Morgunblaðið - 13.02.1992, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRUAR 1992
35
Angan af gróðri jarðar, hlý gola,
blár og tær himinn, íslenskt sumar,
sem ekki á sér hliðstæðu. Einmitt
þannig varð ævi Bigga. Björt og
fögur svo hvergi bar skugga á, en
stutt, já, allt of stutt að mati okkar
sem honum unnu. Spumingar leita
á hugann og er varpað út í nætur-
húmið, en svörin láta standa á sér.
Nýr dagur rís, en Biggi er ekki leng-
ur hér. Eftir standa minningar um
góðan dreng sem hafði allt til
brunns að bera og vann vel úr því
sem móðir hans hafði lagt inn á
æskureikninginn hans. Minningin
um óvenju heilsteyptan einstakling,
sem hafði lag á að njóta augnablik-
anna bæði í leik ogf starfi og virti
og elskaði lífið umfram allt.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja í friðarskaut.
(V. Briem.)
Kæru vinir mírjir, Gunna, Hauk-
ur, Matti, Palli og Jói. Guð blessi
ykkur og styrki á þessari erfiðu
kveðju- og saknaðarstund. Guð
blessi ættingja og vini, föður og
ömmu, og gefi þeim frið og trú.
Ella.
Okkur langar til að minnast fé-
laga okkar, Bigga, eins og hann
var kallaður, í örfáum orðum. Það
er ekki auðvelt að koma upp orðum
á stundum sem þessum. Minning-
arnar skella á manni, en það er
huggun í harminum hversu góðar
minningamar em. Þeir sem þekktu
Bigga vita allir hversu góðan dreng
hann hafði að geyma. Handknatt-
leikur skipaði stóran sess í lífi hans.
Biggi hóf að leika handknattleik
með Aftureldingu, en við kynnt-
umst honum almennilega þegar
hann gekk til liðs við okkur Fram-
ara fyrir þremur árum. Biggi féll
strax mjög vel í hópinn, enda hafði
hann einstakan persónuleika að
bera sem allir geta verið stoltir af
að hafa kynnst. Til marks um hve
mikilvægur hann var fyrir sinn
flokk var hann fyrirliði 2. flokks
karla hjá Fram og var góður leið-
togi innan vallar sem utan. Það
hefur verið höggvið stórt skarð í
hóp okkar Framara sem aldrei verð-
ur fyllt.
Þessi hörmulegi atburður sýnir
að slysin gera aldrei boð á undan
sér og fyrr en varir hefur einn af
félögunum kvatt þetta líf. Það
fyrsta sem manni dettur í hug eftir
að hafa fengið fregnir af slíkum
atburði er hversu ósanngjöm örlög-
in geta verið. Við trúum því að
hans bíði annað hlutverk á öðmm
stað.
Um leið og við kveðjum Björgvin
með þessum fátæklegu orðum vilj-
um við votta foður hans, Þór Rúna-
ri, okkar innnilegustu samúð, en
hann hefur starfað mikið með okk-
ur í vetur og unnið ómetanlegt
starf. Einnig viljum við votta móð-
ur, fósturföður, systkinum, ættingj-
um og vinum okkar dýpstu samúð.
Biggi og hlýlega brosið hans mun
ávallt lifa í minningu okkar um
ókomna framtíð.
Meistaraflokkur karla, Fram.
Laugardágskvöldið 1. febrúar
síðastliðinn gerðist sá sorgarat-
burður að félagi okkar, Björgvin
Elís Þórsson, var hrifínn á brott svo
skyndilega í hörmulegu slysi. Við
vorum harmi slegnir við þá fregn,
því daginn áður höfðum við hitt
hann svo brosandi og lífsglaðan.
En þannig er því nú farið að enginn
veit sína ævina fyrr en öll er og
ekki er farið í manngreinarálit þeg-
ar fólk í blóma lífsins er kallað á
fund feðra sinna.
Björgvin hóf nám í Menntaskól-
anum við Sund haustið 1989 og
stóð sig með sóma þó að íþróttirnar
hafi átt hug hans allan.
Það var mest áberandi í fari hans
hversu indæll og brosmildur hann
var. Hann hafði rólegt yfírbragð
og var vel liðinn meðal nemenda
og kennara skólans, stórt skarð var
því höggvið í okkar hóp við lát hans.
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft-
ur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur
vegna þess sem var gleði þín.“ (K. Gibran).
