Morgunblaðið - 18.02.1992, Blaðsíða 43
Framsóknarmenn á fundaferð
íiogi íiAuíiaai ,«i auoAíiuiaiíM aiaAjawuoapM
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992
43
Þungi í orðum og ásakanir
í garð ríkisstj órnarinnar
Selfossi.
ÞAÐ FÉLLU þung orð í garð ríkisstjórnarinnar á fundi þingmanna
Framsóknarflokksins, þeirra Halldórs Ásgrímssonar, Guðna Ágústss-
onar og Jóns Helgasonar, á Hvolsvelli fyrir skömmu. Þeir hvöttu
fólk til að rísa gegn aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Einn þeirra, Guðni,
kvað svo sterkt að orði að um þær breytingar sem af þeim leiddu
gæti komið til borgarastyrjaldar í landinu þar sem barist yrði til
síðasta manns.
„Vinnumarkaðurinn hefur líf
stjórnarinnar í hendi sér,“ sagði
Halldór og lýsti þeirri skoðun sinni
að til tíðinda gæti dregið um páska.
Hann sagði ríkisstjómina þurfa að
lagfæra aðgerðir sínar eftir óskum
verkalýðshreyfingarinnar.
Það þyrfti að vera þungi í upp-
reisn fólks gegn aðgerðunum. „Eg
held að fólkið í landinu geti ráðið
miklu ef það beitir valdi sínu. Ég
tel fulla ástæðu til að beita því
núna og við munum gera allt sem
í okkar valdi stendur til þess að ná
fram breytingum,“ sagði Halldór.
Að öðm leyti réðist hann harka-
lega á aðgerðir ríkisstjómarinnar
sem hann sagði illa undirbúnar.
Hann sagði flokk sinn hafa vitað
um vandann við fjárlagagerðina.
„Við vissum að draga þyrfti úr út-
gjöldum og að hækka þyrfti
skatta,“ sagði Halldór, en kvaðst
ósáttur við hvernig það væri gert.
Hann réðst harkalega á aðgerðir í
heilbrigðismálum og sagði heil-
brigðisráðherra og starfsfólk hans
ekki hafa heildarsýn yfir það á
hveijum þetta lenti. Lengri tíma
hefði þurft.
Guðna Ágústssyni varð tíðrætt
um vaxtamál og gagnrýndi ríkis-
stjórnina harkalega fyrir fram-
göngu í þeim málum. Hann vitnaði
til orða háskólarektors um að til
valda væra komnir menn til þess
að færa til eignir í þjóðfélaginu.
Guðni gagnrýndi og harkalega
áform um sölu Búnaðarbankans.
„Menn hafa á Alþingi í vetur verið
að takast á um hættulegustu stefnu
sem sett hefur verið í gang í þessu
samfélagi og á eftir að valda miklu
meiri röskun en menn gera sér grein
fyrir,“ sagði Guðni. „Menn þurfa
að reyna að veijast Jiví sem er í
bígerð í stjómarráði Islands."
Jón Helgason kvaðst óttast að
Byggðastofnun bæri ekki sitt barr
eftir gagnrýni og árásir forsætis-
ráðherra á hana, eins og hann orð-
aði það. Hann fór gagnrýnisorðum
um framgöngu utanríkisráðuneytis-
ins varðandi GATT-viðræðumar og
sagði þingmenn hafa fengið lítið
að vita.
í umræðum kom fram gagnrýni
á mikinn kostnað í bankakerfinu.
„Það er hlaðið undir þetta apparat
og það era ótrúlega margir sem lifa
á þessu,“ sagði Bergur Pálsson
bóndi í Hólmahjáleigu. Guðni sagði
vaxtamun ekki meiri í íslenskum
bönkum en væri í nágrannalöndun-
um.
Tíminn fékk sinn skerf af gagn-
rýni og fannst mönnum hann heldur
lítilsigldur, nema ef vera kynni ein
síða sem sýndi fáklætt kvenfólk.
