Morgunblaðið - 13.02.1992, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992
OG BRAUÐ
Aðeins
65,- s1
myllu
íilhveitibbaúð
Aðeins
99,-1». stkl
ferskar BERUR
Aðeia*
»9.- ta*.
baKa»nir
Aðeins
39,- isr* V^°*
ÁV AXTASAFL
NERTAR I L1T
Aðeins
59,- ta*.
HAGKAUP
- altt í einniferó
HLBOÐ
Sally Horton. Karen McCallum. Eric Rodwell.
Tólf heimsmeistarar
taka þátt í Bridshátíð
Brids_____________
Guðmundur Sv. Hermannsson
BRIDSHÁTÍÐ Flugleiða, Brids-
sambands íslands og Bridsfé-
lags Reykjavíkur, sem hefst á
föstudag, er eins og jafnan vel
skipuð erlendum þátttakend-
um. Þar spila fimm erlendir
heimsmeistarar, sjö íslenskir
heimsmeistarar og Zia Mahmo-
od lætur sig ekki vanta.
Þrír af bestu spilurum Banda-
ríkjanna eru á meðal þátttakenda,
þeir Neil Silverman, Larry Cohen
og Eric Rodwell, og raunar má
telja Zia Mahmood sveitarfélaga
þeirra til Bandaríkjamanna en
hann hefur orðið fasta búsetu þar
í landi þótt hann hafi pakistanskt
vegabréf.
Eric Rodwell hefur unnið alla
þá heimsmeistaratitla sem keppt
er um í opnum mótum nema einn,
Rosenblumbikarinn, og þann titil
hefur Silverman unnið. Larry Co-
hen hefur hins vegar ekki unnið
heimsmeistaramót enn, en hann
hefur unnið fleiri stórmót í Banda-
ríkjunum en nokkur annar síðustu
10 ár eða svo. í nóvember vann
hann til dæmis eina af stærstu
sveitakeppnunum þar í landi.
Fastur spilafélagi hans í Banda-
ríkjunum er Marty Bergen sem
spilaði á Bridshátíð fyrir nokkrum
árum við Eric Rodwell.
Zia þarf ekki að kynna fyrir
íslendingum en hann kemur nú í
5. skipti á
Bridshátíð.
Vegur hans fer
sífellt vaxandi
í íþróttinni,
ekki síst eftir
útkomu bókar
sem hann
skrifaði á síð-
asta ári og
þykir mjög skemmtileg. Þess má
einnig geta að bandaríska þrids-
sambandið útnefndi hann spilara
ársins 1991.
Einn bandarískur spilari til við-
bótar verður meðal þátttakenda,
Karen McCallum sem er marg-
faldur heimsmeistari kvenna. Hún
er raunar að undirbúa að flytja
búferlum til Bretlands og spilar
hér við Sally Horton frá Bret-
landi. Sally varð fyrst þekkt með-
an hún hét Sally Sowter en hún
var gift Tony Sowter sem gefur
út tímaritið International Popular
Bridge. Hún varð margoft heims-
meistari kvenna með breska
landsliðinu. Sveitarfélagar þeirra
Horton og McCallum eru Raym-
ond Brook og John Pottage frá
Bretlandi. Brook er kominn á efri
ár en hefur lengi verið meðal
fremstu spilara Breta. Pottage er
hins vegar ungur maður á upp-
leið, var meðal annars í sigurliði
Breta á heimsmeistaramót yngri
spilara fyrir þremur árum.
Þriðja sveitin er skipuð gömlum
kunningjum íslendinga frá Dan-
mörku sem oft hafa komið hingað
áður við ýmis tækifæri. Þetta eru
Jens Auken, Denis Kock-Palm-
lund, Lars Blakset og Steen Möll-
er. Auken og Kock, Möller og
Stig Werdelin hafa spilað saman
í sveit síðustu ár með góðum ár-
angri en Blakset hleypur hér í
skarðið fyrir Werdelin. Þeir Möller
eru gamalreyndir félagar og unnu
raunar tvímenning Bridshátíðar
fyrir nokkrum árum. Til fróðleiks
fyrir áhugamenn um danska póli-
tík má nefna að Jens Auken er
bróðir Svends Auken formanns
danska Jafnaðarmannaflokksins
og Margarethe Auken þingmanns
Sósíaliska þjóðarflokksins sem
hefur oft skammað íslendinga
duglega fyrir hvalveiðar. Hins
vegar hefur Jens látið bridspólitík-
ina duga en hann er stjórnarmað-
ur í Bridssambandi Evrópu.
