Morgunblaðið - 19.02.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.02.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRUAR 1992 mnn l/io ég ver& ab -fwtí fyná* L verkfyenxhiss cnnn m'rnri út i b/'L." Ást er... . .. að hafa hana einu fyrir- myndina. TM Reg. U.S Pat Oll - -all rights resorved • 1992 Los Angeles Times Syndicate Ég bað þig að kaupa fjar- stýringu, en ekki að búa hana til sjálfur. Forvarnir verða að vera 100 prósent þegar farið er til Austurlanda... HOGNI HREKKVISI BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100-Símbréf 691222 Styðjum f srael Frá Ólafi Jóhannssyni: Sökum Zíonar get ég ekki þag- að, og sökum Jersúsalem get ég ekki kyrr verið uns réttlæti hennar rennur upp sem ljómi og hjálpræði hennar sem brennandi blys ... Þann- ig skrifaði Jesaja spámaður í 62. kafla bókar þeirrar sem er kennd við hans nafn í Gamla testamentinu. Þessi orðeru jafn sönn og áhrifa- mikil hjá þeim sem vilja hjálpa og styðja þá þjóð og land, sem meir en nokkur önnur hefur þurft að líða ofsóknir og hatur í gegn um aldir. Það er okkur mikið gleðiefni að forsætisráðherra okkar Davíð Oddsson ætlar að heimsækir þetta unga sjálfstæða lýðveldisríki. Island var eitt þeirra fyrstu landa sem viðurkenndu ísrael eftir stofnun þess 1948. Ég ætla ekki í erjur út af því hver sé vondur, verri eða verstur í ófriði, en ótrúlegt tel ég að íslend- ingar hafi ekki heyrt um hin haturs- fullu hryðjuverkasamtök innan PLO, frá stofnun þeirra 1968. VELVAKANDI ÞJOFUR í P ARADÍS Hrönn Gunnarsdóttir: FÖSTUDAGINN 7. febrúarbirt- ist frétt um Namibíumanninn í DV. Þar sagði að hann skuldaði ýmsum aðilum hér á landi u.þ.b. 700 þús. kr. Nú hefur honum verið vísað úr landi og hann mun eflaust aldrei borga þessar skuldir. Það sem virkilega stakk mig var að íslenska ríkið hefði ekki aðeins borgað fæði og hús- næði mannsins, frá því hann var settur í farbann þann 18. októ- ber, heldur einnig greitt honum 45.000 kr. á mánuði í vasapen- inga. Já! Þessu hefur ríkið efni á, í mínum augum er þetta sví- virða og lítilsvirðing við það fólk sem þarf að lifa af þessari upp- hæð. Ekki fær það frítt fæði og húsnæði frá ríkinu Þessi geð- þekki svindlari _ kom hingað og laug sig inn á íslendinga, sveik út fé og vörur sem hann sendi eflaust út til svindlaranna, vina sinna, bjó í vellystingum á hótel- um og hafði það gott. Ekki versnaði það þegar hann náðist. Þá uppskar hann laun erfiðisins. Eflaust hlær hann að okkur núna. Eflaust mælir hann með íslandi við alla svindlarana, vini sína. Já! Það er ekki furða að maðurinn gangi milli landa og svindli fyrst hann fær svona meðferð; Þetta er kannski arð- bær atvinnugrein. Mér finnst að það hefði tvímælalaust átt að kyrrsetja mannin hér þar til hann væri búinn að vinna sig út úr skuldunum. Ekkert frítt. Ef þeir þurftu endilega að sjá fyrir honum var þessum vasa- peningum a.m.k. alveg ofaukið. Og hver var það sem ákvað að ekki væri hægt að gefa glæpa- manni minna en þetta til að lifa á? Er ekki hægt að fá hann til að ákveða lágmarkslaunin yfir línuna? Það væri dálaglegt að fá fæði, húsnæði og 45 þús. á mánuði skattfrjálst. Ég ætla rétt að vona að ísland verði ekki gósenland erlendra svindlara í framtíðinni, en þá mega ráða- menn lika herða reglurnar. Það er ekki nema rúmlega ár síðan Arafat fyrir hönd samtak- anna, lýsti yfir stuðningi við Huss- ein íraksforseta á árásum hans á nágránnalönd. PLO hefur í dag ekki virðingu né vinsældir hjá „bræðrum" þeirra í hinum arabíska heimi. Vinir ísraels í félaginu ZION hryggjast yfir því að sjá á prenti að armleggur þessa haturs og hefnda skuli ná alla leið hingað til íslands. Það er eðlilegt að spurt sé um tilgang og markmið félgsins „Zion, vinir Israels". Félagar eru kristnir einstaklingar sem trúa á boðskap Biblíunnar, á fyrirheit hennar fyrir alla tíma. Zions-vinir líta á stofnun ísraels- ríkis 1948 sem hluta af uppfyllingu fyrirheita sem gefin hafa verið bæði í gamla og nýja testamentinu. Vinir Israels í Zion trúa á mátt