Morgunblaðið - 19.02.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRUAR 1992
37
lií
m
Háskóli i skugga
skeróingar
Opinn fundur Bandalags háskólamanna
fimmtudaginn 20. febrúar kl. 13.00
í Norræna húsinu.
Dagskrá: Setningarávarp-.
Ragnheiður Haraldsdóttir, varaformaður BHM
Framsðguerindi:
Heimir Pálsson, formaður BHM
Þórólfur Þórlindsson, prófessor
Pallborösumræður:
Þátttakendur auk framsögumanna:
Sveinbjörn Björnsson, rektor Háskóla íslands
Haraldur Bessason, rektor Háskólans á Akureyri
Guðbrandur Steinþórsson, rektor Tækniskóla íslands
Þórir Ólafsson, rektor Kennaraháskóla íslands
Stjórnandi: Margrét S. Bjömsdóttir, endurmenntunarstjóri H
Fundi lýkur um kl. 15.30.
BANDALAG HÁSKÓLAMANNA
Otölusettar tekjur
Frá Karli Guðmundssyni:
Töluverð umfjöllun hefur verið
hvað heilbrigðiskerfið er dýrt og
hefur það verið upplýst af ráðherra
að heilbrigðiskerfi okkar sé það dý-
rasta sem til er í heiminum í dag.
Eggert Jónsson læknir sagði orð-
rétt í grein sem birtist á bls. 20 í
Morgunblaðinu fimmtudaginn 13.
febrúar 1992: „Það er ýmislegt fleira
undarlegt í þessum rekstri. Sjúkra-
samlagið var stofnað til að tryggja
fátæklingum læknisþjónustu, en nú
tryggir það læknum fyrst og fremst
greiðslur. Læknar láta sjúklinga
skrifa upp á eyðublöð, sem eru nokk-
urs konar ávísanaeyðublöð fyrir
læknana, en þau eru ónúmeruð. Þó
kveða landslög á um að bæði reikn-
ingar og ávísanir eigi að vera númer-
"uð.“
Þessi ummæli voru síðan borin
undir Kristján Guðjónsson, deildar-
stjóra sjúkratryggingadeildar
Tryggingastofnunar ríkisins, og er
haft eftir honum á bls. 7 í Morgun-
blaðinu 15. febrúar 1992 að hann
taki þessi ummæli Eggerts ekki al-
varlega. Líklega sem rök fyrir því
að taka þessi ummæli ekki alvarlega
segir hann að þetta kerfi hafi gefist
allsæmilega og í raun sé ekki margt
út á það að setja. Þó endar greinin
á að haft er eftir Kristjáni: „Eg tek
hins vegar undir þau ummæli Eg-
gerts að læknum beri samkvæmt
lögum um bókhald að númera eyðu-
blöðin.“
Tryggingastofnun ríkisins skyldar
lækna til að nota umrædd eyðublöð
og því fínnst mér skrítið að
Tryggingastofnun ríkisins tölusetji
þessi umræddu eyðublöð ekki fyrir-
fram rétt eins og sams konar eyðu-
blöð sem sama stofnun útvegar
tannlæknum.
Ég fletti upp í bókhaldinu mínu
afritum af 7 reikningum vegna tann-
læknaþjónustu og þar kom skýrt
fram að þeir reikningar voru fyrir-
fram tölusettir. Númerin voru
539570, 611830, 706526, 706639,
706675, 706711 og 706739. Ef
tannlæknar þyrftu sjálfír að tölu-
setja þessa reikninga þá yrðu talna-
raðimar eðlilega mun lægri og
margir þeirra myndu nota sömu
númerin. Því vöknuðu hjá mér marg-
ar spurningar og tel ég óhætt að
varpa sumum þeirra fram án þes
að það hafi áhrif á heilsufarið:
Hvemig ætlar Tryggingastofnun
ríkisins að koma í veg fyrir misnotk-
un ótölusettra reikninga sinna? Hve-
nær veit Tryggingastofnun ríkisins
að hún fái öll reikningseyðublöðin
sín til baka frá læknum öðram en
tannlæknum? Hvað er það sem hvet-
ur lækna til þess að geyma afrit af
þessum ótölusettu reikningseyðu-
blöðum í stað þess að henda þeim
beint í raslið að útfyllingu lokinni
og losna þannig við að greiða skatta
af þessum tekjum?
