Morgunblaðið - 19.02.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.02.1992, Blaðsíða 2
'ít MORGUNBLAÐIÐ MIDVIKUDAGUR 19. FEBRUAR 1992 Vextir spariskír- teina lækka í 7,5% Lánsfjárþörf ríkissjóðs helmingi minni en á síðasta ári RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að lækka vexti spariskírteina ríkis- sjóðs um 0,4%, úr 7,9% í 7,5%, Vaxtalækkunin tekur gildi í dag. Fyrirgreiðsla Seðlabanka við ríkissjóð var um miðjan mánuðinn 2,8 milljarðar kr. en var á sama tíma í fyrra 8,3 miHjarðar. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra tilkynnti ákvörðunina á Al- þingi í gær og sagði að hún væri tekin í ljósi markaðsaðstæðna og stöðu lánamarkaðarins og í trausti þess að henni fylgi lækkun hjá bönkum og verðbréfafyrirtækjum. Hann sagði að þessi lækkun ætti jafnframt að gefa tilefni til enn frekari lækkunar nafnvaxta á næstunni. Friðrik sagði að talið væri að á árinu 1991 hefði hrein lánsfjárþörf opinberra aðila orðið um það bil 40 milljarðar króna í stað 24,4 milljarða samkvæmt lánsfjáráætl- un. Áætluð lánsþörf opinberra að- ila á þessu ári sé innan við 20 milljarðar kr., eða um helmingi minni en á síðasta ári. „Hvað raunvexti varðar er ljóst að áhrif þessara umskipta í láns- fjárþörf hins opinbera eru þegar farin að koma fram á lánamark- aði. Þannig hefur verulega dregið Ránið við Dalbraut: Grunaðir í gæsluvarðhald SAKADÓMUR Reykjavíkur hef- ur kveðið upp gæsluvarðhaldsúr- skurð yfir þremur ungum mönn- um sem grunaðir eru um að hafa framið rán í sðluturni við Dal- braut í Reykjavík síðastliðið sunnudagskvöld. Mennirnir voru handteknir sama "kvöld, grunaðir um ránið, og að hafa stolið bíl sem þeir notuðu við það. Þeim hefur nú verið gert að sæta gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins allt til næsta föstudags. Ekki fékkst upplýst hjá RLR í gær- kvöldi hvort mennirnir hefðu geng- ist við brotinu eða hvort ránsfeng- urinn, um 30 þúsund krónur, væri kominn í leitirnar. úr eftirspurn eftir húsbréfum, bæði vegna fasteignaviðskipta og ný- bygginga. Fyrirgreiðsla Seðla- banka vegna ríkissjóðs er nú um miðjan febrúar um 2,8 milljarðar, en nam um 8,3 milljörðum á síð- asta ári. Þá hefur lausafjárstaða viðskiptabankanna verið að batna og er lausafjárhlutfall nú 13,1% samanborið við tæp 10% á sama tíma í fyrra," sagði Friðrik. Góð aðsókn að Þjóðleikhúsinu Morgunblaðið/Sverrir I gær hófst sala aðgöngumiða á þrjár sýningar Þjóð- leikhússins í marsmánuði. Að sögn Stefáns Baldurs- sonar Þjóðleikhússtjóra, hófst sala miða á átta leiksýn- ingar á „Emil í Kattholti" og var uppselt á fimm þeirra um miðjan dag 1 gær. Níu sýningar hafa verið ákveðnar á „Kæru Jelenu" og var uppselt á fjórar þeirrá í gær. Ellefu sýningar eru ákveðnar á „Ég heiti ísbjörg, ég er ljón" og var uppselt á fímm í gær. Uppselt hefur verið á þessar sýningar í febrúar. Guðmundur J. Guðmundsson: Verkalýðshreyfíngin verður að snúast gegn atvinnuleysínu GUÐMUNDUR J. Guðmundsson formaður verkamaimafélugsins Dagsbrúnar, segir að verkalýðshreyfingin verði að snúast gegn vaxandi atvinnuleysi, sem sé að gera vart við