Morgunblaðið - 18.02.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992
13
Úr ógömninum
eftir Tómas
Inga Olrich
1. grein
Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar
hefur sett sér það höfuðmarkmið
að stemma stigu við hallarekstri
ríkisstjóðs. Til þess hefur hún gefið
sér tvö ár, fjárlagaárin 1992 og
1993. Þetta eru fyrstu árin, sem
hún ber ein ábyrgð á íjárlagagerð-
inni og þeirri stefnu, sem mörkuð
er.
Fjárlögin móta lífskjörin
Fjárlög ráða miklu um líf fólksins
í landinu og lífskjör. Út úr þeim
má lesa boðskap til þjóðarinnar. Sá
boðskapur nær annars vegar til
ársins, og setur umsvifum ríkisins
ramma. Þar með ákveður Alþingi
greiðslubyrði þegnanna og tak-
markar jafnframt þá þjónustu, sem
hið opinbera lætur í té.
Fjárlögin og framtíðin
En fjárlögin hafa líka áhrif langt
út fyrir mörk fjárlagaársins. Hvert
ijárlagaár er framlag til ókominna
áratuga. Hver íjárlög móta á sinn
hátt lífskjör þeirra íslendinga, sem
nú eru að vaxa úr grasi svo og
óborinna kynslóða íslendinga. Þeir
munu búa að því sem við erum nú
að leggja grundvöll að, m.a. með
samþykktum á Alþingi.
Leið til bættra lífskjara?
Fjárlög undanfarinna ára hafa
reynst marklausar viljayfirlýsingar.
Þau hafa jafnan sprungið. Undan-
tekningarlítið hafa útgjöld ríkisins
orðið miklu meiri en tekjur. Sú stað-
reynd hefur þó ekki takmarkað út-
gjöldin. Alþingi og ríkisstjórnir.hafa
látið útgjöldin vaxa án tillits til
tekna og brúa bilið með innlendum
og erlendum lántökum. Þetta er
eyðslustefna. Hún er beinn og breið-
ur vegur. En hvert liggur hann?
Til betri lífskjara og traustari vel-
ferðar?
Ef um einangruð mistök væri að
ræða væri naumast hægt að kalla
þetta meinsemd í þjóðlífínu. En
mistökin eru ekki einangruð. Þau
eru regla með örfáum undantekn-
ingum. Við höfum fetað þessa
óheillaleið lengi undir merki flestra
stjómmálaafla.
Það lafir ...
Margur góður drengur í heimi
stjómmálamanna hefur spreytt sig
á því að snúa þessari þróun við,
undantekningarlítið við litlar vin-
sældir og afar takmarkaðan árang-
ur. Þegar upp er staðið fínnst þjóð-
inni að vonum lítið til um allt til-
standið og missir áhuga og trú á
að hægt sé að glíma við vandann.
Fólkið sér líka að einhvern' veginn
druslast þetta, þrátt fyrir halla-
Tómas Ingi Olrich
„Vandamál, sem menn
glíma við ár eftir ár,
ánsýnilegs árangurs,
snúast með tímanum
fyrst og fremst upp í
leiðindi. Hallarekstur
ríkissjóðs er orðinn í
augum margra eins og
óþolandi lágkúrulegur
og endalaus framhalds-
þáttur, sem þröngvað
er inn á heimili manna.“
reksturinn, og finnst því undir niðri
að við getum lifað við þessi ósköp.
Þannig læðist það inn í vitund fólks-
ins að við hljótum að geta lært þá
list að lifa um efni fram án þess
að skaðast á því, eins og við héldum
um tíma að við hefðum lært að lifa
við 70% verðbólgu!
Óvinsæll framhaldsþáttur
Vandamál, sem menn glíma við
HALDINN verður almennur
umræðufundur í Breiðholtsskóla
þriðjudaginn 18. febrúar kl.
20.00 á vegum foreldra og kenn-
arafélagsins, segir í frétt frá
Foreldra- og kennarafélagi
Breiðholtsskóla.
Á fundinum flytja Ólafur G. Ein-
arsson menntamálaráðherra, Ás-
laug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri,
ár eftir ár, án sýnilegs árangurs,
snúast með tímanum fyrst og
fremst upp í leiðindi. Hailarekstur
ríkissjóðs er orðinn í augum margra
eins og óþolandi lágkúrulegur og
endalaus framhaldsþáttur, sem
þröngvað er inn á heimili manna.
Þessi þreyta almennings gagn-
vart meginviðfangsefni íslenskra
stjórnmála er áhyggjuefni. Ég hef
það á tilfinningunni að flest fólk
vilji að tekið sé á vandanum. En
þeim fer fækkandi eftir því sem
árin líða og ekki tekst að stemma
stigu- við eyðslunni. Stjórnmála-
menn þurfa almenning að bakjarli
til þess að ná árangri í starfi sínu.
Þeir þurfa að hafa fast land undir
fótum. Undanfarin ár hefur hins
vegar fjarað undan þeim. Það er
vegna þess að þeim hefur ekki tek-
ist að fikra sig nær markmiðunum,
sem þeir hafa sett sér. Markmiðin
um hallalausan ríkisbúskap hafa í
raun íjarlægst.