Halldór sagði nauðsyn á því að
nýtt dagblað kæmi á markaðinn
sem veitti DV og Morgunblaðinu
Sauðárkrókur:
„Nú verða talaðar tung-
ur á heimavistinni“
Sauðárkróki.
EINAR Steinsson, framkvæmda-
stjóri Áningar, ferðaþjónustu
hf., færði íbúum heimavistar
Fjölbrautaskóla Norðurlands
vestra á Sauðárkróki að gjöf lita-
sjónvarp og gervihnattadisk, sem
komið hefur verið fyrir í húsi
heimavistarinnar, fimmtudaginn
6. febrúar.
Síðastliðið sumar var hið fjóra
sem Áning hf. rekúr sumarhótel í
húsnæði heimavistar Fjölbrauta-
skólans og hefur það verið árviss
atburður að íbúum vistarinnar hefur
verið aflient einhver gjöf, oftast
eitthvað sem nýtist bæði nemendum
á vetrum og einnig gestum hótels-
ins á sumrin.
Jón Fr. Hjartarson, skólameist-
ari, veitti gjöfínni viðtöku fyrir hönd
skólans og þakkaði þessa góðu gjöf
og aðrar þær sem skólanum hefðu
verið færðar á undanförnum
árum.„Nú verða talaðar tungur á
heimavistinni," sagði skólameistari
og sagðist vænta þess að með því
að nýta sér ótextað myndefni ýmiss
konar gætu nemendur aukið færni
og skilning á erlendum málum og
væri slíkt af hinu góða, en hins
vegar tilkynnti hann einnig að sett-
ar yrðu reglur varðandi notkun á
tækinu þannig að nemendur mis-
notuðu það ekki og sóuðu tíma sem
betur væri nýttur til náms eða hvíld-
ar.
Nemendur heimavistarinnar tóku
undir þakkir skólameistara með
dynjandi lófataki.
- BB.
mótvægi. Skoðanamyndun yrði
minni og einfaldari ef litlu blöðin
hyrfu.
Hann gagnrýndi Morgunblaðið
sérstaklega, sagði það einlitt og það
tæki sér of mikið vald, ætlaði sér
til dæmis að koma á auðlinda-
skatti. Annar ritstjóri blaðsins hefði
boðað borgarastyijöld vegna þessa,
þar sem barist yrði til síðasta
manns. „Ég er hræddur við svona
öfgar,“ sagði Halldór.
Á fundinum var niðurskurður í
skólamálum gagnrýndur en auk
þess benti einn fundarmanna, Her-
mann Guðmundsson, á nauðsyn
þess að leggja nýjar áherslur í skól-
akerfmu sem miðuðust að því að
bæta fræðsluna sem þar færi fram.
Gera þyrfti meiri kröfur til þekking-
ar á Islandi, staðháttum og mann-
lífí.
Fundinn á Hvolsvelli sóttu 42,
þar af tvær konur, önnur úr ná-
grenninu, hin af höfuðborgarsvæð-
inu.
Sig. Jóns.
Fjórðung'ssjúkrahúsið
í Neskaupstað:
Verksljórar
gefa endur-
hæfíngartæki
Eskifirði.
SJÚKRASJÓÐUR Verkstjóra-
sambands Islands gaf nýlega
tæki til endurhæfingarstöðvar
Fjórðungssjúkrahússins á Nes-
kaupstað. Tækið heitir Endolas-
er 476 og er notað gegn bólgum
í vöðvafestum. Gjöfin er til minn-
ingar um Guðjón Marteinsson
sem var formaður Verksljórafé-
lags Austurlands í mörg ár.
Meðferð gegn bólgum í vöðva-
festingum á að styttast verulega
með notkun tækisins. Það hefur
einnig verið notað með góðum ár-
angri í sárameðferð, til dæmis við
fótasár.
Sjúkrasjóðurinn gaf samskonar
tæki til Sjúkrahússins í Vestmanna-
eyjum til að minnast Óskars M.
