Morgunblaðið - 13.02.1992, Síða 32
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRUAR 1992
Athugasemd frá fulltrúum sljórnarandstöðu í Tryggingaráði:
Engin þátttaka í skerðingu á
framlögum til hjálpartækjakaupa
MORGUNBLAÐINU hefur borist
athugasemd frá Bolla Héðinssyni
og Sigríði Lillý Baldursdóttur
fulltrúa stjórnarandstöðu í
Tryggingaráði:
„í tilefni frétta um hlut Trygg-
ingaráðs í ákvörðun um hækkun á
kostnaðarþátttöku sjúklinga í hjálp-
artækjum fyrir sykursjúka og stóm-
asjúklinga þá sjáum við fulitrúar
stjórnarandstöðunnar í Tryggingar-
áði okkur ekki annað fært en að
gera alvarlegar athugasemdir við
málflutning heilbrigðisráðherra og
formanns Tryggingaráðs.
í fjölmiðlum hafa formaður
Tryggingaráðs og heilbrigðisráð-
herra látið að því liggja að Trygg-
ingaráð bæri alfarið ábyrgð á þeim
niðurskurði sem ákveðinn hefur
verið á þætti ríkisins til kaupa á
hjálpartækjum. Sú er ekki raunin.
í fjárlögum ársins 1992 er
Tryggingastofnun ríkisins uppálagt
að spara tæpar 100 milljónir króna
■ ÁHUGAFÓLK um almenna
dansþátttöku á íslandi hefur ákveð-
ið að halda dansnámskeið nú í fe-
brúar undir yfírskriftinni Komið
og dansið. Hvert dansnámskeið er
haldið á tveimur dögum, hálf þriðja
klukkustund í senn. Námskeiðin
verða haldin dagana 13. til 16. fe-
brúar á þremur stöðum í borginni,
í Templarahöllinni við Eiríks-
götu, í Hjallaseli, Þarabakka 3
og í sal Þjóðdansafélagsins, Alfa-
bakka 14. Leiðbeinendur verða
Sidsel og Johan Fasting frá Nor-
egi.
á þeim útgjaldalið sem nefndur er
hjálpartæki. Undir þann flokk falla
ofangreind hjálpartæki sykursjúkra
og stómasjúklinga. Þegar ríkis-
stjórn og meirihluti Alþingis hefur
tekið slíka ákvörðun þá orkrð það
ætíð tvímælis hvort fulltrúar stjóm-
arandstöðu í stjómum og ráðum
eigi þátt í afgreiðslu mála sem lúta
að niðurskurði og óvinsælum stjórn-
valdsaðgerðum.
í Tryggingaráði hafa menn fram
að þessu reynt að starfa saman og
af heilindum. Við höfum fullan hug
á að leita hverra þeirra leiða sem
leiða af sér sparnað og hagræðingu
og lítum á það sem hlutverk okkar
að fínna ákvörðunum er varða
Tryggingastofnun farveg innan
stofnunarinnar, þannig að það komi
sem réttlátast niður. Trú þessari
sannfæringu okkar þá gerðum við
sérstakar athugasemdir við niður-
skurð á hjálpartækjum sykursjúkra
og stómasjúklinga á þeim Trygg-
ingaráðsfundi þar sem listinn var
til umræðu. Á fundinum fengust
þær upplýsingar að niðurskurður-
inn þýddi óverulega breytingu,
ýmist vegna tiltölulegra fárra til-
vika eða lágra upphæða. Einnig
fengum við því framgengt að listinn
yrði endurskoðaður er á honum
fyndust ófyrirséðir annmarkar.
Þetta féllst meirihluti Trygginga-
ráðs á og listinn var endurskoðaður
m.t.t. þeirra athugasemda sem bor-
ist hafa.
Rétt er að taka fram að Helgi
Seljan, varafulltrúi í Tryggingaráði,
sat ekki fundinn. Orð formanns
Tryggingaráðs í þá veru að Helgi
hafí samþykkt breyttan hjálpar-
tækjalista eru því með öllu óskiljan-
leg.
Við frábiðjum okkur að hafa átt
nokkurn þátt í þeirri skerðingu á
fjármagni sem gerð var á fjárlögum
til hjálpartækjakaupa. Fyrir okkur
vakir aðeins að leggja okkar af
mörkum til að draga úr þeim sárs-
auka sem niðurskurður heilbrigðis-
yfírvalda veldur. Ákvörðunin var
ríkisstjórnarinnar og hennar er
ábyrgðin."
Hótel Island:
Hin nýja Sljórn, talið frá vinstri: Friðrik Karlsson, Jóhann Ásmunds-
son, Sigríður Beinteinsdóttir, Grétar Örvarsson og Halldór Gunnlaug-
ur Hauksson.
