Morgunblaðið - 13.02.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.02.1992, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992 Guðmunda Sigurð- ardóttir — Minning Fædd 30.mars 1916 Dáin 5. febrúar 1992 í dag er til hinstu hvílu borin Guðmunda Guðrún Sigurðardóttir. Með Guðmundu er gengin mikil og góð kona. Ég kynntist „ömmu á Njálsgötu" fyrir 3 árum og frá fyrstu kynnum var hlýi faðmurinn hennar opinn. Þó okkur unga fólkinu finnist 75 ^ ár löng ævi fannst manni Guð- munda ekki gömul, enda alltaf stutt í kímnina og léttleikann. Guðmunda og Óli, maðurinn hennar, komu upp myndarlegum bamahópi. Þrátt fyrir annríki heim- ilis- og fjölskyldulífs endurspeglað- ist kærleikurinn milli Guðmundu og Óla fram að því að þau kvöddust í bili á afmælisdegi hans. Ég man og mun alltaf geyma heilræðið sem hún gaf mér þegar ég var nýbúin að eignast dóttur mína, fyrir rúmu ári. „Asta mín, mundu að þó bömin þurfi mikla athygli þá máttu aldrei gleyma honum Sigga þínum, hann þarf líka á athygli þinni að halda.“ Og þannig var amma, kærleiksrík -* og sífellt að hugsa um aðra. Ég lif í Jesú nafni í Jesú nafni ég dey, þó heilsa og líf raér hafni, hræðist ég dauðann ei. Duaði ég óttast eigi, afl þitt né valdið gilt, í Kristi krafti ég segi, kom þú sæll þá þú vilt. (Hallgr. Pétursson.) Ég votta aðstandendum öllum mína innilegustu samúð, en minn- „ ingin um góða konu lifír. Asta Hjálmtýsdóttir. Mig langar að minnast í fáum línum heiðurskonu þeirrar sem í dag verður jarðsett frá kirkju Fíladelfíu- safnaðarins, Guðmundu Sigurðar- dóttur, Njálsgötu 17, Reykjavík. Guðmunda fæddist í Yestmanna- eyjum, dóttir hjónanna Halldóru Hjörleifsdóttur og Sigurðar Hró- bjartssonar útvegsbónda, Litlalandi í Vestmannaeyjum. Guðmunda var næst yngst barna þeirra hjóna en systkinin voru alls sex. Þrjú systkina Guðmundu eru látin en Margrét, elsta systirin, kveður nú elskulega systur. Fyrir rétt tveimur mánuðum síð- an kvöddu þær Margrét og Guð- munda yngstu systur sína Bernód- íu, en Guðmunda var þá orðin veik. Þann 5. mars 1938 giftist Guð- munda eftirlifandi manni sínum Ólafi Þorsteinssyni og eignuðust þau átta böm sem öll eru á lífi, og eru því barna- og barnabörnin orðin mörg. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Guðmundu fyrir rétt rúmum 20 árum, er ég giftist systurdóttur hennar, og er mér minnisstætt hve hlýjar móttökur ég fékk. Guðmunda . var heittrúuð kona sem gat vitnað hvar og hvenær sem var um frels- ara sinn Jesúm Krist, og bænarandi hennar var mjög sterkur, þannig að margt var mannfólkið sem kom við að Njálsgötu 17, til að fá trúar- legan styrk. Mér fínnst ég ávallt standa í mikilli þakkarskuld við Guðmundu, því fyrir nokkrum árum er ég sjálfur átti í erfíðleikum sendi hún mér bækling sem hét Málverk- ið mikla, og sagði frá listmálara í Diisseldorf í Þýskalandi sem málaði mynd af Kristi á krossinum og hafði skrifað undir krossinn á myndinni, “*■ „Allt þetta gerði ég fyrir þig, hvað hefur þú gert fyrir mig?