Morgunblaðið - 18.02.1992, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992
BUREfiU
Þú verður hlutgengur hvar
sem er í Ameríku þegar
þessu er lokið.
HÖGNI HREKKVÍSI
BRÉF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Velferð um aldamót
Frá Steinari Pálssyni:
Þegar ég kom fyrst til Reykjavík-
ur, það var árið 1923, náði byggðin
ekki nema upp að Skólavörðu, en
hún stóð þar sem Hallgrímskirkja
er nú. Þá náði byggðin eitthvað
lengra inn fyrir Laugaveginn og
Hverfísgötuna. Þegar ég lít yfir það
sem byggt hefur verið síðan á tæp-
lega 70 árum, undrast ég ekki þó
að eitthvað sé í skuld. Ekki skulum
við þó fara að hrósa mikilli skulda-
söfnun.
Á þessum tfma var þjóðin bláfá-
Frá Gyðu Jóhannsdóttur:
Fyrir mörgum árum síðan var ég
sjúklingur á Landakoti. Sá tími var
nægilega langur til þess að ég lærði
að meta nunnurnar og störf þeirra.
Mikill agi, nýtni og sparsemi í öllu,
stóru og smáu settu svip sinn á starf-
semi þessarar stofnunar. Nunnurnar
hófu störf sín snemma dags og á
kvöldin, alltaf á sama tíma, voru
dyrnar inn á sjúkrastofunar opnaðar
til þess að allir mættu heyra þegar
nunnurnar fóru með bæn og á eftir
var sunginn sálmur.
Andrúmsloftið á Landakoti
mótaðist af trúrækni og fórnfýsi
þessara vinnusömu systra sem
hjúkniðu og liðsinntu þeim sem voru
hjálpar þurfi.
Margt breyttist á Landakoti eftir
að nunnurnar fóru þaðan. En mest
er ég undrandi á því að heyra nú í
fjölmiðlum, að starfsfólk sem segist
hafa verið á Landakoti í tugi ára
og starfað með systrunum, muni
ganga út ef Landakot verði gert að
öldrunarheimili. Hvað lærði þetta
starfsfólk af nunnunum? Ég vissi
ekki til þess að þær gerðu neinn
greinarmun á því hvort þær voru
að hlúa að ungu eða gömlu fólki.
Það er heldur kaldranalegt fyrir
eldra fólk, sem hefur tekið þátt í
tæk, framundan ákaflega erfiðir
tímar, baráttan við berklaveikina og
heimskreppan. Þá voru þeir ákaflega
fáir sem ekki þurftu að velta fyrir
sér hverri krónu. Samt komst þesis
fátæka þjóð fram úr því að reisa
berklahælin og skólana, og reka
þetta án þess að ríkið færi á haus-
inn. Ekki man ég eftir neinni ákaf-
legri bölsýni í þá daga. Ég held að
fólkið hafi búið að eggjunarorðum
aldamótaskáldanna og bjartsýni
ungmennafélagshreyfingarinnar.
Áður en gerðar eru stórfelldar
breytingar á hinu svonefnda velferð-
þvl að sumt af þessu starfsliði hefur
getað stundað skólanám árum sam-
an, að heyra það lýsa því yfir í
fjölmiðhim að það vilji heldur vera
atvinnulaust en að annast aldrað
fólk.
Nunnumar sem störfuðu á Landa-
koti éru nú ýmist látnar eða orðnar
aldraðar. Þær hafa tæplega fylgst
með þeim breytingum sem hafa orð-
ið í íslensku þjóðlífi og starfsemi
sjúkrahúsa á þeim tíma sem liðinn
er síðan þær létu af störfum.
Það er skiljanlegt að nunnurnar
taki afstöðu með starfsfólkinu á
Landakoti, en það er ekki viðkunna-
legt að starfsliðið sé að blanda þeim
í sín hagsmunamál.
Fólk sem er haldið erfiðum öldr-
unarsjúkdómum eru sjúklingar.
Nokkur hundruð aldraðra sem sam-
kvæmt vistunarmati ættu að vera í
hjúkrunarrými, komast ekki inn á
ríkisreknar öldrunarstofnanir vegna
skorts á legurými.
Nunnumar hafa ávallt verið trúar
köllun sinni, að lifa og starfa í anda
Krists og leggja þeim meðbræðrum
sínum lið sem þurfa mest á hjálp
þeirra að halda.
GYÐA JÓHANNSDÓTTIR
Miðleiti 7
Reykjavík
arkerfi, verða að fara fram umræður
um slíkar breytingar. Fyrir síðustu
kosningar kom enginn flokkur eða
samtök með neinar tillögur um slíkt.
Athugum hvernig gekk með barátt-
una við berklana. Ekkert gekk fyrr
en ríkið tók algerlega á sig allan
rekstur berklahælanna. Fyrst áttu
sjúklingarnir að borga og sveitarfé-
lögin ef þeir gátu það ekki. Þá var
reynt að hafa sjúklingana heima, ef
þess var nokkur kostur, sem auðvit-
að gafst ekki vel. Hvernig fór þessi
bláfátæka þjóð að því að stofna
berklahælin og reka þau á kreppuár-
unum? Það er ekki auðskilið. Én.vilji
er allt sem þarf. Ef einhver vill halda
því fram að við höfum ekki efni á
að reka spítalan, tel ég það rugl eitt.
Hressilegt var að heyra í útvarpi
til konu, sem sagðist fús til að greiða
hærri skatt, fremur en að láta hið
svonefnda velferðarkerfí hrynja.
