Morgunblaðið - 19.02.1992, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 19.02.1992, Qupperneq 21
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRUAR 1992 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1992 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Skuldasúpa og sparnaður Ráðdeild og sparnaður virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá íslendingum, ef marka má þróunina í fjármálum opinberra aðila og einstaklinga. Sparnaður einstaklinga og heimila, gróði atvinnufyrirtækja og tekjuaf- gangur opinberra aðila er afl- gjafi athafna, framkvæmda og nýsköpunar. Lántökur geta ekki komið þar í staðinn nema að takmörkuðu leyti og því aðeins, að lánsfé sé notað til arðbærra verka. Athyglin undanfarin misseri hefur fyrst og fremst beinzt að gengdarlausri skuldasöfnun op- inberra aðila erlendis, enda nem- ur hún ríflega helmingi af árs- framleiðslu þjóðarinnar. En und- anfarin áratug hefur einnig sig- ið mjög á ógæfuhliðina hjá ein- staklingum og heimilum. Er svo komið, að skuldir heimilanna eru mun meiri en sparifé þeirra. Þau þáttaskil urðu á síðasta ári, samkvæmt útreikningum Sigurðar B. Stefánssonar, fram- kvæmdastjóra Verðbréfamark- aðar íslandsbanka, að sparnaður heimilanna minnkaði um 1% að raunvirði á mann. Það hefur ekki gerzt í fullan áratug, eða frá árinu 1982, að sparnaðurinn hafi minnkað. Samkvæmt tölum Sigurðar nam heildarsparnaður heimilanna, annar en í fasteign- um og lífeyrissjóðum, sem ekki eru til ráðstöfunar, alls um 153 milljörðum króna á síðasta ári, en heildarskuldirnar um 208 milljörðum króna. Sparifé heim- ilanna á mann nam um 600 þúsund krónum í árslok 1991, en heildarskuldimar um 850 þúsund krónum á mann. I upp- hafi níunda áratugarins nam spariféð 212 þúsund krónum en skuldimar 176 þúsundum. Spamaður hvers einstaklings nam því 36 þúsund krónum umfram skuldir, en áratug síðar hafði dæmið snúist við. Sérhver einstaklingur var kominn 250 þúsund krónur í mínus, miðað við verðlag í janúarmánuði sl. Þetta eru uggvænlegar tölur og þær sýna, að Islendingar lifa um efni fram. Það gengur ekki til lengdar, að landsmenn íjár- magni neyzluna með lántökum, enda em miklar skuldir ein helzta ástæðan fyrir því, að jafnt heimili sem fyrirtæki eru að kikna undan vaxtabyrðinni. Skuldsetningin er svo mikil, að hún hlýtur að auka hættuna á greiðsluerfiðleikum einstaklinga og fyrirtækja, leiða jafnvel til gjaldþrota, í þeim mikla sam- drætti sem er í efnahagslífinu — fimmta árið í röð. Gífurleg eftir- spurn eftir lánsfé heldur uppi háum vöxtum og þyngir því byrðarnar, auk þess sem skortur á lánsfé og hár fjármagskostn- aður hamlar því, að atvinnufyr- irtækin ráðist í ný verkefni og framkvæmdir. Það er forsenda þess, að unnt sé að auka atvinnu í landinu. Aðilar vinnumarkað- arins eru því á réttri leið, þegar þeir leggja höfuðáherzlu á að ná vöxtum niður. Mikill sam- dráttur þjóðartekna gefur ekk- ert færi á kauphækkunum, en lækkun vaxta getur að nokkru létt byrðar heimila og fyrir- tækja. Tölurnar hér að framan um skuldsetningu þjóðarinnar sýna það. Eina raunverulega leiðin til að bæta ástandið til frambúðar er aukinn sparnaður landsmanna, minnkun _ hvers kyns neyzlu og óhófs, en íslend- ingar einbeiti sér að því í staðinn að greiða sem mest niður af skuldunum. Skuldasöfnun þjóðarinnar er- lendis er svo kapituli út af fyrir sig. Friðrik Sophusson, íjár- málaráðherra, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær og þar kem- ur fram, að erlendar skuldir hafi verið um 200 þúsund millj- ónir um síðustu áramót. Það nemur um 3 milljónum króna á hveija ijögurra manna fjöl- skyldu eða sem svarar algengum árstekjum hjóna. Fjármálaráð- herra bendir á, að afborganir og vextir af þessari skuldasúpu erlendis nemi 25 þúsund milljón- um á ári eða um 400 þúsund krónum á fjölskyldu. Þetta er engin smáræðis byrði að bera fyrir atvinnulífið og heimilin, sem eru skuldum vafin fyrir. Ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hefur ákveðið að stöðva þessa öfugþróun og það er ekki seinna vænna. Nið- urskurðurinn á ríkisútgjöldum, sem ákveðinn var í fjárlögum, og á opinbemm lántökum, sem ákveðinn var í lánsfjárlögum, var orðinn óumflýjanlegur. Hann hefur samt mætt harðri gagnrýni stjóranrandstöðu og hagsmunahópa. En vandinn er orðinn svo mikill, að hann verð- ur ekki leystur með aukum sköttum eða erlendum lántök- um. Skuldsetning heimila, at- vinnulífs og opinberra aðila er svo mikil að ekki er á bætandi. Það á svo eftir að koma í ljós, hvort þessi niðurskurður skilar sér í raunverulegum sparnaði í ríkisrekstrinum. GYÐINGAR SAKA ISLENSKAN RIKISBORG ARA UM STRIÐSGLÆPI Bréf Simon Wiesen- thal-stofnunarinnar til Davíðs Oddssonar HÉR fer á eftir bréf það sem Sim- on Wiesenthal-stofnunin í Jerúsal- em hefur komið á framfæri við Davíð Oddsson forsætisráðherra og varðar meinta stríðsglæpi Eð- valds Hinrikssonar: Yðar ágæti, Davíð Oddsson for- sætisráðherra. Kæri Oddsson forsætisráðherra, Verið velkomnir til Israels. Von okkar er sú að heimsókn yðar, sem er hin fyrsta sem forsætisráðherra íslands, tekst á hendur til lands gyð- inga, reynist ekki einungis söguleg heldur verði hún einnig til að þróa og styrkja tengsl þjóðanna tveggja. Þótt heimsókn yðar sé án nokkurs vafa fagnaðarefni bæði á Islandi og í ísrael verð ég að benda á mál sem veldur gyðingum um heim allan þungum áhyggjum. Ég er að vísa til þess að á íslandi býr Evald Mikson, sem nú er þekktur sem Edwald Hin- riksson og er kunnur stríðsglæpa- maður nasista er framdi grimmdar- verk á gyðingum og öðrum íbúum Eistlands á árum síðari heimsstyij- aldarinnar. Mikson var aðstoðárlögreglustjóri stjómmálalögreglunnar í Tallin - Haiju Prefecture og er sakaður um að hafa í þessu embætti ekki einung- is gefið út handtökuskipanir á hend- ur gyðingum heldur einnig að hafa myrt þá. Á meðal fómarlamba hans var hin 14 ára gamla Ruth Rubin sem hann nauðgaði áður en hann myrti hana. Mikson vann einnig að yfírheyrslum fyrir Gestapo í fanga- búðunum í Tartu og var einn þeirra sem vann að því að skipuleggja starf- semi þjóðemishreyfíngarinnar Omakaitse í Vonnu. Á báðum þessum stöðum er hann sakaður um að hafa tekið virkan þátt í ofsóknum og morðum á óbreyttum borguram. Undanfarið ár hafa fjölmiðlar í Eistlandi ítarlega greint frá dvöl Miksons í Reykjavík. Hún felur í sér alvarlegan flekk á orði því sem «.f íslandi fer, sem er eitt áf elstu lýð- ræðisríkjum heims. Hvemig má það vera að slíkur maður fái hæli í landi yðar? í mörg ár hefur Simon Wiesenthal- stofnunin lagt á sig umtalsvert erfíði til að afla upplýsinga um flótta hundruða granaðra stríðsglæpa- manna nasista til vestrænna lýðræð- isríkja. Á síðustu fímm áram hafa stjórnvöld í þremur ríkjum — Kanada (1987), Ástralíu (1989) og Bretlandi (1991) sett sérstök lög til að greiða fyrir að unnt sé að lögsækja stríðs- glæpamenn nasista er sest hafa að í löndum þessum. Þótt