Morgunblaðið - 13.02.1992, Page 31

Morgunblaðið - 13.02.1992, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992 31 Frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna: Námsmenn beri meiri ábyrgð á sjálfum sér og framtíð sinni segir Árni Mathiesen FYRSTU umræðu um frumvarp til laga um Lánasjóð íslenskra náms- manna var framhaldið á 79. fundi Alþingis í gær. Það var auðheyri- legt að þingmönnum stjórnarandstöðu þykir frumvarpið hið versta mál. Námsmenn tækju „ábyrgð á sjálfum sér og framtíð sinni“, sagði Arni Mathiesen (S-Rn). En Arni er einn af höfundum frumvarpsins. Guðrúnu Helgadóttur (Ab-Rv) þóttu skoðanir Arna dæmalausar. Frumvarpið var á dagskrá á 78. fundi Alþingis í fyrradag en það var lagt fram um miðjan desember síð- astliðinn. Óformlegt samkomulag varð milli menntamálaráðherra og forystumanna á Alþingi um að ráð- herrann mælti fyrir málinu, en síðar reifaði einn talsmaður hvers flokks kost og löst á frumvarpinu. Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra mælti fyrir frumvarp- inu og gerði grein fyrir helstu efnis- atriðum, m.a. að námslánin skyldu bera væga vexti, endurgreiðslur hefjast fyrr og lánin greiðast hraðar til baka. Menntamálaráðherra lagði áherslu á meginmarkmið frum- varpsins, námsmönnum yrðu tryggð lán til menntunar en jafnframt yrði tryggt að lánasjóðurinn fengi risið undir fjárhaglegum skuldbinding- um. En menntamálaráðherra útlok- aði ekki að einhveijar breytingar yrðu gerðar á frumvarpinu ef aðrar leiðir þættu vænlegri til að ná markmiðum þess. Talsmaður Al- þýðuflokks Rannveig Guðmunds- dóttir (A-Rn) varaformaður mennt- amálanefndar sagði ekki vera ágreining milli stjórnarflokkana um meginmarkmiðin, en hins vegar væri því ekki að leyna að áherslu- munur væri milli stjómarflokkana um nokkur atriði frumvarpsins. Það yrði að huga að lánstímanum, árlegn endurgreiðsluhámarki, félagslegum aðstæðum og hvenær endurgreiðsl- ur skyldu hefjast. Rannveig vænti þess að unnt yrði að sætta mismun- andi sjónarmið. Gegn jafnrétti Valgerður Sverrisdóttir (F-Ne) talsmaður Framsóknarflokks sagði m.a. nú vegið að þeim grundvallar- réttindum að hér ætti að vera jafn- rétti til náms án tillits til efnahags. Valgerður taldi núgildandi lög um lánasjóðinn að mörgu leyti góð lög. En hún neitaði því ekki að það þyrfti að gera breytingar. Það væru eink- um endurgreiðslurnar sem ekki hefðu gengið upp. Og einnig glímdi sjóðurinn við „fortíðarvanda" frá því fyrir 1976, þegar lánin brunnu upp í verðbólgueldi þess tíma. Talsmaður Framsóknarflokks fann að vinnulaginu; við samningu þessa frumvarps hefði meirihlutinn lagt línumar í einu og öllu og ætl- aði að flýta sér eftir því sem unnt væri. Námsmannasamtökin hefðu farið fram á það að málið fengi betri tíma en á það hefði ekki verið hlustað. Lánasjóður íslenskra náms- manna væri meira en peningastofn- un, menn yrðu að taka gildi mennt- unar og þekkingar með í reikning- inn. Valgerður taldi allar hugmyndir um vexti fela í sér grundvallarbreyt- ingar frá því sem fyrr hefði verið talið rétt í námslánakerfinu. Ræðu- maður taldi einnig mikið ógæfuspor stigið með því að stytta greiðlsu- frest og herða reglur um endur- greiðslur. Valgerði var það hulin ráðgáta hvemig fólk ætti að koma sér fyrir að loknu námi. Ef það t.a.m. færi til starfa hjá ríkinu yrði það varla lánshæft í húsbréfakerf- inu. I ræðulok lýsti talsmaður Fram- sóknarflokksins yfir andstöðu flokksins við þetta frumvarp, en þeir myndu í menntamálanefnd leggja sig fram um að gera þar lag- færingar sem nauðsynlegar væru til þess að námsmenn fengju áfram stundað nám þjóðfélaginu til heilla. Talsmaður Alþýðubandalagsins Hjörleifur Guttormsson (Ab-Al) sagði Alþýðubandalagið algjörlega andvígt frumvarpinu eins og það nú lægi