Morgunblaðið - 13.02.1992, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRUAR 1992
Halldór H. Jónsson
arkitekt - Minning
Fæddur 3. október 1912
Dáinn 6. febrúar 1992
Með Halldóri H. Jónssyni er
genginn merkur arkitekt og mikil-
virkur foiystumaður í íslensku at-
vinnulífi, sem hvarvetna, þar sem
hann beitti sér, hafði mikil og afger-
andi áhrif. Mig langar til að rekja
að nokkru æviferil hans og minnast
viðburðaríks og ánægjulegs sam-
starfs.
Halldór Haukur Jónsson var
fæddur í Borgarnesi og ólst þar
upp. Foreldrar hans voru Jón
Björnsson frá Bæ í Bæjarsveit,
kaupmaður og verslunareigandi í
Borgamesi og kona hans Helga
María Bjömsdóttur frá Svarfhóli í
Stafholtstungum. Heimili þeirra
hjóna í Borgarnesi var annálað fyr-
ir myndarskap. Mjög var þar gest-
kvæmt, enda átti húsbóndinn við-
skipti við marga aðila og staðurinn
lá um þjóðbraut þvera, þá sem síð-
ar. Halldór var næstyngstur fjög-
urra systkina. Elstur var Björn,
hagfræðingur og bankafulltrúi í
Reykjavík. Hann lést árið 1976. Þá
Guðrún Laufey, jafnan nefnd Blaka,
fyrrverandi starfsmaður á skrif-
stofu forseta íslands og í utanríkis-
þjónustunni, og yngst Selma, list-
fræðingur og forstöðumaður Lista-
safns Islands, en hún lést 1987.
Halldór H. Jónsson hélt snemma
til náms. Hann varð stúdent frá
Menntaskólanum íReykjavík 18 ára
að aldri, árið 1931. Hann hélt utan
til framhaldsnáms í húsagerðarlist,
og lauk prófi frá Kungliga Tekniska
Högskolan í Stokkhólmi árið 1938
sem arkitekt. Hann hélt heim að
námi loknu og snéri sér að fagi sínu,
en átti eftir að koma víðar við. •
Halldór kvæntist Margréti Garð-
arsdóttur 12. apríl 1940, dóttur
hjónanna Garðars Gíslasonar, stór-
kaupmanns, _ fyrsta formanns
Verslunarráðs íslands og Þóru Sigf-
úsdóttur. Þau eiga þijá syni, sem
allir búa í Reykjavík. Þeir eru: Garð-
ar Halldórsson, f. 1942, arkitekt
og húsameistari ríkisins, kvæntur
Bimu Geirsdóttur og eiga þau tvær
dætur, Margréti Bimu og Helgu
Maríu; Jón Halldórsson, f. 1946,
hæstaréttarlögmaður, kvæntur
Ingigerði Jónsdóttur og eiga þau
tvo syni, Halldór Hauk og Jón
Gunnar; Halldór Þór Halldórsson,
f. 1951, rafmagnsverkfræðingur og
flugmaður, kvæntur Margréti Páls-
dóttur og eiga þau tvær dætur,
Margréti og Aslaugu Þóm.
Starfsferill Halldórs H. Jónsson-
ar var langur, farsæll og ríkur af
verkefnum. Hann var ákaflega
starfsamur og mikill afkastamaður.
Hann var að allt til þess, er hann
veiktist síðari hluta síðastliðins
sumars, þótt áður hafi hann eðlilega
hægt á í störfum. Starfsævi hans
varð því rúm fimmtíu ár allt frá
árinu 1939 til ársins 1992.
Starfsferli Halldórs má skipta
einkum í tvennt. Annars vegar
hönnun húsa og hins vegar marg-
vísleg framkvæmd og forysta við
rekstur og stjómun fyrirtækja.
Hvom tveggja dreifðist yfír allan
starfstíma hans.
Hann hóf rekstur eigin teikni-
stofu árið 1939 og var mikilvirkur
hönnuður. Hann er höfundur að
mörgum, svipmiklum meiriháttar
byggingum í Reykjavík og víðar.
