Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1992 ERFIDUSTU ÆVISPOR Mér fannst því ekki tiltökumái, þó að Heimir hafi ekki verið skír- mæltur. Reikna fastlega með, að ég hafi verið þvoglumæltur sjálfur. Ég áttaði mig því alls ekki á, að Heimir var verr haldinn en ég. Kuldinn kemur alveg aftan að manni. Fyrr um dag- inn höfðu tveir strákar athugað gilið. Um nótt- ina skóf yfir öll för. En leitar- menn sáu för eftir tvo menn, líklega eftir okkur. Og þeir voru rétt hjá okkur, um 60 metra frá. Svona getur komið fyrir í snarbrjáluðu Matthías Sigurðsson veðri. Þá sér maður ekkert nema sjálfan sig. farið niður um nóttina, ef gilið héfði ekki verið rétta leiðin? Það er þetta eilífa EF! En ég segi líka við sjálfan mig. Núna gætum við líka verið tvö grýlukerti hangandi utan í Esjunni. Þegar rofaði í Eilífstind Veðrið var snarvitlaust fram yfir hádegi. En þegar rofaði í Ei- lífstind, trúlega um kl. 2-3 eftir hádegið, gripum við strax tækifæ- rið. Vorum líka orðnir órólegir að við myndum missa af dagsbir- tunni. Vissum að okkur var ekki lengur til setunnar boðið. Við gæt- um ekki lifað aðra slíka nótt. Birt- utíminn var líka stuttur á þessum næststysta degi ársins. Ég fékk Heimi til að fá sér hálfa sam- loku, en við höfðum sparað nestið til að geyma orku. Höfðum áætlað, að ganga inn hálfan Eilífsdal. Við vorum býsna stirðir þegar við stóð- um upp. Tók um 20 mínútur að Tvö grýlukerti En við vorum ofsalega vakandi eftir öllum hljóðum. Þyrlan kom yfir fjallið um kl. 01.30. Við hlup- um á eftirhenni með ljós, en hún beygði frá okkur og kom yfír lengra frá í bakaleið. Fyrir mið- nætti var mikill iágrenningur og næstum stjörnubjart. En þegar leið á nóttina gerði kolvitlaust veður. Við vorum um tíma að „pæla“ í að ganga yfir Esjuna niður í Kolla- fjörð, en þá hlið Esjunnar þekktum við vel. En hvað inyndi skyggnið haldast lengi? Hefðum líklega haft það, ef við hefðum lagt strax af stað. Þeg- ar tveir eru á ferð í slæmu skyggni er venjan, að sá sem á eftir fer miði hinn út með áttavita. En ef snjóbylur hefði dunið á okkur á miðri leið, hefðum við verið miklu verr staddir. Þá værum við líka komnir út fyrir leitarsvæðið. Þama vissum við nákvæmlega hvar við vorum staddir. Svona ræddum við málin og tók- um sameiginlegar ákvarðanir. Reyndum að vega og meta aðstæð- ur. Ennþá er ég sáttur við þær ákvarðanir sem við tókum. En auðvitað spyr maður sjálfan sig aftur og aftur, hvort þessi eða hin ákvörðunin hafi verið rétt. Spyr, hvað hefði gerst, ef við hefðum rétta úr sér. Fætumir titruðu undir okkur. Ég gekk smáspöl á undan út að gil- brún til að athuga aðstæður og sé að það erftært niður. Heimir getur aðeins gengið um 30 metra, þá dettur hann niður. Ég fer strax til hans. Ber hann sundur og saman til að halda hon- um vakandi. Reyni síðan að toga hann með mér yfir smáhæð að gilbrúninni, en það var ekki mögu- legt. Ég hamaðist og hamaðist, en hafði engan kraft. Ég ætlaði að tosa hann með mér, ætlaði að slaka honum niður gilið og láta hann ná upp hita með því að ganga niður. En þegar ég sá að hann var að verða rænulaus og farinn að röfla, þá gerði ég mér ljóst að þetta var vonlaust. Þegar hjartað fer að dæla köldu blóði inn á kerfið, er hætt við hjartaflökti sem er lífs- hættulegt. Hann hefði getað dáið þama í höndunum á mér. Við höfðum verið að furða okkur á, að við skyldum aldrei verða hræddir. En ég fékk alveg ofboðs- legt áfall, þegar ég sá hræðsluna í augunum á Heimi, þegar líkami hans gaf sig. Alveg þangað til Heimir dettur niður, voru allar ákvarðanir teknar af okkur báðum. Og að við skyldum lifa af nóttina, er eins mikið Heimi að þakka og mér, þó að hann missti af enda- sprettinum. Erfiðustu ævispor mín Ákvörðunin var ekki erfið. Ekki um annað að ræða í stöðunni. En Verið að grafa sig niður í fönn. REYNSLAN A BAK VIÐ BÚNAÐINN Ræít vió Hilmar Aðalsteinsson í Skátabúðinni ÞEGAR rætt er um fjallgöngu og útiveru að vetrarlagi, koma margar spurningar upp í hug- ann: — Hvernig á að útbúa sig? — Er hinn fullkomni útbúnaður til? Og eftir slys eða óhöpp segja sumir, að það eigi að banna fólki að fara á fjöll. Könnum viðhorf eins björgun- arsveitarmanns okkar, — hvað hefur Hilmar I Skátabúðinni um málið að segja? Slysið á Esjunni kom eins og reiðarslag yfir okkur björg- unarsveitarmenn. „Hvað með okkur sjálfa," var það fyrsta sem kom upp í hugann? Strákarnir voru vel búnir og með góða reynslu að baki, svo að þetta átti HEILRÆÐIFJALLAMANNA Heilræði fjallamanna eru í óókinni Fjallamennska eftir Ara Trausta Guðmundsson og Vlagnus Guðmundsson. 