Markmiðið
Ég hef þá sannfæringu að sú
breiða leið, sem þjóðin hefur farið
undanfarin ár og áratugi sé glap-
stiga. Með því að feta hana áfram
erum við að gera það sem enginn
vill í raun gera. Við leggjum fjötra
á komandi kynslóðir og drögum úr
möguleikum þeirra til að efla sinn
hag. Þeim verður gert að greiða
fyrir okkar lífskjör. Þó bendir ekk-
ert til þess að þær muni hafa til
þess rýmri stöðu en við. Margt
bendir til þess að staða þeirra verði
þrengri en okkar. Það er þess virði
að taka á sig óþægindi nú til þess
að víkja af þessari braut.
Þetta er sá boðskapur, sem fjár-
lögin flytja. Þau bera þess merki,
að þau voru unnin og endurskoðuð
með nokkrum flýti. En þrátt fyrir
nokkra hnökra er stefnan skýr: Við
megum ekki búa okkur lífskjör sem
rýra velferð komandi kynslóða.
Höfundur er 5. þingmaður
Norðurlands eystra.
Kári Arnórsson skólastjóri Foss-
vogsskóla og Unnur Halldórsdóttir
fram Samfok og munu þau svara
fyrirspurnum.
Fræðslustjóri mun halda fund
með skólastjórum grunnskólana
fyrr um daginn og ættu því nýjar
upplýsingar varðandi framkvæmd
niðurskurðarins að liggja fyrir.
Umræðufundur í
Breiðholtsskóla
AUKIN ÁBYRGÐ 0G SJÁLFSTÆÐI
I RITARASTARFI
MARKVISSARIVINNUBRÖGÐ
Námskeiðinu er ætlað að gefa heildaryfirlit um verkefni
og ábyrgð ritara í starfi. Lögð er áhersla á hlutverk og
stöðu einkaritara í samstarfi með yfirmanni sínum og
þær breytingar, sem hafa orðið á ábyrgð og hlutverki
einkaritara í stjórnun stærri fyrirtækja.
Á námskeiðinu verður fjallað um:
□ Vinnuskipulagningu ritaraj
□ Flokkun og mikilvægi verkefna.
□ Hjálpartæki í starfi.
□ Að auka eigið gildi í starfi.
□ Uppsetning bréfa - geymsla.
□ Markvissara samstarf ritara og yfirmanna.
Fyrir hverja:
Leiðbeinandí:
Stjórnunarfélag
íslands
Stjórnunarfélag ís- í
lands hefur fengið
til liðs við sig Hall- 1
dóru Haraldsdótt- |
ur, sem hefur mikla
reynslu af ritara-
störfum. Hún hefur
verið ritari frá 1974
og starfar nú hjá
Eimskip.
Ánanaustum 15
Sími 62 10 66
Ritara sem vilja auka þekkingu sína á stuttu en hnitmiðuðu námskeiði.
Tími og staður:
11., 12. og 13. mars kl. 13.00 til 17.00, alls 12 stundir,
haldið hjá Stjórnunarfélagi íslands, Ánanaustum 15, Reykjavík.
Ath.: Afsláttur
fyrir VR-félaga
HÚmíjU,AND
22. FEBRÚAR
7. mars - síðasta sýning -
STÓRSÝNINGIN
Daníel
Berglind
Páll Óskar
Pétur
Nú fer hver að
verða síðastur
að sjá þessa
stórskemmtilegu
sýningu
28.0G 29. FEBRÚAR
Móeiður
THE BYRDS
Fyrsta lag hljómsveitarinna Mr.
Tambourine Man eftir Dylan, sló í gegn
og seldist í meira en 2 milljónum
eintaka. Síðan kom hvert lagið af öðru;
Turn Turn Turn, Eight Miles High, So
You Want to be a Rock’n Roll Star,
Lady Friend, lagið úr Easy Rider og
Jesus It's Just All Right with Me svo
aðeins fáein séu nefnd.
13., 14., 20., 21., 27.06 28. MARS 06 3. og 4. APRÍL
THE PLATTERS
Missið ekki af þessu einstaka tækifæri
til að sjá og heyra í hinum stórkostlegu
The Platters. Hver man ekki eftir lögum
eins og The Great Pretender, Only You,
Smoke Gets in Your Eyes, The Magic
Touch, Harbor Lights Enchanted, My
Prayer, Twilight Time, You'll never
Know, Red Sails in the Sunset,
Remember When.. o.fl.
10.0G11.APRÍL
DR. HOOK
EIN ALVINSÆLASTA HLJÓMSVEIT
SEM TIL LANDSINS HEFUR
KOMIÐ.
Hver man ekki eftir: Sylvia's mother, The cover
of the Rolling stones, Only sixteen, Walk right
in, Sharing the night together, When you are in
love with a beautiful woman, Sexy eyes,
Sweetest of all o.fl. o.fl.
Hljómsveitin
STJÓRNIN
er nú aftur komin á
sviöið á Hótel íslandiog
leikur fyrir dansi á
laugardagskvöldið.
Sýningar á
heimsmælikvarða
á Hótel íslandi
HÓTFJ, jjpND
Miðasala og borðapantnanir i síma 687111