Morgunblaðið - 13.02.1992, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRUAR 1992
37
Minning:
Jóhann Jónasson
útgerðarmaður
í dag fer fram frá Sauðanes-
kirkju útför elskulegs mágs okkar
Jóhanns Jónassonar sem lést á
Landakotsspítala 2. febrúar sl. eftir
langa baráttu við erfiðan sjúkdóm.
Alltaf kemur dauðinn eins og reið-
arslag, jafnvel þótt maður sé búinn
að eiga von á viðskilnaði um ein-
hvern tíma.
Jóhann eða Jói eins og hann var
kallaður fæddist 25. september
1925 að Skálum á Langanesi. For-
eldrar hans voru Jónas Albertsson
og Sæiaug Sigurgeirsdóttir. Tvö
systkini á hann á lífi, Önnu og
Kristin, sem eru búsett í Reykjavík.
Til Vestmannaeyja fór hann á vetr-
arvertíð og þar kynnist hann systur
okkar Guðlaugu og gengu þau í
hjónaband 9. maí 1947. Fluttist hún
með honum til Þórshafnar og þar
hafa þau búið síðan. Eignuðust þau
4 börn, þau eru: Guðrún Rannveig,
f. 10. október 1947, Jónas Sigurð-
ur, f. 6. nóvember 1956, Pétur
Sævar, f. 25. mars 1959, og Jóhann
Þór, f. 27. september 1961. Einnig
ólu þau upp systurdóttur Jóa, Krist-
ínu Antonsdóttur, eftir lát móður
hennar, og eru barnabörnin 6. Það
sem okkur er minnisstæðast úr fari
Jóa er hin létta skapgerð og ljúfa
framkoma, það var alltaf glatt á
hjalla þar sem hann var, hvort sem
hann var við spilaborðið eða í fjöl-
skyldu- og vinahóp. Jói hóf ungur
sjósókn og 19 ára gamall eignaðist
hann sinn fyrsta bát. Mun hann
hafa verið farsæll sem skipstjóri,
þó stundum hafi hann komist í hann
krappann, eins og þegar hann lenti
í hrakningum á bát sínum mb.
Magna í vonskuveðri veturinn 1961
og þóttu þeir úr helju heimtir þegar
þeir komust loks í land, og lýsti Jói
því svo í viðtali við Morgunblaðið:
„Það sá ekki út úr augunum fyrir
stórhríð og vindhraðinn mun hafa
verið 11-12 vindstig og lengst af
tímanum var báturinn allur á kafi
í öldurótinu." Það er ekki alltaf létt
verk að vera sjómaður á litlum bát-
um við íslandsstrendur. Eftir að
hann hætti til sjós vann hann við
útgerðina, en Jónas sonur hans tók
við formennsku. Fyrir um 11 árum
varð fyrst vart við þann sjúkdóm
sem síðan varð honum að aldurtila.
Margar voru ferðirnar hjá honum
til Reykjavíkur á sjúkrahús og allt-
af var vonast eftir að komist hefði
verið fyrir sjúkdóminn. Þó hann
væri oft mikið veikur var hann allt-
af jafn glaðvær og gerði að gamni
sínu við okkur. Þannig var hann
líka í siðasta skiptið sem við heim-
sóttum hann á sjúkrahúsið, en hann
stóð ekki einn í þessum veikindum
sínum, hann átti góða eiginkonu
og börn sem stóðu við hlið hans þar
til yfir lauk.
Elsku Gulla, við vitum að það er
sárt að sjá á bak ástkærum eigin-
manni, en þá er gott að setjast nið-
ur og líta yfir farinn veg, gleðjast
yfir unnum sigrum á lífsleiðinni.
Megi góður guð mýkja sárin og
styrkja þig á erfiðum stundum.
Elsku Gunna, Jónas, Pétur, Jó-
hann og fjölskyidur, til ykkar send-
um við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Bíbí og Brynja.
Síðast sá ég Jóhann Jónasson á
flugvellinum á Akureyri nú í vetur,
þar sem hann beið flugvélarinnar
til Þórshafnar, þá orðinn helsjúkur,
en bar sig vel. Hugurinn og áhug-
inn var þó hinn sami, hann var hlýr
og glaður í bragði - einn þeirra
manna, sem maður á einungis góð-
ar minningar um.