“ Þannig var Guðmunda, hún fann það sem maður þurfti, og minnti mann á hveiju maður þyrfti að gefa gaum að. Guðmunda kom mér þannig fyrir sjónir sem sannur lærisveinn Drott- ins, og var alltaf reiðubúin að þjóna Jesúm Kristi, og eins og hún sjálf sagði, Kristur elskaði mig, og lagði sjálfan sig í sölumar fyrir mig. í Róm. 14 stendur skrifað: Takið að yður hina óstyrku í trúnni, án þess að leggja dóm á skoðanir þeirra, þannig var Guðmunda í raun, hún lifði í Drottni og hún dó í Drottni, því hún vissi að hvort sem við lifum eða deyjum, þá erum við Drottins, því til þess dó Kristur og varð aftur lifandi. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst þessari góðu konu; og bið góðan Guð að styrkja þig, ÓIi minn, og bömin ykkar öll í ykkar miklu sorg. Við sem þekktum Guðmundu munum geyma minningu um góða konu sem hafði alltaf nóg að gefa öðmm. Friðrik Óskarsson. Mér bámst skilaboð þess efnis á miðvikudaginn var að Guðmunda á Njálsgötunni væri farin heim til Drottins. Það vom blendnar tilfínn- ingar sem bærðust í bijósti mínu, annars vegar söknuður og hins veg- ar þakklæti. Ég hafði heimsótt hana nokkmm sinnum á undanfömum vikum og það mátti öllum ljóst vera sem sóttu heim sjúkrabeð hennar að þar var einn hinna heilögu Guðs að bíða samfunda við skapara sinn. Það er ekki að undra að fjöl- skylda hennar og bræður og systur í Kristi beri söknuð í bijósti vegna andláts hennar, þar sem með henni er genginn mikilvirkur starfsmaður á akri Guðs og friðarhöfn fjölskyld- unnar. Ég ætti öllu heldur að segja hermaður í þeim óvíga her sem Guð hefur kallað til þjónustu sinnar hér á jörðunni. Guðmunda var óvenjuleg kona fyrir margra hluta sakir. Það sem gerði hana óvenjulega í mínum huga var óbifanleg trúarsannfær- íng hennar og það lifandi samfélag við Drottinn Jesúm Krist sem hún átti og gat ekki og reyndi ekki að leyna fyrir samferðarmönnum sín- um. Menn þurftu ekki að umgang- ast Guðmundu nema dagstund til að gera sér ljóst að þar var á ferð- inni kona með uppgerðan huga og ákveðna stefnu. Það þurfti enginn að giska á hugmyndir hennar um guðsríki og eilífðarmálin. Hún var kona sem bar í bijósti sér köllun frá almáttugum Guði og sinnti henni eftir bestu getu. Þær bæna- stundir sem við áttum saman á dánarbeði hennar voru þrungnar óvenjulegum krafti Guðs. Guðmunda var fyrst og fremst bænahetja. Hún var stöðugt að beijast í bænum sínum fyrir velferð annarra og þá fyrst og fremst fyrir sinni nánustu fjölskyldu og Guðsríki á íslandi. Það er skarð rofið í raðir okkar og ef til vill er það stærra en menn gera sér almennt ljóst. Hún lagði sitt lóð á vogarskálarnar í kyrrþey og það fór aldrei mikið fyrir henni, en að mínu mati var það lóð þungt. Guð gefí íslandi fleiri bænakonur eins og Guðmunda var. Þegar ég hugleiði líf Guðmundu og þann sterka vitnisburð um gæsku Guðs sem það var kemur í huga minn ritningarvers í þrettánda kaflanum í Matteusi. Þar segir: Aðra dæmisögu sagði hann þeim: „Líkt er himnaríki mustarðskomi, sem maður kom og sáði í akur sinn. Smæst er það allra sáðkoma, en nær það vex, er það öllum jurtum meira, það verðurtré, og fuglar him- ins koma og hreiðra sig í greinum þess.