Morgunblaðið - 19.02.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.02.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRUAR 1992 -l OLYMPIULEIKARNIR I FRAKKLANDI 99 Tortímand- inn" með þrjú gull NORÐMENN hafa haft mikla yf irburði í skíðagöngugreinun- um á Vetrarólympíuleikunum í Frakklandi og fóru létt með að sigra í 4 x 10 km göngu ígær. Svo létt að sigurvegarinn í 15 km göngu s.l. laugardag, Björn Dahlie, sem gekk síðasta sprettinn, sneri sér við á síð- ustu metrunum, veifaði norska fánanum og bakkaði ímark. „Tortímandinn" eins og banda- ríska sjónvarpsstöðin CBS kall- ar Vegard Ulang, var fljótastur allra og fékk þriðju gullverð- laun sín á leikunum. Þetta var í fyrsta sinn síðan 1968, sem Norðmenn sigra í J)essari grein og „gull-vangur" eins og Norðmenn kalla Ulang, varð fyrstur landa sinna til að vinna til þriggja gullverðlauna í göngu á sömu leikum. Hann var kátur með endasprett Dahlies. „Þetta var eitt- hvað nýtt," sagði Ulang, en við Faissal Cherradi frá Morokkó, sem kom klukkutíma á eftir honum í mark í 10 km göngunni, sagði Norð- maðurinn: „Farðu varlega — og vonandi sjáumst við á næstu leikum í yilehammer 1994." Terje Langli hóf keppnina fyrir *Norðmenn og skilaði sér 0.7 sek. á eftir Svíanum. „þetta var stórkost- legt og aðstæður voru frábærar," sagði gullhafinn, sem valdi röng skíði fyrir 10 km gönguna og hætti við að taka þátt í 15 km göngu —. taldi sig ekki eiga neina möguleika. Þá var komið að þætti Ulvangs og hann „sprengdi" mótherjana. „Eg held að hraðinn hafi verið of mikill fyrir hann," sagði Norðmað- urinn um Svíann Christer Majback. „Þegar menn-þreytast er eins og ALBERTVILLE92 ¦ OLAF Zinke frá Þýskalandi sigraði með minnsta mögulega mun í 1.000 metra skautahlaupi, var einu sekúndubroti á undanKim Yoon-man frá Suður-Kóreu. ¦ ZINKE hefur ekki áður sigrað á stórmóti. ¦ KIM er fyrsti verðlaunahafi Suður-Kóreu á Vetrarólympíu- leikum. . ¦ YUKINORI Miyabe frá Japan fryggði sér bronsið með sama mun, var sekúndubroti á undan Hollend- ingnum Gerard van Velde. ¦ ERIC Heiden frá Bandaríkj- iiuiim, sem sigraði í öllum fimm hlaupagreinunum á skautum á ÓL 1980, er í Frakklandi sem frétta- maður. Öll ólympíumetin eru fallin, fyrst og fremst vegna bættra að- stæðna. „Ég hejd að ég eigi samt ennþá staðarmetin á Bislett í Ósló — en það er aðeins vegna þess að þar er ekki lengur skautað." ¦ BANDARÍKJAMÖNNUM þykir göngukeppni ámóta spenn- andi og að horfa á málningu þorna. Því var Vegard Ulang líkt við Schwarzenegger og kallaður „tor- tímandinn" tij að reyna að vekja áhuga á göngunni. ¦ VEGARÐ Ulang er líkt við Arnold Schwarzenegger þessa dagana. Eftir að þriðja gullið var í höfn sagði hann: „Arnie, hvar ertu? Ég hræðist þig ekki og vil ná í þig!" það verði sprenging." Gífurleg keppni var um þriðja sætið. Svíar voru í fimmta sæti fyrir síðasta sprett, en Torgny Mo- gren gaf allt, sem hann átti og var í þriðja sætinu, þar til á síðasta metranum, þegar Finninn Isometsa skaust fram fyrir og var hálfri skíð- alengd á undan í mark eða tveimur sekúndubrotum. „Það var óvænt að fá verðlaun," sagði Finninn Kirvesniemi, en eigin- kona hans, Marja-Liisa, sem sigraði í þremur greinum í Sarajevo 1984, kemur frekar með verðlaun heim. „Hún verður ánægð, því henni hef- ur gengið allt í óhag hér." Deborah Compagnoni á fullri ferð í brautinni. Reuter mínum gullið - sagði Compagnoni sem sigraði með yfirburðum í risasvigi kvenna DEBORAH Compagnoni gerði daginn ígærógleymanlegan fyrir ítali er hún varð ólympíu- meistari írisasvigi kvenna, að- eins tveimur klukkstundum áður en landi hennar, Alberto Tomba, fagnað sigri í stórsyigi karla. Tvöfaldur sigur fyrir ítal- íu