Morgunblaðið - 13.02.1992, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992
Þjóðarsátt - atvinnu-
vegir og heimilin
eftir Eggert Haukdal
Það er ánægjulegt til þess að
vita að augu landsmanna eru að
opnast fyrir hættunni sem atvinnu-
lífínu stafar af of háum vöxtum og
fjármagnskostnaði. Nú er svo kom-
ið að sjálft bankakerfíð er í þröng.
Nægir að minna á taprekstur Is-
landsbanka fyrir hluta sl. árs og
aðvörunarorð Landsbanka (Sverris
Hermannssonar). Jafnvel banka-
málaráðherra hefur látið hafa það
eftir sér tvívegis í Morgunblaðinu,
nú síðast 22. janúar, að vextir eigi
að lækka. Öðruvísi mér áður brá.
Mikiu máli skiptir þó gjörbreytt
afstaða VSÍ með Einar Odd Krist-
jánsson í broddi fylkingar. Forystan
þar á bæ vill niður með vexti, svo
að fyrirtækin geti borið sig. Örn
Friðriksson, varaforseti ASÍ, hefur
verið sama sinnis, og báðir telja
þeir rétt að afnema lánskjaravísi-
töluna.
„Lögmál markaðarins"
Málið er það, að bankar hafa
lánað of mikið, en of lítið kemur
inn. Vanskilin eru vaxandi. Þá er
freistandi að klóra í bakkann og
„Alþingi og ríkissljórn
eiga að ganga á undan
í sparnaði, hætta
óþörfu ráðstefnuflakki
með fríðu föruneyti,
taka fyrir hlunnindi
eins og dagpeninga,
ráðherrabifreiðar o.fl. í
þeim dúr. Slíkt fær
hljómgrunn hjá þjóð-
inni allri. Þessir hlutir
virðast því miður vera
svipaðir hjá öllum ríkis-
stjórnum.“
hækka vextina. Það veldur enn
meiri vanskilum og svo koll af kolli,
unz vítahringur myndast. Þama
hafa orðið hrein mistök og annað
ekki. Þau verða ekki afsökuð með
„lögmálum markaðarins“. Slík lög-
mál gilda ekki þegar hagkerfíð er
úr jafnvægi vegna halla á ríkis-
rekstri, lántöku utanlands og seðla-
prentunar. Þá er verð sett með
„handafli", — verð vöru og þjón-
ustu, einnig verð peninga, sem eru
vextirnir.
Öðrum Norðurlöndum hafa orðið
á sams konar mistök. Morgunblaðið
(sérblað ,,Viðskipti/Atvinnulíf“)
komst svo að orði að norrænu bank-
arnir hafi farið á „útlánafyllerí“ á
árunum 1983-1987. Þess var getið
til skýringar, að bankarnir hafi
gleymt að hækka vextina. Við ís-
lendingar gleymdum því ekki. Nafn-
vextir urðu nærrí 80% á ári 1983
og héldust okurháir út nær allan
níunda áratuginn og eru enn. Samt
var útlánaaukningin viðstöðulaus.
Ég tek fram, að lántakandinn verð-
ur að borga verðbótaþátt vaxta
engu síður en raunvexti. Aðrir gera
það ekki fyrir hann. Og verðbólga
hjálpar mönnum ekki í rekstri fyrir-
tækja, þvert á móti.
Peningastjórn vantar
Að óbreyttu horfír ekki vel um
áframhaldandi þjóðarsátt. Þess
vegna vil ég leggja nokkuð til mál-
anna. í orðum mínum felst ekki
gagnrýni á núverandi ríkisstjórn,
sem hefir ekki búið til efnahags-
vandann í dag, heldur fengið hann
að erfðum. Þar við bætist fyrirsjá-
Virðisaukaskattur tjónabíla
eftir Jónas Þór
Steinarsson
í grein Kristjáns Gr. Tryggvason-
ar í Mbl. 21. þ.m. segir m.a.:
„Tjón er verðmætarýrnun og sem
slíkt getur það ekki verið virðisauk-
askattskylt. Virðisaukaskatt ber
einungis að greiða af verðmæta-
aukningu, t.d. viðgerð á tjóni, þ.e.
vinnu og varahlutum sem þarf til
þess að auka verðmæti bíls á ný.
