Morgunblaðið - 18.02.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.02.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. y Færri og stærri sveitarfélög Hitaveita Suðurnesja er gott dæmi um samstarfsverk- efni sveitarfélaga sem mynda eitt og sama þjónustusvæðið. Sjö sveitarfélög standa að þessu þjónustufyrirtæki, sem dreifir hita og orku um Suðumes. Reynslan af því er um sitt hvað stefnuvísandi fyrir vaxandi samstarf nágrannasveitarfé- laga víðs vegar um landið. Trúlegt er að vel heppnað samstarf nágrannasveitarfé- laga um ýmiss konar sam- starfsverkefni, svo sem skóla- hald, brunavamir, hitaveitur og aðra nauðsynlega þjónustu, leiði í sumum tilfellum sjálf- krafa til sammna slíkra sam- starfssveitarfélaga áður en langir tímar líða. Reyndar á hugmyndin um verulega fækk- un og stækkun sveitarfélaga í landinu, sem nú em um tvö hundmð talsins, vaxandi fylgi að fagna. Stærri og sterkari sveitarfélög em betur í stakk búin til sinna kröfum sam- tímans um hvers konar þjón- ustu við fólk en þau minni og fámennari. Hvaða kröfur er til dæmis hægt að gera til sveitar- félaga með eitt eða fáein hundr- uð íbúa? Hin stærri sveitarfé- lögin em og líklegri til að stöðva eða draga verulega úr byggða- röskun í landinu, sem einkennt hefur síðustu áratugina. Á síðastliðnu ári skilaði nefnd, er skoðað hefur skipt- ingu landsins í sveitarfélög, áfangaskýrslu, sem vakið hefur mikla athygli. Þar eru viðraðar þijár hugsanlegar leiðir að sam- einingu sveitarfélaga. Sú er skemmst gengur gerir ekki ráð fyrir annarri hvatningu til sam- einingar sveitarfélaga en felst í gildandi sveitarstjórnarlögum. Samkvæmt þeim skal lág- marksíbúatala sveitarfélags vera 50 manns. Fari íbúatala neðar ber sveitarfélagi að sam- einast nágrannasveitarfélagi. Talið er að sveitarfélögum fækki um 30 til 40 á fáum ámm, þótt ekki verði lengra gengið. Millileiðin, sem viðruð var, gerir ráð fyrir fækkun sveitar- félaga úr 200 í 60 til 70 og að lágmarksíbúatala sveitarfélags verði 400 manns. Sú hugmynd- in sem mesta umræðu hefur fengið felur í sér sameiningu sveitarfélaga innan heilla hér- aða, það er að öll sveitarfélög innan sama þjónustúsvæðis, skuli sameinast í eitt. Sam- kvæmt henni fækkar sveitarfé- lögum í 25 til 28. Almenna regl- an yrði þá sú að sveitarfélög hefðu að minnsta kosti 1.000 íbúa, en fáeinar undantekning- ar verði veittar með hliðsjón af sérstökum aðstæðum. Hreppaskipan, sem enn ræð- ur mörkum sveitarfélaga víðast hvar hér á landi, rekur að dijúg- um hluta rætur til fyrstu alda byggðar í landinu og er nánast geimegld í vitund þorra lands- manna. Hugmyndir um fækkun og stækkun sveitarfélaga, til samræmis við aðrar samfélags- breytingar á tuttugustu öldinni, eiga því víða undir högg að sækja. Þeim vex þó smám sam- an fylgi. Þannig lýsti fulltrúa- ráðsfundur Sambands íslenzkra sveitarfélaga, sem haldinn var síðla liðins árs, stuðningi við slíka þróun. Það ‘er einkum tvennt sem að er stefnt með stærri og færri sveitarfélögum: í fyrsta lagi að ná fram hag- ræðingu í fjárfestingu og þjón- ustu, sem sveitarfélögum er ætlað að sinna. Fjárhagsstaða sumra sveitarfélaga, einkum minni þéttbýlissveitarfélaga, sýnir, að þetta skiptir verulegu máli. Þróun í þessa átt er og beinlínis forsenda fyrir frekari verkefnaflutningi frá ríki til sveitarfélaga. í annan stað að styrkja sam- keppnisstöðu landsbyggðarinn- ar á sviði þjónustuþátta, sem miklu