Þau Ib Lundby og Inge Keith
Hansen láta sig ekki vanta frekar
en undanfarin ár og frá Dan-
mörku kemur einnig sveit ungra
og efnilegra spilara, skipuð Lauge
Schaffer, John Hendriksen, Steen
Sörensen og Peter Farholt. Loks
senda Færeyingar sveit skipaða
Joanes Mouritsen, Per Kallsberg,
Helga Joansen og Danjal Mohr.
Þá má geta þess að í Flugleiða-
mótinu spila heimsmeistararnir
Aðalsteinn Jörgensen, Jón Bald-
ursson, Guðlaugur R. Jóhannsson,
Öm Arnþórsson, Guðmundur Páll
Amarson og Þorlákur Jcnsson
saman í sveit.
Morgunblaðið/Arnór
Sveitir Ármanns J. Lárussonar og Neóns tókust á í toppbaráttunni
í aðalsveitakeppni Bridsfélags Kópavogs sl. fimmtudag. Hafði fyrr-
nefnda sveitin betur og vermir nú toppsætið með 10 stiga forskot
á næstu sveitir.
Brids
Umsjón Arnór Ragnarsson
Bridsfélags Hornafjarðar
Þegar 4 umferðir eru eftir af undan-
keppninni er staðan:
Hótel Höfn 199
Blómaland 193
Jöklaferðir 188
Bragi Bjarnason 167
Ingólfur Baldvinsson 156
JónAxelsson 155
Sigfinnur Gunnarsson ' 151
Nesjamenn 145
Efstu sveitirnar spila svo útsláttar-
keppni sem líkur væntanlega með því
að ein stendur uppi sem sigurvegari
í Aðalsveitakeppni Bridsfélags Horna-
fjarðar 1992.
Bridsfélag Sauðárkróks
Lokið er átta umferðum af 12 í
aðalsveitakeppninni. Efstu pör:
Ólafur Jónsson — Steinar Jónsson 184
Halldór Jónsson - Páll Pálsson
-EinarGíslason 158
Einar Svavarsson - Sveinbjöm Eyjólfsson 134
Páll Hjálmarsson - Stefán Skarphéðinsson 129
LárasSigurðsson-SigurðurGunnarsson 129
Skúli Jónsson - Bjami Brynjólfsson 129
Næstu tvo mánudaga verður spiluð
firmakeppni félagsins. Spilaður verður
tvímenningur.
Vetrar-Mitchell BSÍ
Enn eitt aðsóknarmetið var sett í
Vetrar-Mitchell BSÍ síðastliðinn föstu-
dag, 7. febrúar. Alls mættu 40 pör.
Efst í N/S urðu:
GuðjónJónsson-MagnúsSverrisson 517
Gísli Steingrímsson - Bjöm Arnarson 511
Unnur Sveinsdóttir - JónÞór Karlsson 482
Kristín Guðbjömsdóttir - Bjöm Arnórsson 482
Sveinn Sigurgeirsson - Þórður Sigfússon 475
í A/V urðu efstir:
Baldur Bjartmarsson - Guðmundur Þórðarson 536
RagnarHalldórsson-PállBergsson 502
ÞrösturBergmann-PáliÞórBergsson 498
Erlendur Jónsson - Hinrik Gunnarsson 447
Hrafnhildur Skúladóttir - Jömndur Þórðarson 437
Vetrar-Mitchell verður að venju
næsta föstudagskvöld kl. 19.00 í
Sigtúni 9.
Bridsfélag Tálknafjarðar
Staðan í aðaltvímenningi félags-
ins þegar þrem kvöldum af fjórum
er lokið er sem hér segir:
Brynjar Olgeirsson - Jón H. Gíslason 377
Símon Viggósson - Guðmundur S. Guðmundss.361
AndrésBjamason-HaukurÁmason 332
Lilja Magnúsdóttir - Kristin Magnúsdóttir 332
Sveinn Vilhjálmsson - Rafn Hafliðason 330
Sveinbjörg Harðard. - Friðgeir Guðmundsson 313
Guðlaug Friðriksdóttir - Ævar Jónasson 311
Snæbjörn Geir Viggósson - Bima Benediktsd. 277
Bridsfélag Suðurnesja
Hafin er aðalsveitakeppni félags-
ins með þátttöku 10 sveita sem er
ágætt. Spilaðir eru 32 spila leikir
og er í áætlun að spila fjögurra
sveita úrslitakeppni um titilinn í
mótslok svipað og gert er um
Reykjavíkurmeistaratitilinn.
Nokkrar sveitir að Suðurnesjum
taka þátt í sveitakeppni Bridshátíð-
ar sem spiluð verður sunnudag og
mánudag.