Þær verða ekki allar taldar hér, en
ég vil geta þeirra helstu. í Reykja-
vík vil ég nefna Bændahöllina eða
Hótel Sögu eins og hún er jafnan
nefnd; Sjávarútvegshúsið við Skúla-
götu; hús íslandsbanka við Lækjar-
götu; Hús iðnaðarins við Hallveig-
arstíg; skfifstofuhús Garðars Gísla-
sonar hf. við Hverfísgötu, skrif-
stofuhús H. Benediktssonar hf. við
Suðurlandsbraut; skrifstofu- og
verksmiðjuhús Áburðaverksmiðju
ríkisins í Gufunesi og skrifstofu-
og ‘iðnaðarhús Sameinaðra verk-
taka 'hf. og Islenskra aðalverktaka
sf. við Höfðabakka. Utan Reykja-
víkur teiknaði hann verslunarhús
Kaupfélagsins Þórs á Hellu, versl-
unarhús Verslunarfélags Borgar-
fjarðar í Borgarnesi og upphaflega
gerð Hótel Borgarness. Hann teikn-
aði þijár kirkjur, Háteigskirkju í
Reykjavík, Borgameskirkju og
Bæjarkirkju í Bæjarsveit í Borgar-
fírði, en þar hafði hann verið í sveit
hjá afa sínum Bimi Þorsteinssyni.
Hann teiknaði einnig kapellu á
Húsafelli í Borgarfirði. Að auki
teiknaði hann um fimmtíu einbýlis-
hús. Honum var ekki síður þýðing-
armikil öll innri gerð þessara bygg-
inga en hin ytri, og þar kemur list-
rænt handbragð hans og fágaður
smekkur ekki síður vel fram. Ég
ætla, að hann hafí talið Bændahöll-
ina mesta verkefni sitt. Það var
vegna umfangs þeirrar byggingar,
þá er hún var byggð og þess rekstr-
ar, sem þar hófst. Hótel Saga var
fyrsta nútímahótelið á íslandi, og
þegar það var tekið í notkun, var
það fyrsta hótelið, sem hafði verið
byggt í Reykjavík í þijátíu ár. Hann
minntist oft á kirkjumar sínar.
Hann hafði lagt sérstaka alúð við
gerð þeirra og fylgdist með þeim
eftir að þær höfðu verið reistar.
Hann teiknaði gjarnan á kvöldin
og fyrripart nætur. Mest af þessum
teikningum vann hann einn. Allar
bera þessar byggingar meistara sín-
um sterkt vitni. Þessar byggingar
eldast vel.
Störf hans að rekstri og stjómun
fyrirtækja hófust, er hann varð
framkvæmdastjóri útflutnings-
deildar fyrirtækis tengdaföður síns,
Garðars Gíslasonar, árið 1940.
Hann varð einnig stjómarmaður í
því fyrirtæki, það sama ár og síð-
an. Árið 1942 bættust við tengd
verkefni, er hann varð framkvæmd-
astjóri kjötverðlagsnefndar, er þá
starfaði, fram til ársins 1945 og
gegndi samskonar hlutverki hjá
Búnaðarráði til ársins 1947. Hann
minntist oft á þessi viðfangsefni sín
og hugstæða samstarfsmenn sína
að þeim. Ég ætla, að þessi verkefni
hafi dregið hann enn frekar inn í
iðu viðskiptalífsins.
Tímamót verða er fyrirtækið
Sameinaðir verktakar hf. var stofn-
að árið 1951. Halldór H. Jónsson
varð stjórnarformaður þess í upp-
hafi og til æviloka. Fyrirtækið Is-
lenskir aðalverktaka sf. var stofnað
árið 1954 og varð Halldór stjórnar-
maður í því fyrirtæki frá upphafi,
en lengst af áttu Sameinaðir verk-
takar hið síðamefnda fyrirtækið að
hálfu. Minnast ber þess, að þegar
þessi fyrirtæki voru stofnuð, höfðu
þaú verkefni, sem þau hafa síðan
sérhæft sig í, verið að mestu í hönd-
um eriendra verktaka. Stofnun
þeirra og mótun varð því frumheija-
verkefni á þeim tíma. Mér er kunn-
ugt um, að þátttaka í stjóm og
forystu þessara fyrirtækja var tíma-
frek, og oft reyndi á styrk og þolin-
mæði við hð móta þennan rekstur
og við samskipti við innlenda og
erlenda aðila, sem hlut áttu að máli.
