Morgunblaðið - 18.02.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.02.1992, Blaðsíða 27
,‘pfn V, U..VN f.l' S. k.'iil ,'K iliíro .liis ,11.1 .l-v,. Pá MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992 27 Frumvarp til laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna; Óbreytt markmið en er reiðubú- inn til að ræða um aðrar leiðir - segir mennta- málaráðherra Fyrstu umræðu um frumvarp til laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna var framhaldið í gær. Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra ítrekaði yfirlýsingar um að hann væri reiðubúinn að athuga aðrar leiðir til að ná markmiðum frumvarpsins, að treysta stöðu lánsjóðsins svo hann geti áfram tryggt námsmönnum fram- færslu á meðan þeir öfluðu sér menntunar. Össur Skarphéðins- son (A-Rv), formaður þing- flokks Alþýðuflokks, fagnaði yfirlýsingum ráðherra. Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra taldi sér skylt að svara nokkrum fyrirspurnum sem til hans hafði verið beint í umræð- um síðastliðna viku. Ráðherra vildi fyrst vísa á bug ásökunum Val- gerðar Sverrisdóttur (F-Ne) að „sérstakur æðibunugangur“ hefði einkennt undirbúning þessa frum- varps. Námsmönnum hefði verið gerð grein fyrir þeim hugmyndum sem hefðu verið til umræðu í þeirri nefnd sem fyrst hefði verið skip- uð. Þegar umsagnir hagsmunaað- ila hefðu legið fyrir hefði fulltníum námsmanna verið bætt í nefndina. Menntamálaráðherra lagði þó áherslu á að frumvarpið fengi skjóta afgreiðslu, hann hefði lýst bágri stöðu sjóðsins og síst af öllu vildi hann lenda í þeirri aðstöðu að þurfa að skerða lánin eins^og heimildir væru fyrir í reglugerð- um. Menntamálaráðherra fór í gegnum ýmsar þær greinar frum- varpsins sem fyrri ræðumenn höfðu gert að umtalsefni, t.d. um greiðslur til hagsmunasamtaka námsmanna en í 16. gr. segirm.a: „Sjóðsstjórn er heimilt, ef hags- munasamtök námsmanna óska eftir, að draga félagsgjald frá láni enda komi ósk námsmanns þar að lútandi fram á lánsumsókn." Ráðherra vék einnig að þeirri gagnrýni sem fram hefur komið um að sjóðsstjóm verði falið óhóf- legt ákvörðunarvald. Menntamála- ráðherra var þeirrar skoðunar að þarna væri farið á rétta braut með því að fela sjóðsstjóm meira ákvörðunarvald en verið hefði. Ráðherra benti að í 16. greininni kæmi fram óskorað forræði ráð- herra um málefni lánasjóðsins inn- an þess ramma sem lögin settu. Varað við áthagafjötrum Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra ítrekaði að hann væri reiðubúinn til að skoða og athuga allar hugmyndir um breyt- ingar að því tilskildu að ekki yrði hvikað frá meginmarkmiðum fmmvarpsins um að tryggja fjár- hagslega stöðu sjóðsins svo hann gæti í framtíðinni veitt náms- mönnum lán til framfærslu og menntunar. Hann taldi nokkrar þeirra hugmynda sem fram hefðu komið í umræðunni vera íhugunar- verðar og fór þess eindregið á leit við nefndarmenn í menntamála- nefnd að þeir athuguðu þær sér- staklega vel. Menntamálaráðherra gi-eindi t.a.m. frá því, að verið væri að reikna út áhrif hugmynda Finns Ingólfssonar um endurgreiðslur námslánanna, en þær gera ráð fyrir tekjutengdri endurgreiðslu í tuttugu og fimm ár, en eftirstöðv- ar verið síðan settar á skuldabréf sem verði greitt upp á fimmtán árum. Ráðherra vék einnig að því sjónarmiði að námsmönnum sem Ólafur Össur settust að erlendis skyldi gert að endurgreiða sitt námslán á skemmri tíma, en þeim sem leituðu aftur heim. Ráðherra sagði það varhugavert að reyna að koma einhveijum átthagafjötrum yfír okkar námsfólk, það gæti reynst nokkurs virði að hafa aðgang að löndum okkar erlendis. En ef það væri vilji fyrir því að hafa mismun- andi skilmála þá væri það mögu- legt. Þetta væri eitt þeirra atriða sem hann hefði óskað eftir að menntamálanefnd kannaði sér- staklega. Menntamálaráðherra sagði að enn hefði ekki verið ákveðið hvort lánað yrði vegna skólagjalda í Háskóla íslands. Um það yrði ekki tekin ákvörðun fyrr en frumvarpið hefði verið afgreitt, en hann hefði lýst því yfír að hann teldi líklegt að svo yrði. Eftir að menntamálaráðherra hafði lokið sinni ræðu gagnrýndu hana Kristín Einarsdóttir (SK- Rv) og Svavar