stjórnvöld { ríkjum þessum hafí í fyrstu verið treg til að beita sér fyrir þessum breytingum komust þau að þeirri niðurstöðu, eftir að fram hafði farið rannsókn á glæpum þeim sem framd- ir voru, að ekki væri unnt að neita fórnarlömbum nasista um að réttlæt- ið næði fram að ganga þó svo töf hefði orðið þar á. Við hvetjum yður til að gera það sem naúðsynlegt er til að tryggja að ísland veiti skó- sveini Hitlers, Ewald Mikson, ekki lengur hæli. Við biðjum yður einnig að rannsaka hvort fleiri stríðsglæpa- menn nasista hafí komið til heima- lands yðar og hvort einhverjir þeirra búi þar enn. yon okkar er sú að heimsókn yðar til ísraels verði ánægjuleg og að hún megi verða til þess að þér gerið yður ljóst hversu mikilvægt það er að glæpamönnum þeim er stóðu fyrir Helförinni verði gert að svara til saka. Kærar kveðjur. Yðar einlægur, Efraim Zuroff forstöðumaður. í plaggi sem Simon Wiesenthal- stofnunin hefur dreift til fjölmiðla og dagsett er 17. febrúar segir: Evald Mikson (nú Edwald Hinriks- son) fæddur:12. júlí 1911 í Tartu í Eist- landi. * Var einn þeirra er skipulagði starf- semi Omakaitse í Vonnu, myrti óbreytta borgara og tók virkan þátt í handtökum og ofsóknum. * Starfaði við yfírheyrslur fyrir Gestapo í Tartu-fangabúðunum, framkvæmdi aftökur í skurði er ætl- aður var til að tefja framrás skrið- dreka nærri búðunum. * Var aðstoðarlögreglustjóri stjórn- málalögreglunnar í Tallin -Haiju Prefecture, gaf út handtökutilskipan- ir á hendur gyðingum og stjómaði fjöldamorðum á gyðingum í Tallin. Á meðal þeirra sem Mikson tók hönd- um voru: Salomon Katz (handtekinn 26. september, skotinn 4. október 1941), Michael Gelb, Inna Gelb, Jenni Katsev, Rachel og Simon Rubinsten, Alexander Rubin (barinn til bana af Mikson í Aðalfangelsi Tallin), Ruth Rubin (sem Mikson nauðgaði og myrti). í plagginu er ennfremur greint frá heimilisfangi og símanúmeri Eðvalds Hinrikssonar. Blaðagrein auð- veldaði okkur að loka hrmgnum - segir forstöðumaður Simon Wies- enthal-stofnunarinnar 1 Jerúsalem Eðvald Hinriksson á heimili sínu í Hafnarfirði í gær. Morgunblaðið/Sverrir EFRAIM Zuroff, forstöðumaður Simon Wiesenthal-stofnunarinnar í Jerúsalem, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði vitað um nokkurt skeið um fortíð Evalds Miksons (Eðvalds Hinriks- sonar) í Eistlandi en talið að hann væri látinn, uns honum hefði ver- ið bent á viðtal við Mikson í eist- Saklaus af öllum þessum ásökunum - segir Eðvald Hinriksson í samtali við Morgunblaðið EÐVALD Hinriksson segir í samtali við Morgunblaðið að ásakanir Wiesenthal-stofnunarinnar séu ósannar og hann sé saklaus af þeim öllum. Segist hann vilja fá skýringar á hverjir stæðu á bak við ásakanir á hann um stríðsglæpi. „Ég vil verja mig og Island er réttarríki. Ég er íslenskur ríkisborgari og á rétt á að verja mig. Gyðingar eiga eng- an rétt til að krefjast þess að ég verði framseldur til láta mig ganga í gegnum réttorhöld í Israel. Hvaða menn eru þetto? Ég vil fá að vita hvað þarna liggur að baki,“ segir Eðvald. Eðvald segir að þetta sé í þriðja sinn sem hann sé látinn sæta ásök- unum af þessu tagi. I réttarhöldum í Svíþjóð í stríðslok hafi hann verið borinn þeim sökum að hafa átt þátt í stríðsglæpum en verið hreinsaður af ákærunum. Árið 1961 hafi hann sætt ofsóknum vegna skrifa Þjóðvilj- ans um að hann hefði tekið þátt í stríðsglæpum nasista en nú komi þessar ásakanir frá gyðingum. Hann segir aðspurður um skýringar að hann