Annað meiri háttar verkefni á
þessu sviði, sem kom í hlut Hall-
dórs H. Jónssonar, var formennska
í íslenska álfélaginu hf., þar sem
hann var formaður frá upphafí árið
1966 til ársins 1988. Sem kunnugt
er, þá er íslenska álfélagið hf. ís-
lenskt hlutafélag að fullu í eigu
Alusuisse. Það varð hlutverk Hall-
dórs að vera fulltrúi erlenda eigand-
ans gagnvart innlendum stjórnvöld-
um og öðram aðilum, en jafnframt
að gæta þess að haga málum þann-
ig, að allir gætu verið sáttir við sinn
hlut. Þetta var mikið starf, einkum
í upphafí, því hér var um að ræða
framverkefni erlendrar stóriðju á
íslandi. Það reyndi einnig á þolrifín
síðar, er íslensk stjórnvöld óskuðu
þess tvívegis, að meiri háttar breyt-
ingar yrðu gerðar á samningi
Alusuisse og íslenskra stjórnvalda.
Átti Halldór einna mestan þátt í
því, að aðilum tókst farsællega að
endursemja í báðum tilvikum. Hafa
þessi forystustörf Halldórs reynst
íslensku þjóðinni giftudijúg.
Þriðja meiriháttar verkefnið að
stjómunarstörfum, sem ég vil nefna
hér í samhengi, er þátttaka hans í
stjórn Hf. Eimskipafélags íslands.
Hann var kosinn stjórnarmaður í
Eimskipafélaginu á aðalfundi árið
1965. Hann var síðan kosinn stjórn-
arformaður árið 1974, og er sjötti
maðurinn sem gegnir því starfí.
Hann hafði því verið stjómarfor-
máður í tæp átján ár er hann lést.
Hann sat sem stjórnarformaður
Eimskips í ýmsum stjórnum á veg-
um félagsins, sem ekki verður rak-
ið hér sérstaklega.
Hann lagði mikla alúð við þetta
starf. Miklar breytingar hafa orðið
á rekstri félagsins þau átján ár, sem
hann var formaður. Þær koma til
bæði af breytingum í flutninga-
tækni og framþróun á alþjóðavett-
vangi en einnig af breytingum í
hinu íslenska rekstrarumhverfi. Á
þessu tímabili hefur orðið mikil
endumýjun á skipastóli félagsins,
allri innlendri aðstöðu og tæknibún-
aði. Hann hafði mikil áhrif á þær
breytingar allar bæði af eigin fram-
kvæði og með því að fylgja eftir
tillögum annarra. Hann hafði með
persónu sinni áhrif á ýmislegt í
yfirbragði félagsins, sem skapaði
því sterkari og heildstæðari svip.
Þannig sá hann um stílhreina og
samræmda viðbyggingu við hús
félagsins í Pósthússtræti og var
hönnuður að vörugeymslum í gömlu
höfninni, í Sundahöfn og á Akur-
eyri. Hann hafði einnig forystu um
endumýjun innréttinga eldri hluta
aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík.
Hann var mjög metnaðargjarn fyrir
hönd Eimskipafélagsins og gætti
þess vel, að félagið héldi reisn sinni.
Hann tók mikinn þátt í að leysa
farsællega ýmis viðfangsefni, sem
upp komu við stjórnvöld, þegar ítök
þeirra voru meiri en síðar varð.
Hann tók einnig virkan þátt í sam-
skiptum við erlenda aðila, svo sem
við bankastofnanir og tryggingafé-
lög. í öllum þessum samskiptum
naut félagið greindar hans, glögg-
skyggni og einstakrar lipurðar í
framkomu.
Af öðram stjórnarstörfum vil ég
nefna, að hann átti sæti í þriggja
manna stjórnarnefnd Bændahallar-
innar árið 1964 til 1988, formaður
til skiptis við aðra stjómarmenn.
Stjórnamefndin annast rekstur
hússins og framkvæmdir. Hann átti
einnig sæti í stjórn Skeljungs hf.,
frá árinu 1970, í stjórn Flugleiða
hf., frá árinu 1976, í stjórn Aburð-
arverksmiðju ríkisins árin 1960-
1978 og Steypustöðvarinnar hf.
Hótel Saga, teiknuð af Halldóri H. Jónssyni.
árin 1947-1973.
Að veita forystu er þýðingarmik-
ið verkefni. Að hafa forystu er oft
vanmetið verkefni. En til að ná
árangri í rekstri fyrirtækja þarf
bæði sterka og samhenta forystu.
Farsæl forysta fyrirtækja ræður því
hvort þau lifa eða deyja. Það er
mitt mat, að þeim fyrirtækjum, þar
sem Halldór H. Jónsson beitti sér,
hafi famast vel.
