Morgunblaðið - 13.02.1992, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 13.02.1992, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992_ Hormónamælingar hjá íþróttamönnum, T:E hlutfall eftir Birgi Guðjónsson Varla hefur það farið framhjá neinum að nýlega féll íþróttamaður á lyfjaprófi erlendis, enda hefur mikið verið fjallað um það í fjölmiðl- um. Fundur þessi er í sjálfu sér óviðkomandi íþróttasambandi ís- lands þar eð sérsamband þessa íþróttamanns hefur kosið að vera utan ÍSÍ vegna ágreinings um lyfja- eftirlit utan móta, sem er hvað þýð- ingarmest í lyfjaeftirliti. í umræðum hefur hins vegar verið vefengt gildi lyfjaprófs sem alþjóðasérsamband íþróttar hans hefur framkvæmt í samræmi við reglur Alþjóðaólympíunefndarinnar og annarra alþjóðasérsambanda. Með því hefur verið sáð efasemdum hjá almenningi varðandi fram- kvæmd lyQaeftirlits og þar með banni við misnotkun lyfja og er því útskýringa þörf. Prófið er gott dæmi um nýjar rannsóknaraðferðir við nútíma lyfjaeftirlit. Búast má við því að í framtíðinni heyrist meira um slíkt. Minna má á að bann við misnotk- un lyfja er upphaflega til komið vegna dauðaslysa sem urðu af þeirra völdum. Nýlega hefur frést af skyndidauða milli 10-20 ung- menna í Hollandi og Belgíu sem rakið er til misnotkunar á nýju lyfi, erýtrópóetíni. Því eru engar Iíkur á að banni við lyfjamisnotkun verði aflétt. Karlkynshormón (anabólískir sterar) hafa mest allra lyfja verið misnotuð í íþróttum. Mæling á test- ósterón/epitestósterón hlutfalli (T:E hlutfalli) i þvagi er mikilvæg rannsókn í baráttunni gegn mis- notkun karlkynshormóna og fram til ársins 1989 hafði um fjórðungur þeirra íþróttamanna sem uppvísir reyndust að töku slíkra lyija, greinst með þessu prófi. Verður hér reynt að skýra eðli prófsins með hliðsjón af innkirtlastarfsemi. Hormón eru framleidd í ýmsum innkirtlum líkamans. Almennt er fólki sennilega kunnast um hormón skjaldkirtils, nýrnahettna og kyn- kirtla. Hvert hormón hefur afmark- að hlutverk í uppbyggingu og starf- semi Iíkamans. Skjaldkirtilshormón stjórna t.d. efnaskiptum líkamans, kynhormón aftur á móti kynþroska og æxlunarstarfsemi. Hormón hvers kirtils er þó ekki eitt einstakt efni heldur mörg efni í samfelldri keðju eða kerfí allt frá forstigum efnanna til misvirkra efna, óvirkra hliðarefna og loks nið- urbrotsefna. Framleiðslu hormóna er stýrt af stýrihormónum fram- leiddum í heiladingli. Mælingar á þessum efnum eru nú auðveldari og hægt að gera á ýmsan hátt bæði í blóði og þvagi. Eðlilegt magn hvers efnis er vel þekkt og einnig hlutföll við önnur efni í hveiju kerfí. Flest þessara efna er nú hægt að-framleiða á rannsóknar- stofum og lyfjaverksmiðjum og nota bæði til greiningar eða meðferðar á sjúkdómum. Verksmiðjuframleidd hormónalyf geta hins vegar haft lítillega öðruvísi efnafræðilega byggingu og greinast þá auðveld- lega við prófanir. Við töku allra slíkra lyfja minnkar hins vegar eig- in framleiðsla líkamans bæði á stýrihormóni og hormónum viðkom- andi kirtils. Sjúkdóma, sem heija á innkirtl- ana, má gróft flokka í of- eða van- starfsemi. Af slíkum sjúkdómum er almenningi sennilega kunnastir of mikil eða of lítil starfsemi skjald- kirtils. Nánari lýsing á starfsemi nýmahettna skýrir þetta betur, en orsakir truflana í því kerfi geta bæði verið í kirtlinum sjálfum eða í stjórnstöðinni, þ.e. heildadinglin- um. Við röskun á framleiðslu nýrna- hettuhormóna getur mæling á þeim hormónum ásamt stýrihormóni leitt í Ijós