Morgunblaðið - 19.02.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.02.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1992 21 jARA u STRIÐSGLÆPI Blaðagrein auð- veldaði okkur að loka hringnum - segir forstöðumaður Simon Wies- enthal-stofnunarinnar í Jerúsalem afnarfirði í gær. Morgunblaðið/Sverrir EFRAIM Zuroff, forstöðumaður Simon Wiesenthal-stofnunarinnar í Jerúsalem, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði vitað um nokkurt skeið um fortíð Evalds Miksons (Eðvalds Hinriks- sonar) í Eistlandi en talið að hann væri látinn, uns honum hefði ver- ið bent á viðtal við Mikson í eist- us af öllum ii ásökumim iriksson í samtali við Morgunblaðið tali við Morgunblaðið að ásakanir tnnar og hann sé saklaus af þeim r á hverjir stæðu á bak við ásakanir rja mig og ísland er réttarriki. Ég á að verja mig. Gyðingar eiga eng- /erði framseldur til láta mig ganga a menn eru þetta? Ég vil fá að vita Eðvald. „Ég tók ekki þátt í neinum fjölda- morðum á gyðingum í Tallin," segir hann og bendir á að hann hafi verið yfirheyrður vegna samskonar ásak- ana í Svíþjóð en yerið hreinsaður af öllum ákærum. „Ég hafði engin völd til að fyrirskipa slíkar aftökur," seg- ir hann. Hann kveðst eingöngu hafa starfað fyrir föðurland sitt, um skeið sem lífvörður forsetans, og í stjórn- málalögreglu landsins en Þjóðverjar hafi handtekið sig nokkrum mánuð- um eftir að þeir hernámu Eistland. „Það var Roland Lepik," segir Eðvald þegar ásökun Wiesenthal- stofnunarinnar um að hann hafí starfað fyrir Gestapo í útrýmingar- búðum í Tartu er borin undir hann. Lepik var yfirmaður í stjórnmálalög- reglunni. „Eg var ekki í neinu sam- bandi við þessa menn," segir hann. Hann segist alltaf hafa barist gegn kommúnistum og oft þurft að handtaka útsendara og njósnara kommúnista og nasista í föðurlandi sínu samkvæmt fyrirskipun forset- ans en hann hafi aldrei starfað með Þjóðyerjum. „Ég dæmdi ekki gyðinga. Eist- nesk yfirvöld voru aldrei á móti gyð- ingum. Þau voru meira á móti Þjóð- verjum," segir hann. Hins vegar seg- ir hann að líka hafí verið gyðingar í hópi þeirra sem aðstoðuðu rúss- neskar neðanjarðarhreyfingar. „Yfirmaður minn var gyðingur og margir vinir mínir voru gyðingar," segir hann en kveðst ekki þekkja það fólk sem talið er upp í bréfi Wiesenthal-stofnunarinnar og sögð eru hafa verið fórnarlömb hans. Segir hann að þetta fólk hafí líklega verið í fangabúðum áður en Þjóðverj- ar gerðu innrás í landið og verið handtekið fyrir að hafa brotið eitt- hvað af sér. „Ég barðist á móti Eyðingarflokk- inum í Tallin, ég barðist á móti þjóð- verjum og á móti kommúnistum. Svo ætla þeir að dæma mig fyrir þetta fólk. Það er skrítið," segir Eðvald. Hann kveðst alltaf hafa barist á móti kommúnustum og skrifaði ævi- sögum sína til að varpa ljósi á þá sögu og segist telja að hún hafi opnað augu margra. „Island er eitt mesta frelsisland í heimi og íslenska ríkisstjórnin hefur viðurkennt sjálf- stæði Eistlands. Þessu gleyma Rúss- ar aldrei. Það eru margir rússavinir í Eistlandi en þar búa 600 þúsund Rússar. Ég hef skrifað um hvað kommúnistar gerðu af sér í Eist- landi. Margir eru hræddir og kannski við mig. Þeir sem voru í samvinnu við KGB gleyma engu og nú er það að koma upp. Mín barátta var erfið en ég tre- ysti íslensku réttarríki og júridísku réttlæti. Ég skrifaði í ævisögu mína að ég vildi fá að deyja í moldu þess- arar sögueyju," segir hann. „Eichmann lét drepa sex milljónir gyðinga. Nú er ég ásakaður um að hafa drepið sex manns og þeir vilja draga mig fyrir dómstóla vegna þess. Heimurinn er skrítinn en ég get svarað þessu öllu. Ég hef safnað öllum gögnum og get varið mig. Ég hef viljað opna augu fólks fyrir því sem hefur gerst og ég ætla að gera meira af þvt Ég er orðinn gamall en sannleikurinn þarf að koma í ljós. Það sem er núna að gerast er að einhverjir menn eru að reyna að þjarga sér. Eistneskir kommúnistar gleyma mér ekki. Barátta mín hefur verið erfið en ég er íslenskur ríkisborgari og ég treysti