Ég heyrði í sjónvarpsumræðu-
þætti 4. febrúar að við ættum heims-
met í viðskiptahalla. Hveijir eru það
sem sóa Ijármunum þjóðarinnar
svona gegndarlaust? Tæplega þeir
sem lægst hafa launin. Manni skilst
að þeim gangi ekki of vel að láta
enda ná saman. Ef til vill á krepput-
alið sinn þátt í þessu. Það verður
erfitt að laga viðskiptah^Uann með-
an launamismunurinn er utanvið öll
skynsamleg takmörk. Ég held að
þeir sem mestar hafa tekjurnar séu
jafnvel fljótastir að eyða þeim. Því
má bæta við að þótt landbúnaðurinn
hér verði brotinn niður, muni það
ekki verða til að laga viðskiptahall-
ann.
Nú nálgast aldamót og mun rétt
að vitna í orð eins af aldamótaskáld-
unum, Þorsteins Erlingssonar, fyrir
síðustu aldamót: „Við vonum þú
senn eigir svipmeiri þjóð“, „Oss
vantar menn“ eins og annað skáld
sagði, sem hafa kjark og þor. Þó
að ég viti að orðið maður nær yfir
bæði karla og konur, meina ég þetta
sérstaklega til karlanna. Ég veit að
konurnar myndu ekki standa fyrir
aðför að spítölunum.
STEINAR PÁLSSON
Hlíð
Gnúpveijahreppi
Árnessýslu
tii að hvetja þá, sem vilja taka þátt
í þjóðmálaumræðum að nota sér
þennan nýja þátt í Morgunblaðinu.
xxx
Loks er ástæða til að vekja at-
hygli á því, að aðsendar grein-
ar eru nú birtar í Úr verinu, sjávar-
útvegsblaði Morgunblaðsins, sem
kemur út á miðvikudögum, Við-
skiptablaði, sem kemur út á fimmtu-
dögum, Lesbók, sem kemur út á
laugardögum og Sunnudagsblaði,
allt eftir því, sem efni máls gefur
tilefni til og raunar má segja hið
sama um Iþróttablað, sem kemur
út á þriðjudögum og menningarblað,
sem kemur út á iaugardögum.
xxx
ugi þessar aðgerðir ekki til að
greiða fyrir skjótari birtingu
aðsendra greina má vel vera, að
óhjákvæmilegt verði að ganga stífar
eftir því, að greinahöfundar stytti
mál sitt. En þá má líka búast við,
að greinahöfundar, sem senda blað-
inu efni til birtingar með því hugarf-
ari, sem lýsir sér í grein þeirri, sem
vitnað var til hér að framan, telji að
í slíkum óskum felist tilraun til að
koma í veg fyrir, að sjónarmið þeirra
komist á framfæri - eða hvað?!
Víkverji
Iframhaldi af umíjöllun Víkveija
fyrir viku um birtingu greina í
Morgunblaðinu birtist grein hér í
blaðinu sl. laugardag þar sem sagði
m.a.:„Morgunblaðið heldur sumum
höfundum frá umræðunni, sem er í
gangi hveiju sinni með því að birta
ekki greinar þeirra fyrr en umræðan
er gleymd og grafin. Mín tilvik sanna
það.“
Þetta er fáránleg ásökun. Hvers
vegna í ósköpunum ætti Morgun-
blaðið að „halda sumum höfundum
frá umræðunni"?! Blaðið birtir grein-
ar um margvísleg efni og með marg-
víslegum skoðunum og sjónarmið-
um. Dag hvern er Morgunblaðið
sönnun fyrir því, að það skiptir engu
máli, hvort skoðanir greinahöfunda
falla saman við skoðanir blaðsins eða
ganga þvert á þær. Greinarnar eru
birtar, ef í þeim eru ekki ærumeið-
andi ummæli eða dylgjur um annað
fólk. Skoðanir greinahöfunda skipta
engu máli, þegar mat er lagt á birt-
ingu. Þeir mega vera kommúnistar
eða fasistar og alit þar á milli, ef
því er að skipta. Raunar verður
Morgunblaðið fyrir gagnrýni frá fjöl-
mörgum lesendum fyrir það að sýna
alltof mikið fijálslyndi í birtingu
greina.
Hitt fer ekki á milli mála, að
skrifar
óhugsandi er að birta umsvifalaust
allar þær fjölmörgu greinar, sem
blaðinu berast til birtingar. Ekkert
blað I veröldinni getur orðið við slík-
um kröfum. Yfirleitt taka greinahöf-
undar þessu með skilningi. Þeir eru
þó til, sem ganga stundum svo hart
fram í óskum um birtingu greina,
að verulega reynir á þolinmæði
starfsmanna blaðsins. Slík yfírgangs-
semi verður þó ekki til þess, að sann-
gjörnu mati á því, hvenær greinar
eru birtar í blaðinu sé vikið til hliðar.
xxx
*
Iþessu sambandi er sérstök ástæða
til að vekja athygli á Bréfum til
blaðsins, sem birtast hér á þessari
síðu. Hér er um að ræða bréf, sem
blaðinu eru send til birtingar undir
fullu nafni höfunda en blaðið áskilur
sér rétt til að stytta án þess að það
komi niður á kjarna þess, sern bréf-
ritari vill koma á framfæri. í fjöl-
mörgum tilvikum geta menn komið
skoðunum sínum á framfæri í mun
styttra máli en hér hefur tíðkazt.
Með birtingu Bréfa til blaðsins vill
Morgunblaðið stuðla að því, að fólk
geti komið skoðunum sínum á fram-
færi í stuttu máli og átt von á skjót-
ari birtingu en um er að ræða varð-
andi lengri greinar. Full tilefni er
ALDRAÐIR OG
LANDAKOTSSPÍTALI