Morgunblaðið - 13.02.1992, Page 39

Morgunblaðið - 13.02.1992, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ 'FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992 39 Ragnheiður Eyjólfs- dóttír - Minning Rögnu Sigurðardóttir og eignuðust þau 3 börn og ólu upp dóttur Rögnu. Síðari kona hans er Sigríður Gríms- dóttir. Guðmundur Helgi, fæddur 1933, búsettur í Hnífsdal, giftur Jónu Valgerði Kristjánsdóttur og eiga þau fimm börn. Elísabet Jóna, fædd 1937, búsett á Rauðumýri i Nauteyrarhreppi, gift Ólafi Þórðar- syni og eiga þau 7 börn. Anna Salóme, fædd 1941, búsett í Vogum á Vatnsleysuströnd, gift Sveini Þor- steinssyni og eiga þau 3 börn. Barnaþörn Guðbjargar eru nú orðin 34. Þau Guðbjörg og Ingólfur höfðu lengst af í sínum búskap nokkurt fjárbú, og höfðu bæði mikið yndi af skepnum. Slíkt áhugamál var þó eingöngu frístundastarf, því Ingólf- ur vann við sjóróðra og síðar unnu þau bæði langan starfsdag í Hrað- frystihúsinu í Hnífsdal. Guðbjörg Torfadóttir var á nítug- asta og öðru aldursári þegar hún lést á Fjórðungssjúkraþúsinu á ísafirði 8. febrúar sl. Árið 1985 hafði hún kennt þeirra veikinda sem hún átti svo lengi í stríði við og hafði hún dvalist samfellt í 7 ár á sjúkrahúsinu. Það var erfitt svo dugmikilli og starfsglaðri konu að liggja svo langa og þunga sjúkdómslegu. En hún átti góða að; bömin, tengda- börnin og barnabömin léttu henni sjúkdómsleguna eins og hægt var með heimsóknum og annarri vin- semd sem Guðbjörg mat mikils og var þakklát fyrir. Enginn hefur þó reynst henni eins og sonur hennar, Guðmundur, sem öll þessi ár hefur heimsótt móður sína daglega á sjúkrahúsið og vakað yfir velferð hennar til hinstu stundar. Betur væri að allar mæður ættu slíka syni. Guðbjörg Torfadóttir lifði tvenna ævi, svo sem var um margt það fólk sem fætt var um sl. aldamót þegar þjóðfélagshættir voru aðrir en nú eru. Hún skildi til fullnustu mikilvægi þess að vera sjálfstæð og lifa af vinnu sinni og fara vel með verðmæti. En hún var stórhuga og gjafmild og gerði alla hluti með reisn. Hún vissi hvað það var að vera fátækur. Hún unni heimili sínu og börnum og vildi leggja allt í sölurnar fyrir þau. Börn hennar og barnabörn vilja þakka henni allt hið mikla og farsæla starf hennar og alla þá ástúð sem hún lét þeim í té. Sem tengdadóttir hennar kynnt- ist ég henni allvel. Þó var viss kafli í lífi hennar sem hún talaði ekki um. Fólk af aldamótakynslóðinni ræddi ekki vandamál liðinnar tíðar. Okkur þótti vænt hvorri um aðra og ég virti hana mikils. Eftir að hún varð ekkja höfðum við enn meiri samskipti en áður. Við hjálp- uðumst að við heyskapinn og önnur þau störf sem hún þurfti aðstoðar við. Börn okkar Guðmundar um- gengust hana daglega. Hún unni þeim öllum og sýndi það í verki, og hún lagði sitt af mörkum til uppeldis þeirra. Að því búa þau alla ævi. Sérstakt dálæti hafði hún þó á Halldóri, enda var hann henni mjög ljúfur og eftirlátur. Önnur barnabörn hennar áttu líka góðu atlæti að fagna hjá ömmu sinni. Þeim var alltaf tekið opnum örum og gátu dvalið eins lengi og þau vildu. Guðbjörg gat verið hvöss í svör- um, ef því var að skipta, en þeir sem minnimáttar voru áttu mál- svara þar sem hún var. Hún var stórbrotin kona og ekki allra. Nú hefur hún Ioks fengið langþráða hvíld. Ég þakka henni að lokum samfylgdina og ástúð hennar í minn garð. Far þú í friði friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Br.) Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. ----» ♦ ♦-- Leiðrétting í minningargrein 11. febrúar um Erling Thuliníus lækni, stendur að hann og Guðrún hafi verið bræðrabörn, en svo er ekki. Þau voru systkinabörn og leiðréttist það hér með. • Fædd 29. maí 1899 Dáin 25. desember 1991 Ragnheiður fæddist í Steinum undir Eyjafjöllum. Foreldrar hennar voru: Eyjólfur Halldórsson, trésmið- ur og bóndi, ættaður úr Árnessýslu en uppalinn á Stóra-Núpi hjá séra Valdimar Briem og frú Ólöfu, og Torfhildur Guðnadóttir, bónda Magnússonar prests í Eyvindarhól- um undir Eyjafjöllum. Ragnheiður bjó lengi með foreldrum sínum. Fyrst í Steinum, en síðar í Hvol- tungu, en svo nefndist bærinn eftir að skriða féll á hann og eftir að hann var fluttur austar. Ragnheiður flutti búferlum til Reykjavíkur með ungan son sinn, Eyjólf, og bjó hjá systur sinni Þóru, svo lengi sem Þóra var við fulla heilsu. Síðustu árin bjó hún hjá systrum sínum Önnu og Mörtu. Ragnheiður, eða Ragna eins og við kölluðum hana, var sérstök kona. Allt hennar viðmót var svo elskulegt og hún blíðlynd með af- brigðum. Ég man ekki eftir að hafa séð hana reiðast, hallmæla eða tala illa um nokkra manneskju. Hún var sérstaklega orðprúð og aldrei man ég eftir að henni hafi hrotið ljótt orð af vör. Ragna passaði mjög oft upp á strákana mína þegar þeir voru litlir og var hún í miklu uppá- haldi hjá þeim. Hún vaggaði þeim í svefn, kenndi þeim kvæði, að spila á spil, sagði þeim ævintýri og ótal frumsamdar sögur. Fáir kunnu fleiri útfærslur á Búkollu en hún og enn færri hafa þá þolinmæði að segja þá sögu, litlum snáðum, í a.m.k. 500 skipti, eða að fara í ótelj- andi „Hvað gaf frúin þér í Ham- borg í gær“. Til dæmis um vinsæld- ir hennar hjá unga fólkinu dettur mér í hug að í eitt sinn átti einn sona okkar afmæli, en svo óheppi- lega vildi til að Ragna gat ekki mætt í veisluna. Þá sagði sá litli: „Ef Ragna kemur ekki þá held ég ekki upp á afmælið mitt.“ Þetta fór þó allt vel, hringt var í Rögnu og gat hún komist að lokum. Já, hún Ragna var alltaf boðin og búin að hjálpa hvar sem var og hvenær sem var. Eins var hægt að trúa Rögnu fyrir öllu, hún varð- veitti leyndarmál og var þögul eins og gröfin. Þegar við fréttum að Ragna væri dáin kom það eins og reiðar- slag yfir okkur öll. Tilhugsunin að sjá Rögnu okkar aldrei aftur er mjög sársaukafull. Þegar konan mín, Ursula, kom til íslands 1964, var hún henni stoð og stytta alla tíð. Hjartagæska og látleysi hennar var með eindæmum. Ragna var stór þáttur í lífi barna minna á meðan við vorum á ís- landi. Þegar Henning var að æfa sig fyrir hlutverk sitt í „Herranótt" Menntaskólans í Reykjavík hlýddi hún honum yfir og auðvitað fór hún á frumsýninguna „til að sjá minn mann standa sig“ eins og hún sagði. Jens heimsótti Rögnu daglega, þeg- ar hann var síðast á íslandi og hún lá á spítalanum. Þegar hann kom til hennar í síðasta skipti til að kveðja hana áður en hann fór út til Þýskalands til að taka sitt loka- próf í tannlækningum, sátu þau lengi saman og bað hún hann að kvíða engu. Að því loknu kvaddi Ragna með þeim orðum að þetta væri í síðasta sinn í þessu lífi sem þau myndu sjást. Ragnheiður var mjög guðhrædd og trúuð kona. Nú er Guð búinn að taka hana til sín, en hún lifir í minningu okkar og við munum aldr- ei gleyma henni. Kæru móðursystur minni þökk- um við öll fyrir allar þær nærveru- stundir og allt það sem hún hefur gert fyrir okkur. Guð styrki son hennar, Edda, og systkini hennar í þeirra sorg. Eyjólfur Busk og fjölskylda. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA JÓSEPSDÓTTIR frá Atlastöðum i Fljótavik, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, fimmtu- daginn 13. febrúar, kl. 15.00. Grétar Sívertsen, Sigríður Guðbjartsdóttir, Sonja Hulda Einarsdóttir, Gísli Bjarnason, Ásdís Berg Einarsdóttir, Guðmundur Rafnar Valtýsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, HJÖRLEIFUR GÚSTAFSSOINI, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 14. febrúar kl. 14.00. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Jónina Hjörleifsdóttir, Dagbjört Hjörleifsdóttir, Gústa Hjörleifsdóttir, Magnhildur Hjörleifsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, dvalarheimilinu Seljahlíð, er lést að morgni 6. febrúar sl., verður jarðsett frá Seljakirkju föstudaginn 14. febrúar kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Slysavarnafélag ís- lands. Grétar Jónsson, Ágústa Olsen, Sigurður Jónsson, Guðlaug Benediktsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Jóna Svana Jónsdóttir, Jón B. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PETRÍNA ANDREA FRIÐBJÖRNSDÓTTIR, Hnífsdal, verður jarðsungin frá Hnífsdalskapellu laugardaginn 15. febrúar kl. 14.00. Þeir, sem vildu minnast hennar, vinsamlega látið Fjórðungssjúkra- húsið á ísafirði njóta þess. Gunnar Kristinsson, Héðinn Kristinsson, Sigrún Gisladóttir, Þórdís Þorleifsdóttir, Þorgerður Vagnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVEINSÍNA G. JÓRAMSDÓTTIR, Nönnugötu 8, Reykjavik, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. febrúar kl. 13.30. Valgerður Magnúsdóttir, Bragi Lárusson, Sólveig Matthíasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Systir okkar, UNNUR FINNBOGADÓTTIR, Grettisgötu 76, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. febrúar kl. 15.00. Herdís Finnbogadóttir, Albert Finnbogason, Finndís Finnbogadóttir, Ellert Finnbogason. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og útför HEIÐMUNDAR KLEMENSSONAR, Kaldbak, Rangárvöllum. Klara Haraldsdóttir, Elín Heiðmundsdóttir, ' Erlingur Gíslason, Sigríður Heiðmundsdóttir, Viðar Steinarsson, Klara Viðarsdóttir, Ösp Viðarsdóttir, Tinna Erlingsdóttir. t Okkar innilegustu þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð, vin- áttu og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður, RÁNAR ÁRMANNSDÓTTUR, Miðvangi 14, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á gjörgæsludeild og deildar A-6 á Borgarspítala. Bergþór Pálmason, Geir Gunnarsson. t Þökku’m innilega fyrir samúð og vinarhug, sem okkur var sýndur, við andlát og útför SIGRÍÐAR FRIÐFINNSDÓTTUR, áður Gunnarsbraut 34. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hvítabandsins. Þórunn Magnúsdóttir, Ásdfs Magnúsdóttir, Jóhann Bjarnason, Hulda Friðfinnsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir vináttu og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR HALLGRÍMSDÓTTUR, Bogahlíð 15. Inga Ingvarsdóttir, Almarr Gunnarsson, Birna Halldórsdóttir, Sævar Halldórsson, Auður Jónsdóttir, Guðný Óskarsdóttir og barnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar HALLDÓRS H. JÓNSSONAR, stjórnarformanns, verður aðalskrifstofa félagsins í Reykjavík lokuð í dag, fimmtudaginn 13. febrúar, frá kl. 14.30. Eimskip.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.