“ Líf Guðmundu hefur keim af þessari dæmisögu. Hún tók á móti auðmýktarorðum um frelsi og end- urlausn í Kristi Jesú sem ung kona og það ríki óx innra með henni all- ar götur fram á síðustu ár. Reynd- ar gerði hún djúpt val í Guði nú fyrir örfáum árum. En þessi and- legi vöxtur innra með henni varð að miklu tré og fuglar, jafnvel þeir fulgar sem flestum er ekkert um gefíð, áttu sér skjól í greinum þess. Seint og snemma bar hún hag smælingjanna fyrir bijósti og að mörgum gaukaði hún ýmsu sem hún er nú að uppskera fyrir. Ég fór með Guðmundu í nokkrar heimsóknir í fangelsi hér á árum áður og mér er minnisstætt’ hversu hlýjan móðurkærleika hún bar til þeirra ólánsömu manna sem þurftu að dvelja um lengri eða skemmri tíma bak við lás og slá. Hún talaði kærleiksorð sem náðu beint til hjart- ans og öllum var ljóst að hugur fylgdi máli. Það var ekki einvörð- ungu að hún talaði orð kærleikans heldur fylgdu verkin með. Heimili hennar á Njálsgötu 17 í Reykjavík, var mörgum útigangsmanninum griðarstaður. Ólafur, eiginmaður Guðmundu, mátti oft sýna mikla þolinmæði því örtröðin var oft slík. Það var einnig viðtekið á heimilinu að þeir ólánsömu og aðrir sem áttu um sárt að binda hringdu til Guð- mundu til að sækja styrk. Þá var beðið í símann á staðnum og tæpi- tungulaust og ekki brást það að einnig þurfti að lofa Guð og þakka honum fyrir ótal 'sigra bæði smáa og stóra. Guðmunda hefur ætíð verið mér og minni fjölskyldu blessun og ljós. Á óeigingjarnan hátt hefur hún veitt stuðning sinn og barist með okkur í bæninni. Samband fjöl- skyldnanna hefur verið náið og reyndar frá fyrsta degi hjónabands mín og konu minnar, en það var einmitt Guðmunda sem opnaði heimili sitt þann dag sem oftar til að leggja síðustu hönd á búnað konu minnar á brúðkaupsdaginn. Það var ekki ósjaldan að leið okkar lá á Njálsgötu 17 til að þiggja veit- ingar, taka þátt í gleði og deila sorgum. I huga mínum á þessari stundu er einnig þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa fengið að deila að hluta vegferð minni með trúarhetju hvers- dagsins sem vinnur áhrifamikið verk í guðsríki án þess að blásið sé í lúðra eða bumbur barðar. Guð- munda var slík kona. Eftir að hafa kynnst slíkum persónuleika hefur maður meiri trú á þessari þjóð og er bjartsýnni en ella að þrátt fyrir allt munu bænir hinna sterku, sem við ekki kunnum skil á, verða svar- að til blessunar fyrir land og lýð. Ég er Guði þakklátur. Gunnar Þorsteinsson. Hún amma er farin heim til Drottins. Það verður erfítt að fylla það skarð sem hún skilur eftir sig. Hún var einstök kona, sem mátti ekkert bágt sjá og þar fór hún ekki í manngreinarálit. Sama hvort það var útigangsmaður eða borgarstjór- inn sem varð á vegi hennar, þá talaði hún til þeirra Guðs orð. Það voru margir sem litu inn til ömmu á Njálsgötunni og alltaf gaf hún sér tíma til að sinna þeim sem komu. Með fómandi kærleika gaf hún þeim sem komu til hennar brauð, te og Guðs orð. Ég vil þakka Guði fyrir þær yndislegu stundir sem ég átti með ömmu. Hún var lifandi trúuð kona sem var kristin í orði og verki. Hún elsk- aði að tala um Drottin Jesú Krist, en sérstaklega elskaði hún að tala um Jesú blóð. Því að blóð Jesú frels- ar manninn undan synd og gefur honum eilíft samfélag við Guð. Amma sagði mér oft eina sögu af föður sínum, Sigurði frá Litla- landi í Vestmannaeyjum. Þegar hann var á sínu dánarbeði var hann mjög órólegur yfír því að mæta skapara sínum og honum