Og svo er það rúsínan í pylsuend-
anum. Hvemig geta skattstjórar
fylgst með því að læknar greiði
skatta af þessum ótölusettu tekjum?
Ég veit ekki betur en að skattstjór-
inn hafi nýverið farið á stúfana og
athugað hvort reikningseyðublöð
rekstraraðila hafi verið eins frágeng-
in og lög gera ráð fyrir, þ.e. fyrir-
fram tölusett og með fyrirfram
áprentuðum haus. Getur verið að
skattstjórar hafi gleymt að heim-
sæka lækna og Tryggingastofnun
ríkisins? Og hvað með Ríkisendur-
skoðun? Er Ríkisendurskoðun sam-
mála Kristjáni um að þetta sé í all-
sæmilegu horfi?
KARL GUÐMUNDSSON
Hjallavegi 32
Reykjavík
Höldum uppi vel-
ferðarkerfinu
Frá Eggert E. Laxdal
í Morgunblaðinu sunnudaginn 26.
janúar síðastliðinn, bls. 6. er grein
sem heitir „Greiðslur vegna vistunar
á öldranarstofnunum samræmdar"
og fjallar um kostnað við dvöl fólks
á öldrunarstofnunum. Þessi kostnað-
ur hefur hingað til verið greiddur
af Tryggingastofnun ríkisins, en nú
á vistfólk að greiða þetta úr eigin
vasa. Ekki er þess getið, hvort mun-
ur er gerður á launatekjum eða íjár-
magnstekjum, en gera verður ráð
fyrir því, að einnig sé reiknað með
fjármagnstekjum.
Margir aldraðir á stofnunum eiga
íbúðarhúsnæði sem þeir leigja út og
eitthvert sparifé í bönkum, sem þeir
hefur safnað sér í gegnum áratugi
og hefur á vöxtum í bönkum, til
þess að hafa úr einhveiju að spila í
ellinni, en nú ætlar ríkið að ávaxta
þessar eignir fyrir sig. Þetta er ekk-
ert nema fjárnám á hendur þessa
fólks.
Þeir sem hafa 76.550,- kr. í tekj-
ur verða að greiða 70.000,- kr. á
mánuði og þá era eftir 6.350,- kr.
Þetta gerir tæplega milljón krónur
á ári. Dágóð uphæð, sem ríkið ætlar
sér að hafa af öldruðum, en á með-
an, er þeim sem búa sjálfstætt, ætl-
aðar um 50.000,- kr. á mánuði, til
þess að lifa af. Þessu þarf að breyta.
Fólk á sjúkra- og öldranarstofnunum
á að fá vistun þar endurgjaldslaust,
eins og verið hefur hingað til. Fyrir
þessu þarf að beijast með fjöldasam-
tökum.
Það vantar þrettán milljarða í rík-
iskassann, sem mun gera um
50.000,- kr. á hvert mannsbarn í
landinu. Mér finnst að þjóðin ætti
öll að sameinast um að greiða þetta
í ríkissjóð með fijálsum framlögum.
íslendingar hafa oft séð það svart-
ara í gegnum aldirnar og lifað af.
50.000,- kr. á mann og kannski mun
meira frá auðmönnum, ætti ekki að
sliga neinn. Sjálfur er ég reiðubúinn
að leggja þetta fram, fyrstur manna,
þótt ég hafi bara litlar tekjur, en
að sjálfsögðu með því skilyrði, að
fólk á sjúkrastofnunum fái að dvelja
þar endurgjaldslaust, eins og verið
hefur, og að lyfjaverð verði fært
niður á svipað stig og það var. Fólk-
ið í landinu ræður við þetta ef það
vill. Sýnum þegnskap í þessu máli
og látum öll ríflega í púkkið. Höldum
uppi velferðarkerfinu, sem er hagur
hvers og eins í landinu. Vilji er allt
sem þarf.
EGGERT E. LAXDAL
Frumskógum 14
Hveragerði