búi yfír miklum upplýsingum um atburði í Eistlandi og valdarán kommúnista og einhveijir menn ótt- ist hann þess vegna. Þegar þær ásakanir sem koma fram í bréfí Wiesenthal- stofnunar- innar eru bornar undir Eðvald neitar hann þeim öllum. Hann kveðst aldr- ei hafa starfað í útrýmingarbúðum í Tartú, aldrei gefið út fyrirskipanir um handtöku gyðinga eða staðið að fjöldamorðum á gyðingum í Tallin. Davíð Oddsson forsætisráðherra: Afskaplega þungbærar ásak- anir koma fram í bréfinu Óheppilegt hvernig málið bar að „ÞEGAR ég fékk þetto bréf strax eftir að ég kom hingað sagði ég einungis að ég hefði kosið að fá það áður en ég fór til ísraels. Að öðru leyti sagði ég að málið yrði skoðað þegar ég kæmi heim. Ég hef ekki svarað öðru enda finnst mér ekki passandi að fjalla um málið í opinberri heimsókn minni hér,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra um viðbrögð hans við ásökunum Simon Wiesenthal-stofnunarinnar á hendur Eðvald Hinrikssyni. Davíð sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi að í bréfínu kæmu fram „afskaplega þungbærar ásak- anir“ og hann hefði engin tök á að fjalla um þær þar sem hann væri nú staddur. Sagðist hann reikna með að ræða það fyrst við dómsmálaráð- herra hvaða meðferð málið ætti að fá þegar hann kæmi heim frá ísrael. Davíð sagðist líta svo á að það væri þessi umrædda stofnun sem bæri ábyrgð á bréfínu og að það hafí verið afhent við þetta tækifæri, en ekki stjómvöld í Israel. „Þeir hafa ekki, hvorki forsætisráðherrann, for- setinn né utanríkisráðherrann, rætt þetta mál við mig. Forseti þingsins gerði það að vlsu en mér var gefíð það til kynna að hann væri ekki að ræða þetta við mig sem forseti þings- ins, þó það bæri þannig að, heldur fremur sem einstaklingur sem lifði af hörmungar í Litháen," sagði Dav- íð. Dov Shilansky þingforseti lýsti þeirri skoðun sinni að rétt væri að mál Eðvalds færi fyrir íslenska dóm- stóla en bætti því við að ef íslending- ar treystu sér ekki til að rétta í málinu mætti gera það í ísrael. Að- spurður að því hvort hann teldi koma til greina að rétta í málinu í ísrael sagðist Davíð ekki vilja svara neinu um það nú. Um áhrif þessa máls á opinbera heimsókn hans til ísraels sagði Dav- íð að honum hefði ekki fundist það heppilegt hvernig það bar að. „Það hefði vel verið hægt að koma þessu til skila til mín eða íslenskra stjóm- valda með öðrum hætti en í þessari opinberu heimsókn. Mér fannst það heldur óviðkunnanlegt,“ sagði hann. Um það hvort hann liti svo á að blett- úr hefði fallið á ísraelsheimsóknina sagði Davíð: „Nei, ég vil ekki segja það því ég tel að opinber yfirvöld hafí ekki verið að fjalla um þetta mál. Það má þó segja að það brá svona skugga fyrir fyrst þegar ég fékk þetta bréf í hendur nýkominn á hótelið eftir langt flug.“ „Ég tók ekki þátt í neinum fjölda- morðum á gyðingum í Tallin," segir hann og bendir á að hann hafi verið yfírheyrður vegna samskonar ásak- ana í Svíþjóð en verið hreinsaður af öllum ákæram. „Ég hafði engin völd til að fyrirskipa slíkar aftökur,“ seg- ir hann. Hann kveðst eingöngu hafa starfað fyrir föðurland sitt, um skeið sem lífvörður forsetans, og í stjórn- málalögreglu landsins en Þjóðveijar hafí handtekið sig nokkram mánuð- um eftir að þeir hernámu Eistland. „Það var Roland Lepik,“ segir Eðvald þegar ásökun Wiesenthal- stofnunarinnar um að hann hafí starfað fyrir Gestapo í útrýmingar- búðum í Tartu er borin undir hann. Lepik var yfirmaður í