orsök og staðsetningu sjúk- dómsins. Ef nýmahetturnar skað- ast vegna sjúkdóma minnkar fram- leiðsla þeirra á eigin hormónum. Heiladingullinn margfaldar þá framleiðslu á stýrihormóni sem mælist þá mjög hátt. Skaðist hins vegar heiladingullinn framleiðir hann lítið magn stýrihormóns sem leiðir til minnkunar á hormónafram- leiðslu nýmahettnanna. Við gjöf á stýrihormóni í lyfjaformi (ATCH) má örva nýrnahettumar til aukinn- ar framleiðslu sem sýnt er fram á með mælingu. Sé um gagnstætt dæmi að ræða, þ.e. ofstarfsemi, getur orsökin verið bæði í nýrnahettum eða heiladingli og þá yfirleitt æxli. Sé æxlið í nýmahettu framleiðist mikið magn hormóna, en heiladingullinn nánast stöðvar framleiðslu sína á viðkom- andi stýrihormóni. Sé æxlið í heila- dingli framleiðir hann mikið magn stýrihormóns sem aftur leiðir til mikillar framleiðslu nýrnahettu- hormóna. Þannig er hægt með mælingum á efnunum og ef þörf er á, gjöf á þeim í lyfjaformi og síðan með endurteknum mælingum, að greina og staðsetja sjúkdóma. Starf kynkirtla er ekki síður þekkt en annarra kirtla þó „h’ormóna“-sjúkdómar í þeim séu sjaldgæfari. Þekking á kynkirtla- starfsemi hefur þó nýst vel við mat á „ólöglegri“ lyfjatöku í íþróttum og mikil sérþekking hefur þróast á því sviði fyrir tilstuðlan lækna- nefndar alþjóðaólympíunendarinn- ar. Þekktasta náttúrulega kynhorm- ón karlmanns er testósterón, en Birgir Guðjónsson. Þegar allt í einu mælist nánast hundraðfalt hlutfall á T:E hjá ein- staklingi með nánast algjörri stöðvun á fram- leiðslu stýrihormóns LH verður að túlka það sem nýlega inntöku testósteróns í lyfja- formi. Er þá miðað við almenna þekkingu á hormónastarfsemi ásamt þekkingu og reynslu af þessu prófi, ekki síst ef viðkomandi einstakiingur hefur alltaf áður mælst með eðlilegt hlutfall. Ef svo er ekki, er um nýtt, áður óþekkt sjúkdóms- ástand að ræða. eitt af óvirku hliðarefnunum er epi- testósterón. Alls eru þekkt á annan tug slíkra efna í þessari „keðju“. Stýrihormónið er skammstafað LH. Epitestósterón hefur lítið sem ekkert læknisfræðilegt gildi til greiningar eða meðferðar á sjúk- dómum. Það hefur hins vegar orðið lykilefni í mati á töku testósteróns í ólöglegum tilgangi í íþróttum. Framleiðsla þessara efna er í meiri- hluta tilfella nánast jöfn, það er T:E hlutfallið er einn á móti einum þ.e. 1:1, en frávik nálægt 4:1 voru þekkt þegar T:E prófið var skil- greint. í slíkum tilfellum er þá ekki síður um lækkun á epitestósterón framleiðslu er að ræða en aukningu á testósteróni. Magn stýrihormóns LH er þá aftur á móti eðlilegt sem og hlutfall þess við testósterón. Við töku ólöglegra stera notuðu íþróttamenn lengst af þekkt fram- leidd lyf enda að ýmsu leyti hag- kvæmust í notkun. Þessi lyf grein- ast nú auðveldlega í prófum. Lyfið sem Ben Johnson tók á sínum tíma var t.d. stansósólól sem er vel þekkt fyrir að vera notað í þessum til- gangi og auðgreinanlegt. Á síðari árum hafa íþróttamenn farið að nota verksmiðjuframleitt testóster- ón sem ekki er hægt að greina frá náttúrulegu testósteróni í mæling- um, en er að ýmsu leyti erfiðara að nota í þessum tilgangi. Við töku allra lyija í þessum flokki lækkar hins vegar eigin fram- leiðsla bæði á testósteróni, epitest- ósteróni og stýrihormóninu LH. Við mælingar eftir testósteróntöku virðist einstaklingurinn hafa eðli- legt eða ef til vill ríflegt magn test- ósteróns, en epitestósterón fram- leiðsla mælist lítil sem engin, svo hlutfall testósterón og epitestóster- ón (T:E