Jóhann fæddist 24. september
1925 á Skálum á Langanesi, sonur
hjónanna Jónasar Albertssonar og
Sælaugar Siggeirsdóttur bónda á
Höfða á Langanesi Jónssonar og
Friðrósar Sigríðar Helgadóttur.
Jónas mun hafa verið fæddur á
Kolgerði í Höfðahverfi, en réðst á
unglingsárum að Litlagerði vinnu-
maður til þeirra Skapta Jóhanns-
sonar og Bergljótar Sigurðardóttur.
Skapti féll frá mikilli ómegð, sex
dætrum og einum syni, og var til
þess tekið, hversu vel Jónas vann
búinu. Hann flutti síðar austur á
Skála, sem þá voru að byggjast
upp, og nefndi hús sitt eftir Lauf-
ási við Eyjafjörð, þar sem hann
hafði verið einhver ár. Albert faðir
hans var hákárlasjómaður. Þeirra
feðga er allra minnst á einn veg:
Þeir voru forkar duglegir og þraut-
seigir, glaðir í viðmóti og raungóðir.
Sælaug og Jónas áttu sex börn
og komust fjögur upp. Sigurrós og
Jóhann eru látin, en á lífi eru Anna
og Kristinn. Þau fluttust frá Skálum
til Þórshafnar árið 1939.
Frá blautu barnsbeini vandist
Jóhann öllum daglegum verkum til
sjós og eru sagnir af því, að hann
hafi staðið upp á stömpunum við
að beita, snáðinn 8 eða 9 ára gam-
ail, og gaf hvergi eftir. Fyrsta bát-
inn eignaðist hann lýðveldisárið og
fór 1947 til Vestmannaeyja á ver-
tíð. Það var lífsgæfa hans að hitta
þar Guðlaugu Pétursdóttur Guð-
jónssonar á Kirkjubæ og Guðrúnar
Rannveigar Guðjónsdóttur. Þau
giftu sig 9. maí 1947 og hófu sama
ár búskap á Þórshöfn. Börn þeirra
eru: Guðrún, fædd 1947, gift Þór-
arni Sigurðssyni og eiga þau einn
dreng; Jónas fæddur 1956, kvæntur
Þorbjörgu Þorfinnsdóttur og eiga
þau 3 börn; Pétur Sævar fæddur
1959, kvæntur Vilborgu Stefáns-
dóttur og eiga þau 2 börn, Jóhann
Þór fæddur 1961, sambýliskona
hans er Hafdís Hannesdóttir. Jónas
býr á Þórshöfn, en hin systkinin í
Vestmannaeyjum. Auk þess ólu þau
Guðlaugu og Jóhann upp systur-
dóttur hans, Kristínu Antonsdóttur,
eftir að Sigurrós móðir hennar hafði
fallið frá. Hún er git Ólafi Gunnars-
syni, þau eiga eina dóttur og búa
á Akureyri.
Jóhann var sjómaður og útgerð-
armaður af lífi og sái til hinstu
stundar. Á Þistilfirði hafði hann
marga hildi háð og oft komist í
karlmennskuraun á smábátum í
norðaustan báli eins og frásagnir
eru um. En hann þekkti fjörðinn
eins og lófann á sér, hann þekkti
sjólagið og vissi alltaf, hvar hann
var staddur. Hann var aflamaður
með afbrigðum og hélst vel á mann-
skap. Smátt og smátt óx honum
fiskur um hrygg. Hann sá eftir
Magna-nafninu, en eignaðist síðan
þijá báta með nafninu Geir. Útgerð-
arsaga hans einkenndist af fyrir-
hyggju og ráðdeild. Hann fann til
ábyrgðarkenndar gagnvart fisk-
vinnslufólki, að afli bærist á land
til þess að vinna væri nóg. Honum
var það í senn ánægja og stolt að
sonur hans Jónas tók við bátnum
og útgerðinni og hefur ekki reynst
eftirbátur föður síns.