ráða um búsetuval fólks, með og ásamt afkomumögu- leikum. Náið samstarf eða sam- eining sveitarfélaga innan sama þjónustusvæðis og sterkir byggðakjarnar þjóna þessu markmiði. Að öllu óbreyttu heldur fólksstreymið frá lands- byggðinni til höfuðborgarsvæð- isins áfram, eins og verið hefur næstliðna áratugi. Við erum fámenn þjóð í stóru landi. Yfirbyggingin í samfé- laginu er þegar ærin, miðað við fjárhagsgetu þjóðarinnar. Ef varðveita á byggð í landinu öllu, eins o g hugur þorra fólks stend- ur til, er fækkun og stækkun sveitarfélaga hagkvæmari og hentugri leið en nýtt stjórnsýsl- ustig, það er aumt, með tilheyr- andi kerfi og kostnaði. Með þessum hætti má auka og efla sjálfsstjórn byggðanna. En höf- uðmáli skiptir, að markmið verði sett og vinnulag ákveðið í fullu samráði viðkomenda, ríkisvalds og sveitarfélaga. Vífilsfells. Sjö unglingar og fjórir fullorðnir lentu í hrakningum á Sandfelli við Vífilsfell á sunnudagsmorgun eftir að hafa gist þar í tjöldum ^ um nóttina. Sandskeið Leið fólksins á ffaiM Vífilsfell* / ' i Arnarsetur ^lorgunblaðið/lngvar Guðmundsson. Hópi Bandaríkjamanna bjargað af Sandfelli Björgunarsveitarmenn koma með tvo Bandaríkjamannanna að björgunarsveitarbílum við rætur Fjarskiptasamband skipti sköpum - segir Ingi Þór Þorgrímsson varaformaður Flugbjörgunarsveitarinnar 80-90 björgunarsveitarmenn úr 11 björgunarsveitum á höfuðborgar- svæðinu tóku þátt í björgun 7 unglinga og 4 fullorðinna af Sandfelli við Vífilsfell í aftakaveðri snemma á sunnudagsmorguninn. Fólkið er búsett á Keflavíkurvelli og hafði farið þaðan í býtið á laugardags- morguninn ásamt öðrum hópi barna og fullorðinna. Sá hópur gisti í skátaskálanum Arnarsetri við rætur Vífilsfells um nóttina. Ingi Þór Þorgrímsson, varaformaður Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, segir að við björgunina hafi skipt sköpum að fjarskiptasamband hafi verið við hópinn. Fólkið gekkst undir lækniskoðun þegar komið var af fjallinu en ekki var talin ástæða til að færa neinn á slysadeild. Páll Bergþórsson, veðurstofusljóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að búið hefði verið að vara rækilega við vondu veðri á þessum slóðum frá þvi á fimmtudag. Ingi Þór sagði að tveir hópar snemma á laugardagsmorguninn. barna- og unglingaskáta af Kefla- Um hádegi hefði yngri hópurinn víkurflugvelli í fylgd nokkurra full- orðið eftir í skátaskálanum Amar- orðinna hefðu lagt upp í ferðina setri við rætur Vífilsfells en 7 ungl- ingar og 4 fullorðnir hefðu haldið á Sandfell við Vífilsfell þar sem slegið var upp tjöldum í ágætisveðri um kvöldið. Þegar tók að daga gerði aftur á móti aftakaveður með þeim afleiðingum að tjöldin fuku upp á rifnuðu. Var þá brugðið á það ráð að biðja um aðstoð í gegnum Til- kynningarskylduna. Hún gerði svæðisstjórn björgunarsveita á höfðuborgarevæðinu viðvart og um það bil 30 mínútum seinna voru fyrstu björgunarsveitarbílarnir á leið út úr bænum. Um kl. 11.28 komu leitarmenn á staðinn þar sem hópurinn hafði búið um sig í vari. Fólkið var fært í hlý föt og haldið niður af fjallinu þar sem læknir skoðaði fólkið. Tveir úr hópnum voru nokkuð kaldir en ekki var taiin ástæða til þess að fara með þá á slysadeild. Rétt fyrir kl. 13 var lagt af stað með hópinn heim á leið. Aðspurður sagði Ingi Þór að búnað- ur fólksins hefði verið viðunandi miðað við venjulegar .aðstæður en veðrið hefði verið slíkt að öllum bún- aði hefði verið hætt. Ingi Þór sagði að skipt hefði sköpum að beðið hefði verið um aðstoð í tíma og fjarskipta- samband hefði verið við hópinn þannig að hægt hefði verið að ganga svo að segja beint að fólkinu á fjall- inu. Um ástæðuna fyrir því að svo margir leitarmenn hefðu verið kall- aðir út sagði hann að.