Morgunblaðið - 13.02.1992, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRUAR 1992
17
Það má með sanni segja að Volvo 740 státi af öllum þessum kostum. Enginn efast um hve
mikið er lagt upp úr öryggi þeirra sem aka Volvo. 700 línan frá Volvo er framúrskarandi
dæmi um það.
Volvo 740 er vönduð og glæsileg bifreið hvernig sem á hana er litið. Sem dæmi um þægindi
og ríkulegan búnað má nefna: Læst drif sem gerir bifreiðina ákaflega hæfa til aksturs í
hálku og slæmu færi, sjálfskiptingu, vökvastýri, pluss sæti, samlæsingu, hljómflutningstæki,
litað gler, upphituð framsæti, 2.0 lítra vél með beinni innspýtingu og 121 hestafl.
10 ára frábær reynsla, þetta er bifreið sem endist og endist.
Nú bjóðast nokkrir bílar á einstöku verði:
1.999.000. kr. stgr. á götuna.
votvo
Bifreið sem þú getur treyst!
BRIMBORG
FAXAFENIS • SlMI 91 - U 58 70
nemendum nú sómasamleg kjör.
Með aðgerðum af þessum toga
mun tekjuhali ríkissjóðs snúast í
tekjuafgang, sem nota má til at-
vinnuaukningar og uppbyggingar í
byggðurn landsins.
Afnám lánskjaravísitölu
Loks skal á það minnt, að ég
hefi ítrekað lagt fram frumvarp á
Alþingi um að leggja niður láns-
kjaravísitölu. Hún hefir tvo megin-
galla. Annar er sa, að byggingar-
kostnaður sem í henni reiknast, er
venjulega háður mestum sveiflum
í hagkerfinu, þannig að fjárskuld-
bindingar hækka meira af völdum
vísitölunnar en nemur verðrýrnun
þeirra. Hinn ágallinn er sá, að kaup-
gjaldsþátturinn í vísitölunni refsar
launþegum fyrir sérhveija kjarabót
sem þeir fá með aukinni skulda-
byrði. Hvort tveggja er verðbólgu-
hvetjandi.
Fögur orð eru höfð úm það að
minnka vægi verðtryggingar og
gera hana að samningsatriði. Ef
verðtrygging fjárskuldbindinga
heldur áfram, þarf tvennt bráð-
nauðsynlegt að koma til:
1. Haft sé mið af vísitölu vöru
og þjónustu, sem bezt mælir kaup-
mátt peninga, eins og raunar tíðk-
ast í löndum, sem hafa verðtrygg-
ingu í einhveiju formi.
2. Verðtrygging lægstu launa-
flokka verði tekin upp samhliða.
Það táknar engan veginn, að laun
þurfi að hækka upp allan launastig-
ann. Annar valkostur er að sjálf-
sögðu að lögbjóða og hækka lægstu
laun, sem víða hefir gefizt vel.
Höfundur er alþingismaður.
-------» » ♦-------
■ HEILBRIGÐISHÓPUR BSRB
vísar á bug fullyrðingum heilbrigð-
isráðherra, Sighvats Björgvins-
sonar, sem fram komu í fréttum
laugardaginn 8. febrúar sl., þess
efnis að gjaldskrárbreytingar ráðu-
neytis hans beri vott um sérstaka
umhyggju fyrir öldruðum og öryrkj-
um. Ráðherra fullyrðir að gjöld
lækki fyrir elli- og örorkulífeyris-
þega. Samkvæmt gjaldskrá Trygg-
ingastofnunar er greitt fynr sjö liði.
Gjöldin lækka aðeins í þremur til-
vikum af sjö, en hækka í hinum
fjórum. Mergurinn málsins er sá
að leitað er ofan í vasa aldraðra,
öryrkja og sjúklinga til þess að afla
ríkissjóði tekna; með aukinni gjald-
töku á að spara 550 milljónir í aukn-
um sértekjum og lækkun á útgjöld-
um Tryggingastofnunar ríkisins.
Enda hækkuðu allir gjaldskrárliðir
fyrir almenning og fjórir af sjö fyr-
ir elli- og örorkulífeyrisþega.
(Frcttatilkynning)
út í erfitt endatafl.
- Dxe6 31. fxe6 - Bf6 32. Hel
- Bg6 33. Hcl - Kf8 34. b4 -
Be4 35. Hc8+ - Ke7 36. Hc7+
- Kxe6 37. Ha7 - Bc2 38. Hxa6+
- Kd5 39. Ha7 - Be5 40. Ha8 -
Bc3 41. Hc8 - Kd4 42. Hc7 -
Kd3 43. h4 — Ba4 44. g4 — Bf6
45. h5 — Ke4 og Bareev gafst upp.
Afmælismót Taflfélags
Kópavogs
Taflfélag Kópavogs varð um dag-
inn 25 ára og var m.a. haldið upp
á afmælið með sveitakeppni. Jafn-
framt var verið að halda upp á
formlega opnun húsnæðis félags-
ins í Hamraborg 5, 3. hæð.
Úrslit sveitakeppninnar urðu þessi:
1. Skákfélag Hafnarfjarðar 47 '/2
v. af 60 mögulegum.
2. Taflfélagið Hellir 44 v.
3. Taflfélag Kópavogs, A sveit
29'/2 v.
4. Taflfélag Garðabæjar 28 v.
5. TK, B sveit 17‘/2 v.
6. TK, C sveit 13V2 v.
í hafnfirsku sigursveitinni voru
þeir Ágúst Sindri Karlsson, Björn
Freyr Björnsson, Sigurður Herluf-
sen, Sverrir Örn Björnsson, Sigur-
bjöm Björnsson og Heimir Ás-
geirsson.
