Morgunblaðið - 13.02.1992, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.02.1992, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992 * Frumvarp Olafs Þ. Þórðarsonar: Skattfrelsi forseta Islands verði afnumið ÓLAFUR Þ. Þórðarson, alþingismaður Framsóknarflokksins, vill afnema skattfrelsi forseta Islands og hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á sérákvæði um þetta efni í lögum um laun forseta íslands. Ólafur telur að það fyrirkomulag að forseti lýðveldisins njóti þeirra sérréttinda að vera undanþeginn opinberum gjöldum og sköttum sé ekki í anda ákvæða 78. gr. stjórnar- skrárinnar, þar sem segir að ekki megi leiða í lög nein sérréttindi sem bundin séu við aðal, nafnbætur eða lögtign. Telur hann í greinargerð frumvarpsins að slíkt skattfrelsi samræmist ekki lýðræðisþróun, sé tímaskekkja og andstætt jafnréttis- hugmyndum þorra landsmanna. Hafi það víðast hvar verið afnumið þegar frelsishreyfmgar tóku að móta þjóðfélagsskipan á síðari hluta 18. aldar og bendir Ólafur á, máli sínu til stuðnings, að Bandaríkjafor- seti greiði skatta og skyldur líkt og samlandar hans. Vill þingmaðurinn að afnám sérákvæðis um skattfrelsi forseta taki gildi 1. ágúst næstkomandi. Sjá þingsíðu á bls. 31. Ferðaskrifstofurekstur Flugleiða hf.: Rekstrartap um 191 milljón kr. á sex árum TAP af ferðaskrifstofurekstri Flugleiða hf. á árunum 1985-1990 nam alls um 191 milljón króna á núgildandi verðlagi og kom lang- Morgunblaðið/KGA A rölti við sjóinn Kettir þurfa á útiveru að halda, en þeir eru ekki allir jafn hlýðnir og hún Tanja Björk sem röltir jafnan á eftir Siggu, eiganda sínum, þegar hún fer í gönguferðir. Þær stöllur stilltu sér upp fyrir ljósmynd- arann á Sæbrautinni á dögunum. Fárviðri í Eyjum Vestmannaeyjum. Vindhraði fór upp í 115 hnúta á Stórhöfða í Vestmannaeyjum í fárviðri sem gekk yfir Eyjar í gær. Skólahald í grunnskólunum féll niður og rafmagnslaust var í bænum i eina klukkustund. Óskar Sigurðsson, vitavörður á Stórhöfða, sagði að meðalvindhraði hefði mælst 70 hnútar kl. 6 um morguninn, 88 hnútar kl. 9 og 89 hnútar rétt fyrir hádegi þegar veðr- ið náði hámarki. Vindhraði var 115 hnútar í verstu kviðunum. Eftir hádegi dró úr veðrinu og úrkoma tók við af vikurfoki. Um kl. 18 fór rafmagn af bænum en varaaflstöð var komin í gang klukkustund síðar. Nokkru seinna var rafstrengur 2 settur inn. Líklegt er talið að selta á endamúffu raf- strengs 1 á Landaeyjarsandi hafí valdið rafmagnsleysinu. Ekki var flogið til Vestmannaeyja og ferð Herjólfs féll niður í fyrsta skipti í vetur. Tilkynnt var um þijú smávægileg óhöpp vegna jámplötu- foks. Grímur stærstur hluti þess til á árinu 1990. Gert er ráð fyrir að lítið tap verði af rekstri Ferðaskrifstofunnar Úrvals-Útsýnar hf. árið 1991 og að tekist hafi að snúa honum við frá því sem var árið 1990 með afgerandi hætti. Ferðaskrifstofan hefur keypt önnur fyrir- tæki í ferðaþjónustu sem komin voru í þrot og yfirtekið 164 millj- óna tap frá þeim þannig að samtals nemur uppreiknað tap skrif- stofunnar um 355 milljónum. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, vísar því algjörlega á bug að félagið hafi niðurgreitt ferðaskrifstofureksturinn með því að greiða upp tap af honum. „Hér er ekki um stórar tölur að ræða yfír allan þennan tíma. Ástæðan fyrir tapinu er fyrst og fremst sú að stærð skrifstofunnar hefur ver- ið óhagkvæm en nú hefur umfang hennar verið aukið verulega. Mér sýnist líka að meginástæðan fyrir því að illa hefur gengið hjá mörg- um öðrum ferðaskrifstofum sé fyrst og fremst sú að þær hafa verið mjög smáar. Þetta er meginá- stæðan fyrir grisjuninni á ferða- skrifstofumarkaðnum en ekki að Flugleiðir hafí orðið þeim að fjör- tjóni með því að