fyrir. Hjörleifur Guttorms- son vildi ekki verða til þess að tals- maður Kvennalista fengi ekki að segja sína skoðun á þessum degi, kvaðst hann því geyma sér það að fara í einstök efnisatriði heldur láta nokkur almenn orð nægja. Hjörleif- ur sagði m.a. að nú væru markmið ríkisstjórnarinnar í skóla- og mennt- amálum að koma fram. Hjörleifi sýndist leiðarljósin vera misrétti og takmarkanir. Kostur þeirra sem betur stæðu ætti að verða enn betri, en rýrði að sama skapi möguleika þeirra efnaminni og afskiptu til náms. Þetta væri í samræmi við aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum. Félagslegri sam- hjálp og jafnræði væri hafnað, nú væri kúrsinn hörð peningahyggja. Talsmaður Alþýðubandalagsins sagði menn ekki hafa greint á um nauðsyn þess að taka málefni lána- sjóðins fyrir á Alþingi til að treysta í sessi það kerfi sem góð sátt hefði ríkt um. En stjórnarliðið hefði kosið að loka sig af og hafnað öllu sam- starfi, m.a. slegið á útrétta sátta- hönd námsmanna. Hjörleifur taldi að Alþýðuflokkurinn gæti ekki vik- ist undan ábyrgð og skotið sér bak við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta frum- varp væri lagt fram sem stjórnar- frumvarp. Kristín Einarsdóttir (SK-Rv) sagði þær kvennalistakonur alls ekki geta fallist á þetta frumvarp. Til þess að svo gæti orðið yrði að gera mjög veigamiklar breytingar. Talsmaður Kvennalistans uggði mjög að frumvarpið sem nú væri til umræðu, minnkaði jafnrétti til náms. Kristín vildi benda á það að konur hefðu yfirleitt lægri tekjur en karlar og tekjumöguleikar þeirra yfir sumartímann að sama skapi rýrari. Lánasjóðurinn hefði gert fjöl- mörgum konum kleift að stunda nám sem ella hefðu alls ekki getað það. Með þessu frumvarpi væri horf- ið frá því grundvallaratriði sem hún hugði að sæmileg sátt hefði ríkt um; jafnrétti til náms. Kristín gat alls ekki fellt sig við hin hertu lánakjör sem frumvarpið gerir ráð fyrir, vexti, styttri láns- tíma, og að endurgreiðslur hefjist fyrr. En ræðumaður taldi að hér væru ekki fjárfestingarlán heldur framfærslulán. Ef talað væri um fjárfestingu í þessu sambandi væri það fjárfesting fyrir þjóðfélagið. Þegar nokkuð var liðið á kvöld- matartíma sleit Sturla Böðvarsson varaforseti Alþingis fundi og frest- aði þessari fyrstu umræðu. Varð Kristín Einarsdóttir að gera hlé á sinni ræðu. „Svakalegt“ í gær héld Kristín áfram ræðu sinni. Hún taldi það lítil rök fyrir því að leggja á vexti, að visa til fordæmi annarra Norðurlandaþjóða. Það væri rétt að vextir væru tekn- ir, en á hinn bóginn væru veittir verulegir styrkir. í því frumvarpi sem nú væri rætt væri lánsjóðnum ekki ætlað að veita styrki en því hlutverki vísað' á Vísindasjóð og í athugasemdum með frumvarpinu væru höfð orð um að efla hann. Kristínu fannst þetta fyrirheit óljóst og efndir vafasamar. Kristín sagði ljóst að mikið starf biði mennta- málanefndar að reyna að lagfæra frumvarpið, en var því miður ekki bjartsýn um að vel myndi til takast. Steingrími Hermannssyni (F-Rn) virtist ljóst að ríkisstjórnin Árni Mathicscn Uudrún Hclgadóttir væri staðráðin í því að skera hið íslenska velferðarkerfi niður við trog. „Aðför“ hennar að mennta- kerfínu væri ekki síður alvarleg heldur en „aðförin að heilbrigði- skerfínu“. Steingrímur greindi frá því að hnignun Bandaríkja Norður- Ameríku mætti rekja til þess að þar hefði menntakerfið molnað niður. Guðrún Helgadóttir (Ab- Rv) sagði þetta frumvarp hafa verið undirbúið og samið af einlitum hópi stjórnarliða. Guðrún sagðist knúin til að ítreka það „enn og aftur“ að námslánin væru ekki fjárfestingarl- án, heldur væri þjóðfélagið að lána námsmönnum til framfærslu yfír námstímann. Árni Mathiesen (S-Rn) sagði flestum orðið ljóst að jiað þyrfti að breyta lögunum um LIN sem hefðu gilt