Morgunblaðið - 13.02.1992, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992
13
Fólksbíll með jeppaeiginleika
✓ 7 manna langbakur meö sítengt aldrif ----
✓ Aflmikill hreyfill með fjölinnsprautun
✓ Mikil veghæð
✓ FÆSTMEÐ SJÁLFSKIPTINGU
Verð frá kr. 1.698.240
HEKLA
LAUGAVEG1174
SÍMI695500
A
MITSUBISHI
MÖTDRS
HVARFAKUTUR
MINNI MENGUN
Hátíðáveg-
um Edinborg-
arfélagsins
EDINBORGARFÉLAGIÐ á ís-
landi heldur 15. „Burns Supper“
í sal Meistara- og verktakasam-
bandsins, Skipholti 70, efri hæð
(hús á horni Háteigsvegar og
Bólstaðarhlíðar), laugardaginn
15. febrúar næstkomandi. Sam-
koman hefst kl. 20.00 stundvís-
lega og henni lýkur um kl. 2
eftir miðnætti, segir í frétt Ed-
inborgarfélagsins.
Veislustjóri er Kolbrún Kjarval
og verða veitingar með hefð-
bundnu sniði, en þar ber auðvitað
hæst „haggis" frá McSween í Ed-
inborg. Bjór, létt vín og sterkari
verða til sölu á staðnum svo og
óáfengir drykkir.
Að vanda mun verða sungið
undir stjóm Kristjáns Ámasonar.
Harpa Karlsdóttir flytur minni
Bums og ræðumaður kvöldsins
verður Vésteinn Rúni Eiríksson.
Allir sem dvalist hafa um lengri
eða skemmri tíma í Skotlandi og
aðrir sem áhuga hafa á skosk-ís-
lenskum menningarsamskiptum
em velkomnir með maka og gest-
um.
Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson
ekki síðri perla, eftir Þorkel Sigur-
björnsson en ágætur flutningur
þessara verka var framlag Mótettu-
kórs Hallgrímskirkju undir stjórn
Harðar Áskelssonar.
Aðaltónlistarviðburður kvöldsins
var frumflutningur á Máríuvísum
eftir Hróðmar I. Sigurbjömsson,
verki fyrir einsöngvara, kór og stóra
hljómsveit. Flytjendur vom Guðrún
Marta Halldórsdóttir, Kór Mennta-
skólans við Hamrahlíð og Hamra-
hlíðarkórinn, sem Þorgerður æfði
undir þessa tónleika og Sinfóníu-
hljómsvejt íslands, undir stjórn
Roberts Porco, prófessors við Tón-
listarháskólann í Bloomington.
Verk Hróðmars er að nokkru
kontrapunktískt í gerð en samt í
heild mjög hljómbundið. Formskip-
an verksins er að það hefst á hljóm-
sveitarinngangi en síðan er tónmáli
kórs og hljómsveitar ofið saman.
Einsöngsþáttur er í miðhluta verks-
ins og er þessi hluti verksins helst
til litlaus. Seinni hlutinn er fyrst
byggður á samspili kórs og hljóm-
sveitar en lýkur með kórsöng án
undirleiks. Þessi formskipan stang-
ast á við þá venju að verkum skuli
lokið með sem mestum fyrirgangi
en á móti kemur, að kórkaflinn er
einkar falleg tilbeiðslutónlist, þar
sem bæninni er lokið í kyrrlátri til-
beiðslu. Það bregður fyrir ýmsum
stórsniðnum þáttum hér og þar í
verkinu og er ljóst að Hróðmar
stefnir til átaka við stónj formin.
Flutningur verksins var í heild
góður, undir öruggri stjórn Roberts
Porco, þó stundum brygði fyrir
óhreinum leik í háradda hljóðfærun-
um, einkum þegar sterkt var leikið.
Marta G. Halldórsdóttir söng milli-
þáttinn af öryggi og kórinn söng
af glæsibrag, einkum í niðurlagi
verksins.
Guðmundur Emilsson tónlistar-
stjóri Ríkisútvarpsins kynnti atriði
tónleikanna og var framkvæmd
þeirra í heild mjög góð og gengu
t.d. skiptingar allar mjög greiðlega.
Það er vandi að velja viðfangsefni
fyrir slíka efnisskrá sem þessa, þar
sem taka þarf tillit til sögulegs
mikilvægis, svo og flytjenda og
möguleika varðandi fyrirkomulag.
í heild tókust tónleikamir vel en
mikil meirihluti viðfangsefnanna
var trúarlegur og val þeirra virtist
nokkuð mótað af því hvað kórarnir,
hver- fyrir sig, höfðu fram að færa.
Það að lögð var áhersla á kórsöng
leiddi óhjákvæmilega til þess að
einsöngsbókmenntir okkar íslend-
inga voru ekki kynntar en þar eig-
um við margt gott og skemmtilegt
fram að færa, sem trúlega hefði
ekki síður átt erindi út úr viðjum
hinnar einangrandi fjarlægðar, en
þungbúin og hægferðug trúartón-
list okkar.