Jóhann átti í Versluninni Signar
og Helgi með mági sínum Signari
Valdimarssyni og Helga Þorsteins-
syni og rak Kristinn bróðir hans
búðina um skeið, eftir að þau Sign-
ar og Anna fluttust suður. Síðan
hefur Guðlaug rekið smáverslun í
húsi þeirra við Langanesveg.
Jóhann var félagslyndur og
gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.
Hann sat í hreppsnefnd Þórshafnar-
hrepps 1966 til 1982 og í hafnar-
nefnd 1954 til 1970 og frá 1982
til dauðadags. Hann átti sæti í
stjóm Hraðrystistöðvar Þórshafnar
frá 1970 og í fleiri nefndum, sem
tengdust atvinnulífinu. Við fráfall
hans lýkur merkum þætti í atvinnu-
sögu Þórshafnar, sem hann mótaði
öðrum fremur um áratugi.
Við þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins söknum vinar í stað, þar sem
Jóhann Jónasson var. Heimili þeirra
Guðlaugar stóð okkur opið og var
okkur jafnan tekið með sömu hlýj-
unni og rausnarskapnum, hvernig
sem á stóð. Ég minnist þess þegar
ég kom þangað heim í fyrsta skipti.
Það var hafísveturinn 1966, þegar
isbreiðan fyllti fjörðinn svo langt,
sem augað eygði. Síðan hef ég átt
þar ótaldar ánægjustundir. Jóhann
hafði vakandi áhuga fyrir þjóðmál-
um og skildi betur en flestir aðrir
gildi einkaframtaks og þær skyld-
ur, sem atvinnureksturinn leggur
þeim á herðar, sem fyrir honum
stendur.
Það var jafnræði með þeim hjón-
um, Guðlaugu og Jóhanni, og þau
hafa átt einstöku barnaláni að
fagna. Þau voru samhent í lífinu,
raungóð og vinir vina sinna. Nú á
Guðlaug á bak að sjá einkavininum
sínum. Hann veiktist fyrst 1979 en
reif sig upp á milli. Síðasta gangan
var erfið, en nú hefur hann kvatt.
Við hjónin biðjum honum guðs
blessunar og ástvinum hans. Megi
hann í friði hvíla.
Halldór Blöndal.
Jæja Knútur minn, nú er hann
Jói minn farinn. Þetta voru þau orð
sem móðir mín og systir hans sagði
við mig sunnudagsmorguninn 2.
febrúar sl.
Ósjálfrátt fóru í gegnum huga
minn minningar um þennan sterka
mann. Minningar frá því á Þórshöfn
í gamla daga, heima hjá Gullu. Um
sexleytið setti hún kartöflur í pott
og síðan var farið út að glugga og
horft út á sjóinn og fylgst með
bátunum sem sigldu inn. Hvað
skyldi hann vera með mikið nú?
Maður þurfti svo sem ekki að
spyija. Alltaf kom gamli Geir
drekkhlaðinn inn Þistilfjörðinn og
svona kiukkutíma seinna kom Jói
gangandi heim; göngulagið auð-
þekkt, hann steig ennþá báruna og
einhvern veginn varð þetta göngu-
lag hans Jóa samnefnari fyrir alla
þá sjómenn sem ég síðan hef þekkt.
Hann hélt vanalega á snærisspott-
um í báðum höndum og hangandi
í þeim var glænýr fískur; steinbítur
var mitt uppáhald.
Svona var þetta á hveiju sumri
þangað til ég varð 15 ára og líf
mitt tók breytingum.
Ég man eftir honum-Jóa heima
í Eskihlíðinni. Mér fannst það alltaf
vera svolítið sérstakt að þessir
menn, sem alltaf var verið að tala
við í útvarpinu, skyldu hringja heim
og mæla sér mót við hann. Hann
þekkti víst marga alþingismenn.
Síðan liðu árin. Ég eignaðist
mína fjölskyldu og sambandið varð
minna. Hann Jói okkar veiktist af
þeim sjúkdómi sem tekur svo marg-
an manninn frá okkur. Hann barð-
ist við hann í 12 ár og lýsir það
e.t.v. því vel hversu sterkur maður
hann var. Engu að síður var hann
alltaf jafn hress, vildi ekki ræða
um sín veikindi, því margir áttu svo
miklu erfiðara en hann, heldur
ræddi hann um fiskveiðar, sjósókn,
kvótamál og yfirleitt allt sem sjón-
um viðkom — enda var hann hans
líf.