Þegar bótaskylt tjón er metið hjá
VÍS Tjónastöðini, er virðisauka-
skattur reiknaður af viðgerðavinnu,
varahlutum og málun. Virðisaukinn
myndast hins vegar ekki fyrr en
við viðgerð (við að verðmæti bílsins
eykst á nýjan leik) og er þá greidd-
ur samkvæmt reikningi.“
í minnisatriðum frá embætti rík-
isskattstjóra um VKS og vátrygg-
ingar frá 17. janúar 1990 segir:
„Við sölu notaðrar fólksbifreiðar
fyrir færri en níu menn — þó ekki
ef um er að ræða bifreiðar sem
notaðar hafa verið í bílaleigustarf-
semi — má ákveða skattverð sam-
kvæmt ákvæðum 10. gr. laganna.
Þegar um tjónabíla er að ræða mið-
ast kaupverð í skilningi ákvæðisins
við áætlað verðmæti bifreiðarinnar
í tjónaástandinu. Tekið skal fram
að sé söluverð einhverrar bifreiðar
lægra en kaupverð reiknast enginn
skattur á sölu hennar."
Þetta þýðir að varðandi virðis-
auka er miðað við áætlað verðmæti
bifreiðarinnar í tjónaástandinu. Ef
tjónabifreið er síðan seld fyrir hærri
upphæð, þá ber að greiða virðisauk-
askatt.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Bílgreinasambandsins.
Jónas Þór Steinarsson
anleg rýrnun landsframleiðslu af
óviðráðanlegum orsökum.
Brýnasta verkefnið að minni
hyggju er að koma á virkri peninga-
stjórn í landinu. Það getur ekki
gengið lengur, að Seðlabankinn í
skjóli svonefnds „vaxtafrelsis“ horfi
upp á það máttvana og aðgerðar-
laus, að vextir séu skrúfaðir upp
úr öllu valdi til að mæta augnabliks-
þörfum viðskiptabankanna. Meðan
ekki er unnt að beita hefðbundnum
stjómunaraðgerðum, verður Seðla-
bankinn að hafa vald til þess að
fastsetja vexti um stundarsakir, að
sjálfsögðu með samþykki ríkis-
stjórnarinnar allrar. Hann þarf
og að fá vald til þess að spyma
fæti við óhóflegum Seðlabankalán-
um, sem auka peningaframboð og
verðþenslu. Slíkar lántökur á Seðla-
bankinn að geta takmarkað, bæði
fjárhæð þeirra og tímalengd. í
þessu skyni þarf að breyta Seðla-
bankalögunum, sem er verk sér-
fræðinga. Engin ráðstöfun er væn-
legri til þess að mæta þörfum bæði
atvinnurekenda og launþega — og
þar með tryggja þjóðarsátt. En
umfram allt þarf stjórn Seðla-
bankans að vera í takt við lífið
í landinu á hverjum tíma.
Lagfærum skattakerfið
Ég er samþykkur þeim sparnaði
í ríkisrekstri, sem áformaður er,
enda þótt huga þurfi betur að ýms-
um þáttum heilbrigðisþjón-
ustunnar. En betur má, ef duga
skal. Fjárlagahalla verður ekki eytt
nema skattalöggjöfin verði endur-
skoðuð frá grunni. Sú endurskoðun
-þarf að taka til bæði beinna skatta
og óbeinna. Afnema verður syrpu
undanþága sem gerir mögulegt að
lækka skattana. Þarna er líka verk-
efni sérfræðinga, sem þarf strax
að taka til við. Spyija má af hveiju
eru ekki tilbúin í fjármálaráðuneyt-
inu drög að frumvarpi um breytingu
á eignarsköttum, þ. á m. um fjár-
magnsskatt sem raunar hefði mátt
vera kominn. Hafa síðustu fjár-
málaráðherrar sofíð á verðinum?
Hefði ekki þurft að vinna meira,
og hefði ekki líka þurft að vera
búið að lagfæra með lögum, þannig
að 900 milljónirnar væru ekki skatt-
fijálsar á hveiju ári? Loks krefst
húsnæðiskerfíð mikilla úrbóta.