Við vottum fjölskyldu og vinum
innilegustu samúð okkar.
Fyrir hönd skólafélaga,
Oddur Steinarsson,
Sigurbjörn Agúst Ágústsson,
Bjarki Már Sveinsson.
Tilverunni hefur verið líkt við
ferðalag og okkur mönnum sem
gestum á hóteli jarðarinnar. Ekki
getum við pantað og ráðið hversu
lengi við viljum dvelja á þessu hót-
eli því eitthvert óskiljanlegt afl virð-
ist sterkara öllu öðru og kalla gest:
ina til sín þegar því sýnist svo. í
dag sitjum við hótelgestir jarðarinn-
ar hnípnir því eitt sætið er autt.
Sætið hans Bigga. Ferðalagi hans
lauk alltof fljótt. Það er vont að
sitja eftir og skilja ekki tilganginn.
Það kemur enginn til með að
setjast í sætið hans, það verður
autt um ókomna framtíð. En von-
andi getum við þegar mesti sárs-
aukinn hefur dvínað ögn, horft á
sætið hans og rifjað upp það
skemmtilega og góða sem hann
skildi eftir með því einu að hafa
verið til.
Hann var nemandi minn í grunn-
skóla og við vorum bæði Framarar
og hittumst því á þeim vettvangi
líka. Mér er efst í huga hið þægi-
lega viðmót sem þessi fallegi dreng-
ur með strákslega blikið í augum
sýndi öllum og veit að það bar vitni
þeirri væntumþykju og hlýju sem
hann bjó við.
Ég bið algóðan guð að halda
vemdarhendi sinni yfír öllum þeim
sem eiga um sárt að binda og kveð
Bigga minn að sinni.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Laugardaginn 1. febrúar lést
vinnufélagi okkar og vinur í skelfi-
legu bílslysi.
Við viljum minnast hans með
nokkrum orðum.
Það var vorið 1990, að við strák-
arnir völdumst saman í hóp, sem
vann við að stika út leið fyrir ljós-
leiðara, sem unnið hefur verið við
að leggja um landið. Við kynntumst
nokkuð náið, því auk þess að vinna
saman vorum við saman öllum
stundum á meðan á úthaldinu stóð.
Við töluðum um heima og geima,
skemmtum okkar saman og fórum
í fótbolta, þar sem Biggi, einsog
við kölluðum hann, var alltaf best-
ur, enda frábær íþróttamaður.
Hann var okkur mikill gleðigjafí og
leit framtíðina björtum augum. Við
vorum farnir að hlakka til sumars-
ins, til þess að hittast aftur eftir
veturinn og vera saman í góðum
hópi. En nú verður Biggi ekki með
okkur framar og við munum sakna
hans sárt.
Við vottum foreldrum hans,
systkinum, vinum og öðrum að-
standendum okkar innilegustu sam-
úð.
Blessuð sé minning hans.
Stjáni, Stymmi, Gummi,
Raggi, Marteinn, Valdi,
Kalli, Gulli og Steini.
I
Hann Biggi vinur okkar er dáinn.
Það hafði aldrei hvarflað að okkur
að hann myndi yfirgefa þetta líf
svona fljótt. Það var svo margt sem
við áttum eftir að segja og gera.
Fyrstu kynni okkar af Bigga
voru uppi í Skálafelli. Þar áttum
við saman góðar stundir og minn-
ingarnar frá þessum tíma gleymast
seint.
Þegar Biggi gekk í Fram bættist
góður félagi í stóran vinahóp og
kynni okkar urðu nánari. Það skarð
sem hann skilur nú eftir verður
aldrei fyllt að fullu.
Við erum stoltar af því að hafa
átt Bigga sem vin. Persónuleiki
hans og hið hlýja bros sem nær
alltaf lék um varir hans gerði það
að verkum að okkur þótti vænt um
hann. Söknuðurinn og eftirsjáin af
svo góðum dreng, sem Biggi var,
er mikil og við fínnum það vel hvað
við erum öll umkomulaus gagnvart
örlögunum.
Við viljum votta fjölskyldu hans,
vinum og öðrum aðstandendum
okkar dýpstu samúð. Megi Guð
styrkja okkur öll í þessari miklu
sorg.
Hví fólnar jurtin fríða
og fellir blóm svo skjótt?
Hví sveipar barnið blíða
svo brátt hin dimma 'nótt?