hlutfall) skekkist mjög og jafnframt minnkar eða nánast stöðvast framleiðsla á stýrihormón- inu LH. Breyting á þessu hlutfalli er því ekki síður lækkun á epitest- ósteróni heldur en hækkun á test- ósteróni. Þegar þetta hlutfall verður hærra en 6 á móti 1, ásamt lækkun á LH, er það talið sönnun á töku testósteróns. En engin regla virðist á undan- tekningar, því 3 einstaklingar hafa fundist, þar af 2 bræður, með hlut- fall um og yfir 6:1, sem nú er viður- kennt að sé þeim eðlilegt. Þetta er þá hægt að sýna fram á með ítarleg- um viðbótarmælingum, t.d. á stýri- hormón og öðrum efnum í hormóna- keðjunni. Einnig má búast við því að einstaklingamir séu alltaf með þetta hlutfall en ekki bara einu sinni í keppni. Þegar allt í einu mælist nánast hundraðfalt hlutfall á T:E hjá ein- staklingi með nánast algjörri stöðv- un á framleiðslu stýrihormóns LH verður að túlka það sem nýlega inntöku testósteróns í lyfjaformi. Er þá miðað við almenna þekkingu á hormónastarfsemi ásamt þekk- ingu og reynslu af þessu prófí, ekki síst ef viðkomandi einstaklingur hefur alltaf áður mælst með eðlilegt hlutfall. Ef svo er ekki, er um nýtt, áður óþekkt sjúkdómsástand að ræða. Höfundur er sérfræðingur í lyfiækningum. Hann erformaður laganefndar Fijálsíþróttasambaiids íslands og situr ílyfjaeftirliti ÍSÍ. FELAGSLIF Aðalfundur Hauka Aðalfundur Hauka verður hald- inn í Haukahúsinu við Flatahraun í kvöld og hefst kl. 20. Framhaldsskólamót í innanhússknattspyrnu Framhaldsskólamót í innanhúss- • knattsprynu verður haldið í íþrótta- húsi Fjölbrautarskólans í Breiðholti laugardaginn 29. febrúar. Keppt verður í pilta- og stúlknaflokki. Þátttaka tilkynnist íþróttaráði FH eða Árna Njálssyni, íþróttakennara í FB. Þorrablót Víkings Þorrablót Víkings verður haldið í Víkinni n.k. föstudagskvöld 14. febrúar. Húsið verður opnað kl. 19.30. Boðið verður upp á skemmti- atriði og tónlist og einnig verða uppákomur til að gera kvöldið eftir- minnilegt. Miðaverði er kr. 2.500, og eru miðar seldir í Víkinni. 4 4 ÚRVALÚTSÝM ÍÞRÚTTAFERDIR ÚRVALS-ÚTSÝNAR 4 4 URVAL-UTSYH Mót 1992 - æfinga- og keppnisf eróir - allar greinar íþrótta Margra ára reynsla okkar og traust sambönd tryggja velheppnaða ferð. SAMBÖND - SÉRÞEKKING - ÞJÓNUSTA Frjálsíþróttaferð til Algarve, Portúgal, 10/4-22/4. Fararstjðri: Egill Eiðsson. Frábærar aðstæður. Knattspyrnuskóli KB og Úrvais-Útsýnar í Belgíu 23/5-30/5. Takmarkaður tjdldi. Tilvalin fermingargjðf. 14 knattspyrnulið tóru út um síðustu páska. 12 tóru með okkur. Upplýsingar í síma 699300. URSLIT ÓL í Albertville Sleðakeppni kvenna: 1. Doris Neuner (Austurríki)...3:06.696 (46.590/46.764/46.637/46.705) 2. Angelika Neuner (Austurriki)...3:06.769 (46.805/46.724/46.577/46.663) 3. Susi Erdmann (Þýskalandi)...3:07.115 (47.020/46.866/46.627/46.602) 4. Gerda Weissensteiner (ítalfu) ...3:07.673 (46.954/46.988/46.894/46.837) 5. Cammy Myler (Bandar.).......3:07.973 (46.974/47.049/46.962/46.988) 6. Gabriele Kohlisch (Þýskalandi).3:07.980 (47.206/47.072/46.911/46.791) 7. Andrea Tagwerker (Austurr.) ..3:08.018 (46.853/46.928/47.250/46.987) 8. Natalia Jakuchenko (SSL)....3:08.383 (47.097/47.215/47.178/46.893) Hólasvig kvenna, undankeppni: stig 1. Raphaelle Monod (Frakklandi)...24.04 2. Donna Weinbrécht (Bandar.).....23.48 3. Stine Hattestad (Noregi).......23.11 4. Liz Mcintyre (Bandar.).........22.60 5. Elízaveta Kojevníkova (SSL)....22.22 6. Tatjana Mittermayer (Þýskalandi) 21.90 7. Silvia Marciandi (Italíu)......21.72 8. Birgit Stein (Þýskalandi)......21.32 9. Yvonne Seifert (Þýskalandi)....20.17 Hólasvig karla, undankeppni: 1. Edgar Grospiron (Frakklandi)...25.23 2. Olivier Allamand (Frakklandi)..24.96 3. Jean-Luc Brassard (Kanada).....23.93 4. Nelson Carmichael (US.)