sig. Undanfarnar vikur hafi það aukist verulega og megi búst við að 400 Dagsbrúnar- menn verði skráðir atvinnulausir eftir mánuð, en 200 eru nú á skrá. Könnun Þjóðhagsstofiinnar á atvinnuástandi og horfum í janúar sýnir að atvinnurekendur á landinu öllu vildu fækka starfs- mönnum um 430, sem er 0,5% af heildarvinnuafli í þeim atvinnu- greinum sem könnunin náði til. Fram kemur að fækkun starfs- manna er talin æskileg í öllum atvinnugreinum nema sjúkarhús- rekstrí og þjónustustarfsemi. starfsmenn og sér í lagi eldra fólk. Fólk sem komið er yfir sextugt og þess bíði oft ekki annað en atvinnu- leysið. Og Guðmundur spyr hvað gera eigi þegar 12 til 14 þúsund skólanemar komi út á atvinnu- markaðinn í vor. Sjá nánar á bls. 16. Gjaldþrot Veraldar: Guðmundur segir, að ekki sé um tímabundið eða staðbundið at- vinnuleýsi að ræða. Dregið hafí úr eftirvinnu, sem er verulegur hluti tekna Dagsbrúnarmanna og að ekki sé hægt að ná fram þeirri fjárhæð i þeim viðræðum um kjara- samninga sem staðið hafa yfir. Forgangskrafan sé að vextir verði lækkaðir nú þegar, það sé öflug- asta leiðin til að örva atvinnulífið. Mikilvægt sé að ríkisstjórnin taki jákvætt í tillögur sem aðilar vinnu- markaðarins muni leggjá fram um eða eftir helgina. Um 1.400 manns eru atvinnu- lausir á höfuðborgarsvæðinu og hefur þeim fjölgað um 200 manns fyrstu tíu dagana í febrúar. „Þetta eru óhugnanlegar tölur," sagði Guðmundur. „Það hefur einkennt Reykjavíkursvæðið að undanförnu að byggingarframkvæmdir hafa dottið niður og því er spáð að nýtt skrifstofuhúsnæði verði ekki byggt hér fyrir aldamót, nema þá sér- hannað." Einkennandi fyrir atvinnuleysið nú sé að fyrirtækin losa sig við Lausafé bókfært á 90 milljónir en seldist á 2 milljónir Ýmislegt þarf útskýringa við, segir búsijóri BÚSTJÓRI þrotabús ferðaskrif- stofunnar Veraldar, Brynjólfur Kjartansson hrl., segir að ýmis- legt í rekstri fyrirtækisins þurfi mikilla útskýringa við. Meðal Karl Steinar Guðnason alþingismaður: Ottast um framtíð 6-700 starfsmanna Aðalverktaka Segir heimskulega ákvörðun Sameinaðra verktaka upphafið að öllu saman KARL Steinar Guðnason, þingmaður Alþýðuflokksins í Reykjanes-^ kjördæmi kveðst hafa ríka ástæðu til að óttast um atvinnuöryggi 600 til 700 starfsmanna íslenskra aðalverktaka á Keflavíkurflug- velli, þar sem hann viti til þess að ákvörðunum í Brussel um fram- kvæmdir fyrir varnarliðið hafi verið frestað í kjölfar þeirrar umræðu sem hófst hér á landi, „við þá heimskulegu og siðlausu ákvörðun Sameinaðra verktaka í síðasta mánuði að greiða 900 miUjónir króna út til „eigenda sinna"," eins og Karl Steinar orð- aði það í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi. „Það sem mér finnst hvað sorg- legast í þessum efnum, er að þessi heimskulega ákvörðun Samein- aðra verktaka er upphafið að þessu öllu saman, en Sameinaðir verktakar er auðvitað allt annað fyrirtæki en íslenskir aðalverk- takar. Umræðan hér í kjölfarið og sérstaklega ummæli ákveðinna ráðherra út og suður um Islenska aðalverktaka, og að það beri að uppræta þetta fyrirtæki og koma á því sem þessir ráðherrar