taka á sig tapið af ferðaskrifstofurekstri sínum. En ávinningurinn af því að eiga ítök í ferðaskrifstofurekstri með því öryggi sem það þýðir fyrir leigu- flugsstarfsemi félagsins er mun meiri en nemur tapinu á þessum rekstri. Það er rétt að undirstrika að það er stefna Flugleiða að allar rekstrareiningar skili hagnaði. Það sama á við um ferðaskrifstofuna,“ segir Sigurður Helgason. Sjá nánar viðskiptablað 6-7b. Verð á nijöli lækkar um 7 -10% og lýsi um 18% VERÐ á loðnumjöli hefur lækkað frá áramótum úr 350-360 sterlings- pundum fyrir tonnið í 325 pund, eða 33.800 krónur, sem er 7-10% lækkun. Þá hefur verð á loðnulýsi lækkað frá áramótum úr 380. Banda- ríkjadölum fyrir tonnið í 310 dali (17.900 krónur) en það er 18% lækk- un. í vetur hafa verksmiðjur hér greitt 3.500-4.600 krónur fyrir loðnu- tonnið en vertíðina 1990-91 greiddu þær rúmar 4.000 kr. fyrir tonn- ið, 1989-90 3.000-4.000 kr., 1988-89 4.000 kr. og 1987-88 2.300- 2.400 kr. Á Seyðisfírði hefur mest verið brætt af loðnu í vetur, eða 42 þúsund tonn. Bræla var á miðunum í fyrrinótt og engin loðnuveiði. íslensk skip höfðu veitt samtals um 253.000 tonn af loðnu í gær, þar af 196.000 tonn eftir áramótin, samkvæmt upplýsingum frá Félagi íslenskra fiskimjölsframleiðenda. Þau eiga því eftir 324 þúsund tonn af kvóta sínum en við þennan kvóta bætast trúlega 37.800 tonn af loðnukvóta Norðmanna og 81.400 tonna loðnukvóti Grænlendinga, sem ekki hefur náðst að veiða. Landakotsspítali: Starfsmenn boða til fundar um stuðning við Jósefssystur Norsk loðnuskip eru farin héðan og erlend skip mega ekki veiða loðnu hér eftir 15. febrúar. Því eiga okkar skip að öllum líkindum samtals 443 þúsund tonna kvóta óveiddan en grænlenski kvótinn og afgangurinn af norska kvótanum bætist við kvóta íslensku skipanna í hlutfalli við þann kvóta, sem þeim hefur verið úthlut- aður. ALLT starfsfólk Landakotsspítala hefur verið boðað til fundar kl. 13.30 í dag þar sem lögð verður fram tillaga frá trúnaðarmönnum spítalans um að starfsfólk spítalans lýsi yfir stuðningi við sjónar- mið St. Jósefssystra vegna fyrirhugaðra breytinga á starfsemi Landakots. Sif Knudsen, trúnaðarmaður sjúkraliða, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri verið að mótmæla þeim viðræðum sem hafnar eru um sameiningu Landakots og Borgarspítala heldur því að Landakot verði gert að öldrunarheimili. í gær fór fram fyrsti viðræðu- fundur fulltrúa ríkisins, Reykja- víkurborgar og Landakots um sameininguna. Yfírlýsing St. Jó- sefssystra, sem birt var í Morgun- blaðinu í gær, var rædd á fundinum að sögn Þorkels Helgasonar, að- stoðarmanns heilbrigðisráðherra. „Það þarf að fá betur úr því skorið með hvaða hætti St. Jósefs- systur telja að samningar séu viðunandi. Ég held ég geti fullyrt fyrir hönd Reykjavíkurborgar að við höfum ekki áhuga á að vinna að sameiningu sjúkrahúsanna ef það er í andstöðu við systumar. Það hefur hins vegar ekki komið skýrt fram að þær séu andvígar samningaviðræðum, heldur hafa þær lýst yfir andstöðu við ákveðn- ar hugmyndir sem voru lagðar fram um áramótin. Því höfum við formenn stjórna beggja spítalanna lagt áherslu á að það verði leitað leiða við sameininguna sem taki tillit til ábendinga systranna,“ sagði Ámi Sigfússon, form. stjórn- ar Sjúkrastofnana Reykjavíkur. Þorkell Helgason sagði að það væri margyfíriýst stefna heil- brigðisráðherra að ekki yrði gengið gegn eindregnum vilja systranna. „Við í ráðuneytinu höfum talið eðlilegt að samskiptin við nunnum- ar fari fram í gegnum forsvars- menn Landakots og höfum ekki viljað fara á bak við þá með því að tala beint við þær. Það getur þó vel farið svo að menn telji það æskilegt," sagði hann. Ragnar Kjartansson er formað- ur viðræðunefndar