fannst hann ekki nógu hreinn. Fólkið í kringum hann sagði að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því, þar sem hann hefði alltaf gert gott í kringum sig og verið fús að hjálpa öðrum. En Sigurður langafi fékk ekki frið fyrr en frelsaður Guðs maður kom til hans og sagði honum að blóð Jesú hreinsar burt alla synd eins og stendur í fyrsta Jóhannesar- bréfí. En ef vér göngum í ljósinu, eins og hann er sjálfur í ljósinu, þá höf- um vér samfélag hver við annan og blóð Jesú, sonar hans, hreinsar oss af allri synd. Ef vér segjum: „Vér höfum ekki synd,“ þá svíkjum vér sjálfa oss og sannleikurinn er ekki í oss. Ef vér játum syndir vor- ar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti. (1. Jóh. 1:7-9.) Þessu tók langafi á móti með fögnuði aðeins tveimur dögum fyrir andlátið. Þess vegna voru þetta mikil uppáhaldsvers úr Biblíunni hjá ömmu. Amma var bænheit kona og bað fyrir mörgum sem urðu á vegi henn- ar. Margir fundu kraft heilags anda þegar hún bað hástöfum fyrir þeim og sumir eiga vitnisburð um lækn- ingu. Einnig bað hún daglega fyrir afkomendum sínum eða „hópnum sínum“ eins og hún nefndi okkur. Ég vissi til þess að hún byijaði að biðja fyrir okkur meðan við vorum enn í móðurkviði. Ef ísland ætti fleiri slíkar trúar- hetjur eins og amma var, sem bað stöðugt fyrir hópnum sínum og tal- aði sannleika Guðs til þeirra, þá væri blessun Guðs ríkjandi yfir landinu okkar. Það er erfítt að kveðja ömmu og eins vár erfítt að kveðja hana með- an hún var hjá okkur, því hún hafði frá svo mörgu að segja og helst bað hún fyrir manni áður en maður fór frá henni. Á dánarbeði sínu lofaði hún Drottin og þeir sem komu í heimsókn fengu uppörvunarorð frá ömmu. Hún átti svo mikinn kærleika og það var hennar þrá að allur hópur- inn hennar myndi gefa Jesú Kristi hjarta sitt og ganga veg Guðs. Ég bið Guð að hugga þá sem syrgja hana, en sérstaklega vil ég biðja Guð að styrkja afa í þessum miída missi. Óli afí stóð á bak við þessa einstöku konu, því að þau góðverk sem hún gerði í Jesú nafni lét hann sér vel líka þótt hann segði ekki mikið. Nú er amma farin heim til Drott- ins en það var hennar þrá að hitta Jesú og dvelja um eilífð hjá honum. Kolbeinn Sigurðsson og fjölskylda. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, hörmunga’ og rauna frí við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unun og eilíf sæla er þín hjá landsins stól. (H. Pétursson.) Til elsku ömmu minnar. Mér þótti gott að koma til hennar, hún tók alltaf vel á móti mér. Það var gott að fá te og ristað brauð hjá henni, eftir langan söludag hjá mér. Við gátum alltaf talað saman um hitt og þetta. Ég var reynslunni ríkari þegar ég kvaddi hana. Það var erf- itt að kveðja hana, hún þurfti alltaf að segja mér eitthvað meira af sinni reynslu. Ég þakka ömmu allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Blessuð sé minning hennar. Margrét. Sigurðardóttir. Það eru margar dýrmætar stund- ir sem hún amma hefur gefið vinum sínum og vandamönnum um ævina. Hún var alveg einstök manneskja og skyldi ávallt eftir sólargeisla hvar sem hún kom. Fyrir henni voru allir jafnir. Hún leit á hjartað og talaði í alla staði fallega um fólkið sem varð á