á íslenska réttarríkið. Bjarni Benediktsson sagði mér að það kæmi aldrei til þess að rússnesk dómsmál geti náð til íslendinga og ég vona að Davíð, sem er lögfræðingur, láti réttlætið ráða. Þetta er erfitt, ég á svo marga vini en ég er ekki hræddur við þessa menn)" sagði Eðvald að lokum. nesku blaði sem birtist fyrr í vet- ur. Zuroff segist hafa veigamikil sönnunargögn undir Ii'öiiduni um stríðsglæpi Miksons og hafi ágrip af þeim fylgt bréfi til Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, sem Yngva Yngvasyni sendiherra var afhent í fyrradag. Zuroff segir að í bréfinu til forsæt- isráðherra sé ekki reynt að sanna ásakanirnar á hendur Eðvald. Bréf- inu hafi hins vegar fylgt ágrip af þeim sönnunargögnum sem Wies- enthal-miðstöðin hafi undir höndum. „Ég er ekki reiðubúinn að ræða þær upplýsingar við fjölmiðla að svo stöddu," sagði Zuroff. Hann var spurður hvort hann áliti að þau gögn væru nægar sannanir fyrir þeim ásökunum sem fram eru bornar í bréfinu. „Við teljum að þær upplýs- ingar séu nægilegar sannanir til að hafin verði rannsókn á þessu máli. Venjulega er best að stjórnvöld standi fyrir slíkum rannsóknum." Áttu þá við stjórnvöld á íslandi eða í Eistlandi? „I þessu tilfelli verðum við að byrja á íslensku ríkisstjórn- inni því Mikson býr á íslandi." Zu- roff sagði að sannanirnar sem hann hefði undir höndum væru mjög al- varlegar og hlytu að vera áhyggju- efni fyrir Islendinga vegna þess að Mikson hefði búið á íslandi í friði og spekt áratugum saman. En hvers vegna eru þessar ásak- anir bornar fram núna? „Skýringin er sú að fyrir skömmu var mér bent á grein í eistnesku blaði sem birtist fyrr í vetur. Við vissum ekki að Mikson væri á lífi og byggi í ná- grenni Reykjavíkur." Þannig að þú vissir um mál Mikson fyrir þann tíma? „Já, ég vissi um manninn og það sem hann hafði gert. Greinin í eistneska blaðinu um að hann væri enn á lífi auðveldaði okkur að loka hringnum ef svo má að orði kom- ast." Zuroff sagði að haft yrði sam- band við eistnesk stjórnvöld á næst- unrii vegna þessa máls. Vonaðist hann til að fá tækifæri til að ræða við fulltrúa íslenskra stjórnvalda á næstu dögum. Zuroff sagði enn- fremur að Peter G. Naschitz, ræðis- maður íslands í ísrael, hefði neitað að afhenda Davíð Oddssyni bréfið. Þá hefði hann snúið sér til ísraelska utanríkisráðuneytisins sem fallist hefði á að koma því til skila og einn- ig hefði hann afhent Yngva Yngva- syni sendiherra það. Vinnubrögð Wiesenthal- stofnunarinnar undarleg - segir Elan Steinberg, aðstoðarfram- kvæmdastjóri World Jewish Congress Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. ELAN STEINBERG, aðstoðarframkvæmdastjóri Gyðingasamtakanna World Jewish Congress, sagði í gær að sér þættí undarlegt hvernig Simon Wiesenthal-stofnunin, stóð að því að leggja fram ásakanir um að Eðvald Hinriksson hafí verið striðsglæpamaður í rððum nasista i heimsstyrjöldilllli síðari. Steinberg sagðist ekki þekkja til máls Eðvalds, en var hinsvegar þeirrar hyggju að nær hefði verið að afhenda íslenskum yfirvöldum gögn um málið, annaðhvort á ís- landi eða í íslensku sendiráði erlend- is. „Það verður að teljast undarlegt að Wiesenthal-stofnunin skuli sæta lagi þegar forsætisráðherra íslands er í Israel," sagði Steinberg þegar Morgunblaðið náði tali af honum í höfuðstöðvum World Jewish Congr- ess í New York í gærkvöldi. Hann sagðist fátt geta sagt um mál Eðvalds en efaðist um að ásak- anirnar væru úr lausu lofti gripnar: „Það hlýtur eithvað að renna stoðum undir þetta því að stofnunin mundi ekki búa svona nokkuð til." Steinberg sagði að Wiesenthal- stofnunin nyti virðingar og ekki mætti virða ásakanir, sem þaðan kæmu, að vettugi. Því þyrfti að kanna þau gögn, sem lögð hefðu verið fram, og komast að því hvort farið hefði verið mannavillt. Reuter Davíð Oddsson lagði í gær blómsveig að minnismerki um þá sex millj- ónir Gyðinga sem létu lífið í seinni heimstyrjöldinni. Forsætisráðherra ber á höfði bænahúfu Gyðinga; Forsætisráðherra ræddi