Morgunblaðið - 18.02.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.02.1992, Blaðsíða 44
 MORCUNBLADW, ADALSTRÆTJ 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKllllEYRI: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRUAR 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Gjaldþrot Kaupfélags Svalbarðseyrar: Þrotabúið fær ekki ^hlutdeild í heildar- eiguum Sambandsins SAMBAND íslenskra samvinnu- félaga hefur verið sýknað í Borgardómi Reykjavíkur af þeirri kröfu Jóns Laxdals, fyrr- um sljórnarmanns í Kaupfélagi Svalbarðseyrar, að viðurkennd- Spariskírteini á Verðbréfaþingi: Avöxtunar- krafa lækk- ar í 8,05% SEÐLABANKINN lækkaði í gær ávöxtunarkröfu spari- skírteina á Verðbréfaþingi Is- lands úr 8,15% í 8,05%. Jafn- framt lækkaði sölukrafa jk spariskírteina á þinginu úr 7,95% í 7,85% og er nú ávöxt- un þeirra á eftirmarkaði lægri en vextir af nýjum spariskír- teinum í almennri sölu. Lækkunina má rekja til þess að Seðlabankinn hefur selt meira af spariskírteinum en hann hefur keypt inn að undan- fömu enda þótt viðskiptin hafi verið fremur lítil, að sögn Eiríks Guðnasonar, aðstoðarseðla- bankastjóra. Þessi lækkun kemur í kjölfar lækkunar á ávöxtunarkröfu húsbréfa en hún lækkaði í sl. viku úr 8,3% í 8,2-8,14% vegna - minnkandi framboðs húsbréfa á markaðnum. Ávöxtunarkrafa spariskír- teina á Verðbréfaþingi íslands var 7,1% í byrjun sl. árs en fór síðan hækkandi og náði hámarki 21. maí þegar hún varð 8,65% eftir hækkun á vöxtum spari- skírteina í frumsölu. Frá þeim tíma hefur krafan smám saman farið lækkandi og lækkaði hún síðast úr 8,25% í 8,15% 7. jan- úar sl. ur verði réttur þrotabús kaupfé- lagsins til 1,1% af heildareign allra sameigenda í Sambandinu og að fjárhæð sem samsvari þeirri eign verði dregin undir skipti í þrotabúi kaupfélagsins. Jón Laxdal hélt því fram að gjaldþrot Kaupfélags Svalbarðs- eyrar hafi engu breytt um eignar- aðild þess að SÍS og verðmikil eign- araðild kaupfélagsins að Samband- inu eigi eins og aðrar eignir að renna til þrotabúsins enda feli úr- skurður um gjaldþrot ekki í sér neitt afsal eða framsal eignarrétt- inda þrotabús. Sambandið krafðist sýknu af þessum kröfum. Því var haldið fram að félagsmaður í kaupfélagi, sem hverfur úr félaginu, eigi ein- ungis kröfu á innistæðu sinni í stofnsjóði en ekki neina kröfu á hendur félaginu um hlutdeild í hreinni eign þess og dánarbú eða þrotabú félagsmanns eigi ekki meiri rétt en hann sjálfur. í niðurstöðum borgardómara er vitnað til laga um samvinnufélög. Hvorki þar né í samþykktum Sam- bandsins séu ákvæði um rétt félaga eða félagsmanna til að krefjast hluta af eða hlutdeildar í eignum samvinnufélagsins eða samvinnu- sambandsins eins og stefnandi geri. Sjá nánar frétt á bls. 18. J Örn KE landaði 750 tonnum af loðnu í Reykjavík í gær. Morgunblaðið/KGA Ágæt loðnuveiði: 300 þúsund tonna markinu náð RÚMLEGA 300 þúsund tonn af loðnu höfðu veiðst í gærmorg- un af tæplega 700 þúsund tonna kvóta sem gæti komið í hlut Islendinga á vertíðinni. Skipin eru á tveimur veiðisvæðum við suðurströndina, það er við Reykjanes og á Hvalbakssvæð- inu. Loðna berst nú á flestar eða allar hafnir landsins þar sem loðna er brædd eða fryst. í gærmorgun höfðu veiðst 245 þúsund tonn frá áramótum, samvæmt upplýsingum frá Félagi íslenskra fiskimjölsframleiðenda. Það bætist við 56 þúsund tonn sem veiddust í haust. Töluverð veiði var um helgina og dreifðist hún á flestar hafnir landsins. í gærmorgun fékk Félag íslenskra fiskimjölsframleiðenda til dæmis upplýsingar um landanir sex skipa á Siglufirði. Sigurður RE 4 var að ljúka við að landa fullfermi á Siglufirði, eða tæplega 1.400 tonnum, eftir hádgið í gær þegar Morgunblaðið hafði samband við skipveija. Loðnuna hafði Sigurður fengið við Reykjanes í fímm köstum á tólf tímum. Vel hefur gengið í þessum mánuði og hefur Sigurður veitt alls 10.400 tonn frá áramótum. Og þeir ætluðu af stað aftur um leið og búið væri að landa úr skip- inu. Vel lá á mönnum um borð í Sigurði, nema hvað þeir kvörtuðu undan því að of lítið væri borgað fyrir loðnuna. Verðið væri