Elsku Gulla mín, Gunna, Jónas,
Pétur og Jóhann; við Kristín biðjum
algóðan Guð að vera með ykkur
að veita ykkur styrk. Hugur okkar
er hjá ykkur á þessari stundu.
Knútur Signarsson.
Guðmunda Oddsdótt
ir, Þykkvabæjar-
klaustri — Minning
Guðmunda Oddsdóttir frá
Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri í
Vestur-Skaftafellssýslu lést á
Hjúkrunarheimilinu Grund í
Reykjavík þann 6. febrúar 1992.
Guðmunda var fædd 17. ágúst
1906 í Reynishjáleigu í Mýrdal í
Vestur-Skaftafellssýslu. Foreldrar
hennar voru Oddur Brynjólfsson
bóndi á Þykkvabæjarklaustri í
Álftaveri og Hallfríður Oddsdóttir
húsfreyja.
Guðmunda var næstyngst níu
systkina. Systkini hennar voru Auð-
unn, fæddur 1893, dáinn 1969, Sig-
urbjörg, fædd 1985, dáin 1972,
Guðrún, fædd 1896, dáin 1899,
Brynjólfur Pétur, fæddur 1898,
dáinn 1987, Kristín, fædd 1902,
dáin 1.986, Gottsveinn, fæddur
1904, dáinn 1955, Matthías Egg-
ert, fæddur 1905, dáinn 1981, Guð-
munda, fædd 1906, dáin 1992 og
Halldór, fæddur 1909, dáinn 1992.
Foreldrar Mundu eins og hún var
alltaf kölluð bjuggu frá 1893 til
1906 á Þykkvabæjarklaustri í
Álftaveri. Þau brugðu búi í tvö ár
og var faðir hennar þá vinnumaður
í Norðurleigu en móðir hennar fór
með Kristínu og Gottsvein systkini
Mundu með sér að Reynishjáleigu
í Mýrdal. Þar vann Hallfríður fyrir
sér og börnunum og þar fæddist
Munda. Árið 1907 fluttist Munda
með móður sinni og systkinum
tveimur að Þykkvabæjarklaustri
þar sem fjölskyldan sameinaðist á
ný og bjó Munda þar til ársins 1929.
Þar sleit hún barnsskónum og vann
þar síðar sem vinnukona til ársins
1929. Munda fluttist til Reykjavíkur
1929 og hóf þá störf sem sauma-
kona, fyrst í Sjóklæðagerðinni og
síðar í Vinnufatagerðinni þar til
seint á fimmta áratug þessarar ald-
ar. Þá vann hún sem aðstoðarstúlka
á læknastofu Viktors Gestssonar.
Hjá honum vann hún í um 20 ár.
Þegar Munda var komin undir sjö-
tugt vann hún um tveggja ára skeið
á Hressingarskálanum í Austur-
stræti.
Munda var mikill og litríkur per-
sónuleiki. Hún hafði sjálfstæðar
skoðanir sem hún hélt fram tæpi-
tungulaust, dugnaðarforkur, þrek-
mikil og ósérhlífín. Hún var stór í
sniðum en átti svo margt gott til,
hjálpsemi, hlýju og næman skilning.
Æskuheimili Mundu var í nágrenni
jökla og eldstöðva og hún var ekki
nema 12 ára þegar hún kynntist á
áþreifanlegan hátt þeim ógnar-
krafti sem býr í virkri eldstöð und-
ir jökli. Haustið 1918 lét Katla aft-
ur á sér kræla eftir um hálfrar ald-
ar hlé. Karlmenn voru að heiman
við smalamennsku og þegar ósköp-
in dundu yfir reyndi á dugnað og
styrk kvenna og annarra sem heima
voru. Gosinu fylgdu þrumur og eld-
ingar ásamt niðamyrkri þegar ösku-
fallið var sem mest. Þessu lýsti
Munda oft á myndrænan hátt, ógn-
inni og óvissunni samfara þessum
óþekktu atburðum í huga barnsins.
Fjölskyldan þurfti að flýja til beitar-
húsa sem stóðu hærra, vegna fló
ðsins sem kom í kjölfar gossins.
