Morgunblaðið - 19.02.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.02.1992, Blaðsíða 39
arrrtyMft MORGUNBLAÐIÐ IÞROI IIR MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1992 39 LYFJAMAL Framkvæmdastjóri Krabbe krefst hárra skaðabóta Jos Hermens, framkvæmdastjóri þýsku hlaupadrottningarinnar Katrínar Krabbe, hótaði í gær að fara fram á um 360 milljónir ÍSK í skaðabætur vegna þess að Krabbe var dæmd í fjögurra ára keppnisbann fyrir meinta mis- notkun lyfja og hugsanlegra samningsriftana. Einn af fjórum helstu styrktaraðilum hlaupa-. drottningarinnar sagði í gær upp tveggja ára samningi við hana, sem hefði fært henni tugi milljóna ÍSK. Hermens sagði við Bild að hann væri tilbúinn í löng réttarhöld og virtur lögfræðingur hefði- verið ráðinn til að hreinsa mannorð Krabbe. „Við sækjum málið fyrir rétti og leggjum fram gögn, sem fá þýska frjálsSþróttasambandið til að hugsa sig tvisvar um. Ef styrktaraðilar rifta samníngum við Krabbe förum við frarn á 10 milljónir marka (um 360 millj. ÍSK) í skaðabætur." Skömmu síðar tilkynnti fyrir- tækið Isostar að það hefði rift tveggja ára samnmgi við Krabbe upp á tugi millj. ÍSK. Þýska þingið hefur fjallað um málið í sérstakri rannsóknarnefnd og líklegast kemur tillaga frá henni um að lyfjamisnotkun fþróttamanna verði gerð refsiverð samkvæmt almennum hegningar- lögum. Þannig yrði refsivert að neita ólöglegra lyfja, en einnig að hafa þau undir höndum, dreifa eða seh'a. En þinmenn eru ekki á einu máli um hvernig þingið eigi að bregðast við — sumir vilja taka á því en aðrir segja það málefni íþróttahreyfingarinnar. Að öllum líkindum hefur málið þau áhrif að lyfjaeftirlit verður enn hert og núverandi stjórn þýska frjálsíþróttasambandsins hefur beðið verulega hnekki. Tals- menn þess hafa haldið því fram að sambandið væri að hreinsa frjálsíþróttir af lyfjum, en nú hef- ur hið gagnstæða komið í ljós. Háttsettir starfsmenn hafa hylmt yfir með íþróttamönnum og fyrir liggur að áframhaldandi stjórnar- seta slíkra manna fer varla saman við hert lyfjaeftirlit. Enn hefur ekki komið fram með hvaða hætti Krabbe, Möller og Breuer reyndu að svindla á lyfjaprófinu né heldur hefur sann- ast á þær notkun ólöglegra lyfja, en níðurstöður lyfjaprófs frá 5. febrúar hafa enn ekki verið gerð- ar opinberar. Bannið er því í raun ákveðið á grunni fjölmargra óbeinna sannana. Fari svo að dómstólar komist að því að sekt Krabbe og stalla hennar sé ekki fullsönnuð geta þær sjálfkrafa hafið keppni á nýjan leik. Beðið er með nokkurri eftir- væntingu viðbragða frá Nike íþróttavöruframleiðandanum, en fyrirtækið er stærsti styrktaraðili Katrínar Krabbe og reyndar hafði nafni félagsins, sem Krabbe hleypur fyrir í Neubrandenburg, verið breytt í FC Nike Neubrand- enburg. Vitað er að Nike hefur reynda lögfræðinga á sviðum lyfjamála á sínum snærum, en enn er ekki vitað hvort þeim verður teflt fram. OLYMPIULEIKARNIR I FRAKKLANDI Skipting verðlauna Verðlaun hafa skipst sem hér segir til þessa á Ólympíuleikunum í Frakk-landi, gull, silfur og brons: Þvskaland...............................9 8 fi ....7 5 4 SSR.................................... ....7 4 6 4 6 7 ....3 5 1 ....3 4 3 Bandarfkin......................... ....3 2 1 ....3 1 3 ....1 1 3 ....1 0 1 ....1 0 1 ....0 2 0 ....0 2 0 Holland.............................. ....0 