1. Gerið íerðaáætlanir með hliðsjón af landakortum eða leiðalýsingum. 2. Takist ekki á við of erfið verkefni of snemma. Reynið erfiðari ferðir eða klifur smám saman, rneð aukinni reynslu. 3. Ferðist í félagi við aðra. Haldið hópinn. Veitið ekki hópi forystu íyrr en nægileg reynsla er fengin'. Einn maður ætti ekki að vera í forystu fyrir meira en 10 mönnum. Búið ykkur ávallt undir það versta. Skór skulu vera hlý- ir. Hafið meðferðis regnföt, hlý föt, varafatnað, nægan mat handa öllum, landakort, flautu, áttavita, neyðarblys, sjúkratösku og álpoka. 5. Ætlið ykkur nægan tíma. Haldið sem jöfnustum, hraða. Flýtir er óþarfur, slór sömuleiðis. 6. Veltið ekki grjóti. Kynnið ykkur og fylgið reglum IMáttúru- verndarráðs. 7. Fylgist með veðri. Haldið ekki áfram skeytingarlaus, ef það versnar. 8. Reynið ekki kletta-, snjó- og ísklifur án reynslu eða án forystumanns eða leiðsögumanns. 9. Ef þið villist, flanið ekki að neinu. íhugið stöðuna, haldið hópinn og leitið vandlega að góðri leið úr ógöngunum. 10. Skiljið eftir skilaboð um áætlaða leið, varaleið og áætlað- an tíma. Ef út af bregður, látið þá vita af ykkur. ekki að geta gerst. En þarna, eins og í öllum slysum, brugðust nokkrir öryggishlekkir og upp kom röð af óhöppum og mannleg- um mistökum. Sem betur fer virð- ist allt ætla að enda vel. Heimir á vonandi eftir að ná sér að fullu. Og eins og alltaf verðum við reynslunni ríkari og lærum af þessu. „Það á að banna fólki að fara á fjöll,“ hef ég heyrt sagt eftir þetta slys. En ég segi, þá á alveg eins að banna fólki að fara í bíó eða ganga eftir Miklubrautinni. Athugið, að flest dauðaslys í um- ferðinni verða á gangandi og hjól- andi vegfarendum. Eg hjóla alltaf í vinnuna og tek sjálfsagt mikla áhættu með því. Én án útivera get ég ekki verið. Stundum kemur yfir mig þessi mikla þörf að kom- ast upp ,í fjallshlíð með svefnpo- kann minn, liggja úti yfir nóttina og horfa á stjörnurnar. Og ég sný aftur heim, endumærður og fullur af orku.“ - Er hinn fullkomni útbúnaður til? „Alltaf má deila um fullkominn búnað, en sá búnaður sem seldur er hér er notaður af færustu fjall- göngumönnum í heimi. í honum miðast allt við að geta bjargað sér einn úti á örkinni. Með slíkan búnað og fæði tel ég mig geta lifað af flest veðurskilyrði á ijöll- um, jafnvel í nokkrar nætur. Þeir minna á geimfara, blessaðir björgunarsveit- armennirnir okkar. Það era engar stökkbreytingar í búnaði. Gamla lopapeysan er alltaf í fullu gildi. Við segjum hér: Þeim mun meiri útbúnaður og fatnaður, því meira öryggi. Góður höfuðbúnaður er eitt af því mikilvægasta. Tvö höfuðföt og úlpa með áfastri hettu verða að vera til staðar. Nærfatnaður hefur mikið að segja og utanyfirflíkin. Við ofkælingu bregðast menn rangt við, fara að renna frá, klæða sig úr fötum og nota útbúnaðinn ekki rétt. Ferðalög á fjöllum miðast við rólegan gang. Fatnaður verður að vera vind- og vatnsþéttur, en líka þannig að andi í gegn. Fólk má hvorki blotna að utan né inn- an. Regnföt úr gorotex-efnum þykja einna best. Annars er búnaðurinn sjálfur ékki allt. Reynslan á bak við bún- aðinn er ekki síður mikilvæg. Aðeins ferðalög í nokkur ár með vönum fjallamönnum geta veitt þá undirstöðu og reynslu, að þú getir talist sjálfstæður fjallamað- ur. Það getur enginn gengið hér inn í Skátabúðina, keypt sér besta fáanlegan útbúnað og þar með talið sig vera færan í flestan sjó. Það eru reynslan, líkamsþolið, ákveðnin og seiglan til að bjarga sér sem telja mest, ef fólk mætir óveðri eða óvæntum hindrunum á fjöllum. Og manngerðir eru ólík- ar. Það má líkja þessu við að sum- ir geta gengið á heitum kolum, aðrir ekki. Og fólk er mismunandi kuldaþolið. Við sjáum kannski flutningabílstjórann á stutterma- bol úti í kuldanum, á meðan allir aðrir eru kappdúðaðir.“ Hjálparsveit skáta í Reykjavík er með grunnnámskeið í ferða- mennsku á hveiju hausti. Þar eru tekin fyrir rötun með áttavita, álestur á kort og almennur útbún- aður. Fyrst voru þessi námskeið haldin með ijúpnaskyttur í huga, en nú koma þátttakendur úr öllum áttum. Vornámskeið er í athugun, ef næg þátttaka fæst. Auk þess eru fleiri félagasamtök með slík námskeið. Björgunarskólinn út- skrifar kennara fyrir allar hjálpar- sveitir. Og hjá Landsbjörgu er alltaf hægt að fá leiðbeinendur fyrir sérhópa og félög. Hilmar með allt á bakinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.