Morgunblaðið - 13.02.1992, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992
Barnahópur í leikför til Tyrklands:
Sýna verkið „Andstæður“
á leiklistarhátíð barna
HÓPUR barna frá Akureyri heldur utan um páskana á alþjóðlega leik-
listarhátíð barna sem haldin verður í bænum Antalya í Tyrklandi
I8.-26. apríl nk. Börnin, alls tíu talsins, eru á aldrinum 11-12 ára og
hafa verið á leiklistarnámskeiðum hjá Erni Inga Gíslasyni undanfarið
ár. Orn Ingi sendi inn umsókn um þátttöku á hátíðinni og jákvætt
svar hefur borist. Þau munu flytja verkið „Andstæður" á hátíðinni.
„Þetta kom þannig til að mér
fannst ástæða til að gefa krökkunum
kost á öðru en námskeiðum og vissi
að fyrirspum um þátttöku í hátíðinni
lá fyrir hjá Bandalagi íslenskra leik-
ara,“ segir Örn Ingi. „Eg fékk gögn-
in og sótti um. Þegar jákvætt svar
barst hafði ég samband við foreldra
barnanna og síðan var ekki um ann-
að að ræða en að setja í gang.“
í máii Arnar kemur fram að þetta
er í annað sinn sem þessi hátíð er
haldin og í fyrsta sinn sem hópur frá
íslandi fer á hana. Foreldrar barn-
anna verða með í förinni til Tyrk-
lands og mun hluti þeirra taka
þátt í uppfærslunni á verkinu.
Verkið „Andstæður" mun verða
sámið af Erni Inga. Hugmyndin
og grunnurinn að verkinu eru til
staðar en það fjallar um baráttu
góðs og ills í heiminum. Tíminn
fram að páskum verður notaður
til að útfæra verkið.
í dagskránni á hátíðinni er gert
ráð fyrir að fyrir hádegi gefist börn-
unum tækifæri til að vera þátttak-
endur á vinnustofum þar sem fluttur
er leikur, dans, söngur og spuni en
eftir hádegi eru sýningar og verður
hvert verk flutt einu sinni. Alls munu
20 lönd eiga fulltrúa á hátíðinni sem
að þessu sinni ber yfirskriftina
„Heimurinn séður með augum
barna“. Örn Ingi segir að um boðs-
ferð sé að ræða en til að brúa bilið
svo að dæmið geti gengið upp verður
leitað styrkja hjá ýmsum aðilum.
Rúnar Þór
Orn Ing-i, fyrir miðju, ásamt börnunum sem fara til Tyrklands og
foreldrum þeirra.
Rúnar Þór
Frá slysstað á Akureyri. Konan lenti undir bílnum sem er nær
á myndinni.
Alvarlegt umferðarslys:
Bíll kastaðist á veg-
faranda eftir árekstur
AJLVARLEGT umferðarslys varð á mótum Hrafnagilsstrætis og
Þórunnarstrætis á Akureyri um kaffileytið í gærdag. Tveir bílar
lentu þar í hörðum árekstri og við áreksturinn kastaðist annar
þeirra á gangandi konu sem lenti undir honum. Dróst konan
með bílnum eina fimm metra áður en hann stöðvaðist. Konan
fékk taugaáfall og varð fyrir minni háttar meiðslum og segir
iögreglan að mesta mildi sé að ekki fór verr.
Samkvæmt upplýsingum frá um. Mikil hálka var þegar þetta
lögreglunni varð áreksturinn gerðist en grunur leikur á að
þannig að öðrum bílnum var ekið stöðvunarskyldan hafi ekki verið
vestur Hrafnagilsstræti þar sem virt.
er stöðvunarskylda. Hinum bíln- Auk konunnar var ökumaður
um var ekið norður Þórunnar- annars bílsins fluttur á siysadeild
strætið og skullu þeir saman á en meiðsli hans eru ekki talin al-
því sem næst miðjum gatnamót- varleg. Báðir bílarnir eru stór-
um með fyrrgreindum afleiðing- skemmdir eftir áreksturinn.
Vísindanefnd stofnuð við Háskólann á Akureyri:
Heilsufar # Akur-
eyrinffa í ianúar:
Rúm 5%
bæjarbúa
kvefuð
— inflúensan
mætt til leiks
HEILSUFAR Akureyringa var
fremur bágborið í janúar en þá
herjaði kveffaraldur á bæjarbúa
og veiktust rúmlega 5% þeirra af
kvefi eða alls 545 manns.
Inflúensan er mætt til leiks á
Akureyri og samkvæmt upplýsingum
frá Magnúsi Ólafssyni heilsugæslu-
lækni hafa 30 flensutilfelli verið stað-
fest í janúar.
Magnús segir að hér sé um innflú-
ensu af A-stofni að ræða og að senni-
lega hafi tilfellin verið fleiri en þau
sem staðfest voru. „Hvað varðar
heilsufar bæjarbúa almennt í janúar
var áberandi kveffaraldur sem náði
hámarki um miðjan mánuðinn," seg-
ir Magnús.