Hví verður von og yndi
svo varpað niður í gröf?
Hví berst svo burt í skyndi
hin besta lífsins gjöf?
(Bjöm Halldórsson)
Sólrún og Tóta.
Sunnudaginn 2. febrúar fengum
við þá harmafrétt að vinur okkar
Biggi hefði kvatt þennan héim.
Þessi frétt tók þungt á okkur öll
og á stundu sem þessari er erfítt
að koma tilfinningum á blað.
Það sem alltaf mun lifa í huga
okkar og einkenndi Bigga var glað-
væra og vinalega brosið hans, sem
alltaf blasti við öllum. Það skarð
sem myndst hefur í vinahópinn
verður aldrei fyllt, en minningin um
góðan dreng mun lifa í huga okkar
alla tíð.
Við vottum Guðrúnu, Hauki, Þór
Rúnari, Matta, Jóa, Palla og öðrum
aðstandendum okkar dýpstu samúð
og við viljum kveðja Bigga í hinsta
sinn.
Við biðjum Guð að geyma góðan
dreng.
Vinir í lúðrasveitinni.
Það getur reynst erfitt og sárt
að reyna að skilja Guðs vilja. Elsku
vinur okkar, Björgvin, er látinn.
Okkur langar til að minnast okk-
ar sárt saknaða vinar með nokkrum
orðum.
Rætur okkar vinskapar áttu sér
festu í Handknattleiksdeild Fram.
Þar var hann fyrirliði okkar og fé-
lagi. Hann bar alla þá kosti sem
góðum fyrirliða sæmir. Hann var
jákvæður með eindæmum, fann
ávallt bjartar hliðar á öllum málum'
sama hversu mikið myrkur bjó í
okkur hinum. Hann var ákveðinn
en missti þó aldrei stjórn á skapi
sínu, hann var þolinmóður og
áhugasamur en það sem þó skipti
mestu máli var að hann var mjög
góður félagi.
Umhverfis handboltann mynd-
aðist sterkur vinahópur þar sem
Björgvin lék einnig stórt hlutverk.
Hópurinn kom oft saman og ræddi
jafnt alvöru lífsins sem léttari mál-
efni. Er við förum yfír þessar stund-
ir er við áttum saman er það ávallt
bros hans sem grípur huga okkar
fyrst. Það hafði ótrúlegan mátt. Það
birtist á vörum hans og áður en við
vissum af hafði það kallað fram
samskonar mynd á vörum okkar •
hinna.
Við drengirnir í 2. flokki karla
Fram bárum allir mikinn hlýhug til
Björgvins og nutum samveru hans
á öllum stundum. Við erum þakklát-
ir fyrir að hafa fengið að kynnast
jafn yndislegum dreng sem Björg-
vin var þó það hafí verið ósk okkar
allra að kynnin yrðu lengri.
Það verður ekki auðvelt að mæta^r
til leiks í komandi keppnum án
Björgvins. Hann var það stór hlekk-
ur innan liðsins að ljóst er að það
verður erfítt að brúa bilið sem frá-
fall hans hefur myndað. En við
munum minnast Björgvins, jafnt á
leikvellinum sem utan hans, og
hafa að leiðarljósi hvatningu hans
og jákvæðni. Hann var metnaðar-
fullur og vildi liði sínu vel svo það
er í höndum okkar leikmannanna
sem eftir stöndum að uppfylla þær
óskir og væntingar sem bjuggu í
brjósti Björgvins til liðsins.
Við viljum votta fjölskyldu hans
okkar dýpstu samúð og megi Guð
styrkja ykkur í sorginni.
2. flokkur karla, Fram.
TÖLVUDEILD OG TÆKNIDEILD
Stórkostleg rýmingar-
Viö erum aö rýma til á lagernum og taka svolítið til í
kringum okkur. Af því tilefni bjóöum við upp á stórkost-
lega rýmingarsölu sem hvergi á sinn líkan. Þegar við
segjum: „Allt á aö seljast“ - þá meinum við það.
AceR i*
Tölvur,
prentarar
iff/LASER 386 tölvur
AGFA ^ Ljósritunarvélar
PHILIPS
Mælitæki
og símkerfi
Telefaxtæki
og Ijósritunarvélar
Fylgihlutir af ýmsum gerðum
Heimilistæki hf
Sætúni 8 SÍMI 69 15 00
ÓSOMKÚtgtíM'