stjómmálalög- reglunni. „Ég var ekki í neinu sam- bandi við þessa menn,“ segir hann. Hann segist alltaf hafa barist gegn kommúnistum og oft þurft að handtaka útsendara og njósnara kommúnista og nasista í föðurlandi sínu samkvæmt fyrirskipun forset- ans en hann hafi aldrei starfað með Þjóðveijum. „Ég dæmdi ekki gyðinga. Eist- nesk yfirvöld voru aldrei á móti gyð- ingum. Þau voru meira á móti Þjóð- verjum,“ segir hann. Hins vegar seg- ir hann að líka hafi verið gyðingar í hópi þeirra sem aðstoðuðu rúss- neskar neðanjarðarhreyfingar. „Yfírmaður minn var gyðingur og margir vinir mínir voru gyðingar,“ segir hann en kveðst ekki þekkja það fólk sem talið er upp í bréfí Wiesenthal-stofnunarinnar og sögð eru hafa verið fórnarlömb hans. Segir hann að þetta fólk hafí líklega verið í fangabúðum áður en Þjóðveij- ar gerðu innrás í landið og verið handtekið fyrir að hafa brotið eitt- hvað af sér. „Ég barðist á móti Eyðingarflokk- inum í Tallin, ég barðist á móti þjóð- veijum og á móti kommúnistum. Svo ætla þeir að dæma mig fyrir þetta fólk. Það er skrítið,“ segir Eðvald. Hann kveðst alltaf hafa barist á móti kommúnustum og skrifaði ævi- sögum sína til að varpa ljósi á þá sögu og segist telja að hún hafi opnað augu margra. „Island er eitt mesta frelsisland í heimi og islenska ríkisstjómin hefur viðurkennt sjálf- stæði Eistlands. Þessu gleyma Rúss- ar aldrei. Það eru margir rússavinir í Eistlandi en þar búa 600 þúsund Rússar. Ég hef skrifað um hvað kommúnistar gerðu af sér í Eist- landi. Margir era hræddir og kannski við mig. Þeir sem voru í samvinnu við KGB gleyma engu og nú er það að koma upp. Mín barátta var erfíð en ég tre- ysti íslensku réttarríki og júridísku réttlæti. Ég skrifaði í ævisögu mína að ég vildi fá að deyja í moldu þess- arar sögueyju," segir hann. „Eichmann lét drepa sex milljónir gyðinga. Nú er ég ásakaður um að hafa drepið sex manns og þeir vilja draga mig fyrir dómstóla vegna þess. Heimurinn er skrítinn en ég get svarað þessu öllu. Ég hef safnað öllum gögnum og get varið mig. Ég hef viljað opna augu fólks fyrir því sem hefur gerst og ég ætla að gera meira af því. Ég er orðinn gamall en sannleikurinn þarf að koma í Ijós. Það sem er núna að gerast er að einhveijir menn eru að reyna að bjarga sér. Eistneskir kommúnistar gleyma mér ekki. Barátta mín hefur verið erfíð en ég er íslenskur ríkisborgari og ég treysti á íslenska réttarríkið. Bjarni Benediktsson sagði mér að það kæmi aldrei til þess að rússnesk dómsmál geti náð til íslendinga og ég vona að Davíð, sem er lögfræðingur, láti réttlætið ráða. Þetta er erfítt, ég á svo marga vini en ég er ekki hræddur við þessa menn,“ sagði Eðvald að lokum. nesku blaði sem birtist fyrr í vet- ur. Zuroff segist hafa veigamikil sönnunargögn undir höndum um stríðsglæpi Miksons og hafi ágrip af þeim fylgt bréfi til Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, sem Yngva Yngvasyni sendiherra var afhent í fyrradag. Zuroff segir að í bréfínu til forsæt- isráðherra sé ekki reynt að sanna ásakanirnar á hendur Eðvald. Bréf- inu hafi hins vegar fylgt ágrip af þeim sönnunargögnum sem Wies- ent.hal-miðstöðin hafí undir höndum. „Ég er ekki reiðubúinn að ræða þær upplýsingar við fjölmiðla að svo stöddu," sagði Zuroff. Hann var spurður hvort hann áliti að þau gögn væru nægar sannanir fyrir þeim ásökunum sem fram era bornar í bréfínu. „Við teljum að þær upplýs- ingar séu nægilegar sannanir til að hafín verði rannsókn á þessu máli. Venjulega er best að stjómvöld standi fyrir slíkum rannsóknum.