Stjórnin tekur til starfa á ný
Platters skemmta fjórar helgar í mars
Hljómsveitin Stjórnin tekur til
starfa á ný á Hótel íslandi föstu-
daginn 14. febrúar og mun spila
á dansleikjum hússins fram á
sumar.
Þrír nýir hljóðfæraleikarar hafa
bæst í hljómsveitina, Friðrik Karls-
son á gítar, Jóhann Ásmundsson
á bassa og Halldór Gunnlaugur
Hauksson á trommur. Fyrir í sveit-
inni voru Grétar Örvarsson á
hljómborð og söngkonan Sigríður
Beinteinsdóttir. Fjöldi lands-
þekktra söngvara og kemmtikrafta
munu koma fram með Stjórninni
fyrsta kvöldið.
Stjórnin var á árum áður dans-
hljómsveit Hótel Islands og kemur
nú á sviðið á ný eftir hlé. Hljóm-
sveitin náði sem kunnugt er 4.
sæti í Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva fyrir tveimur
árum og flytur eitt lag í undan-
keppninni að þessu sinni.
Hin bandaríska söngsveit The
Platters skemmti gestum Hótel
íslands um síðustuu helgi við mikla
aðsókn og svo góðar undirtektir,
að sveitin hefur verið ráðin til að
skemmta fjórar helgar í röð frá
og með 13.-14. mars n.k.
Birting heldur iimræðu-
fund um heilbrigðismál
BIRTING heldur umræðufúnd
um stöðuna í heilbrigðismálum
í kvöld, fimmtudagskvöld á veit-
ingahúsinu Torfunni og hefst
hann kl. 20.30.
Það er ætlunin að ræða það sem
Jakka og
pels stolið
BROTIST var inn í hús við Suð-
urgötu í fyrrinótt. Þjófurinn stal
rauðbrúnum pels, með dökku
fóðri, og mokkajakka, en báðar
yfirhafnimar voru í forstofu húss-
ins.
Flíkumar eru báðar á meðalstóra
konu. Ekki er enn fyllilega ljóst
hvemig þjófurinn komst inn í hús-
ið, en þjófnaðurinn hefur verið
kærður til Rahnsóknarlögreglu rík-
er að gerast í heilbrigðismálum
þjóðarinnar um þessar mundir; á
hveijum bitnar niðurskurðurinn
helst, hvar er skorið niður, hvar
má hagræða, hveijar verða afleið-
ingar niðurskurðarins, er verið að
einkavæða heilbrigðiskerfið í
auknum mæli?
Gestir fundarins verða Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir þingkona, Sig-
ríður Snæbjömsdóttir hjúkmnar-
framkvæmdastjóri og Svavar
Gestsson þingmaður.
-------» ♦ ♦--------
Leiðr étting'
í grein í sunnudagsblaði Morgun-
blaðsins, sem fjallaði um kvikmynd-
ina Inguló, misritaðist nafn lista-
mannsins sem málaði myndina „Án-
ingu“. Það er að sjálfsögðu Jón
Stefánsson sem málaði myndina
árið 1939. Hlutaðeigendur em
beðnir velvirðingar á þessum mis-
tökum.
Bíóhöllin
sýnir mynd-
ina „Síðasti
skátinn“
BIOHOLLIN hefur tekið til sýn-
ingar myndina „Síðasti skátinn".
Með aðalhlutverk fara Bruce
Willis og Damon Wayans. Leik-
stjóri er Tony Scott.
Joe Hallenbeck er einkaspæjari.
Raunar hafði hann ekki hugsað sér
að starfa á þessu sviði í upphafi.
Hann hafði verið einn af slyngustu
rannsóknarmönnum leyniþjónustu
Bandaríkjanna þegar hann lenti á
árekstri við stjórnmálamann sem
hafði öldungis ekki hreinan skjöld
og vom alvarlegar ásakanir bornar
upp á hann. Ekki gat hann afsann-
að þær og var vikið úr starfi með
skömm. James Dix hafði verið ein
helsta stjarna knattspymuliðsins
Stallions í Los Angeles. Hann var
sakaður um að hafa veðjað á úrslit
leikja og að gerast sekur um lyfja-
misnotkun og var hann því dæmdur
úr leik. Það er því sameiginlegt
með þeim að þeir hafa hrapað af
þeim háa stalli sem hvor um sig
hafði komist á. En svo kemur ann-
að til sem sameinar þá. Það er
Cory, strípidansmær sem hefur orð-
ið fyrir hótunum og óttast um líf
sitt. Gamall félagi Hallenbecks bið-
Tveir af aðalleikurum myndarinnar „Síðasti skátinn“.
ur hann að taka að sér mál henn-
ar. Cory er einnig vinkona Dix. Hún
er svo myrt og sameina þeir því
krafta sína til að finna sökudólginn
þó hvorugur sé yfir sig hrifinn af
samvinnunni.