ríkisins um sameiningu sjúkrahúsanna en f henni sitja auk hans, Páll Sigurðs- son, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu, og Halldór Árnason, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneyt- Hjörleifur Kvaran, fram- kvæmdastjóri lögfræði- og stjóm- sýsludeildar Reykjavíkurborgar, og Jóhannes Pálmason, fram- kvæmdastjóri Borgarspítalans, taka þátt í viðræðunum fyrir hönd borgarinnar og Logi Guðbrandsson framkvæmdastjóri og Baldur Guð- laugsson hrl. fyrir Landakot. Næsti fundur hópsins verður haldinn næstkomandi laugardag. í gær voru íslensk skip búin að landa 8.603 tonnum af loðnu í Grindavík í vetur, 3.493 í Reykjavík, 14.654 á Akranesi, 6.208 í Bolungarvík, 1.295 á Siglufirði, 10.865 á Akureyri, 12.023 á Raufar- höfn, 15.624 á Þórshöfn, 8.424 á Vopnafirði, 8.309 hjá Hafsíld hf. á Seyðisfirði, 34.011 hjá Sfldarverk- smiðjum ríkisins á Seyðisfirði, 34.163 í Neskaupstað, 40.878 á Eskifirði, 17.197 á Reyðarfirði, 1.955 á Höfn, 9.961 hjá FES í Eyj- mu. Báti bjargað við erfiðar aðstæður Grundarfirði. UM KL. 11 í gær barst hjálparbeiðni frá vélbátnum Grundfírð- ingi SH 12. Hann var á hörpudiskveiðum undan Eyrarfjalli þegar plógurinn fór í skrúfuna. Missti báturinn þegar afl og tók að reka að landi, en hvöss norðaustanátt var og stóð vindurinn á land. Togarinn Krossnes SH 308 var fyrstur á vettvang og eftir talsverða erfiðleika tókst að koma línu í bátinn en þá var hann einungis hálfa mílu frá landi. Skipverjar á Grandfirðingi köstuðu þegar út akkeri, en keðja akkerisins slitnaði fijótlega og tók þá bátinn að reka hratt upp í fjöra við Eyrarfjall sem skilur að Grundarfjörð og Kolgrafarfjörð. Var þá kastað út öðra akkeri og dróst það eftir botninum og hægði mjög á ferð bátsins að landi. Togarinn Krossness og vélbát- urinn Farsæll vora nærstaddir og brugðust skjótt við. Var togarinn fyrstur á staðinn. Grundfirðingur var þá kominn mjög nærri landi og dýpið aðeins 5-10 metrar og því var mjög hættulegt fyrir tog- arann, sem er 300 tonn, að at- hafna sig á þessu dýpi í hvassviðr- inu. Var þá ekki ónýtt að hafa um borð í togaranum nokkra grá- sleppukarla sem þekkja botninn á þessu svæði betur en stéttina fyr- ir framan dymar heima hjá sér. Línu var skotið úr línubyssu um borð í Grundfirðing en línan slitnaði þegar verið var að draga kaðalinn um borð. Greip skipstjór- inn á Krossnesinu, Kristján Guð- mundsson, til þess ráðs að sigla inn fyrir bátinn og upp að honum og kasta línu og kaðli um borð. Gekk þetta vel og var báturinn þá dreginn í land í Grundarfirði. Hallgrímur í í Skýrslu um ís- lenska aðalverk- taka frestað um og 20.885 hjá FIVE í Eyjum. Þá hafa Hilmir SU, Grindvíkingur GK, ísleifur VE og Gullberg VE landað samtals 3.742 tonnum af loðnu í Færeyjum. í Færeyjum eru greiddar í mesta lagi 5.600 íslenskar krónur fyrir tonnið af loðnu en fítu- og þurrefnis- innihald, svo og ferskleiki loðnunn- ar, hafa áhrif á verðið, að sögn skip- veija á Hilmi SU. „Að meðaltali greiða íslensku verksmiðjumar ekki lægra verð fyrir loðnuna núna en í haust, þrátt fyrir að fituinnihald hennar hafi lækkað úr 13-14% í tæp 9%,“ segir Jón Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra fiski- mjölsframleiðenda. „Norskar og færeyskar verksmiðjur geta greitt hærra hráefnisverð en við, því þær hafa fengið ríkisstyrki og era auk þess nær mörkuðunum. Auk þess fá þær jafnara hráefni yfir árið og nú er ekki lengri sigling af miðunum hér til Færeyja en Siglufjarðar t.d.“ ---------------------------- I Fyrirhugað var að utanríkisráð- herra flytti skýrslu um málefni ís- lenskra aðalverktaka á Alþingi í dag. Því hefur hins vegar verið frestað um viku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.