1 2 ....0 1 0 Tékkóslóvakía.................... ....0 0 2 Kvíhinð............................... ....0 0 2 Idag Dagskrá Vetrarólympíuleikanna í Al- bertville í dag: 09.00 - Fyrri umferð í stórsvigi kvenna 13.00 - Síðari umferð í stórsvigi kvenna 13.00 • 15 km skíðaskotfimi kvenna 18.30 Listhlaup kvenna, skylduæf- íngar íshokkí: 12.00 Sviss - Pólland 16.00 • Samveldið - Finnland 20.00 ¦ Svíþjóð - Tékkðsl. Veðurútlit: Logn og sólskin og tölu- vert frost. Alberto Tomba kom, sá og sigraði Reuter Tomba á spjöld sögunnar ALBERTO Tomba lætur ekki að sér hæða. Þessi frábæri ít- alski skíðamaður skráði nafn sitt á spjöld sögunnar í Val d'ls- ere í Frakklandi í gær er hann sigraði í stórsvigi á Ólympíu- leikunum og varð þar með fyrsti alpagreinamaðurinn til að verja Ólympíutitil. Tomba sigraði bæði í svigi og stórsvigi íCalgary fyrir fjórum árum. Ólympíugull hans eru því orðin þrjú, en aðeins tveir gátu stát- að af því á undan honum: Frakkinn Jean-Claude Killy og Tony Seiler f rá Austurríki, sem báðir gerðu garðinn frægan á árum áður. Og ekki er ólíklegt að Tomba bæti fjórða Ólympíu- gullinu í safn sitt á laugardag, þvi' hann er auðvitað talinn lang sigurstranglegastur í sviginu, sem þá fer f ram. Dagurinn í gær yar svo sannar- legur dagur ítala því landa Tomba, Deborah Compagnoni, sigr- aði í risasvigi kvenna, tveimur klukkustundum áður en hann stóð upp sigurvegari í stórsviginu, eins og kemur fram hér annars taðar á opnunni. Tomba var veitt hörð keppni í gær. Hann náði besta tíma í fyrri ferðinni og eins og lög gera ráð fyrir fóru þeir, sem næstir komu eftir fyrri ferð, á undan honum í þeirri seinni. Norðmaðurinn Kjetil Andre Aamodt var þriðji eftir fyrri ferð og náði besta tíma er hann fór öðru sinni. „Landslið Lúxemborg- ar", Marc Girardelli, fór næstur á eftir honum og bætti um betur — fór reyndar listavel niður brautina og aðdáendum Tomba var ekki far- ið að lítast á blikuna. En meistarinn lét spennuna ekki hafa áhrif á sig, renndi sér af miklu öryggi og sigr- aði glæsilega. Tími hans var 32 sekúndubrotum betri en Girardellis. Hann fékk reyndar lakari millitima í efra hluta brautarinnar en tryggði sér gullið með glæsilegri frammi- stöðu í neðri hlutanum. „Sigur Compagnoni hafði mjög góð áhrif á mig," sagði Tomba sigri hrósandi þegar úrslítin lágu fyrir. „Þetta er stórkostleg stund og óvenjuleg. Ég hef lagt svo mikið á mig — ég get ekki lýst því hve vel mér líður," sagði Tomba. „Ég reyndi að skíða af harðfylgi [í seinni ferðinni]. Ég vissi ekki að Girardelli hefði forystu, en vissi þó að Aamodt hefði gengið vel," sagði hann. „Ég einbeitti mér mjög vel. Ég stóð mig ekki nógu vel í efri hluta brautarinnar, en náði síðan að leysa mikinn kraft úr læðingi í neðri hlutanum. Ég var gjörsam- lega útkeyrður þegar ég kom í markið. Það var ótrúleg stund," sagði Tomba. Girardelli varð annar og Norð- maðurinn Aamodt, sem vann fyrstu gullverðlaun Norðmanna í alpa- greinum í 40 ár með sigri í risasvig- inu í síðustu viku, varð þriðji. Svisslendingurinn Paul Accola, sem hefur forystu í samanlagðri stigakeppni heimsbikarkeppninnar, missti enn einu sinni af verðlauna- sæti. Hann varð fjórði — aðeins 20 sekúndubrotum á eftir Aamodt. Hann var þó ekki óánægður: „Fjórða sæti án þess að hafa æft stórsvig í tvær vikur er frábært. Ég er þó