í aðgerð sem þessari, þar sem börn væru með í för, væri tíminn afgerandi þáttur og ekki vert að taka neina áhættu. Ef björgunin hefði dregist eitthvað fram á daginn hefði getað farið ver. Páll Bergþórsson, veðurstofu- stjóri, sagði að í þriggja daga spá á fímmtudag hefði komið fram að von væri á slæmu veðri á þessum slóð- um, hvassri suðaustanátt og slyddu eða rigningu. Haldið hefði verið áfram að spá slæmu veðri um helg- ina. Hann sagði að þessi atburðir og aðrir að undanförnu sýndu að íslensk veðrátta kæmi fólki sem ekki þekkti vel til landins sífellt á óvart. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar vegiia Hvalfjaröarganga: Jarðgöng á Kiðafells- leið ódýrasti kosturinn Vegur austan Akrafjalls mun hagkvæmari en vestan VEGAGERÐ ríkisins hefur gert nýjar kostnaðaráætlanir fyrir þær veg- tengingar sem koma til greina í tengslum við fyrirhuguð jarðgöng und- ir Hvalfjörð. Niðurstaða Vegagerðarinnar er að tveir kostir séu hag- kvæmastir. Annars vegar jarðgöng á Kiðafellsleið og vegur austan og norðan Akrafjalls og hins vegar göng á Hnausaskersleið þar sem gang- amunna er snúið í austur, vegur til Borgarness liggi austan Akrafjalls en sérstakur vegur yrði lagður til Akraness. í fyrra tilvikinu yrði heildar- kostnaður vegna ganga og vegagerðar 4.369 millj. kr. en 4.987 millj. kr. í hinu síðara. Vegagerðin kemst að þeirri niðurstöðu að stytting leiðar- innar til Borgarness yfir Grunnafjörð -sé ekki hagkvæm eða tímabær. usaskersleið, leggja veg til Borgarness austan Akrafjalls með tengingu við Undirbúningsfélagið Spölur hf. sem vinnur að athugunum vegna jarða- ganganna hefur ákveðið að Hnausa- skersleið verði fyrir valinu. Heildar- kostnaður við sjálf jarðgöngin er áætl- aður 4.277 millj. kr. á Hnausaskers- leið en 4.090 millj. kr. á Kiðafellsleið. Allt að 1,5 milljarða kr. kostnaðarmunur Vegagerðin hefur kannað marga kosti vegna vegakerfa í tengslum við jarðgöng á Hnausaskers- og Kiðaflls- leið. Odýrasti kosturinn er að mati vegagerðarinnar jarðgöng á Kiðafells- leið og vegur til Akraness austan og norðan Akrafjalls og til Borgarness austan Akrafjalls og um Melasveit. Vegalengdin á milli Reykjavíkur og Akraness yrði þá 58,84 km. og leiðin Reykjavík-Borgames 70,01 km. Kostnaður vegna vegagerðar er áætl- aður 279 millj. kr. og afkastavextir miðaðvið 30 ára afskriftatíma 15,2%. Sá Kostur að leggja göngln á Hna- Grundartanga og veg sunnan Akra- fjalls til Akraness er Vegagerðin kemst að þeirri niðurstöðu að heildar- kostnaður vegna vegagerðar og jarð- ganga ef Kiðafellsleið verður fyrir valinu verði 4.369 millj. kr. einnig talinn hagkvæmur. í því tilfelli er tal- ið hagkvæmast að snúa gangamunn- anum til austurs. Heildarkostnaður við þennan kost er áætlaður 4.987 millj. kr. og þar af yrði kostnaður vegna vegagerðar 707 millj. Vega- lengdin Reykjavík-Akranes yrði 51,5 km. og Reykjavík-Borgarnes 71,2 km. Afkastavextir yrðu 14,4%. Þriðji kosturinn er jarðgöng á Hna- usaskersleið og vegur sunnan og vest- an Akrafjalls og um Akranesveg. Heildarkostnaður yrði þá 5.064 millj. kr. þar af 787 millj. vegna