við ráðamenn í Israel og fulltrúa Palestínumanna: Þýðingarmikið að fá að kynnast beint viðhorfum manna - segir Davíð Oddsson forsætisráðherra „FERÐIN er búin að vera mjög áhrifarík. Það var afskaplega fróðlegt og þýðingarmikið að fá að kynnast beint viðhorfum allra þeirra manna sem ég- hef hitt í dag," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra í samtali yið Morgunblaðið seint í gærkvöldi en hann er í opinberri heimsókn í ísrael. í gær átti haim fundi með helstu ráðamönnum ísraelsríkis, með* al annars Yitzhak Shamir forsætisráðherra. Hann hitti einnig borgar- s^jórann í Betlehem sem jafnframt á sæti í samninganefnd Palestínu- manna í friðarviðræðunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Davíð sagðist hafa átt tæplega klukkustundar fund með Shamir og helstu ráðgjöfum hans í forsætisráðu- neytinu í gær og síðan borðað hádeg- isverð með honum. Síðan hafi hann átt þriggja kortera fund með David Levi utanríkisráðherra. Þá hafi tekið við heimsókn í þjóðþingið, Knesset, þar sem Dov Shilansky, þingforseti, ávarpaði hann. Forsætisráðherra heimsótti borgarstjórann í Betlehem, Elias Freij, sem er í samninganefnd Palestínumanna og segist Davíð hafa átt góðar viðræður við hann. Þá átti hann klukkutíma viðræður við Chaim Herzog forseta ísraels og sat kvöld- verðarboð ríkisstjórnarinnar. Aðspurður um hvað helst hefði verið rætt á fundunum með ráða- mönnum í Israel sagði Davíð: „Við Shamir fórum við stöðu mála í friðar- viðræðunum fyrir botni Miðjarðar- hafs, afstöðu Israelsmanna, áhyggjur okkar um að atburðir á borð við þá sem hafa verið að gerast undanfarna daga geti dregið dilk á eftir sér og heyrði skýringar ísraelsmanna á þeim. Við ræddum þetta reyndar einnig við utanríkisráðherrann. Síðan ræddum við aðeins sameiginlegan áhuga ókkar á að það kláruðust samningar um frjálsa verslun milli EFTA-ríkjanna og ísraelsríkis. Elias Freij gerði okkur grein fyrir sjónarmiðum Palestínumanna varð- andi friðarsamningana. Hann vildi leggja mikið úpp úr viðræðunum en hélt því jafnframt fram að þar ættu ísraelsmenn næsta leik. Þeir gætu ekki bæði beðið um frið á svæðinu og viljað halda í herteknu svæðin. Hann sagði að það færi ekki saman, menn myndu ekki leysa þetta fyrir meðalgöngu byssukjaftsins, heldur með samningaviðræðum. Það væri afskaplega áríðandi að ísraelsmenn sýndu jákvæðan vilja sinn í þeim efn- um." Davíð sagði að atburðir síðustu daga gerðu málin flókari, þegar hann var spurður hvernig honum virtist áhrif þeirra lýsa sér. „En að sumu leyti ýta þeir undir það að menn haldi sig við friðarviðræðurnar. Að öðrum kosti er ekkert eftir nema þessi leikur áframhaldandi. Þjóðirnar átta sig á því að þær ná engum árangri í sam- keppni við aðrar þjóðir ef þær þurfa að verja jafn stórkostlegum fjármun- um í hernaðarbrölt og uppbyggingu eins og þær hafa þurft að gera vegna þessa ástands," sagði Davíð. „Ferðin er búin að vera mjög áhri- farík. Það var afskaplega fróðlegt og þýðingarmikið að fá að kynnast beint viðhorfum allra þeirra manna sem ég. hef hitt í dag. Ég hef það á tilfinning- unni að margir á Vesturlöndum, með- al annars heima, hafi sérstakar hug- myndir um ástandið hér, hugmyndir sem ekki eru í samræmi við raunveru- leikann. Það var einnig mikil stemmn- ing að fara í Fæðingarkirkjuna í Betlehem í fylgd með borgarstjóran- um. Þó að maður færi inn í borgina undir vernd tuga alvopnaðra her- manna var það engu að síður mikil- vægt, maður fann fyrir friðnum sem fyllti hugann við að vera kominn á fæðingarstað Frelsarans," sagði Dav- íð. Forsætisráðherra mun árdegis í dag hitta borgarstjóra Jerúsalem. Hann heimsækir íslandsstræti sem Asgeir Ásgeirsson forseti gaf nafn á sínum tíma. Síðan mun hann skoða aðstæður sem innflytjendum eru bún- ar og svo og Ormat-verksmiðjurnar. Loks heldur hann kveðjuhóf í Hotel King David í Jerúsalem í kvöld. Heim- sókninni lýkur snemma í fyrramálið og Davíð flýgur þá áleiðis til London. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.