Fyrir Helli tefldu Ingvar Ás-
mundsson, Gunnar Gunnarsson,
Þorvaldur Logason, Gunnar
Björnsson, Gunnar Freyr Rúna-
rsson og Sigurður Áss Grétarsson.
Það var ekki að furða þótt gestg-
jöfunum gengi illa að ráða við
þessa harðsnúnu andstæðinga, en
í A-sveit TK tefldu þeir Haraídur
Baldursson, Jónas Jónasson, Árni
Bjöm Jónasson, Siguijón Haralds-
son, Gunnar Örn Haraldsson og
Páll Árnason.
Taflfélag Kópavogs gaf út veg-
legt afmælisblað á þessum tíma-
mótum. Formaður þess er Harald-
ur Baldursson, varaformaður
Gunnar Örn Haraldsson, ritari
Gunnar B. Sigurðsson, gjaldkeri
Bjarni R. Jónsson og meðstjórn-
endur Sigurður Kristjánsson, Hiíð-
ar Þór Hreinsson og Siguijón Har-
aldsson.
Öll starfsemi félagsins fer fram
í nýja húsnæðinu í Hamraborg 5,
3. hæð. Hraðskákmót eru tvisvar
í viku, á miðvikudögum kl. 20 og
sunnudögum kl. 14. Á meðan
Skákþing Kópavogs stendur yfir
færast hraðskákmótin yfir á laug-
ardaga. Unglingaæfingar og
kennsla eru á þriðjudögum kl.
17.30 og laugardögum kl. 14.
BBC/Ríkisútvarpið - leiðrétting
eftir Hörð
Vilhjálmsson
Síðastliðinn sunnudag birtist við-
tal blaðamanns Morgunblaðsins,
Ólafs Þ. Stephensens, við Bretann
mr. Stephen Milligan, einn af rit-
stjórum tímaritsins Economist.
Eftur að mr. Milligan hefur fært
fram rök fyrir því hvers vegna ekki
eigi að einkavæða breska ríkisút-
varpið, BBC, ber blaðamaðurinn
upp spurningar og eftirfarandi full-
yrðingar sem ekki eru réttar:
Hann segir að Ríkisútvarpið geti
greitt verð auglýsinga niður með
því að hækka afnotagjald og keppt
þannig óheiðarlega við einkastöðv-
ar.
Iiann segir ennfremur að Ríkis-
útvarpið geti gengið í vasa skatt-
greiðenda með því að ríkissjóður
greiði rekstrarhallann. Þetta segir
hann skekkja myndina og færa Rík-
isútvarpinu yfirburðastöðu í sam-
keppninni.
Hvort tveggja er rangt.
Blaðamaðurinn þefur sýnilega
ekki lesið upphaf íslendingabókar
Ara fróða Þorgilssonar. Það er hon-
um bent á að gera.
Eftirfarandi upplýsingar óskast
birtar, ef menn vilja hafa það frek-
ar er sannara reynist.
1. Ríkisútvarpið hefur leitt verð-
myndun auglýsinga svonefndra
ljósvakamiðla á líkan hátt og Morg-
unblaðið hefur verið viðmiðun ann-
arra dagblaða um verðtaxta auglýs-
inga.
Engin rök eru fyrir því, að Ríkis-
útvarpið geti greitt auglýsingaverð
niður með afnotagjöldunum.
Þvert á móti hefur Ríkisútvarpið
alltaf haft hæst auglýsingaverð
ljósvakamiðla.
Heimild til hækkunar afnota-
gjalda hefur aldrei verið í höndum
Ríkisútvarpsins heldur Alþingis og
menntamálaráðherra.
í upphafi árs 1986 var afnota-
gjaldið 508,33 kr. á mánuði, þar
af var hlutur Sjónvarpsins 381,66
kr. en Útvarpsins kr. 126,67 á
mánuði. Áskriftargjald Stöðvar 2
mun þá hafa verið 1.000 krónur
eða 162% hærra en Sjónvarpsins.
Afnotagjaldið var ekkert hækkað
frá upphafi árs 1986 til 1. júlí 1987
eða í 1V2 ár, þótt verðbólga milli
áranna 1985-1986 hafí verið 21,3%
og milli áranna 1986-1987 18,8%.
Tvær höfuðástæður voru fyrir
hækkun afnotagjaldsins sem ákveð-
in var á miðju ári 1987. Útsending-
ar Sjónvarpsins á fimmtudögum
liófust og innlend dagskrárgerð
„Það er skoðun mín að
þjóðin öll vilji áfram
eiga þessa menningar-
stofnun sína eins o g
Bretar vilja eiga sitt
góða ríkisútvarp.“
þess var stórefld. í þriðja lagi lengd-
ust útsendingar Útvarps og Sjón-
varps stórlega á þessum árum og
í framhaldi af hækkun afnota-
gjaldsins.
2. Ríkisútvarpið hefur aldrei
„gengið í vasa skattgreiðenda með
því að ríkissjóður -greiði rekstrar-
halla þess“.
Ríkissjóður hefur aldrei greitt
rekstrarhalla Ríkisútvarpsins. Hins
vegar hefur stofnunin í áranna rás
innheimt ótalin hundruð milljóna
króna í formi söluskatts og síðar
virðisaukaskatts og greitt ríkissjóði
þau gjöld skilvíslega, eins og vera
ber.
Undirritaður hefur ekki heyrt
viðskiptavini Ríkisútvarpsins
kvarta yfir upphæð afnotagjalda
og það er skoðun mín að þjóðin öll
vilji áfram eiga þessa menningar-
stofnun sína eins og Bretar vilja
eiga sitt góða ríkisútvarp.
Höfundur er fjármálastjóri
Rikisútvarpsins