Morgunblaðið - 19.02.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.02.1992, Blaðsíða 40
*¥gtmMafrife UNIX FRAMTÍÐARINNAR HEITIR: IBM AIX MORGUNBLAÐID. ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVlK Sim 691100. FAX 691181. PÓSTHÓLF 1555 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRUAR 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Utanríkisráðherra um framkomu ísraela við Davíð Oddsson: Xíkt og að leiða mann í gildru Segir að upplýsingar frá KGB dugi ekki íslenskum stjórnvöldum JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir að aðferð sú sem ísraelsk sljórnvöld hafi beitt í Jerúsalem í gær, er Dayíð Oddssyni forsætisráðherra var afhent bréfið þar sem þess er krafist að Eð- vald Hinriksson verði dreginn fyrir dómstóla hér á landi sakaður um stríðsglæpi, jafnist á við það í siiiuiu huga, að ísraelsk st jórn völd hafi leitt forsætisráðherra i gildru. „í mínum huga má líkja þessu •jpð það að leiða mann í gildru. Hafi það vakað fyrir ísraelum að eyðileggja þessa opinberu heimsókn forsætisráðherra íslands, þá gátu þeir ekki fundið til þess betra ráð," sagði utanríkisráðherra í samtali Sala húsbréfa til útlanda um 840 milljónir LANDSBRÉF hf., viðskipta- vaki húsbréfa, lækkaði í gær ávöxtunarkröfu húsbréfa úr 8,2% í 8,1% og er þetta í annað sinn á einni viku sem krafan lækkar. Ágæt sala hefur verið í húsbréfum að undanförnu og voru m.a. seld húsbréf til er- lends aðila í gær fyrir 50 millj- ónir króna. Heildarsala hús- bréfa til útlanda frá upphafi nemur nú um 840 milljónum. Lækkunin stafar eins og áður af minnkandi framboði húsbréfa í febrúar en að sama skapi hefur sala verið þokkaleg, að sögn Sig- urbjörns Gunnarssonar, deildar- stjóra. Hann kvaðst telja að frek- ari lækkanir ávöxtunarkröfunnar væru mögulegar á næstunni ef ástand markaðarins yrði svipað og verið hefur. Landsbankinn lækkaði í gær forvexti af bankavíxlum úr 12% f 11-11,75% og eru vextirnir nú lægri en á ríkisvíxlum þegar um er að ræða 45-60 daga lánstíma. Sala á bankavíxlum hefur verið mjög mikil það sem af er árinu enda hefur raunávóxtun þeirra verið mjög góð um lengri tíma. við Morgunblaðið í gærkveldi. Jón Baldvin sagði að stofnun Wiesenthals hefði haft allar að- stæður til þess að koma þessum skilaboðum sínum á framfæri við íslensk stjórnvöld með eðlilegum hætti, án þess að tengja það við opinbera heimsókn íslenska forsæt- isráðherrans. „Ég hef ekki séð þessi gögn. Hafandi hins vegar heyrt þessi fréttaviðtöl í dag, þá hef ég ekki heyrt eða séð neitt annað en kom fram í bók eftir vitnaleiðslur KGB í Tallín 1962. Upplýsingar frá KGB eru ekki nægilegaf handa íslensk- um stjórnvöldum," sagði utanríkis- ráðherra. Reuter Yitzhak Shamir forsætisráðherra ísraels heilsar Davíð Oddssyni forsætisráðherra við upphaf fundar þeirra í forsætisráðuneytinu í gærmorgun. Simon Wiesenthal-stofnunin í bréfi til Davíðs Oddssonar í ísrael: Islenskur ríkisborgari sakaður um stríðsglæpi Eðvald Hinriksson segist vera saklaus af öllum ásökunum SIMON Wiesenthal-stofnunin í Jerúsalem Iét afhenda Davíð Oddssyni forsætisráðherra bréf er hann kom til ísraels á mánu- dagskvoid þar sem fram koma ásakanir um að Eistlendingurinn Evald Mikson, sem búið hefur á íslandi frá árinu 1955 undir nafn- inu Eðvald Hinriksson, hafi verið stríðsglæpamaður nasista og framið grimmdarverk á gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni. Efraim Zuroff, forstöðumaður stofnunar- innar, sagðist í samtali við Morg- unblaðið í gær hafa veigamikil sönnunargögn undir höndum um stríðsglæpi Miksons og telji þær nægilegar til að hafin verði rann- sókn á málinu. Skorar hann á ís- lensk stjórnvöld að standa að slíkri rannsókn. Davíð Oddsson forsæt- isráðherra segir þetta þungbærar ásakanir sem verði skoðaðar þeg- ar hann kemur heim frá ísrael. Eðvald Hinriksson segir þessar ásakanir gegn sér vera ósannar. I bréfi forstöðumanns Simon Wies- enthal-stofnunarinnar til forsætis- ráðherra segir m.a. að Eðvald Hin- riksson hafi verið aðstoðarlögreglu- stjóri stjórnmálalögreglunnar í Tall- inn á stríðsárunum og hafi ekki ein- ungis gefið út handtökuskipanir á Framlög Mannvirkjasjóðs NATO til framkvæmda