Þá ber einnig að geta þess, að
fom kvæðaflutningur var ekki
kynntur, en líkur em á því, að þar
sé að finna framgerð þess söng-
máta, sem landnámsmenn fluttu
með sér. Heimóttarskapur hefur
hrætt okkur Íslendinga frá því að
iðka þetta listform sem skyldi, því
þarna er ef til vill að finna menjar
11 alda gamals söngmáta og þar
með elstu leifar alþýðusöngs, sem
fyrirfínnast og er þá átt við þann
hluta veraldar, sem menn byggja.
Hvað sem þessu líður, þá voru þetta
uppbyggilegir tónleikar og margt
hægt af þeim að læra og nýta, þeg-
ar Ríkisútvarpinu gefst aftur svipað
tækifæri til fjöldreifingar á ís-
lenskri tónlist.
__________Tónlist______________
Jón Ásgeirsson
Þessa vikuna standa yfír tón-
menntadagar Ríkisútvarpsins og er
einkennisheiti þeirra „ísmús“, sem
er skammstöfun fyrir íslenska mús-
ík. Markmiðið með tónlistardögun-
um er að fara yfír 11 alda sögu
tónlistar á íslandi, sem að mestu
verður gert með fyrirlestrum. Tón-
menntadagamir hófust með tón-
leikum í Hallgrímskirkju sl. mánu-
dag, sem sendir vora beirit til 20
landa í Evrópu. Lögð var megin-
áhersla á kórsöng og meðal annars
var Hróðmari Inga Sigurbjömssyni
falið að semja verk fyrir einsöngv-
ara, kór og hljómsveit.
Tónleikarnir hófust á því að
söngvararnir Bergþór Pálsson og
Sigurður Bragason sungu með
ágætum tvísöngslagið ísland far-
sælda frón. Þorlákstíðir, nánar til-
tekið upphafið, og Magnifícat eftir
Mist Þorkesldóttur, var viðfangs-
efni Hamrahlíðarkórsins og kórs
Menntaskólans við Hamrahlíð, und-
ir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.
Magnificat er vel unnið verk og var
mjög vel flutt og með töluverðum
tilþrifum af hinu unga söngfólki
Menntaskólans við Hamrahlíð.
Kór Langholtskirkju, undir stjóm
Jóns Stefánssonar, flutti raddsetn-
ingar á fjóram íslenskum þjóðlög-
um, Undir bláum sólarsali, eftir
Emil Thoroddsen, og þijár radd-
setningar eftir undirritaðan,
Krammavísur, Vísur Vatnsenda-
Rósu og Sofðu unga ástin mín. Öll
vora lögin sérlega vel sungin, eink-
um Vísur Vatnsenda-Rósu og Sofðu
unga ástin mín, svo að undirritaður
man þau vart betur flutt. Kramma-
vísurnar þoldu hins vegar ekki vel
mikla enduróman kirkjunnar.
Karlakór Reykjavíkur, undir
stjórn Friðriks S. Friðrikssonar,
söng Landið vort fagra, eftir Árna
Thorsteinsson, sem hljómaði mjög
glæsilega. Líklega gildir það sama
um raddsetningu Páls P. Pálssonar
á Sprengisandi, eftir Sigvalda
Kaldalóns, Karlakórinn Fóstbræður
söng undir stjóm Árna Harðarsonar
og um Krammavísumar, hratt tón-
ferli vill drukkna í mikilli endur-
óman kirkjunnar. Karlakóramir
sungu saman Töframynd í Atlants-
ál eftir Sveinbjöm Sveinbjömsson
og Dýravísur Jóns Leifs og skiptu
Friðrik og Ámi með sér stjómun-
inni en báðir hafa nýlega verið ráðn-
ir til starfa við kórana og hafa þeg-
ar sýnt það, að þeir era efnilegir
stjórnendur.
Kór Öldutúnsskóla undir stjórn
Egils Friðleifssonar söng Máríu-
vers, eftir Pál ísólfsson við undir-
leik Marteins H. Friðrikssonar og
raddsetningu Jóns Þórarinssonar á
þjóðlaginu Krammi svaf í klettagjá.
Oldutúnskórinn söng af þeim
þokka, sem hann er fyrir löngu
orðinn heimsfrægur fyrir og hafa
fáar tónlistarstofnanir hér á landi
farið jafn vítt um byggðir manna
og sungið mönnum jafn oft fyrir á
alþjóðamáli tónlistarinnar og Öldu-
túnskórinn, undir stjóm stórhugans
Egils Friðleifssonar. Fyrri hluta
tónleikanna lauk með Requiem eftir
Jón Leifs, sem var vel sungið af
Kór Langholtskirkju, undir stjóm
Jóns Stefánssonar. Þetta und-
urfagra verk hefði þó mátt vera
hægar flutt og án hrynfestu, til að
sérkennilega lóðrétt hljómskipanin
nyti sín og einnig af meiri trega
en hér var gert.
Eftir hlé var eingöngu flutt trúar-
leg tónlist. Fyrst var þjóðlag við
textann Svo stór synd engin er, í
útsetningu eftir Jón Nordal, og þá
þrír sálmar úr Hallgrímspassíu Atla
Heimis Sveinssonar. Þar eftir var
flutt Ave María, eftir Hjálmar H.
Ragnarsson, sem er undurfagurt
verk, svo og Heyr himnasmiður,
ISMUS