Eðlilega voru áhyggjurnar stórar
þegar fólkið þurfti að forða sér í
flýti og var Munda mest hrædd um
að flóðið tæki bróður sinn sem var
á hækjum og gat því ekki hlaupið
eins hratt. Á fyrri hluta þessarar
aldar voru bílferðir um Suðurland
miklar ævintýraferðir. Eina slíka
ferð fór Munda úr Skaftafellssýslu
til Reykjavíkur. Í einni jökulánni
festist bíllinn og áin ekki árennileg
fyrir ferðbúna farþegana. Munda
gerði sér þá lítið fyrir og bar sam-
ferðakonu sína í land, óð svo aftur
út í og sótti farangurinn, enda var
hún jafnan úrræðagóð og gekk
ótrauð í það sem þurfti að gera.
Ein stærsta og áhrifamesta stund
í lífi Mundu var án efa Alþingishá-
tíðin 1930. Þetta var mikil hátíð í
hennar augum og ógleymanleg.
Hún minntist líka oft á hana og
þá frelsis- og sjálfstæðishugsjón
sem ríkti með fólkinu. Oft á gleði-
stundum seinna á ævinni varð henni
að orði: „Já — aldrei gleymi ég
Alþingishátíðinni 1930, það var nú
gaman þá.“ Á kreppuárunum gafst
almúgafólki sjaldan tækifæri til
utánlandsferða. En 1936 þegar
Munda starfaði hjá Vinnufatagerð-
inni fór hún með Gullfossi til Kaup-
mannahafnar á vegum fyrirtækis-
ins til að læra á sníðavélar. Sigling-
in var mikið ævintýri og siglingin
um Kílarskurðinn eftirminnileg.
Hún bað um að hún yrði vakin þeg-
ar farið væri um skurðinn og fór
upp á dekk um nótt til að njóta
þess sem fyrir augu bar. Dvölin í
Kaupmannahöfn var að mörgu leyti
erfið þótt margt hafi verið gaman
líka. Henni voru áramótin sérlega
minnisstæð í hópi góðra vina við
sprell og fjör í Kaupmannahöfn.
Hún naut samverunnar með félög-
unum í Vinnufatagerðihni og fór
margar góðar ferðir með þeim. Hún
dvaldi t.d. í viku með vinkonu sinni
í Skíðskálanum í Hveradölum í boði
Vinnufatagerðarinnar.
Frá því við systkinin munum
fyrst eftir okkur hefur Munda verið
hluti af lífí okkar. Hún var afasyst-
ir okkar og okkur mjög nákomin.
Um tólf ára skeið bjuggum við fjöl-
skyldan í Bogahlíðinni en Munda í
Eskihlíðinni og því stutt á milli
okkar og hún tíður gestur. Þegar
kom að því að við flyttum úr Hlíðun-
um upp í Breiðholt, var hún ekki
sátt við þá ráðstöfun að við flyttum
þar lengst upp á heiði, og bjóst
ekki við að eiga þangað tíðar ferð-
ir. En þegar kom að því að flytja
fyrirgaf hún okkur þetta tiltæki og
lá ekki á liði sínu við flutninginn
og þar kom að henni þótti þetta
hinn allra besti staður. Þegar við
fjölskyldan fórum í ferðalög og úti-
legur var Munda sjálfsagður ferða-
félagi. í fyrstu útilegunum lágum
við reyndar í tjaldi sem Munda
saumaði og gaf pabba okkar í af-
mælisgjöf. Á hátíðisdögum eins og
17. júní og sumardaginn fyrsta fór
hún með okkur í bæinn og lét sig
ekki muna um að bera okkur systk-
inin á háhesti ,svo við sæjum yfir
hina. Munda var Skaftfellingur í
húð og hár og unni sinni heima-
byggð. Hún var ævifélagi í Skaft-
fellingafélaginir og sótti árshátíðir
meðan hún hafði heilsu til og heils-
aði upp á vini og frændfólk enda
mjög frændrækin.
Þegar líður að leiðarlokum þökk-
um við Mundu allar góðar og
ógleymanlegar stundir sem við átt-
um saman.
Guðrún, Siggi og Áslaug.