Halldór H. Jónsson tók ekki mik-
inn þátt í störfum félagasamtaka.
Geta ber þó þess, að hann var for-
maður Arkitektafélags íslands árið
1943-1944 og var áratugum sam-
an félagi í Verkfræðingafélagi ís-
lands, sem hafði nýverið gert hann
að heiðursfélaga sínum. í stjóm
Vinnuveitendasambandsins var
hann árin 1952-1979. Ræðismaður
Sviss á íslandi var hann árin 1964-
1967. Hann hafði ekki opinber af-
skipti af stjórnmálum, en var ein-
dreginn stuðningsmaður Sjálfstæð-
isflokksins.
í viðurkenningarskyni fyrir
margvísleg störf sín var Halldór
sæmdur stjörn stórriddara Hinnar
íslensku fálkaorðu, æðsta heiðurs-
merki lýðveldisins. Með sama hætti
veittu sænsk stjómvöld honum við-
urkenningu með því að sæma hann
stjömu stórriddara af Konunglegu
Norðurstjörnuorðunni.
Kynni mín af Halldóri H. Jóns-
syni voru aðallega síðastliðinn hálf-
an annan áratug. Þau vora náin og
mikil. Þessi samskipti öll voru ein-
staklega jákvæð og lærdómsrík.
Fyrir þau er ég mjög þakklátur.
Halldór var sívakandi og sístarfandi
að þeim verkefnum, sem hann tók
sér fyrir hendur. Hann var stórhuga
og hugur hans leitaði fyrst og
fremst til framtíðar. Honum var
einstaklega lagið að skilja hismið
frá kjarnanum. Hann fékkst að
jafnaði eingöngu við aðalatriðin, en
sleppti hinum. Hann var fljótur að
komast að niðurstöðu um hin flókn-
ustu viðfangsefni. Eftir því sem
viðfangsefnið varð flóknara var nið-
urstaðan stundum þeim mun ein-
faldari. Hann var djarfur í ákvarð-
anatöku og hafði unun af nýjum
hugmyndum og verkefnum. En
hann gætti þess einnig, að ekki
yrðu of mörg járn í eldinum á hveij-
um tíma. Stundum lögðum við fyrir
hann tillögur að verkefnum með
niðurstöðum, sem við töldum ein-
sýnt að væra óskeikular. Al' næmu
innsæi sínu og reynslu komst hann
oft að annarri niðurstöðu, og reynsl-
an sýndi síðan, að mat hans hafði
verið rétt. Fór ekki hjá því, að þetta
yrði mér og öðram lærdómsrík
reynsla. Einhver mesti styrkur hans
var að hika ekki við að segja nei á
réttum stað og tíma. Skipti þá litli
hveijir áttu hlut að máli. Það kom
líka fyrir, að hann féllst á hugmynd-
ir okkar yngri manna, þótt hann
væri sannfærður um, að viðfangs-
efnið gengi ekki upp. Hann vildi
láta okkur taka á og draga okkar
eigin lærdóma. Hann kom yfírveg-
aður og undirbúinn á fundi og hafði
ekki áhuga á löngum fundarsetum.
Það kom auðvitað fyrir, að allir
vora ekki sammála honum. Viðræð-
ur leiddu oftast til sameiginlegrar
niðurstöðu. Hann var maður samn-
inga og forðaðist óþarfa deilur.
Hann var hins vegar mjög fylginn
sér og fastur fyrir, þegar honum
þótti það við eiga. Hann átti auð-
velt með að unna öðram velgengni.
Hann lagði mikla áherslu á að
vanda vel val manna til samstarfs.
Hann hikaði ekki við að taka nei-
kvæða afstöðu til viðfangsefna, ef
hann taldi vafa leika á, að heilindi
í samstarfí tækjust.
Hann gerði sér grein fyrir, að
stundum hlaut að blása á móti í
rekstri, en hikaði ekki og studdi
dyggilega við bakið á samstarfs-
mönnum sínum og hvatti þá til
dáða. Sú sama var afstaða hans,
þótt á móti blési í opinberu lífi og
dægurfjasi.
Halldór H. Jónsson var höfðing-
legur á velli og höfðingi í lund. Það
var sérstaklega gott og skemmti-
legt að vera með honum, er hann
kom fram fyrir hönd félagsins með
innlendum eða erlendum gestum.
Hann var mikill gestgjafí. Þann eig-
inleika hlaut hann í veganesti frá
heimili foreldra sinna í Borgarnesi.