vegagerð- ar. Leiðin Reykjavík-Akranes yrði þá 48,77 km. og Reykjavík-Borgarnes 79,32 km. Vegagerðin kannaði einnig hag- kvæmni þess að leggja tengiveg yfir Grunnafjörð á leiðinni til Borgarness og komst að þeirri niðurstöðu að sú tenging virtist ekki vera hagkvæm enn sem komið er. Er þá gengið út frá að jarðgöng liggi um Hnausaskers- leið og að vegur til Borgarness verði lagður sunnan og vestan Akraness. Heildarkostnaður er áætlaður 5.813 millj. kr. og þar af 1.536 millj. vegna vegagerðar. Vegalengdin á milli Reykjavíkur og Borgarnes styttist hins vegar í 72,14 km. verði lagður tengivegur yfir Grunnafjörð. Verði jarðgöngunum valinn staður á Kiðafellsleið og lagður vegur frá göngunum til Akraness sunnan Akra- fjalls auk tengivegar austan Akra- fjalls til Borgarness yrði heildarkostn- aðurinn 4.783 millj. kr. Þar af næmi kostnaður vegna vegar til -Akraness 456 millj. kr. Vegagerðin lagði einnig mat á kostnað við lágmarksendurbætur á núverandi vegi fyrir Hvalfjörð ef ekk- ert verður af jarðgangaframkvæmd- um. Er þá reiknað með smíði nýrra brúa á Laxá í Kjós og Botnsá ásamt lágmarksendurbótum. Heildarkostn- aður er áætlaður 228 millj. kr. 1.388 bílar um göngin á dag í skýrslu sinni, sem kynnt hefur verið fyrir forsvarsmönnum Spalar hf. Vegagerð ríkisins telur að vegur frá Kiðafellsgöngum austan Akrafjalls og til Akraness um Akranesveg sé ódýrasti kosturinn verði jarðgöng lögð undir Hvalfjörð. Heildarkostnaður yrði 4.369 millj. kr. (nr.l á korti). Ef jarðgöng verða lögð á Hnausaskersleið telur Vegagerðin hagkvæmast að umferð fari ausLan Akrafjalls og að gangamunnanum verði snúið til austurs. Heildarkostnaður yrði 4.987 millj. kr. (nr. 2). Sá kostur að vegur til Borgarness liggi vestan Akrafjalls og um Akranesveg cr hins vegar talinn óhagkvæmari. Heildarkostnaður yrði 5.064 millj. kr. (nr. 3). og þingmönnum Vesturlandskjör- dæmis, er bent á að þótt tenging yfir Grunnafjörð virðist ekki vera hag- kvæm í dag, kunni hún að verða það síðar, ef umferð heldur áfram að vaxa. í útreikningunum er reiknað með malbiksslitlagi á vegunum sem til greina koma og eru endapunktar veg- kerfanna við Bakkaveg á Kjalarnesi, við Melasveitarveg nálægt Fiskilæk, við hlið að Grundatanga og í miðbæ Akraness. í umferðarspá sem lögð er til grun- vallar við samanburðinn er gert ráð fyrir að ríflega 40% umferðar.um væntanleg jarðgöng sé til og frá Akra- nesi. Alls fari 1.706 bílar um Hval- fjörð á degi hveijum og þar af fari 1.388 um jarðgöngin. Gylfi Þórðarson, stjórnarformaður Spalar hf. sagði í samtali við Morg- unblaðið að niðurstöður Vegagerðar- innar kæmu ekki á óvart. Benti hann á að Vegagerðin gerði sína útreikn- inga út frá eigin formúlum um arð- semi sem miðaðist við hagsmuni vega- gerðar en önnur hagkvæmnissjónarm- ið réðu ferðinni við gerð ganganna. Þá gerði Vegagerðin ekki ráð fyrir neinum breytingum á umferðarþunga eftir því hvaða leið yrði fyrir valinu. Sagði Gylfi að félagið myndi vinna áfram að undirbúningi fyrir jarðgöng á Hnausaskersleið þrátt fyrir þessa skýrslu Vegagerðarinnar. Skýrsla Hagfræðistofnunar um sainanburð á heilbrígðisútgjöldum: Utgjöld aukist meira hér en annars staðar ÚTGJÖLD íslendinga til heilbrigðismála hafa vaxið meira hérlendis en hjá flestum öðrum þjóðum og farið úr því að vera fremur lág upp í það að vera með þeim_ hæstu innan OECD. Þá eru útgjöld hins opinbera til heilbrigðismáia á íslandi með því