vegi hennar. Mörg gullkorn eru í minnum okkar sem Drottinn hafði lagt henni í té til að styrkja og blessa. Við vitum sjálfsagt minnst hvað hún þurfti að reyna á sinni ævibraut. En eitt er víst hún var ávallt sönn í hjarta og í verki. Hver sem varð á vegi hennar fékk að vita um þann dá- samlega fjársjóð sem Drottinn hafði gefið henni og hún vildi opna fyrir öðrum. En það sem Drottinn hefur gefið tekur hann aftur og allt hefur sinn tíma. Og nú hefur Drottinn tekið hana í faðm sér. Elsku amma litla, eins og við kölluðum hana, við þökkum þér fyrir hveija þá stund sem þú gafst okkur. Þær verða varðveittar í hjarta okkar þar til við mætum þér að nýju. Leggðu til birtunnar leið þína og myrkrið nær þér ekki þó að skuggi vísi þér veginn. (Þorgeir Sveinbjamars.) Stella, Davíð, Eva Dögg og Þorleifur Gaukur. Þótt ég talaði tunpm manna og engla, en hefði ekki kærleikann væri ég sem hljómandi málmur og hvellandi bjalla. Þessi ritningarvers komu mér í hug er mér barst fregnin um andlát minnar elskulegu trúsystur, sem var mér svo kær. Fundum okkar Guðmundu bar fyrst saman á sam- komu hjá Fíladelfíusöfnuðinum.vor- ið 1974. Þá kom þessi yndislega kona á móti mér og heilsaði. Frá henni stafaði svo mikill kærleikur, svo mikill friður að ég hafði aldrei upplifað annað eins, og ég sagði það oft seinna að hefði einhver sagt mér að hún væri engill af himnum hefði ég trúað því. A vináttu okkar Guðmundu bar aldrei skugga í þessi 17 ár sem við þekktumst. Heima hjá Guðmundu á Njálsgötu 17 var oft þröng á þingi. Þangað leitaði fólk í erfiði lífsins, fólk með alls konar vandamál. Guðmunda gaf öllum tíma, hún skildi allt í þessu lífí, hún átti ráð við öllu og hún hlustaði á alla því hún var svo óeig- ingjörn. Guðmunda hafði hjarta fyrir öllum er urðu áfenginu að bráð. Eitt sinn komu drukknir menn að dyrum Guðmundu, mennirnir voru skjálfandi og illa til reika. Þeir voru að leita sér að einhveiju skjóli sem endranær. í þetta skipti gat hún ekki boðið þeim inn í bæ- inn, en Guðmunda fann ráð við því, hún fór út á tröppurnar með mat í skál og gaf þeim að borða. í fjölda mörg ár fór Guðmunda í hegningarhúsið við Skólavörðustíg á aðfangadag með gjafir til fang- anna, hún var vinur þeirra. Hún elskaði alla sem erfitt áttu og fet- aði svo sannarlega í fótspor Krists. Margt væri hægt að segja því margar eru minningarnar, en það verður ekki sagt hér. Nú er Guð- munda komin heim til frelsarans sem hún lifði fyrir hérna megin grafar. Hún setti sína von á Drott- inn og fól honum allt. Ekki fyrir langa löngu talaði ég um að það væri verst að hún þyrfti að þjáðst svo mikið í sínum veikindum. Þá huggaði hún mig og sagði: „Þetta gerir ekkert til, ég er á leiðinni heim, inn í hina nýju Jerúsalem." I dag kvðejum við þessa stórkost- legu konu og eftir standa yndisleg- ar minningar, minningar um trú á frelsarann, minningar um kærleika Krists og minningar um elsku og frið milli manna. Drottinn gaf og Drottinn tók lofað veri nafn Drottins. Óli minn, við"hjónin vottum þér okkar dýpstu samúð, og einnig börnum og barnabörnum, og biðjum í Jesú nafni góðan Guð að blessa ykkur og styrkja. Þóra Björk Benediktsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.