Morgunblaðið - 19.02.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.02.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRUAR 1992 Anthony Fokker, fyrir miðju, ásamt konu sinni Violet Eastman, eða Fjólu Austmann. Með þeim á myndinni er hr. Talbot forstjóri Rich- field olíufélagsins. sinnar í fluginu. Hann var ævin- týramaður og flugið átti allan hans hug. Gunnar Þorsteinsson segir að það sé einkum þrennt sem að hans mati gerir hlut Fokkers sérstakan í flugsögunni. „Hann hóf fyrstur að smíða flugvélar með einum væng en áður voru aðeins smíðað- ar tví-eða þrívængjur," segir Gunnar. „Hann var fyrsti flugvéla- smiðurinn sem hóf að logsjóða saman skrokka flugvéla og honum tókst fyrstum að samhæfa hreyfil við hríðskotabyssu sem gjörbreytti vopnabúnaði í flugvélasmíði." Bridsmót í Cannes: Heimsmeistararnir keppa FJÓRIR af íslensku heimsmeist- urunum í brids taka nú þátt í móti í Cannes í Frakklandi og einnig spila þeir sérstakan sýn- ingarleik. Spiluð verður sveitakeppni á mið- vikudag og fimmtudag og á fimmtudagskvöld spila íslensku heimsmeistararnir Aðalsteinn Jörg- ensen, Jón Baldursson, Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson sérstakan sýningarleik. Á föstudag hefst tvímennings- keppni sem stendur fram á sunnu- dag. Fyrstu verðlaun í tvímennings- keppninni nema um 200 þúsund krónum. Tillaga í borgarráði: Heitavatnsverð í sundlaug Grensásdeildar verði lækkað TILLAGA hefur verið lögð fram í borgarráði um að sundlaug Greinsásdeildar Borgarspítalans greiði 30% af verði Hitaveitu Reykjavíkur fyrir heitt vatn til laugarinnar til samræmis við aðr- ar sundlaugar í Reykjavík og í nágrannasveitarfélögum. Tillagan kom frá Kristínu Á. greiða fyrir aðgang að lauginni, Ölafsdóttur fulltrúa Nýs vettvangs og segir þar að lækkunin verði til þess að gamalt fólk þurfi ekki að Gjaldheimtan: 5 sækja um starf gjald- heimtustjóra FIMM umsóknir bárust um starf gjaldheimtustjóra í Reykjavík en umsóknarfrestur rann út 30. janúar síðastliðinn. Guðmundur Vignir Jósefsson lætur af störf- um fyrir aldurs sakir. Umsækjendur eru Hilmar Garð- arsson lögfræðingur, f. 1922, Magnús Brynjólfsson lögfræðing- ur, f. 1953, Sólveig Guðmundsdótt- ir íögfræðingur f. 1948, Þorvaldur Ari Arason lögfræðingur, f. 1928 og Þorvaldur Lúðvíksson lögfræð- ingur, f. 1928. Stjórn Gjaldheimt- unnar mælir með Þorvaldi Lúðvíks- syni í starfið. Starfið er veitt frá 1. mars næst- komandi. Umsóknirnar voru lagðar fram í borgarráði í gær og vísað þaðan til umfjöllunar borgarstjórn. eins og nú sé verið að taka upp. í greinargerð með tillögunni kemur fram að „Sundlaugar Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaganna greiða 30% af almennum taxta Hitaveitu Reykjavíkur fýrir heitt vatn. Frá ársbyrjun 1990 hefur Sundlaug Sjálfsbjargar í Hátúni notið sömu kjara. Hins vegar greið- ir laugin á Grensásdeild Borgar- spítalans, sem er í eigu Reykjavík- urborgar, fullt verð samkvæmt al- mennum taxta, og greiddi fyrir síðustu tvö ár samtals tæplega 2,5 milljónir króna. Laugina nota endurhæfingar- sjúklingar deildarinnar og einnig öryrkjar og gamalt fólk utan úr bæ samkvæmt uppáskrift lækna, þar sem það á erfitt með að nýta sér almennar sundlaugar. í kjölfar niðurskurðar ríkisstjórnarinnar á heilbrigðiskerfinu hefur verið grip- ið til þess ráðs að taka gjald af notendum laugarinnar. Þannig hefur skapast ósamræmi meðal ellilífeyrisþega og öryrkja, sem fá ókeypis aðgang í almennar sund- laugar en ekki í Grensáslaugina." Afgreiðslu tillögunnar var frest- að. Braut glugga og forð- aði sér úr eldsvoða MAÐUR var fluttur á slysadeild með skrámur og vott af reykeitrun eftir að eldur kom upp á heimili hans í Kópavogi í fyrrinótt. Maður- inn, sem var einn í íbúðinni, braut glugga og forðaði sér út um hann úr brennandi húsinu. Slökkviliðið var kvatt til klukkan tæplega hálfþrjú í fyrrinótt vegna elds í stofu á neðri hæð í tvíbýlis- húsi við Borgarholtsbraut í Kópa- vogi. Þegar að var komið var íbúinn kominn út en hann hafði brotið ' rúðu í stofuglugganum með stól og forðað sér þannig út eftir að hafa vaknað við reykinn. Mikill reykur var í íbúðinni og eldur logaði í stofunni. Slökkvistarf gekk fljótt en skemmdur urðu í íbúðinni, sem er í steinhúsi, af völd- um sóts og hita. Eldsupptök eru til rannsóknar hjá RLR og beinist rannsóknin meðal annars að því hvort þau megi rekja til sjónvarps- tækis. RÝMINGARSALA ! HIÁ HEIMILISHÚSGÖGN GKS HESTHÁLSI 2 - 4 SÍMI : 672110 SKRIFSTOFUHÚSGÖGN BÍLDSHÖFÐA 18 SÍMI : 676500 SOFASETT SÓFÁBORÐ STÓLAR HORNBORÐ SMÁBORÐ STAKIR SÓFAR OG STÓLAR SKÁPAR HILLUR RUMGAFLAR DÝNUR RÚMTEPPI NÁTTBORÐ PÚÐAR FATAHENGI OG MARGT FLEIRA... SKRIFBORÐ FUNDARBORÐ HILLUR SKÁPAR STÓLAR ELDHÚSBORD OG MARGT FLEIRA... 30 60 % AFSLÁTTUR !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.