Morgunblaðið - 18.02.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.02.1992, Blaðsíða 41
A \X ■•jtjr’ö t í i r-íífí 4, MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRUAR 1992 Oí 41 UMFERÐARSLYS Á þessum árstíma gerir hálkan ekki boð á undan sér og ökuskilyrði eru oft slæm. Höfum það í liuga í umferðinni. Breyttu áhyggjum í uppbyggjandi orku! Frá Guðrúnu Lilju Norddahl: Hvemig stendur á því að fólk á íslandi, sem lokið hefur háskóla- námi, hefur aldrei fengið tækifæri til að tjá sig frammi fyrir hópi fólks? íslendingur með háskólapróf lendir oft í þeirri stöðu að ætlast er til af honum, að hann geri grein fyrir máli sínu opinberlega í heyr- anda hljóði, en hvað gerist? Þrátt fyrir góða menntun hefur viðkom- andi aldrei stigið í ræðupúlt og hræðist þá hugsun verulega. Þjóð- félagið gerir þá kröfu að hann ætti að geta þetta, en engin keðja er sterkari en veikasti hlekkur hennar. Sjálfsmyndin hrynur! Hliðstæð staða getur komið upp hjá fólki með allskonar menntun að baki og er alltaf jafn „pínieg" fyrir þann sem lendir í henni. Þegar auka ætti fjölbreytni og gæði innan menntakerfisins, þá skal skera niður! Ekki er öll nótt úti, þó að íslensk- ir skólar bjóði ekki upp á fræðslu í mannlegum samskiptum og fram- sögn, eru til félagsamtök sem hafa að meginmarkmiði að auka sjálfs- traust einstaklingsins, örva forystu- hæfileika og efla sjálfsmynd. Þessi samtök heita ITC, sem er skamm- stöfun á International Training in Communication, og starfa víðs veg- ar um heiminn. Á íslandi eru starfandi margar ITC-deildir, þar sem fólk getur komið og fengið að æfa sig í mál- flutningi, í vinsamlegu umhverfi og fengið jákvæðar ábendingar til frekari dáða. Allar ITC-deildir hafa opna fundir og eru allir velkomnir, án nokkurra skuldbindinga. VELVAKANDI AÐFOR AÐ LANDAKOTI Margrét Sæmundsdóttir: Mikið er ömurlegt að horfa upp á aðförina að Landakoti. Þessu góða sjúkrahúsi sem byggt var af hugsjónafólki á þeim tíma sem íslendingar gátu ekki vegna fátæktar gert annað eins. Aðfarir ríkisstjórnarinnar bera vott um mikið vanþakklæti í garð Jósefssystra sem af þraut- seigju og mannkærleika byggðu og ráku þetta myndarlega sjúkrahús. Það vita allir sem vilja vita að engir aðrir en hug- sjónafólk hefðu getað byggt Landakot og rekið það í ára- tugi. Þetta var gerlegt einfald- lega vegna þess að systumar þræluðu sér út fyrir veikt fólk þessa lands. Þær gáfu alla sína vinnu og unnu lengri vinnudag en nokkur getur ímyndað sér í þágu sjúkrahússins. Um allt þeirra fórnfúsa starf má lesa í bók Bjarna Jónssonar fyrrum læknis á Landakoti. Þar kemur einnig fram að Landakot hefur alltaf fengið minna í sinn hlut en önnur sjúkrahús í Reykjavík. Þó hefur aldrei í sögu Landa- kots verið jafn illa komið fram við sjúkrahúsið og starfsfólk þess og nú. Davíð Oddsson og Sighvatur Björgvinsson ættu að lesa bók Bjarna Jónssonar, þá væri kannski smá von til þess að þeir skilji hvað þeir eru að gera fólkinu í landinu með því að ganga svona hart að Landakoti. Þegar systurnar voru flestar orðnar aldraðar og útslitnar af vinnuþrælkun trúa þær íslend- ingum fyrir lífsstarfi sínu, og fá nú þau laun að samningar við þær eru brotnir og þær horfa fram á algera upplausn á þeirri góðu stofnun sem Landakot er. Er þessi ríkisstjórn ekki í neinum tengslum við líf fólksins í landinu? VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN S VINNINGSHAFA 1. 5at5 1 7.989.697 t 8 104.992 x3» 4af5 187 7.748 4. 3al5 7.232 467 Heildarvinningsupphæö þessa viku: 13.655.853 kr. Ungi maðurinn í háskólanum, sem stígur í fyrsta sinn í ræðupúlt á námskeiði hjá ITC, uppgötvar að honum finnst þetta gaman og hann finnur sjálfsstyrkinn aukast, kannski er hann stjórnmálamaður framtíðarinnar? Hver veit? ITC-samtökin á íslandi bjóða al- menningi og félagsmönnum að taka þátt í námskeiðum á vegum sam- takanna. Námskeiðin bera yfir- skriftina: „Breyttu áhyggjum í upp- byggjandi orku. Markviss málflutningur, þar sem farið er í grundvallaratriði mælsku- listarinnar. Uppbygging ræðu, framkoma í ræðustól, handrit og undirbúningsþættir. Hóparnir eru litlir, t.d. tólf manna hópur og þrír leiðbeinendur. Þátttakendur fá verkefni og persónulega umsögn til hvatningar um frekari dáðir á skeiðvelli mælskulistarinnar. Innan ITC er allskonar fólk, ungt sem eldra, karlar og konur. ITC er félagsmálaskóli, þar sem nemend- umir fjárfesta í menntun, sem end- ist ævilangt. Breyttu áhyggjum í uppbyggj- andi okru, leystu úr læðingi þína leyndu hæfileika og virkjaðu þá. Láttu ekki niðurskurð og bölmóð ráða ferðinni en taktu málið í þínar hendur, oft var þörf en nú er nauð- syn! Láttu tímann ekki fljúga frá þér! GUÐRÚN LILJA NORÐDAHL, blaðafulltrúi Landssamtaka ITC á íslandi. Skrifstofutækninám Fyrir aðeins kr. 5.000 * Námið er sniðið að þörfum vinnumarkaðarins. Þú lærir að færa bókhald og nota tölvu við lausn algengra verkefna á nútíma skrifstofu, til dæmis ritvinnslu, áæltanagerð og tölvubókhald. * Verðið miðast við skuldabréf til tveggja ára Tölvuskóli íslands vSími: 67 14 66, op.ið lil kl. 22 SIEMENS T I I I I I I I I I i I I I I I I I I I Kæ!i - og frvstitœki í miklu úrvali! Lítið inn tii okkar og skoðið vönduð vestur-þýsk heimilistœki! Hjá SIEMENS eru gœði, ending og tallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SlMI 28300 11 SIEMENS Þvottavél eins c >g þœr gerast bestar! WM42 Áfangaþeytivlnding, 1200 sn./mfn., fjölmörg þvottakerfi, sjálfvirk magn- skynjun, nýtlr vel vatn og þvottaefnl. SMTTH& NORLAND Nóatúni 4-Sími 28300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.