Gestsson (Ab-Rv). Námsmönnum framtíðarinnar væri ætlað að leysa þann fjárhags- vanda sem sjóðurinn væri nú kom- inn í, m.a. sökum þess að lán urðu ekki verðtryggð fyrr en 1976 og vegna endurtekinna dýrra lántaka sem sjóðinum hefði síðan verið ætlað að endurlána vaxtalaust. Svavar Gestsson gagnrýndi að námsmenn yrðu bundir alla sína lífstíð á skuldaklafa. vegna endur- greiðslureglnanna. Ólafur G. Ein- arsson menntamálaráðherra ít- rekaði enn og aftur að það hefði margoft komið fram að Alþingi væri ekki reiðubúið til að leggja fram það fé sem þyrfti til að lána- sjóðurinn gæti lánað námsmönn- um óskert lán að óbreyttum lög- um. Sjóðurinn hefði orðið að afla íjár með endurteknum lántökum. Frá þessari braut yrði að hverfa fyrr heldur en síðar. Ef ekki nú þá hvenær? Guðrún J. Halldórs- dóttir (SK-Rv) taldi að margt mætti fínna að núgildandi námsl- ánakerfi, það væri um margt vinn- uletjandi og mismunaði einnig fólki eftir námsbrautum, t.d. hefði sjúkraliðum ekki verið lánað fyrr en á síðasta námsári. En Guðrún taldi þetta frumvarp síst til bóta, hér væri jafnvel verið að hverfa til þeirrar formyrkvunar að náms- fólk yrði að hverfa frá námi vegna efnaleysis. Anna Ólafsdóttir Björnsson (SK-Rn) lýsti eftir heildstæðri menntastefnu ríkis- stjórnarinnar. Orð fögnuðar og varúðar Össur Skarphéðinsson (A-Rv) lagði áherslu á yfirlýsingar mennt- amálaráðherra um að hann væri reiðubúinn til að skoða aðrar leið- ir heldur en frumvarpið gerði ráð fyrir og einnig tilmæli ráðherrans til menntamálanefndar um að at- huga og íhuga ýmis atriði. Össur fagnaði þessum yfirlýsingum. For- maður þingflokks Alþýðuflokksins vitnaði til ummæla sem Rannveig Guðmundsdóttir (A-Rn), vara- formaður menntamálanefndar, lét falla í síðustu viku um að það væri ákveðinn áherslumunur milli stjórnarflokkanna um nokkur atr- iði frumvarpsins. Össur varaði þingmenn sérstaklega við of hörð- um endurgreiðslum. Nú þegar væri svo komið að óttinn við mikl- ar námsskuldir letti gott námsfólk frá því að fara í langt nám og dýrt sem þó væri mikilvægt fyrir samfélagið. Össur taldi ófullnægjandi þær hugmyndir og fyrirheit um aukna námsstyrki gegnum vísindasjóð sem koma fram í athugasemdum með frumvarpinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (SK-Rv) taldi „áherslumuninn“ sem Rannveig Guðmundsdóttir og Össur Skarphéðinsson töluðu um, jafnvel ekki bara vera milli stjóm- arflokkanna heldur einnig innan Alþýðuflokksins. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður flokksins, hefði t.a.m. talað gegn því að taka tillit til félagslegra aðstæðna; haft á orði að önnur kerfi sæu um þann þátt. Össur hefði hins vegar lokið lofsorði á íslenska kerfíð fyrir að taka ákveðjð tillit til fjölskylduað- stæðna. Ólafi Þ. Þórðarsyni (F-Vf) blöskraði „fortíðarvand- inn“, þ.e.a.s. ákaflega ómarkviss notkun á þessu orði sem reyndar fyndist ekki í þeirri góðu orðabók sem kennd væri við Blöndal. Ólafur fann einna helst orðskýr- ingu í nefndarskýrslum sem for- sætisráðuneytið gaf út í desember síðastliðnum: „Sú fjárhæð sem ekki hefur verið gerð grein fyrir í reikningum eða við gerð fjárlaga og kemur, að öðru óbreyttu, til með að falla á ríkissjóð vegna til- tekinnar starfsemi og/eða veglfe skuldbindinga sem gerðar hafa verið fyrir hönd ríkissjóðs." Ólafur Þ. Þórðarson taldi Lánasjóð ís- lenskra námsmanna ekki falla undir þessa skilgreiningu.. Lána- sjóðurinn ætti fyrir öllum sínum skuldum. Ólafur Þ. Þórðarson atyrti með skólastjóralegu yfir- bragði ráðherra menntamála og einnig þingmenn Kvennalista fyrir þetta vonda orðaval. Það væri ekki töluð íslenska lengur. — Ráðherra kvað þetta orð ekki frá sér komið, hann hefði eirv ungis verið að svara þeim ræðu- mönnum sem þetta orð hefðu not- að. — Ólafí Þ. Þórðarsyni þótti skýring ráðherra haldlítil og engin afsökun. Ræðumaður átaldi mennta- málaráðherra fyrir að vanrækja það að gera Alþingi grein fyrir heildstæðri menntastefnu, en þess í stað að leggja fram þetta frum- varp þar sem einungis væri horft til fjárhagslegra hagsmuna Lána- sjóðs íslenskra námsmanna. í lok síns fyrirlesturs hvatti Ólafur Þ. Þórðai*son þingmenn, jafnt