íalpagreinum í gær og þrenn gullverðlaun í höf n þar sem Josef Polig varð ólympíumeist- ari íalpatvíkeppni karla í síð- ustu viku. Það tók Deborhu Compagnoni aðeins 81 sekúndu að gleyma minningunum frá því á ólympíuleik- unum fyrir fjórum árum er hún meiddist á síðustu stundu og gat ekki tekið þátt í leikunum. En ít- alska stúlkan gleymir ekki lækni sínum, sem gerði henni kleift að komast á toppinn eftir erfið meiðsli. „Ég vil tileinka lækni mínum verð- launin," sagði Compagonini sem er 21 árs og býr í Bormio á ítalíu. „Verðlaunin eru einnig tileinkuð því fólki sem er á sjúkrahúsi og er að horfa á mig núna." Hún hefur tví- vegis gengist undir uppskurð vegna hnémeðsla, sem hélt henni frá keppni árið 1990. Compagnoni, sem hafði rásnúmer 16, keyrði brautina frábærlega og „stal" sigrinum af frönsku stúlkunni Carole Merle, sem hafði besta tíma þeirra sem voru í fyrsta ráshópi. Hún náði 1,41 sek. betri tíma en Merle, sem beið í markinu eftur Compagnoni kæmi niður. „Mig dreymdi það í nótt að nafnið mitt væri efst á tímatöflunni," sagði ít- alski ólympíumeistarinn. Fyrir þetta keppnistímbil áttu fáir von á því að Compagnoni yrði önnur ítalskra kvenna til að vinna gullverð- laun á ólympíuleikum. „Ég trúði því ekki einu sinni sjálf að þetta gæti gerst. Ég hef verið svo óheppin síð- ustu ár, en var alltaf ákveðin í að keppa aftur. Æfði þegar ég mögu- lega gat og trúði því að geta orðið í fremstu röð," sagði Compagnoni, sem varð heimsmeistari unglinga í stórsvigi 1987, þá 17 ára. Hún æfði með Alberto Tomba í þrjár vikur í sumar. „Það er ekki þar með sagt að ég hafi lært allt af honum. Kannski hefur hann gefið mér liðs- styrk, en það var ég sem sigraði þessa keppni." Carole Merle var vonsvikin með silfurverðlaunin og sagði að Compagnoni hafí keyrt efri hluta brautarinnar hreint ótrúlega vel. „Það var ekki auðvelt fyrir mig að vinna gullverðlaun hér í Frakklandi." Katja Seizinger, sem er aðeins 19 ára, varð þriðja og hlaut þar með fyrstu verðlaun Þjóðverja í alpa- greinum á leikunum. Hún var aðeins 0,01 sek. á undan ólympíumeistar- anum í alpatvíkeppni, Petru Kron- berger, sem varð fjórða. Merle med merkilegheif Carlos Carol Merle frá Frakklandi virti Deboru Compagnoni frá ítalíu ekki viðlits í fyrradag þegar Compagnoni brosti til hennar og reyndi að heilsa hinni árangursríku skíðakonu. Merle hefur haslað sér völl með- al bestu skiðakvenna heims én Compagnoni er rétt að byrja. Hún var með rásnúrnerið 16 í risasvigskeppni kvenna á Olympíuleikunum í gær en Merle var auðvitað í hópi 15 bestu með startnumerið 4. Merle stðð sig feikivel og virtist örugg um gullverðlaunin fyrst að Petra Kronber- ger frá Austurríki, sem var númer 15, hreppti þau ekki. En þá kom að Compagnoni. Hún skaut Merle ref fyrir rass og hún komst ekki hjá að taka í hendina á Compagnoni í gær. HANDKNATTLEIKUR Morten Stig „njósnar um íslendinga Eeftir að hafa leikið 190 lands- leik, leikið þrisvar í Ólympíu- keppni og sjö heimsmeistarakeppn- um, er Morten Stig Christensen kominn aftur í sviðsljósið með danska landsliðinu. Nú sem aðstoð- armaður Andreas Dahl-Nielsen, landsliðaþjálfara. „Ég vona að ég geti veitt Andre- as Dahl aðstoð í B-keppninni í Austurríki," sagði Morten Stig, sem er yfirmaður íþróttadeildar TV 2- sjónvarpstöðvarinnar í Danmörku. „Morten Stig mun fyrst og fremst aðstoða mig við að kortleggja leiki íslendinga og Norðmanna, sem við komum til með að mæta í milliriðli. Þar sem hann hefur þjálfað og leik- ið með Stavangre í Noregi þekkir hann vel til landsliðamanna Nor- egs," sagði Andreas Dahl-Nielsen. Danir töpuðu fyrir Svíum og unnu þá, 29:27, um síðustu helgi. Þeir leika gegn S-Kóreumönnum um næstu