Morgunblaðið - 13.02.1992, Page 52
wgmiÞiðfrtfe
MORGUNBLADIÐ, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVlK
SÍMI 601100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
FIMMTUDAGUR 13. FEBRUAR 1992
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
Heilbrigðisráðherra á fundi á Akureyri:
Heilbr igðiskerf-
ið hvergi dýrara
SIGHVATUR Björgvinsson heilbrigðisráðherra sagði á kynningar-
fundi um sparnaðaraðgerðir í heilbrigðismálum á Akureyri í gær-
kvöldi að íslenska heilbrigðiskerfið væri það dýrasta í heimi. Sighvat-
ur sagði að þetta kæmi fram í nýrri skýrslu sem Hagfræðistofnun
Háskóla Islands hefði unnið um útgjöld hins opinbera til heilbrigðis-
þjónustunnar en þar kæmi fram að útgjöldin væru hærri á hvern
einstakling hér en í öðrum löndum miðað við ákveðna aldursdreif-
ingu.
Heilbrigðisráðherra sagði á fund-
inum að í skýrslu Hagfræðistofnun-
ar kæmi fram að útgjöld hins opin-
bera til heilbrigðismála væru hærri
á hvem einstakling á íslandi en í
nokkm öðru landi og væru þannig
mun meiri en í Bandaríkjunum, sem
hingað til hefðu verið talin búa við
dýrasta heilbrigðiskerfí í heimi.
„Ég spyr heilbrigðisstéttir þessa
lands hvort við eigum ekki að skoða
þetta mál, því þetta er þróun sem
hefur gerst á mjög skömmum tíma.
Fyrir nokkrum árum var íslenska
heilbrigðiskerfíð með þeim ódýrustu
í Evrópu,“ sagði Sighvatur.
í máli hans kom fram að í skýrsl-
unni segði að útskýringar á þessu
lægju ekki á lausu en það fyrirkom-
ulag að ríkið borgi allan brúsann
kunni að eiga hlut að máli.
„Það verður að skoða mjög alvar-
lega hvernig stendur á þessu og við
verðum að fá heilbrigðisstéttirnar
með á þessa skoðun en ekki á móti,“
sagði Sighvatur.
Ríkissjóður á þýskum lánsfjármarkaði:
6,3 milljarða lán með
8,5% föstum vöxtum
RÍKISSJÓÐUR hefur tekið lán að jafnvirði 6,3 milljarða króna
eftir skuldabréfaútboð á þýskum lánsfjármarkaði. Skuldabréfin eru
til 10 ára og bera fasta 8,5% vexti sem eru 0,4-0,5% hærri vextir
en eru á skuldabréfum þýska ríkisins.
skuldabréfaútboðið og töldu það
Morgunblaðið/Ingi St. Agnarsson
Annríki við höfnina
Spariskírteini:
Vaxtalækk-
un hugsanleg
á næstunni
-segir fjármála-
ráðherra
FRIÐRIK Sophusson fjármála-
ráðherra segir að nýlega hafi
vextir á spariskírteinum ríkis-
sjóðs sem seld eru í áskrift
verið lækkaðir og gerir ráð
fyrir að á næstu vikum verði
hægt að taka frekari skref I
vaxtalækkunarátt.
I frétt í blaðinu í gær segir
deildarstjóri hjá Landsbréfum að
vextir spariskírteina haldi ávöxt-
unarkröfu húsbréfa uppi.
Fjármálaráðherra sagð.i í gær,
þegar þessi ummæli voru borin
undir hann: „Fyrir skömmu lækk-
uðum við vexti á áskriftarbréfun-
um úr 8,1% í 7,9%. Við gerum ráð
fyrir því að á næstu vikum verði
hægt að taka ný skref í vaxta-
lækkunarátt. En það er að sjálf-
sögðu nokkuð háð því að jafnframt
verði um lækkun að ræða á eftir-
markaði spariskírteina á verð-
bréfaþinginu og á raunvöxtum
bankanna.“ Annað vildi fjármálá-
ráðherra ekki segja um málið að
svo stöddu.
Skuldabréfaútboðið fór fram í
janúar og fékk svo góðar viðtökur
að ákveðið var að hækka lánsupp-
hæðina um 25 milljónir marka
vegna mikillar eftirspurnar. Alls
nam lánið 175 milljónum þýskra
marka og var tekið til að endurfjár-
magna 75 milljóna marka lán ríkis-
sjóðs sem kemur til greiðslu í júní,
en 100 milljónum verður varið til
að greiða yfirdráttarlán í Seðla-
bankanum. Samkvæmt lánsfjár-
lögum er fjármálaráðherra heimilt
að taka um 12,8 milljarða króna
að láni erlendis á þessu ári.
Erlend fjármálarit fjölluðu um
afar vel heppnað bæði hvað snert-
ir rétta verðlagningu á bréfunum
og heppilega tímasetningu útboðs-
ins.
Hjá Ólafi ísleifssyni, forstöðu-
manni alþjóðadeildar Seðlabank-
ans, kom fram ríkissjóður hefði
fengið tiltölulega hagstæð kjör á
láninu miðað við stöðu markaðar-
ins. Hann sagði að lág verðbólga
og stöðugleiki hafi haft jákvæð
áhrif á þau lánakjör sem íslenska
ríkið nýtur í útlöndum og vegi upp
á móti efnahagssamdrættinum.
Sjá Viðskipti/atvinnulíf bls. 1B.