mesta sem gerist. I hlutfalli við verga landsframleiðslu eru opinber útgjöld til þessa málaflokks þau önnur hæstu, næst á eftir útgjöldum Svía. Þetta eru helstu niðurstöður skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla íslands hefur gert fyrir heilbrigðisráðun- eytið og Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra kynnti í gær. Heildarútgjöld til heilbrigðismála hafa í flestum þeirra landa sem at- hugun Hagfræðistofnunar náði til, vaxið nokkuð á síðustu árum og ára- tug. „Útgjöld íslendinga til heilbrigð- ismála hafa þó vaxið umfram það sem gerist meðal flestra viðmiðunarþjóða og á síðastlinum áratug hafa útgjöld- in hérlendis farið úr því að vera frem- ur lág í samanburði við aðrar þjóðir OECD, upp í að vera með þeim hæstu, og er sama hvaða viðmiðun er notuð. Sérstaklega er þessi þróun áberandi ef litið er á tímabilið frá 1985. Sé tekið tillit til hlufalls eldri borgara af heildarmannfjölda hér og í við- miðunarlöndunum, þ.e. ef heilbrigðis- útgjöld eru aldursvegin, er þessi þró- un enn greinilegri," segir í skýrslu Hagfræðistofnunar. Bandaríkjamenn og Þjóðveijar eru einu þjóðirnar í viðmiðunarhóp Hag- fræðistofnunar sem veija hærri fjár- hæðum en íslendingar til heilbrigðis- mála, samkvæmt útreikningum stofn- unarinnar. Þá eru heilbrigðisútgjöld hérlendis, í hlutfalli af vergri lands- framleiðslu, þau fimmtu hæstu í aðild- arlöndum OECD árið 1990 en ísland var í sautjánda sæti í þessum saman- burði áratug fyrr. Athugun Hagfræðistofnunar á tölum um opinber útgjöld vegna heil- brigðismála sýnir að útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála á íslandi eru með því mesta sem gerist. í hlut- falli við verga landsframleiðslu eru opinber útgjöld til þessa málaflokks þau önnur hæstu, næst á eftir útgjöld- um Svía. Þá er á það bent í þessu sambandi hve stór hluti heildarút- gjalda hins opinbera hérlendis rennur til heilbrigðismála, hlutfallslega mun meira en almennt gengur og gerist. „Vöxtur í heilbrigðisútgjöldum hins opinbera er mun meiri hérlendis en vöxtur í heildarútgjöldum, svo og vaxa útgjöld hins opinbera mun meir hérlendis á tímabilinu en í viðmiðun- arlöndunum. Útskýringar á þessari þróun liggja ekki á lausu, en ástæða væri til að athuga hvort fyrirkomulag greiðslukerfis gæti átt þar hlut að máli,“ segir í skýrslunni. Auk þess að athuga heildarútgjöld og útgjöld hins opinbera til heilbrigð- ismála er í skýrslunni skoðaður fjöldi starfsmanna í heilbrigðisstéttum og farið yfir ýmsar tölur um framleiðslu- þáttanotkun sjúkrahúsa. í skýrslunni er ekki gerð tilraun til að meta gæði heilbrigðisþjón- ustunnar á íslandi, en sagt að óneit- anlega virðist hún vera nokkuð fjárf- rek, sérstaklega þegar litið sé á út- gjöld opinberra aðila, í samanburði við þau lönd sem skoðuð eru í úttekt- inni. Vakin er athygli á ákveðnu ós- amræmi á milli fjölda starfsmanna í heilbrigðisstéttum annars vegar og upplýsinga um afköst og nýtingu á sjúkrastofnunum hins vegar. „íslend- ingar virðast liggja mun lengur á sjúkrahúsum en aðrir, en samt lítur út fyrir að mannafli á sjúkrahúsum sé minni hér en í nágrannalöndunum, að læknum undanskildum.... Þar sem mannaflanotkun er ekki meiri hlýtur svarið að liggja í fjármagnsnotkun og/eða skipulagningu heilbrigðisþjón- ustunnar," segir Hagfræðistofnun og bendir á að þær tölur sem fyrir liggi um þjónustu sjúkrastofnana hérlendis styðji þá tilgátu. Húsfriðunarnefnd