hafa kallað frelsi til útboða við hernað- aryfirvöld, hefur gert það að verk- um að samningaviðræður í Bruss- el um verkefni eru nánast komnar í strand," sagði Karl Steinar. Karl Steinar sagði að sam- kvæmt hans upplýsingum hefði samningurn um mjög stór verk- efni fyrir íslenska aðalverktaka nánast verið lokið í Brussel, þegar fregnir af ummælum ráðamanna hér heima fóru að berast til Belg- íu, ásamt þýddum greinum úr Morgunblaðinu og DV, sem hefði haft það í för með sér að Mann- virkjasjóður NATO hefði frestað frekari viðræðum um fram- kvæmdir á íslandi. „Fulltrúi einnar þjóðarinnar, sem aðild á að Mannvirkjasjóðn- um sagði að hann færi ekki að eyða skattpeningum þjóðar sinn- ar, í þetta fyrirtæki, sem stæði fyrir svona skattahneyksli," sagði þingmaðurinn. Aðspurður hvort hann byggi yfir vitneskju um að Mannvirkja- sjóður NATO hefði þegar ákveðið að hætta við fyrirhugaðar fram- kvæmdir á Keflavíkurflugvelli sagði Karl Steinar: „Þær eru stopp núna og ég óttast að þær frestist í nokkra mánuði og ef menn halda áfram að velta sér upp úr fyrir- tækinu hérna, þá verði hætt við þetta. Væntanlega verður það þá svo, að þeir sem náð hafa fram frelsi til þess að rótast í lögmáli frumskóganna á verktakamark- aði, þurfa ekkert á því frelsi að halda, því það verður ekkert hérna til að bjóða í. En eftir munu standa á milli 600 og 700 starfsmenn íslenskra aðalverktaka atvinnu- lausir, í viðbót við þau hundruð sem nú þegar standa atvinnulaus- ir á Suðurnesjum. Hvað varðar ummæli þeirra ráðherra sem ég vitnaði hér til áðan, vil ég bara óska þeim góðs svefns, en sam- viska þeirra hlýtur að verða slæm þegar og ef þeir þurfa að horfast í augu við að hafa með ógætileg- um ummælum sínum gert 700 manns atvinnulausa." annars hafi samkvæmt reikn- ingsskilum ¦ fyrirtækisins lausafé þess verið metið á um 90 miUjónir króna en aðeins hafi reynst unnt að seUa það fyrir um 2 miUjónir króna. Inn- köllunarfrestur þrotabúsins stendur út marsmánuð og fyrsti skiptafundur verður haldinn í apríl. Að sögn bústjórans verð- ur ekki aðhafst formlega í mál- inu fyrr en að lokinni umfjölluii á skiptafundi. Meðal annarra eigna er Hótel Höfði við Skipholt 27, sem í bók- haldi er talið 142 milljón króna virði. Hótelið verður selt á 3. og síðasta nauðungaruppboði á næst- unni, að sögn Brynjólfs Kjartans- sonar. Að því er fram kom í samtali Morgunblaðsins við Brynjólf tók félagið til starfa í september 1989 og var tap á rekstrinum það ár 34,5 milljónir króna, samkvæmt reikningum fyrirtækisins. Árið 1990 var tapið 28,5 milljónir króna en í lok þess árs var bókfært eig- ið fé fyrirtækisins 57,5 milljónir króna. í milliuppgjöri fyrir fyrstu 10 mánuði 1991 kemur fram að tap félagsins hafí verið 36,5 milljónir króna og þar af hafi tap á fjár- magnslið numið 13,9 milljónum króna. í samtali við Morgunblaðið í september síðastliðnum kom fram hjá fyrrverandi framkvæmda- stjóra ferðaskrifstofunnar að fyrstu átta mánuði ársins hefði hagnaður af reglulegri starfsemi fyrirtækisins numið 15,2 milljón- um króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.