Krabbameinsfélagið:
Aðalfund-
ur í kvöld
AÐALFUNDUR Krabbameins-
félags Akureyrar og nágrennis
verður haldinn í kvöld, fimmtu-
dag, á Dalvík og hefst hann
klukkan 20.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa verða flutt erindi á fundin-
um um krabbamein í karlmönn-
um. Fyrirlesarar á fundinum
verða Halldóra Bjarnadóttir hjúkr-
unarfræðingur, Nicholas J. Carigl-
ia læknir og Þórir Þórisson lækn-
ir. Allir eru velkomnir á fundinn.
Ætlum að auka tengsl háskólans
við atvinnulífið og umhverfið
-♦ ♦
- segir Jón Þórðarson, framkvæmdastjóri nefndarinnar
VIÐ HÁSKÖLANN á Akureyri er nú tekin til starfa vísindanefnd,
en hlutverk hennar er að efla rannsóknir við skólann. Þetta getur
m.a. falist í þjónustuverkefnum fyrir stofnanir og fyrirtæki, sam-
starfi við innlenda og erlenda rannsóknaraðila og upplýsingamiðlun.
Jón Þórðarson, framkvæmdastjóri nefndarinnar, segir að ætlunin
sé að auka tengsl háskólans við atvinnulífið og umhverfi skólans og
hann telur að skólinn geti haft töluverðan hag af þessu.
í framvarpi til nýrra laga um
Háskólann á Akureyri, sem nú
liggur fyrir Alþingi, er gert ráð
fyrir að komið verði á fót viðamik-
illi rannsóknarstofnun við skólann
þannig að hann geti betur sinnt
hlutverki sínu sem vísinda- og
fræðisetur. Vísindanefndin sem nú
er tekin til starfa er hugsuð sem
undanfari þessarar stofnunar þótt
hún hafí ekki sérstaka fjárveitingu
á fjárlögum þessa árs.
Aðspurður um hvort ekki sé erf-
itt að gangsetja svona verkefni á
tímum mikils niðurskurðar í
menntamálum segir Jón Þórðarson
svo ekki vera. „Þvert á móti er
núna rétti tíminn til að fara af
stað með svona verkefni því með
þessu starfi sjáum við fram á bætt-
an hag og aukna hagkvæmni í
rekstri skólans. Verkefnin sem við
tökum að okkur er ekki ætlunin
að niðurgreiða," segir Jón og nefn-
ir að nefndin eigi að þjóna svipuð-
um tilgangi og rannsóknarstofnan-
ir Háskóla íslands eins og Raun-
vísindastofnun og Félagsvísinda-
stofnun.
Nefndinni er ætlað að einbeita
sér að því að efla tengsl Háskólans
við atvinnulífið, t.d. með því að
skipuleggja þjónustuverkefni sem
sérfræðingar á vegum skólans
gætu unnið fyrir stofnanir og fyrir-
tæki er þess óskuðu. Jón segir )að
slík vinna sé þegar unnin á vegum
sjávarútvegsdeildar skólans. Mörg
fyrirtæki á Norðurlandi sækja
þjónustu sem þessa til höfuð-
borgarsvæðisins.
Einnig munu uppi hugmyndir
um að nefndin standi fyrir stofnun
þróunarseturs þar sem ýmsar
stofnanir, er sinna rannsókna- og
fræðistörfum á svæðinu, sam-
hæfðu krafta sína. Formaður
vísindanefndarinnar er dr. Kristján
Kristjánsson en aðrir sem sæti eiga
í hénni eru Helgi M. Bergs, Hólm-
steinn T. Hólmsteinsson, Finnbogi
Baldvinsson og dr. Ingvar Teits-
Namm spilar
á þorrablót-
um í Svíþjóð
HLJÓMSVEITIN Namm frá Akur-
eyri leikur fyrir dansi á tveimur
þorrablótum næstu helgar. Mun
hljómsveitin leika næstkomandi
laugardagskvöld á þorrablóti ís-
lendingafélagsins í Uppsölum 22.
febrúar, í Stokkhólmi.
í hljómsveitinni Namm eru þeir
Júlíus Guðmundsson, söngvari, Viðar
Garðarsson, bassaleikari, Hlynur
Guðmundsson, gítarleikari, Sigfús
Arnþórsson, hljómborðsleikari og
Karl Petersen, sem leikur á trommur
og slagverk.
Grímsey:
Þorrablótinu seink-
aði vegna veðurs
HINU árlega þorrablóti Grímseyinga seinkaði um klukkutíma
vegna veðurs. Blótið var haldið um síðustu helgi en vegna veð-
urs komst hljómsveitin ekki til eyjarinnar fyrr en klukkutíma
eftir að blótið átti að hefjast.
arkvöldið. Af þeim sökum hófst
blótið ekki fyrr en kl. 21.30
Allur matur í þorrablótinu kom
frá Eyfirskum matvælum og var
sá pakki sendur með fetjunni til
Grímseyjar á fimmtudag.
-HSH.
Að venju mættu allir sem vettl-
ingi gátu valdið á þorrablótið og
skemmtu sér konunglega. Hljóm-
sveitin Gloría frá Húsavík lék
fyrir dansi en flugvé! hennar
komst þekki í loftið fyrr en
skömmu fyrir klukkan níu hátíð-
Grímseyingar á þorrablóti.