stjóm- arliða sem stjórnarandstæðinga, að leita nú einhvetra sátta. Sagð>- ist ræðumaður myndu beita sér fyrir einhverri málamiðlun í menntamálanefnd. Fá niðurstöðu sem væri á þann veg að ríkisstjórn- in fengi unað við, en þó með þeim hætti að stjómarandstaðan þyrfti ekki að fara út í þann harða leik að leggjast gegn öllu því sem frumvarpið kvæði á um. Steingrímur J. Sigfússon (Ab-Nv) taldi hið íslenska náms- lánakerfí vera eina hina merkustu félagsmálalöggjöf sem við hefð- um. Löggjöf sem ekki hefði fengið að njóta sannmælis. En Steingrím- ur var til þess neyddur að benda þeim sem að peningum hyggðu og af mikilli smásmygli töluðu um útgjöld og kostnað á að íslending- um hefði tekist með þessu námsl- ánakerfí að tryggja jafnrétti til náms. Steingrímur gagnrýndi í nokkru máli fjárfestingarsjónarm- ið og peningahyggju gagnvart þvi þrifamáli að koma æskulýðnum til mennta og þroska. Þegar Steingrímur J. Sigfússon hafði lokið ræðuhaldi á níunda tímanum í gærkvéldi, þá frestaði Salome Þorkelsdóttir forseti Al- þingis þessari fyrstu umræðu ura frumvarp til laga um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna. En þingfor- seti lét þess getið, að samkomulag væri um að umræðunni yrði fram- haldið kl. 18. á miðvikudaginn. Að svo búnu var fundi slitið. STUTTAR ÞINGFRETTIR Endurskoðuð starfsáætlun verður endurskoðuð Starfsáætlun Alþmgis hefur nú verið endurskoðuð. Áætlunin gerir ráð fyrir að Alþingi 115. löggjafar- þinginu verði frestað föstudaginn 15. maí. Gert er ráð fyrir því að skýrslur alþjóðanefnda verði flutt- ar 27. febrúar. Skýrsla um utan- ríkismál verður flutt 17. mars. Hinn 2. apríl verður farið yfir árs- skýrslur ríkisendurskoðunar og umboðsmanns Alþingis. Þess má geta að starfsáætlunin gerir ráð fyrir því að síðasti skiladagur nýrra þingmála verði 1. apríl. Almennar stjómmálaumræður, svonefndar eldhúsdagsumræður, verða haldnar mánudaginn 4. maí. Sjónvarpsáhorfendum mun verða gefínn kostur á að fylgjast með þessum umræðum í beinni útsendingu ríkissjónvarpsins. En þeir sem ekki hafa tækifæri til þess að fylgjast með sjónvarpinu geta stillt á fyrstu rás Ríkisút- varpsins. Það er oft svo að starfsáætlun Alþingis er mikilli óvissu háð; nú er að því stefnt að leggja fyrir þingið samning um evrópskt efna- hagssvæði fyrir lok næsta mánað- ar. „Ég tel ljóst að endurskipa- leggja verði þinghaldið með hlið- sjón af samningnum um evrópsk efnahagssvæði," sagði Geir H. Haarde (S-Rv), formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, í sam- tali við þingfréttaritara. Geir taldi ekki tímabært að kveða upp úr með það hvort þinghaldið dregst fram á sumar eða hvort þingið yrði kallað saman til funda í sum- ar. „Hvort tveggja kemur til greina,“ sagði formaður þing- flokks sjálfstæðismanna. Síldarverksmiðjur ríkisins Á 82. fundi Alþingis í gær var lagafrumfrumvarp um að stofna hlutafélag um Síldarverksmiðjur ríkisins afgreitt með 36 atkvæðum til sjávarútvegsnefndar. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hef- ur sagt að með samþykkt frum- varpsins sé lagður grunnurinn að næsta skrefi sem verði einkavæð- ing síldarverksmiðjanna. Frumvarp til þinglýsingarlaga Samþykkt var í gær að vísa frumvarpi til laga um breytingu á þinglýsingalögum til þriðju unv ræðu. Meirihluti allsheijarnefndar mælti með því að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt. Sólveig Péturs- dóttir (S-Rv), formaður allsheijar- nefndar, gerði grein fyrir nefndar- álitinu, í ræðu hennar kom m.a. fram að meginefni frumvarpsins felst í því að úrlausn þinglýsingar- stjóra í þinglýsingarmáli sam- kvæmt lögunum verður borið und- ir héraðsdómara í lögsagnarum- dæmi þinglýsingarstjóra, en úr- skurði héraðsdómara verði skotið til Hæstaréttar með kæru, sam- kvæmt almennum reglum urti kæru úrlausna í einkamálum. • Kristinn H. Gunnarsson (Ab-Vf) skrifaði ekki undir nefndarálitið þar sem hann hafði ekki verið búinn að kynna sér frumvarpið til hlýtar þegar það var afgreidd úr nefnd. En eftir rannsókn málsins lýsti hann því yfir að hann teldi breytingar þær sem frumvarpið miðar að vera til bóta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.