Gíslasonar formanns Verkstjórafé-
lags Vestmananeyja til margra ára.
Sjúkrasjóðurinn hefur áður gefið
tæki til sjúkrastofnana í Reykjavík,
á Akureyri og í Stykkishólmi.
Benedikt
-----».........
Seltjarnarnes-
kirkja:
Námskeið
Morgunblaðið/tíjörn tíjörnsson
Einar Steinsson, framkvæmdasfjóri Áningar, t.v. afhenti Jóni Fr.
Iljartarsyni, skólameistara, gjafabréf vegna gervihnattamótbikara.
um hjóna-
bandið og
fjölskyld-
una
NÁMSKEIÐ verður haldið um
þjónabandið og fjölskylduna í
Sehjarnarneskirkju fimmtudags-
og föstudagskvöldin 20.-21.
febrúar kl. 20.00-23.00 bæði
kvöldin.
Leiðbeinandi verður Eivind Frö-
en, sem er kunnur norskur fyrirles-
ari og predikari. í þetta sinn verður
kona hans, MargaretæKern, með í
förinni en þau hafa unnið námsefn-
ið í sameiningu.
Skráning fer fram í Seltjarnar-
neskirkju og hjá fjölskyldufræðsl-
unni og er þátttökugjald 1.500 kr.
_____________
Frá tónleikum Tríós Reykjavíkur. Morgunbiaðið/Siih
Listaviðburðir á Húsavflc
Húsavík.
TRÍÓ Reykjavíkur skipað Guðnýju Guðmundsdóttur, Gunnari Kvaran
og Halldóri Haraldssyni, og sópransöngkonan Margrét Bóasdóttir
efndu til fjölsóttra tónleika í sal Safnahússins á Húsavík laugardag-
inn 8. febrúar við góðar undirtektir.
Það er ekki oft sem svo saman
valið listafólk heimsækir Húsavík
svo þetta má kallast sérstakur list-
viðburður að fá að heyra flutt norð-
ur á Húsavík, tónverk sem aðeins
færustu listamenn flytja og af snilld
en það vora Þijú andlit í látbragðs-
leik eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Sjö
rómönskur op. 127 eftir Dmitri
Sjostakovitsj og Pianotrio í Es-dúr
op.100 eftir Franz Schubert.
Á sama tíma og Húsvíkingar
hlustuðu á aðkomna listamenn
horfðu Akureyringar á sýningu
Leikfélags Húsavíkur á sjónleiknum
Gaukshreiðrið, sem búið er að sýna
9 sinnum og ávallt fýrir fullu húsi.
Um kvöldið voru svo á Hótel Húsa-
vík blús og djasstónleikar Djass-
þings, söngsveitin NA 12 skemmti
með söng og síðast hófst fjölmenn-
ur dansleikur þar sem hljómsveitin
Mannkom lék og þar með lauk
góðum dögum á Húsavík sem Hót-
elið og Ferðaskrifstofa Húsavíkur,
Leikfélag Húsavík, Djassþing og^-
Stórsveit Húsavíkur stóðu fyrir.
- Fréttaritari.
Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson
Eggert Brekkan yfirlæknir Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað
(til hægri á myndinni) tekur við tækinu úr hendi Óskars Þórarinsson-
ar formanns Verkstjórafélags Austurlands.
VANNÞIN
FJÖLSKYLDA?
Heiidarvinningsupphæðin var:
125.672.784 kr.
Röðin : 111-212-111-2XX1
13 réttir: 29 raöir á 1.170.050 - kr.
12 réttir: 981raöirá
11 réttir: 13.402 raöirá
10 réttir: 100.736 raöir á
21.770 - kr.
1.680-kr.
470 - kr.
Þar sem oft myndast biöraöir viö Lottókassana á
laugardögum eru viöskiptavinir beönir um aö sækja vinninga
fyrir þann tíma. Vinningaútborgun getur hafist á þriöjudags-
mognum ef engar tafir eru á útreikningum frá Svíþjóö.
—týrtr þig og þina fjölskyldu!