........23.90 5. Youri Gilg (Frakklandi)........23.63 6. John Smart (Kanada)............23.48 7. Leif Persson (Svíþjóð).........23.42 8. Eric Berthon (Frakklandi)......23.41 9. Nick Cleaver (Ástralíu)........23.25 ■Fyrstu átta konurnar og fyrstu 16 karl- amir keppa til úrslita í dag. 10 km skíðaskotfimi karla: mln. 1. Mark Kirchner (Þýskalandi)...26:02.3 2. Ricco Gross (Þýskalandi).....26:18.0 3. Harri Eloranta (Finnlandi)...26:26.6 4. Sergei Tchepikov (SSL).......26:27.5 5. Valeri Kirienko (SSL)........26:31.8 6. Jens Steinigen (Þýskalandi)..26:34.8 7. Andreas Zingerle (Ítalíu)....26:38.6 8. Steve Cyr (Kanada)...........26:46.4 9. Frank-PeterRotsch (Þýskal.)..26:54.1 10. Herve Flandin (Frakklandi)...26:56.6 ■98 keppendur luku keppni. Tvíkeppnisbrun kvenna: 1. PetraKronberger (Austurríki)....l:25.84 2. Krista Schmidinger (Bandar.) ....1:26.36 3. Katja Seizinger (Þýskal.)....1:26.42 4. Kerrin Lee-Gartner (Kanada)..1:26.49 5. Svetlana Gladisheva (SSL)....1:26.88 6. Heidi Zeller (Sviss).........1:26:90 7. Chantal Bournissen (Sviss)...1:26.92 8. Astrid Loedemel (Noregi).....1:26.95 9. Florence Masnada (Frakklandi)..l:27.08 10. Emi Kawabata (Japan).........1:27.13 Norræn tvíkeppni (í sviganum er fyrst stökk-stig og síðan tíminn í 15 km göngunni): 1. Fabrice Guy (Frakklandi)........ .....................(222.1/43:45.4) 2. Sylvain Guillaume (Frakklandi).. ....................(208.1/43:00.5) 3. Klaus Sulzenbacher (Austurríki).... ....................(221.6/44:48.4) 4. Fred Lundberg (Noregi).......... ....................(211.9/44:04.1) 5. Klaus Ofner (Austurríki)........ ....................(228.5/45:57.9) 6. Allar Levandi (Eistlandi)....... .....................(26.4/43:34.8) 7. Kenji Ogiwara (Japan)........... .....................(215.3/44:57.5) 8. Stanislaw Ustupski (Póllaiidi).. ....................(202.6/44:03.5) 9. Trond Elden (Noregi)............ .....................(181.9/42:01.2) 10. Knut Apeland (Noregi)........... .....................(190.7/43:11.9) 1.500 m skautahlaup kvenna: 1. Jacqueline Börner (Þýskalandi) ..2:05.87 2. Gunda Niemann (Þýskalandi)...2:05.92 3. Seiko Hashimoto (Japan)......2:06.88 4. Natalía Polozkova (SSL)......2:07.12 5. Monique Garbrecht (Þýskal.)..2:07.24 6. Svetlana Bajanova (SSL)......2:07.81 7. Emese Hunyady (Austurríki)...2:08.29 8. Heike Warnicke (Þýskalandi)..2:08.52 9. Carla Zijlstra (Hollandi)....2:08.54 10. Ljudmíla Prokatsjeva (SSL)...2:08.71 Íshokkí B-riðill: Kanada - Noregur.....................10:0 David Archibald 2, Wally Schreiber 1, Randy Smith 1, Patrick Lebeau 1, Kevin Dahl 1, Fabian Joseph 1, Eric Lindros 1, Gordon Hynes 2. Frakkland - Sviss................... 4:3 Christophe Ville 1, Peter Almasy 1, Philippe Bozon 1, Stephane Barin 1 - Samuel Bal- mer 1, Mario Rottaris 1, Thomas Vrabec 1. Samveldið - Tékkóslóvakía.............3:4 ígor Kravchuk 1, Dmítri Yushkevitsj 1, Níkolaí Borstsjevsky 1 - Robert Lang 2, Patrick Augusta 1, Petr Rosol 1. Staðan í B-riðli: Kanada 3 3 SSL 3 3 Sviss 3 Noregur 3 .3 2 0 1 19: 6 4 .3102 10:12 2 3 5:18 0 3 2:28 0 ■Fjögur efstu liðin úr b-riðli komast í 8- liða úrslit. m fflH! ympíuleikana: 48-49

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.