Drögum úr eyðslu
Alþingi og ríkisstjórn eiga að
ganga á undan í sparnaði, hætta
.óþörfu ráðstefnuflakki með fríðu
föruneyti og taka fyrir hlunnindi
eins og dagpeninga, ráðherrabif-
reiðar o.fl. í þeim dúr. Slíkt fær
hljómgrunn hjá þjóðinni allri. Þessir
hlutir virðast því miður vera svipað-
ir hjá öllum ríkisstjórnum. Nægir
að benda á hin gífurlegu ferðalög
og dagpeninga hjá fyrrverandi
stjórn. Verður þetta svipað hjá nú-
verandi stjórn? Vonandi ekki. Þarna
þarf þvert á móti að beita hnífnum
svo um munar.
Núverandi ríkisstjórn sýndi með
reglugerð aðeins vilja tii að minnka
bílafríðindi. Það var lítið, þótt segja
megi að það hafi verið betra en
ekkert. Ég hef gagnrýnt í mínum
flokki hve lítið er tekið á þessum
málum.
Vil ég minna hér á það, að Við-
reisnarstjórnin 1960 gerði ráðstaf-
anir til þess að draga úr kjaraskerð-
ingu launþega af völdum gengis-
Iækkunar. Þeirra á meðal var stór-
felld aukning á bótum almanna-
trygginga, niðurgreiðsla á nokkrum
vörutegundum og brottfelling tekj-
uskatts af lágtekjum. Við getum
ef til vill ekki veitt okkur slíka rausn
á þessum síðustu og verstu tímum,
en ýmislegt má þó með góðu móti
gera. Sjálfstæðisflokkurinn er enn,
ef ég veit rétt, flokkur allra stétta,
ekki flokkur sérhagsmunahópa.
Lækkun virðisauka
Við gætum t.d. í fyrsta áfanga
lækkað virðisaukaskatt á vörur
matvöruverzlana, en fækkað und-
anþágum. í öðrum og þriðja áfanga
yrði skatturinn 5% á matvörur og
15% á aðrar vörur,, eins og við-
gengst í öðrum Evrópulöndum.
Verksvið Húsnæðisstofnunar
mætti takmarka við félagslega
íbúðakerfið, en færa aðra lánastarf-
semi til banka og sparisjóða. Slíkt
er tímabært núna, þegar þjóðin
hefur í reynd hafnað húsbréfum,
sem bera allt að 25% afföll, verð-
bótaþátt og raunvexti. í sama anda
mætti breyta námslánum úr svo-
nefndum lánasjóði, sem eru verð-
tryggð og hafa komið mörgum
nemanum á kaldan klaka. Náms-
styrkir til þeirra sem skara fram
úr almennt eða í einstökum greinum
eiga rétt á sér. Bankarnir bjóða
Atta stórmeistarar á
Reykjavíkurskákmótinu
___________Skák_____________
Margeir Pétursson
NÍTJÁN ára gamall Letti, Alek-
sei Shirov, er langstigahæsti
keppandinn á Reykjavíkurskák-
mótinu sem haldið er frá fyrsta
til sextánda mars. Frami Shirovs
á skáksviðinu hefur verið ótrú-
lega skjótur, hann hefur unnið
hvert mótið á fætur öðru undanf-
arin tvö ár og er nú í 7.-10. sæti
á alheimsstigalistanum á eftir
þeim Kasparov, Karpov, Ivant-
sjúk, Short, Anand og Gelfand.
Reykjavíkurskákmótið hefur
verið opið frá 1982, en nú hefur
því verið breytt til fyrra horfs,
þátttakendur eru aðeins tólf, þar
af átta stórmeistarar.
Stærsti sigur Shirovs á skáksvið-
inu til þessa var á stórmótinu í Biel
í Sviss sl. sumar, er hann hlaut 9‘A
v. af 14 mögulegum, á undan þeim
Bareev, Andersson, Lautier,
Christiansen o.fl. Mánuði eftir
Reykjavíkurskákmótið gefst Shirov
í fyrsta sinn kostur á að mæta
heimsmeistaranum. Það verður á
móti í Dortmund í Þýskalandi, auk
hans tefla þeir Kasparov, Ivant-
sjúk, Anand, Kamsky, Salov, Bare-
ev, Adams, Húbner og Piket. Vænt-
anlega verður fróðlegt að sjá hvem-
ig fremstu skákmönnum landsins
vegnar gegn þessari nýju stór-
stjörnu sem margir spá að muni
keppa við þá ívantsjúk, Gelfand,
Anand og Kamsky um það hver
verði arftaki Kasparovs.