Einn af hverium 20
án atvinnu úti á landi
ATVINNULEYSI á lands-
byggðinni sem hlutfall af
mannafla á vinnumarkaði var
5,5% í janúarmánuði en það
jafngildir því að tuttugasti
hver vinnufær maður hafi ekki
haft atvinnu. 7,3% kvenna á
Grænlendingar tvö-
földuðu laxveiði sína
Loðnubátar hafa fengið allt að 26 punda laxa úti fyrir Austurlandi
NORSKIR laxveiðibátar tvöfölduðu veiði sína frá fyrra ári á
þeirri vertíð sem nú er nýlokið. Þeir veiddu nú 460 tonn af
laxi á móti 230 tonnum á síðustu vertíð.
Að sögn Orra Vigfússonar
formanns alþjóðlegu kvóta-
kaupanefndarinnar sefn hefur
reynt að kaupa upp laxakvóta
Grænlendinga, sögðu græn-
lenskir sjómenn honum að mikill
lax hefði verið í hafinu á meðan
á vertíð stóð, meira heldur en
um langt skeið. Þó ekki eins
mikið og um tíma á áttunda ára-
tugnum, er Grænlendingar
veiddu nokkrum sinnum 1.200
til 1.500 tonn á vertíð. Orri sagði
Grænlendinga hafa verið rólega
við veiðarnar, þeir hefðu sagt sér
að laxamagnið og aðstæðurnar
hefðu boðið upp á mun meiri
veiði, en lágt verð á laxi hefði
gert það að verkum að útgerðin
var fljótt rekin með halla. Sagði
Orri endurskipulagningu á lax-
aútgerð Grænlendinga framund-
an og þá væri lag að ná ein-
hvers konar samningum við þá
um að draga úr eða hætta lax-
veiðum í sjó.
Kvótakaupanefndin keypti á
sínum tíma laxakvóta Færeyinga
og að sögn Orra ættu fleiri laxar
að skila sér í ámar á komandi
sumri vegna þessa. „Það verður
fróðlegt að fylgjast með þessu,
en að vísu eru horfur ef til vill
ekki of góðar hvað varðar árnar
sjálfar. Það er lítill snjór í fjöllum
og hætt við að árnar verði of
vatnslitlar í sumar. Þá veiðist
alltaf mun minna en ella, en
menn fá þó engu að síður vís-
bendingar," sagði Orri. Og hann
bætti við að loðnubátamir væru
farnir að fá laxa úti fyrir strönd-
um landsins. Fyrir skömmu kom
einn 26 punda um borð í loðnu-
bát úti fyrir Austurlandi.
landsbyggðinni voru atvinnu-
laus og 4,3% karla.
í yfirliti vinnumálaskrifstofu
félagsmálaráðuneytisins yfir at-
vinnuástand í janúar kemur fram
að rúmlega 4 þúsund manns voru
að meðaltali atvinnulaus í mánuð-
inum á landinu öllu, rúmlega^ eitt
þúsund fleiri en í desember. í lok
janúar voru einnig yfir 4 þúsund
manns skráð atvinnulaus þannig
að atvinnuleysi virtist ekki hafa
minnkað.
Mest atvinnuleysi var meðal
kvenna á Suðurnesjum, 11,8%, en
minnst meðal karla á Vestfjörðum,
0,6%. Atvinnuleysi á höfuðborgar-
svæðinu var að meðaltali 1,6% í
janúar, 3,4% á Vesturlandi, 0,7%
á Vestfjörðum, 6,9% á Norðurlandi
vestra, 6,5% á Norðurlandi eystra,
5,6% á Austurlandi, 6,4% á Suður-
landi, og 7,0% á Suðurnesjum.
Svo dæmi séu tekin af einstaka
stöðum þá voru 853 atvinnulausir
að meðaltali í Reykjavík í janúar,
samanborið við 590 í desember, á
Akranesi 137 (97), á Sauðárkrók
77 (48), á Siglufirði 116 (82), á
Blönduósi 35 (16), á Ólafsfirði 103
(42), á Akureyri 310 (244), á
Húsavík 216 (138), í Þorlákshöfn
166 (93), í Vestmannaeyjum 104
(59), i Keflavík 252 (177), í Sand-
gerði 64 (32) og í Grindavík 78
(57). Atvinnuleysistölur í desemb-
er eru innan sviga. Hins vegar
minnkaði atvinnuleysi víða á Aust-
fjörðum og á Dalvík fækkaði at-
vinnulausum úr 118 í 52.
Sjá frétt á miðopnu, bls.
26-27.
Aþingi:
Deilur um
opinbera
heimsókn
OPINBER heimsókn Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra
til Israels sem fer fram dag-
ana 17.-20. febrúar sætti
mikilli gagnrýni stjórnarand-
stæðinga við utandagskrár-
umræður á Alþingi í gær.
Töldu þingmenn stjórnar-
andstöðuflokkanna, sem til
máls tóku, að með heimsókn
forsætisráðherra væru íslensk
stjórnvöld að leggja blessun
sína yfir aðgerðir og stefnu
Yitzhaks Shamirs gagnvart
Palestínumönnum. Forsætis-
ráðherra vísaði gagnrýninni á
bug og sagðist hvorki vera að
leggja blessun sína yfir hernám
né mannréttindabrot fremur en
fyrirrennari sinn hefði gert er
hann fór í opinbera heimsókn
til Kína árið 1987.