helgi og síðustu lands- leikir þeirra fyrir B-keppnina verða gegn Júgóslövum í byrjun febrúar. KNATTSPYRNA Ipswich vill til íslands Forráðamenn enska 2. deildar- liðsins Ipswich Town hafa skrifað Knattspyrnusambandi ís- lands og lýst yfir áhuga á að koma til landsins í sumar og spila hér þrjá leiki. KSÍ hefur sent öllum fé- lögum í 1. deild afrit af bréfi enska liðsins. Framkvæmdastjóri Ipswich er John Lyall, sem lengi var stjóri West Ham, en tók við stjórninni á Portmand Road 1990. Lið Ipswich er nú í öðru sæti 2. deildar í Eng- landi og virðist sigla hraðbyri upp í 1. deild á ný. Hann vill spila á íslandi dagana 29. júlí til 2. ágúst. URSLIT OLíFrakklandi 4 x 10 km boðganga karla: SSR stendur fyrir Samband sjálfstæðra ríkja (áður Sovétríkin). l.Noregur.....................................1:39:26.0 (Terje Langli/Vegard Ulvang/ Kristen Skjeldal/Bjorn Daehlie) 2. ítalia.........................................1:40:52.7 (Giuseppe Pulie/Marco Albarello/ Gi- orgio Vanzetta/Silvio Fauner) 3. Finnland...................................1:41:22.9 (Mika Kuusisto/Harri Kirvesniemi/ Jari Rasanen/Jari Isometsa) 4. Svíþjóð......................................1:41:23.1 5. SSR..........................................1:43:03.6 Risasvig kvenna Brautarlengd 1.510 m, fallhæð 621 m, 45 hiið. Min. 1. Deborah Compagnoni (ftalíu)......1:21.22 2. Carole Merle (Frakkiandi)............1:22.63 3. Katja Seizinger (Þýskalandi).......1:23.19 4. PetraKronberger (Austurriki).....1:23.20 5. Ulrike Maier (Austurríki).............1:23.35 6. Kerrin Lee-Gartner (Kanada)......1:23.76 7.MichaelaGerg(Þýskalandi).........1:23.77 8. EvaTwardokens (Bandar.)..........1:24.19 Stórsvig karla 47 hlið í hvorri umferð, fallhæð 384 m. Mín. 1. Alberto Tomba (ítalíu)..................2:06.98 1:04.57/1:02.41 2. Marc Girardelli (Lúxemborg).......2:07.30 (1:04.70/1:02.60) 3. Kjetil Andre Aamodt (Noregi)......2:07.82 (1:04.81/1:03.01) 4. Paul Accola (Sviss)......................2:08.02 (1:04.88/1:03.14) 5. Ole Christian Furuseth (Noregi).. 2:08.16 (1:05.63/1:02.53) 6. GuentherMader(Austurríki).......2:08.80 (1:05.42/1:03.38) 7. Rainer Salzgeber (Austurríki)......2:08.83 (1:05.72/1:03.11) 8. Fredrik Nyberg (Svíþjóð).............2:09.00 (1:06.09/1:02.91) 9. Hubert Strolz (Austurríki)...........2:09.45 (1:06.75/1:02.70) 9. Josef Polig (ítalíu).................2:09.45 (1:06.17/1:03.28) 44. Örnólfur Valdimarsson...........2:25.02 (1:13.88/1:11.14) ¦Kristinn Björnsson frll í fyrriumferð. 1.000 m skautahlaup karla Mín. 1. Olaf Zinke (Þýskalandi)................1:14.85 2. Kim Yoon-Man (Suður-Kóreu).....1:14.86 3. Yukinori Miyabe (Japan)..............1:14.92 4. Gerard Van Velde (Hollandi).......1:14.93 5.PeterAdeberg(Þýskalandi.........) 1:15.04 Norræn tvíkeppni Skíðastökk af 90 m palli og 3 x 10 km ganga: Stig/Klst. l.Japan..............................645.1/1:23:36.5 (Reiichi Mikata, Takanori Kono, Kenji Ogiwara) 2.Noregur..........................569.9/1:18:46.9 (Knut Apeland, Fred Lundberg, Trond Elden) 3. Austurríki.......................615.6/1:22:49.6 (Klaus Ofner, Stefan Kreiner, Klaus Sulzenbacher) tshokkí Keppni um 9. til 12. sæti: ítalía - Noregur.......................................3:5 Lucio Topatigh, Giuseppe Foglietta, John Vecchiarelli - Marius Rath*2, Ole Dahlstrom 2, Geir Hoff. Átta liða úrslit: Kanada - Þýskaland........................(3:3) 3:2 Joe Juneau, Brad Schlegel, Kevin Dahl - Jörgen Rumrich, Dieter Hegen, Ernst Koepf. ¦Staðan var 3:3 eftir framlengingu, en Kanada vann 3:2 í vítakeppni. Bandaríkin - Frakkland...........................3:1 ¦¦¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.