“ Áttu þá við stjórnvöld á íslandi eða í Eistlandi? „I þessu tilfelli verðum við að byija á íslensku ríkisstjóm- inni því Mikson býr á íslandi." Zu- roff sagði að sannanimar sem hann hefði undir höndum væra mjög al- varlegar og hlytu að vera áhyggju- efni fyrir Islendinga vegna þess að Mikson hefði búið á íslandi í friði og spekt áratugum saman. En hvers vegna era þessar ásak- anir bomar fram núna? „Skýringin er sú að fyrir skömmu var mér bent á grein í eistnesku blaði sem birtist fyrr í vetur. Við vissum ekki að Mikson væri á lífí og byggi í ná- grenni Reykjavíkur.“ Þannig að þú vissir um mál Mikson fyrir þann tíma? „Já, ég vissi um manninn og það sem hann hafði gert. Greinin í eistneska blaðinu um að hann væri enn á lífí auðveldaði okkur að loka hringnum ef svo má að orði kom- ast.“ Zuroff sagði að haft yrði sam- band við eistnesk stjórnvöld á næst- unrti vegna þessa máls. Vonaðist hann til að fá tækifæri til að ræða við fulltrúa íslenskra stjómvalda á næstu dögum. Zuroff sagði enn- fremur að Peter G. Naschitz, ræðis- maður íslands í ísrael, hefði neitað að afhenda Davíð Oddssyni bréfið. Þá hefði hann snúið sér til ísraelska utanríkisráðuneytisins sem fallist hefði á að koma því til skila og einn- ig hefði hann afhent Yngva Yngva- syni sendiherra það. Vinnubrögð Wiesenthal- stofnunarinnar undarleg - segir Elan Steinberg, aðstoðarfram- kvæmdastjóri World Jewish Congress Boston. Frá Karli Blöndal, fréttantara Morgunblaðsins. ELAN STEINBERG, aðstoðarframkvæmdastjóri Gyðingasamtakanna World Jcwish Congress, sagði í gær að sér þætti undarlegt hvemig Simon Wiesenthal-stofnunin, stóð að því að leggja fram ásakanir um að Eðvald Hinriksson hafi verið stríðsglæpamaður í röðum nasista í heimsstyrjöldinni síðari. Steinberg sagðist ekki þekkja til máls Eðvalds, en var hinsvegar þeirrar hyggju að nær hefði verið að afhenda íslenskum yfirvöldum gögn um málið, annaðhvort á ís- landi eða í íslensku sendiráði erlend- is. „Það verður að teljast undarlegt að Wiesenthal-stofnunin skuli sæta lagi þegar forsætisráðherra íslands er í Israel," sagði Steinberg þegar Morgunblaðið náði tali af honum í höfuðstöðvum World Jewish Congr- ess í New York í gærkvöldi. Hann sagðist fátt geta sagt um mál Eðvalds en efaðist um að ásak- anirnar væru úr lausu lofti gripnar: „Það hlýtur eithvað að renna stoðum undir þetta því að stofnunin mundi ekki búa svona nokkuð til.“ Steinberg sagði að Wiesenthal- stofnunin nyti virðingar og ekki mætti virða ásakanir, sem þaðan kæmu, að vettugi. Því þyrfti að kanna þau gögn, sem lögð hefðu verið fram, og komast að því hvort farið hefði verið mannavillt. Davíð Oddsson lagði í gær blómsveig að minnismerki um þá sex millj- ónir Gyðinga sem létu lífið í seinni heimstyijöldinni. Forsætisráðherra ber á höfði bænahúfu Gyðinga. Forsætisráðherra ræddi við ráðamenn 1 * Israel og fulltrúa Palestínunianna: Þýðingarmikið að fá að kynnast beint viðhorfum manna - segir Davíð Oddsson forsætisráðherra „FERÐIN er búin að vera mjög áhrifarík. Það var afskaplega fróðlegt og þýðingarmikið að fá að kynnast beint viðliorfum allra þeirra manna sem ég hef hitt í dag,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra í samtoli við Morgunblaðið seint í gærkvöldi en hann er í opinberri heimsókn í ísrael. í gær átti hann fundi með helstu ráðamönnum Ísraelsríkis, með- al annars Yitzhak Shamir