á íslandi: Akvörðunum frestað vegna ummæla einstakra ráðherra STJÓRN Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins frestaði hinn 13. febrúar sl. að samþykkja verkáætlun og fjármögnun hennar að því er varðar fyrirhugaðar framkvæmdir í þágu varnarliðsins, „Fulltrúar nokkurra aðildarríkja í stjórn sjóðsins rökstyðja frestunina með því að þeir þurfi að afla sér nánari upplýsinga um ummæli einstakra ráð- %j^erra í ríkisstjórn íslands, þess efnis að þeir telji tímabært að leysa 'upp Aðalverktaka og bjóða þessi verkefni út á opnum verktakamark- aði," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðhérra í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi. „Þetta skapar alvarlega óvissu um stöðu Aðalverktaka sem fyrirtækis og atvinnuöryggi þess fólks sem hjá því fyrirtæki vinnur. Enn höfum við þó ekki gefið upp vonir um að sam- Jcomulag megi takast, en hætt er við að það geti orðið erfitt nema íslensk stjórnvöld tali einum rómi um það hvernig þau vilja halda á málefnum Aðalverktaka," sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Utanríkisráðherra sagði að ákveðnir fulltrúar i stjórn Mann- virkjasjóðsins notuðu það jafhframt sem átyllu að þeir teldu rétt að skoða betur, það sem þeir kalla skatta- hneyksli Sameinaðrá verktaka og hvaða þýðingu það hafi að því er varðar framkvæmdir í þágu varnar- liðsins. Jón Baldvin sagði að um hefði verið að ræða að taka afstöðu til framkvæmda við dreifikerfi eldsneyt- is sem lokaáfanga Helguvíkurfram- kvæmda, byggingu stjórnstöðvar og tveggja flugskýla. Þetta hafi verið framkvæmdaáform, eins og þau væru sett fram af bandarískum stjórnvöldum, vegna varnarliðsins og tillögu íslenskra stjórnvalda um það á hve löngum aðlögunartíma Aðal- verktökum verði breytt í almennings- hlutafélag með dreifðri eignaraðild, og endir þar með bundinn á einka- leyfi þeirra. „I tilboði íslensku ríkisstjórnarinn- ar fólst jafnframt sú breyting að mjög stór hluti af áformuðum fram- kvæmdum á næstu árum yrði þegar í stað settur í opna undirverktöku. Þetta eru þær tillögur sem stjórn Mannvirkjasjóðsins hefur nú ákveðið að slá á frest, að minnsta kosti fram í næsta mánuð, en áður en þessi mál komu upp og einkum og sér í lagi yfirlýsingar einstakra ráðherra í ríkisstjórn Islands, voru að mati embættismanna góðar horfur á að þetta samkomulag tækist. Einna helst hafa það verið fulltrúar Norð- manna sem hafa beitt sér af hörku gegn Islendingum í þessum málum," sagði utanríkisráðherra. Sjá einnig viðtal við Karl Steinar Guðnason á bls. 2. hendur gyðingum heldur einnig myrt gyðinga. I bréfínu eru nafngreindir átta gyðingar og meðal fórnarlamba hans hafí verið hin 14 ára gamla Ruth Rubin, sem hann hafi nauðgað áður en hann myrti hana. „Við hvetj- um yður til að gera það sem nauðsyn- legt er til að tryggja að ísland veiti skósveini Hitlers, Evald Mikson, ekki fengur hæli," segir í bréfinu. Efraim Zuroff sagði að bréfinu til forsætisráðherra hefði fylgt ágrip af þeim sönnunargögnum sem Wiesen- thal-stofnunin hafi undir höndum en hann sé ekki reiðubúinn til að ræða þær við fjöimiðla að svo stöddu. Eðvald sagðist vilja fá skýringar á hverjir stæðu á bak við þessar ásakanir en þetta sé í þriðja sinn sem hann þurfi að sæta ásökunum af þessu tagi. í réttarhöldum í Svíþjóð árið 1946 hafi hann verið hreinsaður af öllum ákærum um stríðsglæpi. Elan Steinberg, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Gyðingasamtakanna World Jewish Congress í Bandaríkj- unum, sagði í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins að sér þætti undar- legt hvernig Wiesenthal-stofnunin hefði staðið að því að leggja fram ásakanirnar og verði að teljast und- arlegt að hún skuli sæta lagi þegar forsætisráðherra íslands er í opin- berri heimsókn í ísrael. Hann kvaðst ekki þekkja málið en efaðist um að ásakanirnar væru úr lausu lofti ' gripnar. Davíð Oddsson sagði að sér hefði ekki fundist heppilegt hvernig málið bar að. „Það hefði vel verið hægt að koma þessu til skila til mín eða íslenskra stjórnvalda með öðrum hætti en í þessari opinberu heim- sókn," sagði hann. Sjá nánar um málið á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.