undir 4.000 krónum fyrir tonnið, eða svipað verð í krónutölu og fékkst fyrir 3-4 árum. Vegagerð ríkisins um Hvalfjarðargöng: Kiðafellsleið og vegur austan Akrafjalls ódýrasti kosturúin Miðum áfram að Hnausaskerðsleið, segir stj ómarformaður Spalar VEGAGERÐ ríkisins hefur gert kostnaðaráætlanir og arðsemis- útreikninga vegna vegtenginga við jarðgöng undir Hvalfjörð og kemst að þeirri niðurstöðu að jarðgöng á Kiðafellsleið og vegnr til Borgarness austan Akrafjalls og um Melasveit sé ódýrasti kost- urinn. Ef Hnausaskersleið verð- ur hins vegar fyrir valinu, eins og undirbúningsfélagið Spölur hf. hefur ákveðið, er hagkvæm- ast að vegur til Borgarness liggi sunnan og austan Akrafjalls auk þess sem vegur verði lagður frá göngum sunnan Akrafjalls til Akraness og að gangamunninn snúi til austurs. Verksmiðjustæði á Keil- isnesi rannsakað í sumar UNDIRBÚNINGUR vegna nýs álvers á Keilisnesi gengur samkvæmt áætlun. Umhverfis- og jarðvegsrannsóknir á verksmiðjulóðinni eru j^rirhugaðar í sumar en enn er óvíst hve umfangsmiklar þær verða, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Þegar framkvæmdum við bygg- ingu álvers á Keilisnesi var frestað um óákveðinn tíma í nóvember síðastliðnum tilkynntu Atlantsál- fyrirtækin þijú, Álumax, Gránges og Hoogovens, að undirbúnings- vinnu og rannsóknum vegna verk- efnisins yrði haldið áfram. Var Iðn- tæknistofnun falið að afla tilboða og gera tillögur urn framkvæmd umhverfisrannsókna sem eru nauð- synlegar vegna starfsleyfis fyrir- hugaðs álvers. Þessari forvinnu stofnunarinnar er lokið og að sögn Guðjóns Jónssonar deildarstjóra umhverfis- og efnatæknideildar Iðntæknistofnunar er búizt við að umhverfishópur Atlantsáls muni ákveða á næstu vikum hversu stór hluti verkefnisins verður unnin í sumar og að áherzla verði lögð á rannsóknir á gróðri, lofti, sjó og fjöru á svæðinu. Heildarfjárveiting til verkefnisins nemur rúmlega fimmtíu milljónum króna en iíklega verður aðeins hluti hennar notaður í ár. Þá eru jarðvegsrannsóknir á verksmiðjustæðinu sjálfu fyrirhug- aðar í sumar en framkvæmdir vegna þeirra hafa enn ekki verið boðnar út. Heildarkostnaður við jarðgöng á Kiðafellsleið og við hagkvæmustu vegtengingar við göngin er áætlað- ur 4.369 millj. kr. Vegalengdin á milli Reykjavíkur og Akraness yrði þá 58.8 km. og 70 km. á milli Reykjavíkur og Borgamess. Heildarkostnaður við jarðgöng á Hnausaskersleið og hagkvæmustu vegtengingar er áætlaður 4.987 millj. kr. Vegalengdin til Akraness yrði 51.5 km. og 71,2 km. til Borg- arness. Vegagerðin kemst að þeirri niðurstöðu að vegur frá göngunum vestan Akrafjalls til Borgarness sé mun óhagkvæmari kostur. Þá kom- ast sérfræðingar Vegagerðarinnar að þeirri niðurstöðu að tenging yfir Grunnaíjörð á leiðinni frá Akranesi til Borgarness virðist ekki vera hag- kvæm enn sem komið er. Niðurstöður vegagerðarinnar eru settar fram í skýrslu sem hefur verið kynnt forsvarsmönnum Spalar hf. og þingmönnum Vesturlands- kjördæmis. Gylfi Þórðarson stjóm- arformaður Spalar sagði í samtali við Morgunblaðið að þessar niður- stöður kæmu ekki á óvart. Þær miðuðust við hagsmuni vegagerðar- innar vegna vegtenginga en fælu ekki í sér mat á hagkvæmustu kost- unum við gerð jarðganganna sjálfra. Sagði hann að Spölur myndi áfram miða sína undirbúningsvinnu við að göngunum verði valinn stað- ur á Hnausaskersleið. Sjá einnig á miðopnu. -------------- Bridshátíð: Zia Mahmood signrvegari SVEIT Zia Mahmood sigraði í sveitakeppni á Bridshátíð flug- leiða sem lauk í gærkvöldi með 188 stig. ICL Denmark varð í öðru sæti með 187 stig og Sigurð- ur Sverrisson í þriðja sæti með 183 stig. Zia Mahmood og Eric Rodwell sigruðu í tvímenningskeppni á mót- inu um helgina en Guðmundur Páll Amarson og Þorlákur Jónsson urðu í öðm sæti. Alls tóku 64 sveitir þátt í keppninni í gær og er það fjölmenn- asta bridsmót sem haldið hefur verið hérlendis. í sveit Sigurðar voru auk hans Sverrir Hermannsson, Magnús Ólafsson, Björn Eysteinsson, Karl Sigurhjartarson og Svavar Baldurs- son. Sjá bridsþátt á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.