forsætisráðherra. Hann hitti einnig borgar- stjórann í Betlehem sem jafnframt á sæti í samninganefnd Palestínu- manna í friðarviðræðunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Davíð sagðist hafa átt tæplega klukkustundar fund með Shamir og helstu ráðgjöfum hans í forsætisráðu- neytinu í gær og síðan borðað hádeg- isverð með honum. Síðan hafi hann átt þriggja kortera fund með David Levi utanríkisráðherra. Þá hafi tekið við heimsókn í þjóðþingið, Knesset, þar sem Dov Shilansky, þingforseti, ávarpaði hann. Forsætisráðherra heimsótti borgarstjórann í Betlehem, Elias Freij, sem er í samninganefnd Palestínumanna og segist Davíð hafa átt góðar viðræður við hann. Þá átti hann klukkutíma viðræður við Chaim Herzog forseta ísraels og sat kvöld- verðarboð ríkisstjórnarinnar, Aðspurður um hvað helst hefði verið rætt á fundunum með ráða- mönnum í Israel sagði Davíð: „Við Shamir fórum við stöðu mála í friðar- viðræðunum fyrir botni Miðjarðar- hafs, afstöðu ísraelsmanna, áhyggjur okkar um að atburðir á borð við þá sem hafa verið að gerast undanfarna daga geti dregið dilk á eftir sér og heyrði skýringar ísraelsmanna á þeim. Við ræddum þetta reyndar einnig við utanríkisráðherrann. Síðan ræddum við aðeins sameiginlegan áhuga okkar á að það kláruðust samningar um fijálsa verslun milli EFTA-ríkjanna og Ísraelsríkis. Elias Freij gerði okkur grein fyrir sjónarmiðum Palestínumanna varð- andi friðai-samningana. Hann vildi leggja mikið upp úr viðræðunum en hélt því jafnframt fram að þar ættu ísraelsmenn næsta leik. Þeir gætu ekki bæði beðið um frið á svæðinu og viljað halda í herteknu svæðin. Hann sagði að það færi ekki saman, menn myndu ekki leysa þetta fyrir meðalgöngu byssukjaftsins, heldur með samningaviðræðum. Það væri afskaplega áríðandi að ísraelsmenn sýndu jákvæðan viija sinn í þeim efn- um.“ Davíð sagði að atburðir síðustu daga gerðu málin flókari, þegar hann var spurður hvernig honum virtist áhrif þeirra lýsa sér. „En að sumu leyti ýta þeir undir það að menn haldi sig við friðarviðræðurnar. Að öðrum kosti er ekkert eftir nema þessi leikur áframhaldandi. Þjóðirnar átta sig á því að þær ná engum árangri í sam- keppni við aðrar þjóðir ef þær þurfa að veija jafn stórkostlegum fjárinun- um í hernaðarbrölt og uppbyggingu eins og þær hafa þurft að gera vegna þessa ástands," sagði Davíð. „Ferðin er búin að vera mjög áhri- farík. Það var afskaplega fróðlegt og þýðingarmikið að fá að kynnast beint viðhorfum allra þeirra manna sem ég. hef hitt í dag. Ég hef það á tilfinning- unni að margir á Vesturlöndum, með- al annars heima, hafi sérstakar hug- myndir um ástandið hér, hugmyndir sem ekki eru í samræmi við raunveru- leikann. Það var einnig mikil stemmn- ‘ing að fara í Fæðingarkirkjuna í Betlehem í fylgd með borgarstjóran- um. Þó að maður færi inn í borgina undir vernd tuga alvopnaðra her- manna var það engu að síður mikil- vægt, maður fann fyrir friðnum sem fyllti hugann við að vera kominn á fæðingarstað Frelsarans," sagði Dav- íð. Forsætisráðherra mun árdegis í dag hitta borgarstjóra Jerúsalem. Hann heimsækir Islandsstræti sem Ásgeir Ásgeirsson forseti gaf nafn á sínum tíma. Síðan mun hann skoða aðstæður sem innflytjendum era bún- ar og svo og Ormat-verksmiðjurnar. Loks heldur hann kveðjuhóf í Hotel King David í Jerúsalem í kvöld. Heim- sókninni lýkur snemma í fyrramálið og Davíð flýgur þá áleiðis til London.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.