Morgunblaðið - 13.02.1992, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992
23
íslandsferðir:
Hvalveiðum mótmælt í
kynningarriti Kneissls
ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunbiaðsins.
KNEISSL-ferðaskrifstofan
Austurríki styður baráttu
Greenpeace gegn hvalveiðum
með heilsíðuauglýsingu í
kynningarriti sínu um ferðir til
Norðurlanda og Bretlandseyja
sumarið 1992. „Auglýsingin
beinist ekki gegn Islandi, Nor-
egi eða Japan,“ sagði Christian
Kncissl, eigandi skrifstofunnar
í samtali við Morgunblaðið.
„Hún snýst um hvali og ég er á
móti hvalveiðum.“
Litskrúðugur lundi prýðir
forsíðu kynningarritsins og Gull-
foss með fyrirsögninni „Island ist
„in““ (ísland er ,,in“) er á baksíðu.
Fyrstu 40 síður ritsins fjalla að
mestu um íslandsferðir og ísland.
Ferðir til hinna Norðurlandanna
eru kynntar þar á eftir. Á blaðsíðu
62 er síðan heilsíðuáminning frá
Greenpeace í Austurríki um hætt-
una sem hvölum stafar af sjávar-
mengun, netum og hvalveiðum.
í auglýsingunni segir að Japan,
ísland, Noregur og Sovétríkin geri
allt sem þau geta til að veiðibanni
á hvölum verði aflétt og hrefnu-
veiðar í auðgunarskyni geti hafíst
á ný. Austurrískir Grænfriðungar
krefjast með rauðu letri að vísinda-
veiðum (í gæsalöppum) verði hætt
og bæta við að viðskiptaveiðar
megi aldrei hefjast á ný.
Kneissl sagði að það væri nokk-
uð langt gengið að nota „aldrei"
í sambandi við viðskiptaveiðar þar
sem að enginn vissi hvað framtíð-
in ber í skauti sér en hann sagðist
vera sammála auglýsingunni að
öðru leyti. „Veiðimenn alls staðar
neita að það sem þeir veiða sé í
útrýmingarhættu,“ sagði hann.
„Ég er enginn sérfræðingur en það
er örugglega ekki hvalnum að
kenna þótt eitthvað minna veiðist
við íslandsstrendur. Ofveiði á fpek-
ar sök á því en hvalir.“
Um 2.000 Austurríkismenn
komu til íslands með Kneissl-
ferðaskrifstofunni á síðasta ári.
Alís um 5.000 austurrískir ferða-
menn komu til landsins í fyrra.
Kneissl hefur verið gagnrýndur
fyrir að flytja mat með ferðamönn-
unum til landsins og leiðsögu-
menn. Hann sagði að gagnrýnin
hefði ekki átt neinn þátt í því að
hann ákvað að styðja baráttu Gre-
enpeace gegn hvalveiðum með því
að gefa þeim síðu í kynningarrit-
inu fyrir áróður þeirra. „Eg er
náttúruvinur og styð baráttu Gre-
enpeace gegn hvalveiðum á þenn-
an hátt,“ sagði hann. „Ég er ný-
kominn frá Suður-Kaliforníu þar
sem ferðir til að sjá hvali eru seld-
ar ferðamönnum. Hvalaskoðunar-
ferðir eru líka vinsælar á Hawaii.
Ég hef nefnt við íslendinga að það
ætti að nota hvalina sem aðdrátt-
arafl fyrir ferðamenn. En hvalirnir
eru sagðir of langt undan strönd-
um. Það gæti verið af því að þeir
voru svo lengi veiddir við ísland
að þeir koma þangað ekki lengur.
Þeir koma kannski nær landi með
tíð og tíma og þá verður hægt að
sýna ferðamönnum þá. Það er
ánægjulegra að sjá þá í náttúru-
legu umhverfi en sundurskorna í
hvalstöð.“
Auglýsingin frá
Greenpeace.
■ FUNDUR haldinn á Selfossi
föstudaginn 7. febrúar 1992 að
tilhlutan Fræðsluráðs Suður-
lands með oddvitum og skóla-
nefndarformönnum á Suðurlandi
mótmælir harðlega þeim niður-
skurði í skólastarfinu sem Alþingi
samþykkti á ijárlögum ársins
1992. Fundurinn lítur svo á að
með niðurskurði þessum sé frek-
lega brotið samkomulag sem gert
hefur verið um samstarf ríkis og
sveitarfélaga og skorar því á
stjórnvöld að draga til baka niður-
skurð sinn á launakostnaði skól-
anna.
Athugasemd frá
Landsbanka Islands
VEGNA fréttar í Morgun-
blaðinu 12. þ.m. vill Lands-
banki íslands koma eftirfar-
andi á framfæri:
Samkvæmt upplýsingum for-
stöðumanns Ríkisábyrgðasjóðs,
Haralds Andréssonar, getur
Tryggingadeild útflutningslána
ekki enn tryggt endurgreiðslu
útflutningslána, vegna útflutn-
ings saltsíldar á Rússlands-
markað.
Það mun stafa af því að hinn
rússneski samningsaðili Síld-
arútvegsnefndar hefur ekki enn
getað fullnægt því skilyrði
samningsins við Síldarútvegs-
nefnd að leyfi fáist hjá rússn-
eskum stjórnvöldum til útflutn-
ings á vörum til íslands. Samn-
ingur Síldarútvegsnefndar er
þar af leiðandi ekki virkur eins
og málum háttar nú.
Það skal tekið fram að þetta
er ekki túlkun Landsbanka á
stöðu þessa máls, heldur er hér
aðeins verið að hafa það eftir,
sem forstöðumaður Ríkis-
ábyrgðasjóðs hefur upplýst
starfsmenn Landsbankans um,
er þeir hafa spurts fyrir um
hvenær útfiutningstryggingarn-
ar kæmu til framkvæmda.
Ef einhver misskilningur er
einhversstaðar ríkjandi í máli
þessu er hans annars staðar að
leita en í Landsbankanum.
Sé ávöxtun Einingabréfa 1
fyrir janúar framreiknuð fyrir heilt ár
nema vextirnir 7,6% umfram verðbólgu.
Einingabréf er hægt að kaupa fyrir hvaða upphæð
sem er og þau eru ávallt innleysanleg.
Þau fást hjá öllum sparisjóðum,
Búnaðarbanka Islands, Kaupþingi hf. Reykjavík og
Kaupþingi Norðurlands hf. á Akureyri.
KAUPÞING HF
Löggilt verðbréfafyrirtœki
Kringlunni 5, sími 689080
I eigu Búnaðarbanka íslands
og sparisjóðanna
ÚTSALAN Í FULLUM GANGI
°VV
oppskórinn
VELTUSUNDI • SIMI: 21212
Ath.: Nýtt kortatímabif hefst ídag