Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1992 mmm Ef þú reynir að kyssa mig hvísla ég: Hjálp. Á FÖRNUM VEGI Snjómokstursdeildin: Ekkert frí, þótt snjóinn vanti UPPI á Sævarhöfða eru bækistöðvar snjómokstursdeildar Reykja- víkurborgar. Þar hafa aðsetur sitt þeir menn sem á veturna berj- ast við snjó og hálku á götum borgarinnar. Stór saltbingur í skemniu þar skammt frá og snjómoksturstæki á planinu gefa til kynna hvers konar starfsemi þarna fer fram. En hvað gera starfsmennirnir þegar enginn er snjórinn og veðrið er eins og það hefur verið undanfarna daga? Sitja þeir bara við kaffi og spil og bíða þess að snjórinn komi? Alnorræn Vínlands- stefna * Amiðopnu í Morgunblaðinu 4. janúar 1992 er grein með fyrir- sögninni Enn um Vínland, höfundur Ulfar Bragason, og er þar ádeila á skrif Margrétar Þorvaldsdóttur um Vínland og kynningu á Leifi Eiríks- syni vestanhafs. En þar sem mér sýnist að orðaskipti, þó svo að af þeim yrði, gætu orðið til að draga athygli frá því sem mestu skiptir vil ég benda á örfá atriði. Það sem mér þótti allramestur slægur hjá Margr- éti var sú fregn, að íslendingur hefði, á fundi mjög vel menntaðra og fróðra manna vestanahafs, lesið upp úr Vínlandssögunum; skýrt þær sög- ur og stöðu Leifs í mannkynssög- unni. Þar var íslendingur í réttu hlut- verki_ og er það mikill misskilningur hjá ÚB ef hann heldur að það sýni „brest á þekkingu" hjá dr. Sigmundi Guðbjarnasyni að lesa beint upp úr sögunum. Hitt er heldur, að of smá- smuguleg og nærsýn „heimildar- gagnrýni" hafi stundum leitt fræð- inga afvega. Ég segi því enn sem áður, að rústir Helge Ingstads á Nýfundna- landi hafa staðfest sannfræði íslend- ingasagna. Sá fornleifafundur var makleg sneypa fyrir þá smáhyggju, sem of lengi hafði drottnað. Síst er mælandi á móti því, að unnið sé með Norðmönnum og öðr- um Norðurlandabúum að því að efla frægð Leifs, í stað þess að vera sí- fellt að kýta um hvað sé hvers. „Yfir- þjóðleg" norræn stefna væri vissu- lega það besta í þessu máli, en sú stefna verður þó að byggjast á rök- um og réttu markmiði. Til dæmis þetta, sem horfið hefur sjónum margra, að forn-Skandinavar voru miklir þjóðernissinnar; sænsk þjóð segir snillingurinn norski, Þjóðólfur úr Hvini (um 900), í ógleymanlegum hendingum. í fornum lögum íslensk- um (Grágás) eru skýr ákvæði af fornri rót, um rétt Norðmanna, Dana og Svía á íslandi; taldir betri en aðrir menn. Og þeir, sem eru vel læsir á dróttkvæði, vita að „alhim- ins-lendingar“ hjá Ejrvindi skálda- spilli, í vísu frá því um 975, þýðir Islendingar og annað ekki (ís er himinn álanna, sem undir synda). Það er sagnfræðilega víst, að farið var að tala um þessar fjórar að- greindu þjóðir ekki síðar en á tíundu öldinni. Og þekkt er, að með stofnun goðaveldis árið 930 var hér komið upp sjálfstætt ríki, sem ekki leyfði erlend afskipti. Tími þjóðernishyggjunnar er vissulega kominn aftur. En það sem skiptir sköpum er hvers eðlis hún verður. Einungis frá íslandi verður unnt að skapa þess konar stefnu, sem rétt fordæmi gefur. Þorsteinn Guðjónsson. Nei, ekki aldeilis, segir Vilberg Agústsson, yfirverksstjóri snjómokstursdeildarinnar. „Þá dyttum við að vélum og tækjum, og svo er mönnum ráðstafað í aðra vinnu innan rekstrardeildarinnar, svo sem að bera ofan í malarvegi, fylla í skemmdir í malbiki og annað slíkt. Það tekur heldur ekki svo langan tíma að taka snjótennur og saltdreifara af og ráðstafa vélunum í annað“, segir Vilberg. Snjómokstursdeildin heyrir undir rekstrardeildina sem sér m.a. um allt viðhald á vinnuvélum og tækj- um