekki sé meira sagt. Eitt kvöldið sátu nokkrir menn við borð skammt frá okkur og tók ég eftir því að fólk sem hjá gekk heilsaði alltaf einum þeirra, annað hvort með því að taka í hönd hans eða kyssa á handarbak. Maður þessi var vel í holdum, með skalla, dökk- ar augabrýr og digran háls. Þjón- arnir hlupu eins og peð í kringum hann og voru auðsjáanlega upp með sér að hafa hann þarna. Mér datt í hug að þetta væri skyldmenni páfans eða kannski einhver tenór- söngvari, og var í þann veginn að ganga til hans brosandi og fá af honum mynd, þegar reyndir menn sem með mér voru ýttu mér harka- lega ofan í sætið aftur. Mér skildist eftir á að ég hafí ætlað að mynda þarna frægan mafíuforingja. Ekki undarlegt þótt löggan sé alls staðar í þessari borg. Margir heimilislegir pizzustaðir eru í Róm og mæltu ítalir með ein- um sem var hreint frábær. Þar var engin mafía, hins vegar gengu þrír menn milli borða og sungu fyrir okkur kvenfólkið „Ö, sóló míó“. Þetta kallar maður að vera í Róm. Margir segja að ítalir og einkum Rómveijar séu lítt vinsamlegir við útlendinga. En ég lærði eitt í þess- ari listaferð. ítalir hafa efni á því að líta stórt á sig, og þeir þola ekki, og liafa aldrei þolað grófa fram- komu eða hroka. Ef menn eru kurt- eisir og örlítið „elegant", fá þeir framkomu á móti sem aðeins róm- verskir riddarar geta sýnt. Hópurinn fór oft út að borða saman og fóru þá margir merkis- menn létt með að yrkja heilu ljóða- bálkana. Úlfur Ragnarsson læknir orti um Róm og sagði eiginlega allt sem segja þurfti. Meðal annars þetta: „Borgina eilífu" brýtur mengunin óðfluga niður. Því sýnist ei seinna vænna að sækja heim Róm og Ítalíu til að kynnast því hvemig fölnandi fomöld fæddist hérna að nýju.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.