vonsvikinn að hafa komist svo nálægt verðlaunapallinum, en nú er ég vel undirbúinn andlega fyrir svigið." Samanlagður Tomba úr ferðun- um tveimur voru tvær mínútur 6,98 sekúndur. Girardelli kom svo 0,32 sek. á eftirog Aamodt var 0,84 sek. á eftir ítalanum. Girardelli sagðist hafa stefnt að gullinu og var því ekki hæstánægð- ur, þrátt fyrir að hafa fengið silfr- ið, en Aamodt var aftur á móti í sjðunda himni. Þessi tvítugi Norð- maður sagði: „Að verða þriðji í dag var gulls ígildi." Vinur Tomba til rakarans Vinur Albertos Tomba verður að láta krúnuraka sig. Hann veðjaði við Tomba að hann myndi ekki vinna gull á Ólympíuleikunum og samþykkti að láta krúnuraka sig ef hann ynni. Tomba vann gull- verðlaunin f stórsvigi karla í gær og getur haldið Rolex-úrinu sem vinunnn hefði fengið ef Tomba hefði snúið gulllaus af leikunum. Tomba lét ekki sjá sig í Val d'lsere, þar sem karlakeppnirnar í alpa- greinum eru haldnar, fyrr en í fyrradag. „Héðan í frá sigra hinir bestu," sagði hann við komuna. „Eg er mættur!" ÍÞRfMR FOLK ¦ ÁSGEIR Elíasson, landsliðs- þjálfari íslands í knattspyrnu, og Eggert Magnússon, formaður KSI, verða á Wembley í kvöld, þegar Englendingar taka á móti Frökkum. j ¦ GARY Lineker, fyrirliði ensktT" landsliðsins, leikur ekki með í kvöld. Lineker verður þó með Englend- ingum í EM í Svíþjóð. Lineker hefur leikið 71 landsleik og þarf hann ekki að skora nema fjögur mörk til að slá met Bobby Charl- ton, sem skoraði 49 mörk. ¦ FRAKKAR leika sinn fyrsta leik á Wembley í 23 ár, en síðast töpuðu þeir, 0:5, Wembley. Frakk- ar hafa leikið 19 leiki í röð án taps. ¦ ENSKA landsliðið hefur aðeins tapað einum leik undir Stjórn Gra- ham Taylor, síðan hann tók við landsliðinu fyrir átján mánuðum. • ¦ ALAN Sherer, miðherji Sout- hampton og David Hirst, Sheff. Wed., verða í fremstu víglínu. Martin Keown, Everton og Rob Jones, Liverpool, leiks sinn fyrsta landsleik eins og Shearer. ¦ NEIL Webb, Man. United og Nigel Clough, Nott. Forest, hafa verið kallaðir á ný í enska landslið- ið. URSLIT Badminton HM landsliða Karlalandslið Islands vann Belgíu, 5:0, í heimsmeistarakeppni landsliða í badminton í Hollandi í gær. Broddi Kristjánsson, Árni Þór Hallgrímsson og Jón P. Zimsen unnu í einliðaleik, Broddi/Árni Þór og Jón 5Hi/ Þorsteinn P. Hængsson unnu f tvfliðaleik. Kvennalandsliðið tapaði, 1:4, fyrir Sviss. Ásta Pálsdóttir og Þórdís Edwald unnu leik sinn gegn Bettie Villars og Yvonne Naef í tviliðaleik, 15:8, 9:15, 15:8. Körfuknattleikur NBA-deildin Minudagur. New York - Miami Heat........,..........104:102 Indian Pacers - Charlotte.................128:117 Atlanta Hawks - Washington..........117:110 Cleveland - Chicago Bulls................113:112 Minnesota - Houston Rockets..........124:122 ¦Eftir framlengingu UtahJazz-BostonCeltics...................88:83 Seattle - Phoenix Suns........................98:1Jék GoldenState-LALakers................116:100 LA Clippers - San Antonio Spurs.....124:110 Ikvöld Handknattleikur 1. deild karla: Digranes:HK-KA........................20 Höil: Fram - UBK..........................20 Seltjn.: Grótta - FH........................20 Valsh.:Valur-Haukar..................20 Vestm.: ÍBV - Selfoss....................20 Víkin: Víkingur - Stjarnan.............20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.