Shirov er afar hvass og skemmti-
legur skákmaður, minnir mikið á
Mikhail Tal, fyrrum heimsmeistara,
sem líka er frá Riga í Lettlandi.
Meðalstig á mótinu verða 2.515
og það því í 11. styrkleikaflokki
FIDE. Til að ná stórmeistaraá-
fanga þarf sjö vinninga. Þátttak-
endumir verða þessir:
Aleksei Shirov, Lettl. 2655
Jóhann Hjartarson 2580
Vassilios Kotronias, Grikkl. 2560
Margeir Pétursson 2555
Helgi Ólafsson 2525
Jón L. Árnason 2515
Olivier Renet, Frakkl. 2495
Karl Þorsteins 2485
Stuart Conquest, Engl. 2485
James Plaskett, Engl. 2455
Hannes Hlífar Stefánsson 2455
Þröstur Þórhallsson 2415
Hinir erlendu keppendurnir á
mótinu eru fremsti skákmaður
Grikkja, Kotronias, sem náði óvænt
öðm sæti á opna Reykjavíkurskák-
mótinu 1988. Olivier Renet er
næststerkasti skákmaður Frakka á
eftir Lautier. James Plaskett er
mun öflugri en stig hans gefa til
kynna, varð t.d. Bretlandsmeistari
í fyrra. Landi hans Stuart Conqu-
est frá skákborginni frægu Hast-
ings er aðeins alþjóðlegur meistari.
Hann skortir einn áfanga úr lokuðu
móti til að hreppa stórmeistaratitil-
inn. Það má búast við að Conquest
og íslenskir kollegar hans sæki
áfangann fast, því boð á slík lokuð
mót liggja svo sannarlega ekki á
lausu. Aleksei Shirov varð í
þriðja sæti á Hastingsmótinu um
áramótin með 8R v. af 14 möguleg-
um, á eftir þeim Bareev með 10R
v. og Simen Agdestein með 9 v.
Miklu munaði um afar klaufalegt
tap Shirovs í aðeins 19 leikjum
fyrir Agdestein. Hann var eini
keppandinn á mótinu sem náði að
leggja sigurvegarann að velli:
Hvítt: Evgení Bareev
Svart: Aleksei Shirov
Slavnesk vörn
1. d4 - d5 2. c4 - c6 3. Rf3 -
Rf6 4. Rc3 - e6 5. e3 - Rbd7
6. Bd3 - dxc4 7. Bxc4 - b5 8.
Bd3 - Bb7 9. 0-0 - a6 10. e4 -
c5 11. d5 - Dc7 12. dxe6 - fxe6
13. De2 - c4 14. Bc2 - Bd6 15.
Rg5 - Rc5 16. f4 - h6 17. Rf3
- Rd3!
Shirov er ætíð óhræddur við að
feta tvísýnustu afbrigði þrætubók-
arfræðanna. Þessi peðsfóm sást
fyrst í viðureign tveggja lítt
þekktra Rússa, Frolov og Sergei
Ivanov árið 1989.
18. Bxd3 — cxd3 19. Dxd3 — 0-0
Ofangreind skák Rússanna
tefldist 19. - Hd8 20. De2 - Bxf4
og eftir að svartur fékk peðið til
baka var staðan u.þ.b. í jafnvægi.
Shirov vill meira.
20. Khl - Had8 21. Rd4?! - Bc5!
Bareev hefur greinilega talið
þennan geysiöfluga leik ómöguleg-
an. Ef nú 22. Rxe6 — Hxd3 23.
Rxc7 — Hc8! er virk staða allra
svörtu mannanna meira en nægi-
legt mótvægi fyrir liðsmuninn.
22. Be3 - Rg4 23. Rce2 - Rxe3
24. Dxe3 - Hxd4!
Laglegt, en fyrir nemanda Mik-
hails Tal eru slíkar fórnir hreinn
barnaleikur.
25. Rxd4 - Db6 26. Hadl - Hd8
27. f5 - Hxd4 28. Hxd4 - Bxd4
29. Db3 - Bxe4 30. Dxe6+
30. fxe6 - Dc6 31. e7+ - Kh7
veldur engum usla svo hvítur fer