Morgunblaðið - 13.02.1992, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 13.02.1992, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992 25 Líbýumenn óttast árás og styrkja loftvarnirnar Samcinuðu þjóðunum. Reuter. LÍBÝUMENN óttast að Bandaríkjamenn og Bretar séu að undirbúa loftárásir á Líbýu og eru því að styrkja loftvarnir sínar og fela eldflaugar sínar, að því er bandaríska dagblaðið Washington Tim- es hafði eftir bandarískum leyniþjónustumönnum í gær. Leyniþjónustumennirnir sögðu að Líbýumenn væru að styrkja loft- varnir sínar í grennd við Tripoli þar sem þeir byggjust við hernaða- raðgerðum af hálfu Bandaríkja- manna og Breta. Þeir hefðu einnig flutt Scud-eldflaugar sínar til af- skekktra staða og falið þær. Líbýu- menn eiga áð minnsta kosti 80 Scud-eldflaugar. Heimildarmenn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna sögðu í gær að Líbýumenn væru nú reiðubúnir að leyfa frönskum yfirvöldum að yfirheyra fjóra líbýska leyniþjón- ustumenn sem grunaðir eru um að hafa komið fyrir sprengju í franskri farþegaþotu sem sprakk í loft upp yfir Afríkuríkinu Níger árið 1989 með þeim afleiðingum að 171 maður beið bana. Þetta hefði komið fram í bréfi sem Líbýu- menn hefðu sent Boutros Boutros- Ghali, framkvæmdastjóra samtak- anna, til að svara ályktun öryggis- ráðsins frá 21. janúar þar sem þess var krafist að Líbýumenn aðstoðuðu við rannsóknir hryðju- verkamála. Ekki var ljóst hvort Líbýumenn vildu framselja menn- ina fjóra til Frakklands eða hvort þeir yrðu yfirheyrðir annars stað- ar. Einn af fjórmenningunum er mágur Muammars Gaddafis Líbýu- leiðtoga. Heimildarmennirnir sögðu að framkvæmdastjórinn hefði verið beðinn að koma á einhvers konar tengslum Líbýustjórnar við banda- rísk og bresk stjórnvöld vegna kröfu þeirra um framsal tveggja Líbýumanna sem eru grunaðir um að hafa komið fyrir sprengju í bandarískri farþegaþotu sem sprakk í loft upp yfir skoska bæn- um Lockerbie árið 1988 með þeim afleiðingum að 270 týndu lífí. Beiðnin var lögð fram vegna þess að Líbýumenn hafa ekki stjórn- málasamband við Bandaríkin og Bretland. Bréf Líbýumanna er tal- ið til marks um að þeir séu nú samvinnuþýðari í þessu máli en áður. Lögfræðingur mannanna tveggja sagði í gær að réttarhöld yfir þeim gætu farið fram utan Líbýu en þó ekki í Bandaríkjunum eða Skotlandi. Gull og Silfur Reuter Þessar tíræðu tvíburasystur slógu í gegn í Japan nýlega er þær komu fram í sjónvarpsauglýsingu, sem vakti mikla athygli. Þær heita Kin (Gull) og Gin (Silfur) og eru nú að vinna að geisladisk með barnalögum úr ýmsum áttum. Myndin var tekin af systrunum á heimili Kins. Góðar líkur taldar á sam- komulagi um EES fyrir helgi Gengið frá sérstakri bókun um tollaívilnanir vegna útflutnings á sjávarafurðum Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. GÓÐAR líkur eru taldar á því eiginlegum fundi yfirsamninga- að gengið verði frá samningnum um Evrópskt efnahagssvæði (EES) á morgun, föstudag, á sam- Fjórðungur bandarískra lækna háður fíkniefnum? Chicago. The Daily Telegraph. ALLT að fjórðungur bandariskra lækna er háður lyfjum, áfengi eða fíkniefnum, samkvæmt því sem félagsfræðingur á sviði læknis- fræði sagði í gær. „Það kemur allt of oft fyrir að þeir eru í vímu við aðgerðir og muna ekki eftir einstökum atrið- um þeirra eftir á,“ segir dr. Ro- bert Coombs sem starfar við Kali- forníuháskóla. „Þetta stafar með- al annars af því hvað það er furðu- lega auðvelt fyrir lækna að verða sér úti um maríúana, kókaín og hvers kyns róandi lyf,“ sagði dr. Coombs á fundi hjá Bandaríska vísindafélagiuu í Chicago. „Læknar þurfa ekki á lyfseðl- um að halda, þeir hreinlega hnupla öllum þeim eiturlyfjum sem þeir kæra sig um á spítalan- um þar sem þeir vinna,“ sagði dr. Coombs enn fremur. „Þetta veldur því að eiturlyfjaneysla er miklu algengari meðal lækna en al- mennings yfirleitt." Coomb sagðist þó ekki telja að þetta þyrfti endilega að draga úr gæðum læknisþjónustunnar. nefnda Evrópubandalagsins (EB) og Fríverslunarbandalags Evr- ópu (EFTA), sem fram fer í Brussel. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins liggja fyrir drög að samkomulagi um fyrirkomu- lag dómstóla og eftirlitsstofnana EES. Þá hefur verið gengið frá sérstakri bókun er kveður á um tollaívilnanir vegna útflutnings á sjávarafurðum frá aðildarríkjum EFTA. Islendingar tóku upp við- ræður við fulltrúa EB að nýju um gagnkvæm skipti á veiðiheim- ildum á þriðjudag. Með tilboði íslenskra stjórnvalda um skipti á 3.000 tonnum af karfa fyrir 30.000 tonn af loðnu er það mat embættismanna Evrópubanda- lagsins að þar með hafí síðustu al- varlegu hindruninni fyrir EES- samningi verið rutt úr veginum að frátöldum þeim kafla samningsins sem Qallar um dómstóla. Á mánu- dag náðist samkomulag um bókun 9 við EES-samninginn sem fjallar um samskipti á sviði sjávarútvegs. Jafnframt var bætt við nýrri bókun, bókun 46, sem ijallar um framvindu samstarfs EFTA og EB á sviði sjáv- arútvegsmála. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að bókanirnar verði endurskoðaðar á tveggja ára fresti með það m.a. fyrir augum að út- víkka samstarfíð. í bókun 9 er kveðið á um tolla- ívilnanir vegna útflutnings á sjávar- afurðum frá aðildarríkjum EFTA. Samkvæmt þeim ívilnunum verður mestur hluti útfluttra sjávarafurða frá íslandi til Eyrópubandalagsins nánast tollfijáls. í bókuninni er jafn- framt kveðið á um aðgang EB-flot- ans að höfnum og þjónustu innan EFTA en hann hefur að mestu ver- ið útilokaður frá þeim til þessa. Bókunin kveður sömuleiðis á um að sömu upprunareglur skuli gilda um útfluttar sjávarafurðir frá EFTA-ríkjum til EB og kveðið.er á um í tvíhliða samningi EB við Fær- eyinga. Þá eru og í bókuninni ákvæði vegna ríkisstyrkja í sjávar- útvegi þar sem lagt er bann við styrkjum sem skekkja samkeppni, kveðið er á um markaðsfyrirkomu- lag sjávarafurða og undirboð á mörkuðum. Ekki tókst að ljúka samningum við Norðmenn um flutning á sjávarafurðum með bílum í Noregi en í bókuninni er gert ráð fyrir að ljúka þeim samningum fyr- ir lok þessa árs. Af hálfu EB er það skilyrði fyrir því að bókunin taki gildi. í dag, fimmtudag, fjalla fastafull- trúar aðildarríkja EB um þau sam- komulagsdrög sem liggja fyrir en afstaða þeirra getur ráðið úrslitum um niðurstöðu viðræðnanna. Á fundi yfírsamninganefnda EFTA og EB á morgun verður reynt að binda endahnútinn á EES-viðræðurnar og er þess vænst að samningamenn setji upphafsstafí sína undir sam- komulagið því til staðfestingar. Hér í Brussel er varað við óhóflegri bjartsýni en nokkrir viðmælendur bentu á að morgundagurinn væri dagur heilags Valentínusar og hugsanlegt væri að góð áhrif þess mæta dýrlings gerðu gæfumuninn. SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. • Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. • Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála. • Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. • Grundarfjöröur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. • Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. • Búöardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. • ísafjöröur: Póllinn hf., Aðalstræti 9. • Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1. • Sauöárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1. • Siglufjöröur: Torgið hf., Aðalgötu 32. • Akureyri: Sír hf., Reynishúsinu, Furuvöllum 1. eru víðs vegar um landið! • Húsavík: öryggi sf., Garðarsbraut 18a. • Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3. • Neskaupstaöur: Rafalda hf., Hafnarbraut 24. • Reyöarfjöröur: Rafnet, Búðareyri 31. • Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. • Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13. • Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf., Flötum 18. • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. • Selfoss: Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29. • Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2. • Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25. C </> 3 ^ °1 o o* 1=8 io il! o5 Q Q' §ft 3 qS =SO Q^ 3 Q.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.