Kórverkið Messías á Lista-
hátíð í tilefni af Ári söngsins
Tvær orðabækur
frá Háskólanum
ÚT ERU komnar hjá Orðabók Háskólans íslensk orðtíðnibók og
endurútgáfa á Orðabók Gunnlaugs Oddsonar um fágæt orð í dönsku
sem fyrst kom út í Kaupmannahöfn árið 1819.
höfunda og tilurð verkanna svo og
einkenni þeirra og gildi fyrir ís-
lenska mál- og orðsögu.
Orðabók Gunnalaugs Oddssonar
er 255 blaðsíður. Jón Hilmar Jóns-
son orðabókarritstjóri annaðist út-
gáfuna ásamt Þórdísi Úlfarsdótt-
ÁKVEÐIÐ hefur verið að flytja kórverkið Messías eftir G.F. Hándel
á Listahátíð í vor ef næg þátttaka söngfólks' fæst. Umræða hefur
verið í gangi milli Framkvæmdanefndar um Ár söngsins, Sinfóníu-
hljómsveitar Islands og Listahátíðar Islands um að flytja Messías
og bjóða öllu söngfólki á Islandi, kórum og einstaklingum, að taka
þátt í flutningi verksins. Einnig verður áheyrendum frjálst að syngja
með, t.d. í Halleljúa-kór og/eða öðrum þáttum verksins.
Slíkur flutningur á sér hliðstæðu nánar verður tilkynnt um stað og
í London, en þar er verkið flutt á
þennan hátt á hveiju ári. Ákveðið
hefur verið að bjóða einsöngvurum
og þeim söngnemendum sem lengst
eru komnir í námi að syngja eina
aríu hver. Prufusöngur og val á
þeim söngvurum verður 29. apríl,
stund síðar. Stefnt er að því að
tónleikarnir verði föstudaginn 5.
júní í Háskólabíói. Æfing með
píanói' yrði um kvöldið 3. júní en
fyrir hádegi 4. og 5. júní með Sin-
fóníuhljómsveit Islands. Jón Stef-
ánsson verður stjórnandi. Nöfn
þátttakenda verða sett í efnisskrá.
Verkið verður flutt á ensku og ósk-
að er eftir því að nýjasta útgáfa frá
Watkins Shaw Novello verði notuð.
Hægt verður að kaupa nótur að
verkinu hjá Tónastöðinni, Óðins-
götu 7, 101 Reykjavík. Áríðandi er
að fólk tilkynni þátttöku sem fyrst,
því m.a. þarf að panta nóturnar
erlendis frá. Þátttöku skal tilkynna
til Sinfóníuhljómsveitar íslands fyr-
ir hádegi 20. febrúar nk. Um-
sóknareyðublöð munu einnig liggja
frammi í Tónastöðinni.
(Fréttatilkynning)
í kynningu útgefanda segir m.a.,
að í orðtíðnibókinni séu birtar niður-
stöður margra ára rannsókna Orð-
arbókar Háskólans á tíðni orða og
málfræðiatriða í textum úr fimm
mismunandi textaflokkum: Islensk-
um skáldverkum, þýddum skáld-
verkum, ævisögum og endurminn-
ingum, fræðslutextum og barna-
og unglingabókum. Samtals eru
rúmlega 500.000 orð í þeim textum
sem teknir voru til athugunar Nið-
urstöðurnar er síðan að finna í fjórt-
án meginköflum þar sem tíðni orða
og málfræðiatriða er birt í skrám
ogtöflum.
íslensk orðtíðnibók er 1.262
blaðsíður. Ritstjóri bókarinnar er
Jörgen Pind forstöðumaður Orða-
bókar Háskólans en auk hans unnu
Friðrik Magnússon og Stefán Briem
að bókinni.
Orðabók Gunnlaugs Oddssonar
kom fyrst út í Kaupmannahöfn árið
1819. Útgáfan nú er fyrsta ritið í
ritröðinni Orðfræðirit fyrri alda sem
Orðabók Háskólans gefur út. Þar
er ætlunin að gefa út á nýjan leik
orðabækur og önnur orðfræðirit frá
fyrri tíð og fjalla jafnframt um
ur.
-♦ ♦ ♦
Leiðrétting
í síðasta sunnudagsblaði Morg-
unblaðsins, í þætiinum Fólki í frétt-
um, er frétt, sem ber fyrirsögnina
„Kokkarnir nú með rétt tól og
tæki“, er skýrt frá gjöf sem keppn-
islið íslenskra matreiðslumanna
hafi fengið frá Pétri Má Sigurðs-
syni hjá ísbergi. Nafn Péturs Más
misritaðist og er hann beðinn vel-
virðingar á því. Ennfremur skolað-
ist eitthvað til um lýsingu á gjöf-
inni, þ.e. ofninum, sem hann gaf
kokkunum. Ofninn er af gerðinni
Rational og er blásursgufuofn, sem
á að koma sér vel í undirbúningi
undir næstu keppni liðsins.