bænarinnar og hvetja presta og forstöðumenn hinna ýmsu samfé- Iaga að minnast þess lands með blessunum og fyrirbænum. Félagið styrkir á allan hátt þá sem vilja hjálpa gyðingum að verja land sitt og sjálfstæði. Einnig að græða þau sár sem land og þjóð hefur hlotið og mun hljóta. Félagið mun stuðla að og hafa áhrif á, að sem flestir geti heimsótt landið helga og tekið þátt í hátíðum sem eru tengdar Biblíunni. Við biðj- um Guð að hjálpa okkur að vera ljós og huggun fyrir gyðinga og araba sem hafa þurft að líða og þjást í gegnum aldirnar, bæði frá hendi þeirra sem nefna sig við Krist, svo og þeirra sem eru fylgjendur annarra trúarbragða, að við mætt- um sýna þeim kærleika í orði og verki. Það að vera vinir ísraels þýðir ekki að vera óvinur annarra. Við biðjum ísraels Guð að gefa okkur skilning á hinum sanna friði sem birtist í Jesú Kristi. Enn skulu borgir mínar fljóta í gæðum og enn mun Drottinn hugga Sion og enn útvelja Jerúsalem. (Sak. 2:17) ÓLAFUR JÓHANNSSON Formaður fél. ZION, vinir ísraels. þú MÁTT X.OMA ÚT MOn/A !' Víkverji skrifar Adögunum hlýddi Víkverji á samtal lesenda Morgunblaðs- ins um örlög samferðarmanns hér á opnunni, Velvakanda. Var rætt um breytinguna, sem hefur orðið við það að dálkurinn Bréf til blaðs- ins kom til sögunnar. Lesendunum þótti heldur lítið leggjast fyrir Vel- vakanda, að breytast í dálk fyrir týnda ketti, eftir alla þá þjónustu, sem hann hefði veitt lesendum Morgunblaðsins um í áratugi. Sú ákvörðun að krefjast þess af bréfriturum, að nöfn þeirra og jafn- vel heimilisföng birtist með því, sem þeir vilja koma á framfæri, sætti ekki gagnrýni í þessu samtali. Á hinn bóginn þótti viðmælendum, að óþarflega lítið væri gert úr Velvak- anda með því að treysta honum ekki fyrir því að taka við þessum bréfum og birta þau samkvæmt hinum nýju reglum. Miklu nær hefði verið að gefa dálkinum um týndu kettina nýtt heiti og greina hann á þann veg frá Velvakanda. Inýlegu fréttabréfi Vinnuveit- endasambands fslands, Af vett- vangi, er rætt um fjárlagatillögur nýrrar ríkisstjórnar borgaraflokk- anna í Svíþjóð. Þar segir meðal annars: „Lögð er aukin áhersla á gæði menntunar með það að markmiði að gera sænska menntakerfið það besta í Evrópu. Gott skólakerfi er að mati ríkisstjómarinnar nauðsyn- legt til að auka samkeppnishæfni sænsks atvinnulífs. Framlög til menntamála eru aukin og þá fyrst og fremst til æðri menntunar og rannsókna, en dregið úr framlögum til fullorðinsfræðslu og félagsmála- fræðslu launþega. Hver nemandi í grunnskóla skal eiga rétt á jafn- háum framlögum til menntunar, svokölluðum skólapeningi, án tillits til þess hvort hann gengur í ríkis- skóla eða einkaskóla. Framlagið fylgir einstökum nemendum, sem skólarnir koma þá til með að keppa um." Þessi klausa vakti athygli Ví- kverja vegna þeirrar skýru stefnumótunar, sem þar er lýst. Fjárhagur sænska ríkisins er síður en svo sterkur, þegar borgaraflokk- arnir taka þar við af sósíalistum. Þola sænskir skattgreiðendur, alls ekki að haldið verði áfram á sömu braut, þ.e. að íþyngja þeim sífellt með meiri álögum í þágu sam- neyslu. Ríkisstjórnin í Stokkhólmi hefur þess vegna ákveðið að grípa til harkalegra aðhaldsaðgerða og niðurskurðar. Engu að síður er þessi áhersla lögð á útgjöld til menntunar og þá væntanlega á kostnað ann- arra útgjaldaþátta ríkissjóðs. Hér á landi er þörf á samskonar stefhu- mótun. Það er nauðsynlegt að gefa fjárveitingum til menntamála for- gang. Síðast en ekki síst vakti frásögn- in af sænskum skólamálum athygli vegna lokaorðanna um skólapening, það er fjárhæðina, sem fylgir hverj- um nemanda og gerir hann þess vegna áhugaverðari en ella fyrir skóla, hvort heldur einkaskóla eða ríkisskóla. Er ekki ástæða að huga að slíku kerfi hér? Nú er sagt, að árlegur kostnaður ríkissjóðs hér vegna sérhvers grunnskólanema svari til 120 þús. króna á nemenda. Hvernig væri að virkja nemandann og foreldra hans betur en nú er gert við ráðstöfun á þessu fé?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.