Morgunblaðið - 19.02.1992, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1992
5
Anthony Fokker, fyrir miðju, ásamt konu sinni Violet Eastman, eða
Fjólu Austmann. Með þeim á myndinni er hr. Talbot forsljóri Rich-
field olíufélagsins.
sinnar í fluginu. Hann var ævin-
týramaður og flugið átti allan hans
hug.
Gunnar Þorsteinsson segir að
það sé einkum þrennt sem að hans
mati gerir hlut Fokkers sérstakan
í flugsögunni. „Hann hóf fyrstur
að smíða flugvélar með einum
væng en áður voru aðeins smíðað-
ar tví-eða þrívængjur,“ segir
Gunnar. „Hann var fyrsti flugvéla-
smiðurinn sem hóf að logsjóða
saman skrokka flugvéla og honum
tókst fyrstum að samhæfa hreyfil
við hríðskotabyssu sem gjörbreytti
vopnabúnaði í flugvélasmíði.“
Tillaga í borgarráði:
Heitavatnsverð í sundlaug
Grensásdeildar verði lækkað
TILLAGA hefur venð lögð fram í borgarráði um að sundlaug
Greinsásdeildar Borgarspítalans greiði 30% af verði Hitaveitu
Reykjavíkur fyrir heitt vatn til laugarinnar til samræmis við aðr-
ar sundlaugar í Reykjavík og í nágrannasveitarfélögum.
Tillagan kom frá Kristínu Á.
Ólafsdóttur fulltrúa Nýs vettvangs
og segir þar að lækkunin verði til
þess að gamalt fólk þurfi ekki að
Gjaldheimtan:
5 sækja um
starf gjald-
heimtustjóra
greiða íýrir aðgang að lauginni,
eins og nú sé verið að taka upp.
í greinargerð með tillögunni kemur
fram að „Sundlaugar Reykjavíkur
og nágrannasveitarfélaganna
greiða 30% af almennum taxta
Hitaveitu Reykjavíkur fyrir heitt
vatn. Frá ársbyrjun 1990 hefur
Sundlaug Sjálfsbjargar í Hátúni
notið sömu kjara. Hins vegar greið-
ir laugin á Grensásdeild Borgar-
spítalans, sem er í eigu Reykjavík-
urborgar, fullt verð samkvæmt al-
mennum taxta, og greiddi fyrir
síðustu tvö ár samtals tæplega 2,5
milljónir króna.
Laugina nota endurhæfingar-
sjúklingar deildarinnar og einnig
öryrkjar og gamalt fólk utan úr
bæ samkvæmt uppáskrift lækna,
þar sem það á erfitt með að nýta
sér almennar sundlaugar. í kjölfar
niðurskurðar ríkisstjórnarinnar á
heilbrigðiskerfinu hefur verið grip-
ið til þess ráðs að taka gjald af
notendum laugarinnar. Þannig
hefur skapast ósamræmi meðal
ellilífeyrisþega og öryrkja, sem fá
ókeypis aðgang í almennar sund-
laugar en ekki í Grensáslaugina.“
Afgreiðslu tillögunnar var frest-
að.
FIMM umsóknir bárust um starf
gjaldheimtusljóra í Reykjavík
en umsóknarfrestur rann út 30.
janúar síðastliðinn. Guðmundur
Vignir Jósefsson lætur af störf-
um fyrir aldurs sakir.
Braut glugga og forð-
aði sér úr eldsvoða
Bridsmót í Cannes:
Heimsmeistararnir keppa
FJÓRIR af íslensku heimsmeist-
urunum í brids taka nú þátt í
móti í Cannes í Frakklandi og
einnig spila þeir sérstakan sýn-
ingarleik.
Spiluð verður sveitakeppni á mið-
vikudag og fimmtudag og á
fimmtudagskvöld spila íslensku
heimsmeistararnir Aðalsteinn Jörg-
ensen, Jón Baldursson, Guðlaugur
R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson
sérstakan sýningarleik.
Á föstudag hefst tvímennings-
keppni sem stendur fram á sunnu-
dag. Fyrstu verðlaun í tvimennings-
keppninni nema um 200 þúsund
krónum.
Umsækjendur eru Hilmar Garð-
arsson lögfræðingur, f. 1922,
Magnús Brynjólfsson lögfræðing-
ur, f. 1953, Sólveig Guðmundsdótt-
ir Iögfræðingur f. 1948, Þon'aldur
Ari Arason lögfræðingur, f. 1928
og Þorvaldur Lúðvíksson lögfræð-
ingur, f. 1928. Stjórn Gjaldheimt-
unnar mælir með Þorvaldi Lúðvíks-
syni í starfið.
Starfið er veitt frá 1. mars næst-
komandi. Umsóknirnar voru lagðar
fram í borgarráði í gær og vísað
þaðan til umfjöllunar borgarstjórn.
MAÐUR var fluttur á slysadeild með skrámur og vott af reykeitrun
eftir að eldur kom upp á heimili hans í Kópavogi í fyrrinótt. Maður-
inn, sem var einn í íbúðinni, braut glugga og forðaði sér út um hann
úr brennandi húsinu.
Slökkviliðið var kvatt til klukkan
tæplega hálfþrjú í fyrrinótt vegna
elds í stofu á neðri hæð í tvíbýlis-
húsi við Borgarholtsbraut í Kópa-
vogi.
Þegar að var komið var íbúinn
kominn út en hann hafði brotið
rúðu í stofuglugganum með stól og
forðað sér þannig út eftir að hafa
vaknað við reykinn.
Mikill reykur var í íbúðinni og
eldur logaði í stofunni. Slökkvistarf
gekk fljótt en skemmdur urðu í
íbúðinni, sem er í steinhúsi, af völd-
um sóts og hita. Eldsupptök eru til
rannsóknar hjá RLR og beinist
rannsóknin meðal annars að því
hvort þau megi rekja til sjónvarps-
tækis.
RÝM INGAI |« A| |1 lH
fl% fl Iwfl 1 Kftlil «1 us
HEIMILISHÚSGÖGN GKS SKRIFSTOFUHÚSGÖGN |j
HESTHÁLSI 2 - 4 BÍLDSHÖFÐA 18 |
SIMI : 672110 SÍMI : 676500 1
SÓFASETT RÚMGAFLAR SKRIFBORÐ R
SÓFÁBORÐ DÝNUR FUNDARBORÐ
STÓLAR RÚMTEPPI HILLUR
HORNBORÐ NATTBORÐ SKÁPAR
SMÁBORÐ PÚÐAR STÓLAR
STAKIR SÓFAR FATAHENGI ELDHÚSBORÐ
OG STÓLAR OG MARGT OG MARGT
SKÁPAR FLEIRA... FLEIRA...
HILLUR O ■ H u) H ■ co |M • o> mW- c ■ | 'uí WmL fl *>. MB m
30 - ai zj K m < Hlji 60 % AFSLÁTTUR ! !| _ —d fSm A cc m LL MW"