Morgunblaðið - 19.02.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.02.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRUAR 1992 9 Allir, sem glöddu mig á 90 ára afmœli mínu meÖ gjöfum, símskeytum ogsamtölum oggerðu mér daginn ógleymanlegan, fœri ég alúöar- þakkir fyrir þann hlýjug. Bestu kveðjur til ykkar allra. Thorberg Páll Jónasson, Dalbraut 20. Hugaðu að sparnaöinum þegar þú gerir innkaupin. • s Þjonustu- miðstöo ríkisverðbréfa er líka í Kringlunni Hringdu eða kontdu í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og fáðu nánari upplýsingar unt áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Þjónustumiðstöðin er fyrir fólkið í landinu. I I 8 > i ÞJONUSTUMIÐSTOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, 2. hæð, sími 91- 626040 og Kringlunni, sími 91- 689797 Meiru mþúgeturírrtynchdþér! Mikileftir- spurn Ritstiórnargrein DV sem birtíst í fyrradag, nefndist „Námslánin" og fer hún hér á eftin „Lánasjóður islenskra námsmanna er í brenni- deplinum. Hann hefur lent undir hnífnum eins og fleira, þegar ríkis- sijórniii er að gera ör- væntingarfulla tilraun til að stemma stigu við út- gjöldum rikissjóðs. Lána- sjóðurinn fékk tæþa þrjá miUjarða króna á síðasta ári, sem var tæpum millj- arði meira en fjáriög gerðu ráð fyrir. Eru þá ekki meðtalin þau lán sem sjóðurinn tekur til viðbótar og á þessu ári fara um tveir milljarðar af ráðstöfunarfé Lána- sjóðsins til þess eins að borga afborganir og vexti af gömlum lánum. Á sama tíma eykst eftir- spurn eftir lánum úr sjóðnum frá sístækkandi hópi námsmanna. Úr böndum Nú hefur verið samið frumvarp um breytíngar á lögum Lanasjóðsins með hertum reglum um lánveitíngar og sýnist sitt hverjum um það frum- varp. Námsmenn hafa mótntælt kröftuglega og héldu fjölmennan fund í Háskólabíói þar sem full- trúum stiórnmálaflokka var boðið tíl. Sérkenni- legast við þennan fund voru ræður fyrrverandi ráðherra, þeirra Stein- gríms Hermanssonar og Svavars Gestssonar, sem báðir hafa reyndar staðið fyrir margvislegum skerðingum á Lánasjóðn- um en hafa þó látíð þau mál lljóta sofandi að feigðarósi. Vandamál Lánasjóðs íslenskra námsmanna verða rakin tíl þeirrar einföldu stað- reyndar að stjórnmála- menn og ráðherrar síð- ustu tveggja áratuga Lántökur úr gjaldþrota sjóði Lánasjóður íslenzkra námsmanna er kominn í þrot. Núverandi ríkisstjórn er að gera það sem gera þarf. Annað væri óðs manns æði. Námsmenn telja sig hafa hag af því að taka lán hjá sjóðn- um jafnvel þótt þeir þurfi ekki á því að halda. Þetta segir í rit- stjórnargrein DV. hafa vanrækt þá skyldu sína að horfast í augu við þann veruleika, að láns- kerfið og sjóðurinn hefur farið algjörlega úr bönd- uiiiun. Þrautalendingin hefur jafnan verið sú að veita sjóðsstjórninni heimild tíl lántöku og þær lántökur eru nú að sliga sjóðinn tíl gjald- þrots. Óðsmanns æði Það getur verið gott og blessað að jánka því að námsmenn eigi rétt á lánum tíl mennta. En þá er annaðhvort að vera sjálfum sér samkvæmur og verja þeim fjármim- um sem til þarf tíl þeirr- ar namsaðstoðar á fjár- lögum, ellegar að ganga þannig frá endurgeiðsl- um að lánin skili sér og sjóðurinn standi undir sér. Það hefur ekki verið gert. Sjóðurinn er kom- inn í þrot og núverandi ríkisst jóru er að gera það sem gera þarf. Hún er að herða reglurnar um lánveitíngamar. Það er óðs manns æði að halda að sér höndum enda leið- ir það tíl þess eins að það verður enginn lánasjóður til eftír nokkur.ár. Pen- ingarnir verða uppurnir. Omarktæk mótmæli Námsmenn munu að sjálf sögðu mótmæla eins og kröfugerðarhópa er siður. S^jórnarandstaðan mun skolla allri skuld á rikisstiórn eins og stíórn- arandstöðu er siður. Sú umræða og þau mótmæli eru ekki marktæk nema að því leyti að námsmenn geta gert kröfu um að taka þátt í endurskoðun og gera sínar tillögur um breytingar. Allir vilja lán Aðalatriði þessa máls er að námsmenn teha sér hag í því að taka lán hjá Lánasjóðnum. Jafnvel þeir, sem ella þurfa ekki á því að halda. Kjiir lána- anna eru með þeim hættí að námsmenn sækjast allir eftir þeim og gildir þá einu hverjar efna- hagsaðstæður eða heim- ilsastæður eru. Auðvhað ætti kerfið að vera þann- ig að lánin væru valkost- ur og námsmenn tækju þau þvi aðeins að nám væri þeim ókleift ella. f dag taka allir lán. Sú fáránlega regla hefur og verið í gildi að námsmenn eru beinlinis lattir til að afla sér tekna. Námsfólk sér engan hag í því að skapa sér tekjur og sækir þess í stað um námslán. Með þessum hætti er bókstaflega öllu námsfólki styrt inn í Lánasjóðinn og engin vafi er á því að lánveit- ingar eru langtum meiri en nauðsyn krefur af þessum sökum." RABBFU.NDUR I VIB-STOFUNNI Verður bylting í við^skiptum með hlutabréf á Islandi? Á morgun, fimmtudaginn 20. febrúar, verður Eiríkur Guðnason, formaður stjórnar Verðbréfaþings Islands, í VIB-stofunni og ræðir við gesti um breytingar á reglum Verðbréfaþingsins. I hverju felast breytingarnar? Mun skráning hlutabréfa á þinginu hafa mikla þýðingu fyrir venjulega hluthafa? Hvert er gildi aukinna upplýsinga um verð og umfang viðskipta? Hver er hvatínn fyrir fyrirtæki að fá bréf sín skráð á þinginu? Fá þau öll skráningu? Fundurinn hefst kl. 17:15 og er öllum opinn. Verið velkomin! Ármula 13a, 1. hæö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.