ríkisins: Varðveita verður aðaleinkenni Iðnó Húsfriðunarnefnd ríkisins hefur samþykkt ályktun vegna Iðnó, hús Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík, þar sem segir að húsið sé friðað vegna listræns og menningarsögulegs gildis. Við endur- bætur verði að gæta þess að aðaleinkennin verði varðveitt og jafnvel að horfin prýði og einkenni verði endurheimt. Jafnframt sé nauðsynlegt að húsið geti framvegis sem hingað til verið lyfti- stöng í menningarlífi borgarinnar. Leitað var álits Húsfriðunar- nefndar vegna hugsanlegra sölu hússins og breytinga á því. Fram kemur í ályktuninni, að Iðnó var friðað af menntamálaráðherra samkvæmt tillögu Húsfriðunar- nefndar vorið 1991 og nær friðun- in til ytra borðs hússins og innra skipulags þess. Er húsið þar með í flokki þeirra húsa í landinu, er hafa slíkt listrænt og menningar- sögulegt gildi að ástæða þykir til að lögfesta varðveislu um alla framtíð. Síðan segir, „Iðnó er meðal glæsilegustu timburhúsa í Reykjavík frá síðustu öld. Það var byggt á þeim tíma, er Reykjavík var að taka við hlutverki höfuð- staðar landsins og vísir að borgar- menningu skaut rótum í bæjar- samfélaginu. Það er eitt þeirra stórhýsa sem þá tóku við af lá- greistum húsum og er góður vitn- isburður um húsagerðarlist ís- lenskra iðnaðarmanna." Fijáls verðlagning olíu: Ekkert sem bendir til að þetta þýði verðlækkun - segir Kristinn Björnsson forstjóri Skeljungs KRISTINN Björnsson, forstjóri Skeljungs, segist ekki sjá neitt sem bendi til þess að ákvörðun Verðlagsráðs um að fella úr gildi hámarks- verðlagningu á olíuvörum þýði verðlækkun til neytenda á næstunni. „Þegar fram í sækir gæti þetta hins vegar þýtt einhverja meiri sam- keppni milli félaganna, en verðið á hverjuin tíma mun alltaf endur- spegla heimsmarkaðsverðið, og ég held ekki að þessi samkeppni verði fyrr en komið er fullkomið frelsi í verðlagningu og verðákvörðunum til handa olíufélögunum," sagði hann í samtali við Morgunblaðið. Kristinn sagði að þó Verðlagsráð ætli frá og með 1. apríl næstkom- andi að hætta að skipta sér af verð- lagningu olíufélaganna, breytti það ekki því að lögin um flutningsjöfnun frá 1985 væru enn í gildi. „Sam- kvæmt þeim eiga félögin að vera með sama verð á olíuvörum til sömu nota til sömu aðila um land allt, og því megum við til dæmis ekki bjóða stórum aðila annað verð á gasolíu heldur en litlum. Það nýja lagafrum- varp sem ætlunin er að leggja fram á að breyta þessu, og þetta hlýtur að vera liður í því að undirbúa fram- lagningu þess,“ sagði Kristinn Björnsson. Hörður Helgason, aðstoðarfor- stjóri Olíuverslunar Islands hf, sagði að ákvörðun Verðlagsráðs væri vissulega spor í áttina, en hann gerði ekki ráð fyrir neinum stórvægilegum breytingum á verðlagningu fyrr en olíuviðskipti væru gefin alfarið fijáls. „Nú eru 70% af bensínverðinu beinir skattar til ríkisins, þannig að svigr- úm til verðsamkeppni er afskaplega lítið, og í gasolíuviðskliptum eru menn neyddir til að vera með sama verð um land allt. Þannig fæ ég ekki séð neina stóra breytingu 1. apríl, og ég geri ekki ráð fyrir að kaupendur verði þessa varir,“ sagði hann. Geir Magnússon, forstjóri Olíufé- lagsins hf., sagði að reynslan yrði leiða í ljós hvort frjáls verðlagning myndi breyta einhveiju þegar fram í sækir, en hann ætti þó ekki von á að þetta breytti miklu til að byija með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.