Morgunblaðið - 18.02.1992, Blaðsíða 11
u,
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992
Tvímenningur Bridshátíðar;
Zia og Rodwell
urðu langefstir
Brids
Arnór Ragnarsson
Loksins tókst Pakistananum
Zia Mahmood að vinna tvímenn-
ingskeppni Bridshátíðar. Að
þessu sinni spilaði hann gegn
Eric Rodwell Bandaríkjamanni
sem unnið hefir til flestra brids-
verðlauna sem hægt er að vinna
til og hann var m.a. í sigurliði
Bandaríkjanna sem vann
Bermúdaskálina 1981 en þá var
hann aðeins 23 ára gamail. Það
er að bera i bakkafullan lækinn
að kynna Zia Mahmood. Hann
hefir komið hingað árum saman
Heimsmeistararnir Þorlákur
Jónssn og Guðmundur Páll
Arnarson voru í toppbaráttunni
allt mótið og enduðu í öðru
sæti.
á Bridshátíð og hefir t.d. þríveg-
is unnið sveitakeppnina á Brids-
hátið.
Það er oft tekið svo til orða í
tvímenningskeppnum að það sé
nauðsynlegt að vera með rétta
tímasetningar í toppbaráttunni og
á það vel við um þetta mót. Zia
og Eric byijuðu mótið mjög illa og
voru í neðstu sætunum ásamt Guð-
laugi R. Jóhannssyni og Erni Arn-
þórssyni sem byijuðu mjög illa
meðan hin íslenzku heimsmeist-
arapörin röðuðu sér í efstu sætin.
Þá var auðséð strax í upphafi að
Danirnir voru ekki komnir til að
vera í neðstu sætunum.
Lítum á stöðuna eftir 17 umferð-
ir:
JensAuken-DennisKoch 192
JónBaldursson-AðalsteinnJörgensen 180
Neil Silverman - Larry Cohen 174
Valur Siprðsson - Guðmundur Sveinsson 121
Guðm.PállAmarson-ÞorlákurJónsson 115
Símon Símonarson - ísak Öm Sigurðsson 112
Hjördis Eyþórsdóttir - Ásmundur Pálsson 111
Steen Möller—Lars Blakset 110
Þegar hér var komið voru Zia
og Eric Rodwell með 5 stig yfir
meðalskor 1 22. sæti. Fimm um-
ferðum síðar voru þeir félagar
komnir í baráttuna þá með .92 stig
og að loknum 35 umferðum voru
þeir komnir í toppbaráttuna eins
og sjá má á eftirfarandi stöðu:
Guðm. Páll Amarson-ÞorlákurJónsson 312
Steen Möller—Lars Blakset 245
JensAuken-DennisKoch 241
Pétur Ö. Guðjónsson - Grettir Frímannsson 233
Neil Silverman - Larry Cohen 212
ZiaMahmood-EricRodwell 197
Hrólfur Hjaltason - Sigurður Vilhjálmsson 166
RaymondBrock-JohnPottage 163
Næstu umferðir voru Guðmundi
Páli og Þorláki erfiðar á meðan
Zia og Rodwell skoruðu 20—30
stig í hverri setu, og þegar upp var
staðið höfðu þeir fengið 402 stig
yfir meðalskor og var meðalskorin
um ,12 stig að meðaltali í síðustu
40 umferðunum.
Guðmundur Páll Amarson og
Þorlákur Jónsson voru í toppbarátt-
unni allan tímann og héldu uppi
heiðri landans með því að ná öðru
sætinu. Danirnir urðu í þriðja og
fjórða sæti og norðanmennirnir
Pétur Guðjónsson og Grettir Frí-
mannsson hirtu fimmtu verðlaunin
örugglega. Það er reyndar engin
nýlunda að Norðlendingar standi
sig vel í okkar stærri tvímennings-
keppnum.
Landsliðsmennirnir Jón Baldurs-
son og Aðalsteinn Jörgensen urðu
í 15. sæti og Guðlaugur R. Jó-
hannsson og Orn Amþórsson urðu
í því 18. eftir afar slæma byijun.
Bridshátíðar er i mjög föstum
skorðum nú orðið og er allt skipu-
lag til fyrirmyndar undir öruggri
stjórn mótsstjórans, Elínar Bjama-
dóttur.
Að þessu sinni voru notaðar
klukkur til að stjóma tímasetning-
um. Það verður að segjast að
klukkurnar eru nokkuð háværar
og verður að ráða bót á því fyrir
næsta mót. Reykingabann var í
spilasal fyrir áhorfendur en ekki
spilara. Keppnisstjóri var Agnar
Jörgensson og honum til aðstoðar
var Kristján Hauksson sem einnig
sá um útreikninga.
Sigurvegararnir Zia Ma-
hmood og Eric Rodwell
spila gegn Herði Pálssyni
og Þráni Sigurðssyni,
elzta spilara keppninnar.
Minni myndin: Sigurveg-
ararnir sigurreifir í móts-
lok.
Lokastaðan:
ZiaMahmood-EricRodwell 402
Guðm.PállAmarson-ÞorlákurJónsson 316
Steen Möller—Lars Blakset 314
JensAuken-DennisKoch 297
Pétur Ö. Guðjónsson - Grettir Frímannsson 279
NeilSilverman-LarryCohen 258
RaymondBrock-JohnPottage 198
Sævar Þorbjömsson - Karl Sigurhjartarson 158
IngeKeithHansen-IbLundby 148
SímonSímonarson-ísakÖmSigurðsson 140
JónÞorvarðarson-FriðjónÞórhallsson 137
Júlíus Siguijónsson - JónasP. Erlingsson 128
Friðrik Sophusson, fjármálaráð-
herra, setti mótið. Hann lék á als
oddi og fór á kostum. Skipulag
TIL LEIGU í HEKLUHÚSINU
LAGI EÐA í MINNI EININGUM
Laugavegur 170-172 þriðja hæð 973 m2 glæsilegt útsýni. Nýbygging súlulaus.
[7— V [7—
Laugavegur 172 önnur hæð 140 m2.
Laugavegur 170 önnur hæð
400 m2 skrifstofuhúsnæði.
1 1 i 1 , , , r
IHH llh ri H HIH H H HIH h H rlH 1- HHI n H H Hl H H HHI H H M Hlrl .*ir
1 1 H, :K LA
HE
m
—j— —fri——fr'". . Ife^n-r-jkr—-fr , í iðraratsfiram lKT" n
|jí IraEaSSiasg :i"T”=
[iiirm 1 mttttl [JTTTÍTt njtttti UJ
o o o
Laugavegur 170 götuhæð
115 m2 verslunarhúsnæði.
Upplýsingar gefur
Sigurður Gunnarsson
í síma 695500.
ffl
HEKLA
LAUGAVEGl 174
SÍMI695500
j !! D irm U II U U U1
fmmmnfammamcmyn