síðan 1982. Það yrði að minnka fjárþörf sjóðsins til samræmis við það sem þjóðfélagið þyldi og al- menningur vildi borga. Það þyrfti líka að styrkja stöðu sjóðsins og forðast þannig þær dýru lántökur sem Svavar Gestsson hefði tíðkað í menntamálaráðherratíð sinni. Afleiðingar þessa lagafrumvarps fyrir námsmenn yrðu væntanlega þær að þeir yrðu að taka meiri ábyrgð á sjálfum sér og framtíð sinni. Þegar þeir tæku ákvörðun um nám yrðu þeir að íhuga hvort sú ákvörðun tryggði þeim þá framtíð sem þeir óskuðu sér. Nám og námsl- án væru fjárfesting bæði af hálfu námsmannsins og þjóðfélagsins. Arni sagði það hefði verið dregið fram sem rök að ýmsir byggju við erfiðleika og heitar endurgreiðslur væru ekki á bætandi. Árni sagði vandamál einstæðra mæðra, hús- byggjenda og ílla launaðra ríkis- starfsmanna vera raunveruleg. En vandamál þessara hópa yrðu ekki leyst með fyrirgreiðslu í Lánasjóði íslenskra námsmanna. Ámi Mathiesen gerði styrki til námsmanna og vexti af námslánum að umtalsefni. Árni greindi t.d. frá því að vextir af námsláni í Dan- mörku væru 4% á námstíma, 9,5% á endurgreiðsiutíma og endur- greiðslur hæfust einu ári eftir náms- lok. Lánstími væri 7-15 ár. Guðrún Helgadóttir (Ab-Rv) vildi bæta því inn í samanburðinn að þessar endur- greiðslur í Danmörkuværu frádrátt- arbærar frá skatti. Árni kom með þau rök á móti að skattbyrði væri hærri hjá vorri fyrrum sámbands- þjóð. Árni og Guðrún og ennfremur Kristín Einarsdóttir (SK- Rv) skiptust á skoðunum um ábyrgð námsmanna og hagnýtt nám. Guð- rúnu þóttu skoðanir Árna „dæma- lausar“. Finnur Ingólfsson (F- Rv) taldi það nokkuð afstætt hvað reyndist hagnýtt, t.d. sýnist honum að forn- leifafræði hefði getað reynst núver- andi forsætisráðherra þénug við margumræddan „fortíðarvanda". Núverandi ríkisstjórn réttlætti ráð- stafanir sínar með því að erfiðleik- arnir væru svo „svakalegir" en Finni þótti þetta frumvarp vondur gjöm- ingur. Námslánakerfið frá 1982 væri eitt það besta í heiminum „og er það svo svakalegt að við höfum eitthvað best í heiminum“. Eina bragarbótin sem Finnur taldi að gera þyrfti á kerfinu væri sú að hækka endurgreiðsluhlutfallið sem væri of lágt, á bilinu 85-90%. Umræðu um frumvarpið var frestað þar eð samkomulag var um að ræða utandagskrár fyrirhugaða för forsætisráðherra til Israels. Opinber heimsókn for- sætisráðherra til Israels Umdeilt ferðalag til deilusvæða OPINBER heimsókn til ísraels er á dagskrá Davíðs Oddssonar forsæt- isráðherra dagana 17-20 febrúar. Heimsóknin var til umræðu á Al- þingi í gær utan dagskrár. Stjórnarandstæðingum finnst að verið sé að leggja blessun yfir aðgerðir og stefnu Yitzhaks Shamirs gagnvart Palestínumönnum. Davíð Oddsson segist ekki vera að leggja blessun yfir hernám né mannréttindabrot fremur en fyrirrennari sinn sem fór til Kína. Það var Páll Pétursson (F-Nv) sem fór fram á þessa utandagskrár- umræðu vegna fyrirhugaðrar opin- berrar heimsóknar forsætisráðherra til ísraels dagana 17.-20. febrúar. Málshefjandi kvaðst ekkert hafa á móti ísraelsku þjóðinni en framkoma og mannréttindabrot ríkisstjórnar Yitzhak Shamirs gagnvart Palestín- umönnum væri tvímælalaust ámæl- isverð. Það hefði verið stefna íslend- inga að styðja undirokaðar þjóðir. Val forsætisráðherrans á gististað og gestgjöfum væri ekki í samræmi við þá stefnu. Væri stefnan nú breytt? Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði stefnu íslendinga vera þá í ágreiningsmálum ísraelsmanna og araba vera þá að taka tillit til rétt- mætra hagsmuna beggja deiluaðila. Um leið væri viðurkenning íslend- inga á tilverurétti ísraels óhaggan- leg. íslendingar hefðu stutt helstu ályktanir Sameinuðu þjóðanna um lausn þessara deilumála. í stefnu íslendinga hefði ekki og fælist ekki nein viðurkenning á yfirráðarétti ísraels á neinum hluta hinna her- numdu svæða. Þar að auki væri ís- land meðflytjandi að tillögu í mann- réttindanefnd Sameinuðu þjóðanna um landnám ísraelsmanna á her- numdum svæðum og réttindi Pal- estínumanna. Þar væri lítið svo á að um hernumið svæði væri að ræða. Það væri fráleitt að halda því fram að heimsókn forsætisráðherra ís- lands fæli I sér viðurkenningu á stefnu eða yfirráðarétti ísraels á hernumdum svæðum. Forsætisráð- herra vakti og athygli á því að fyrr- verandi ríkisstjórn hefði samþykkt að utanríkisráðherra færi í heimsókn í janúar 1990. Jafnframt hefði einn- ig verið samþykkt í sömu ríkisstjórn að þáverandi forsætisráðherra ætti viðræður við Yasser Arafat í höfuð- stöðvum hans í Túnís. Forsætisráð- herra benti einnig á það að á síð- ustu mánuðum hefðu forsætisráð- herrar Ungveijalands, Spánar, innanríkisráðherra Danmerkur og utanríkisráðherra Ítalíu verið í opin- berum heimsóknum í ísrael. Ingbjörg Sólrún Gísladóttir (SK-Rv), Hjörleifur Guttormsson (Ab-Al), Steingrímur J. Sigfússon (Ab-Ne), Steingrímur Hermanns- son (F-Rn), Kristín Einarsdóttir (SK-Rv), Ólafur ltagnar Grímsson (Ab-Rn), Anna Ólafsdóttir Björns- son (SK-Rn), Ólafur Þ. Þórðarson (F-Vf) og Páll Pétursson (F-Nv) gagnrýndu öll ferð forsætisráðherra og töldu að í henni gæti falist viður- kenning á stefnu og hrottaskap ísra- elsmanna gagnvart Palestínumönn- um. Forsætisráðherra var inntur eft- ir því hvort hann hefði kynnt sér skýrslu Amnesty International um mannréttindabrot ísraelskra stjóm- valda, og hvort hann ætlaði sér að fara til Jórsalaborgar og annarra svæða sem ísraelsmenn hefðu tekið herfangi? Davíð Oddsson forsætisráðherra taldi það furðulega túlkun að halda því fram að í þessari för fælist nokk- urt samþykki á mannréttindabrotum og hernámi. Hefði Steingrímur Her- mannsson verið að leggja blessun sína yfir mannréttindaástandið í Kína og/eða hemám Tíbets með opinberri heimsókn til Kína árið 1987? Skattfrelsi for- seta verði afnumið - lagafrumvarp Olafs Þ. Þórðarsonar ÓLAFUR Þ. Þórðarson (F-Vf) hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um laun forseta Islands: „1. gr. Orðin „og er undanþeginn öllum opinberum gjöldum og sköttum" í 1. gr. laganna falli brott. 2. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. ágúst 1992.“ Forseti íslands mun vera eini ein- staklingurinn sem nýtur þeirra sér- réttinda að vera undanþeginn öllum opinberum gjöldum og sköttum. Ólafur Þ. Þórðarson telur að þetta fyrirkomulag sé ekki í anda ákvæða 78. greinar stjórnarskrárinnar en þar segir að ekki megi leiða í lög nein sérréttindi sem bundin séu við a£al, nafnbætur eða lögtign. Flutningsmaður segir að fyrir- myndin að skattfrelsi forsetans sé sótt til konungs Danaveldis en frá aldaöðli hafi kóngar og kóngafólk verið undanþegin sköttum og skyld- um sem lagðar hafi verið á þegn- ana. Flutningsmaður telur slíkt skattfrelsi ekki samræmast lýðræð- isþróun enda hafi það víðast verið afnumið þegar frelsishreyfingar tóku að móta þjóðfélagsskipunina á síðari hluta 18. aldar. „í Banda- ríkjunum, þar sem vagga lýðræðis- legra stjómarhátta stóð, greiðir for- setinn (eftir þeim upplýsingum sem flutningsmaður hefur) skatta og skyldur eins og aðrir landsmenn," segir í greinargerð. Að dómi flutningsmanns ber að afnema úr lögum sérákvæði um skattfrelsi forseta lýðveldisins. Þau séu tímaskekkja og andstæð jafn- réttishugmyndum þorra lands- manna. I frumvarpinu er lagt til að sú breyting sem frumvarpið mið- ar að taki gildi 1. ágúst næstkom- andi til þess að ekki sé gengið gegn ákvæðum síðari málsliðar 2. máls- gi'einar 9. greinar stjómarskrárinn- ar um að óheimilt sé að Iækka greiðslur til forseta á kjörtímabili hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.