borgarinnar, svo að engin vand- kvæði eru á að finna mönnum verk- efni við annað í snjóleysinu. Á snjómokstursdeildinni er unnið á tveimur vöktum, átta menn á hvorri vakt, þar af eru sex bílstjórar. Það er því engin skortur á verkefnum í snjóleysinu. Á sumrin fara bíl- stjórarnir í malbikunarvinnu, með- an hinir starfsmennirnir fara í önn- ur störf innan rekstrardeildarinnar. Á sumrin er ekki heldur unnið á vöktum. Vilberg segir að óneitanlega sé rólegra núna þegar veðurfarið sé eins gott og það hefur verið undan- farna daga miðað við rétt fyrir jól- in og um áramótin, þegar það þurfti að fá aukavélar og moksturstæki til að hafa undan. Að öðru leyti hefur veturinn verið ágætur hingað til og svipað að gera og í fyrravetur. Hlýindin undanfarið hafa gert HOGNI HREKKVISI V1 / L v þETTA BR F'V'rSTI C5ULLFISKOR.IMN SEA4 HAMN GÖMAÐl ÖR. FlSKASÓRt. » Yíkveqi skrifar Einn morguninn, þegar Víkverji var á leið í vinnu og kveikti á útvarpinu í bílnum, hljómaði í eyrum hans; Ég hef ekkert á móti spamaði og aðhaldi, en þegar það fer að bitna á okkar eigin fólki getum við ekki annað en mótmælt. Þetta reyndist svar við spurningu útvarpsmanns. Óneitanlega dæmi- gert svar. Sparnaður og aðhald eni af hinu góða — bara ef það bitnar ekki á mér. Það er allt í lagi með niðurskurð hér og niðurskurð þar — bara ef ég fæ að vera í friði með mitt. Enda er það svo að mótmælum rignir yfir ríkisstjórnina vegna sparnaðaraðgerða hennar eða væntanlegra aðgerða í efnahags- málum. Víkverji er þess ekki un.kominn að leggja dóm á hvað er réttmætt eða óréttmætt í þeim aðgerðum, en óneitanlega er það þó tilraun til þess að stjórna — og í þeim efnum erum við ekki léttir í taumi. En ef við íhugum málið aðeins, gæti ekki hugsast að eftir því sem mótmæli berast víðar að bendi það til þess að ríkisstjórnin sé á réttri braut? Það þýðir þó alltént að það er ekki ég einn og min stétt, sem niður- skurðurinn bitnar á, aðrir verða einnig að taka á sig byrði. xxx Víkverji þarf eins og aðrir við og við á þjónustu opinberra stofnana að halda og hefur út af fyrir sig yfir fáu að kvarta, hann hefur fengið sína afgreiðslu. Sára- sjaldan kemur fyrir að viðmót sé kuldalegt, þvert á móti er það víð- ast hlýlegt og starfsfólk gefur sér nægan tíma til þess að sinna við- skiptavininum. Það er helst að þeir, sem þurfa að bíða á meðan, sýni óþolinmæði og verða önugir. Eitt er þó það sem skortir á, mörgum er ekki kunnugt um eða hafa gert sér grein fyrir þeirri þjón- ustu, sem þeir geta fengið — þjón- ustu, sem sparar mörg spor eða flýtir fyrir afgreiðslu. Þessu komst Víkveiji meðal annars að er hann átti leið í banka í liðinni viku vegna erinda, sem hann hefur um skeið rekið fyrir annan mann. Hann fyllti út plögg sín að venju, er elskuleg stúlka benti honum á aðra leið auð- veldari og fljótlegri. Hvers vegna honum var ekki sagt þetta fyrr, veit hann ekki. Ef til vill hafa þeir, sem áður afgreiddu hann, haldið að hann væri öllum hnútum kunn- ugur og vildi bara hafa þetta svona — eða ekki talið i sínum verkahring að benda á annað. Á öðrum stað komst Víkverji að því eftir að hafa beðið í biðröð drykklanga stund að sú fyrirhöfn var óþörf, hann gat lokið erindi sínu við annað afgreiðsluborð án nókk- urrar tafar. Eftirá fór hann að svip- ast um eftir leiðbeiningum, sem gæfu slíkt til kynna, en fann eng- ar. Væri ekki úr vegi í stórum stofn- unum að leiðbeiningar til viðskipta- vina væru á áberandi stað. Yrði það til hagræðis fyrir báða, stofnunina og þann, sem til hennar leitar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.