Morgunblaðið - 17.03.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992
19
í tílefni af
Lífsháskanum
Bréf til Jónasar Jónassonar
Ég hefi lengi verið að hugsa um
að skrifa þér nokkrar iínur. Fyrst
og fremst til þess að þakka þér
marga frábæra viðtalsþætti, sem þú
hefur átt við fólk í útvarpinu. Eg
hefi hlustað á þá með mikilli athygli
og oft undrast hvað þú kemst nærri
því, án þess að særa. Það er ekki
öllum gefið, því margt viðkvæmt ber
þarna á góma.
Ég greip því fegins hendi bók þína
— Lífsháskann — þar sem þú lýsir
þínu lífshlaupi í blíðu og stríðu.
Ég hafði áður kynnst því hvernig
drykkjumenn lýsa þessum hörmung-
um með sem allra dekkstu litum.
Ég minnist þess, að ég sat á svona
fundi, þar sem menn ræddu þessi
mál frá ýmsum hliðum. Einn ræðu-
manna var læknir. Hann lýsti á
óhugnanlegan hátt, hvernig og hve
oft hann hefði reynt að fyrirfara
sér. Eflaust allt satt. En á næsta
bekk til hliðar við mig sat 11 ára
gamall sonur hans. Drengurinn
hlustaði og horfði óttaslegnum aug-
um á þennan föður. (Aðgát skál höfð
í nærveru sálar.) Getur þetta bam
nokkurn tíma treyst þessum föður,
jafnvel þótt hann bæti ráð sitt?
Ég dáist að öllum þeim sem hætta
ofdrykkju, því þar er við ofurefli að
etja. En mér líkar verst, þegar fólk
telur sjálfum sér og öðrum trú um,
að vímuefni séu nauðsynleg til þess
að fólk geti skemmt sér.
Ég er búin að lesa bókina þína
og finn sannarlega til með þér; að
verða sem ungur drengur beittur
ranglæti, sem hrjáir þig enn í dag
og einnig að hlusta á slúðursögur
um þá sem þér voru kærir. Slíkt
veldur sárum, sem seint gróa.
En þú ert, eins og flestir fjölmiðla-
menn, hreykinn af að geta náð í
skrítna kvisti sem viðmælendur. Og
helst fá þá sem ganga fram af venju-
legu fólki með merkilegheitum og
undarlegum töktum.
Þú játar að hafa einu sinni lent í
ritskoðun með útvarpsþátt og auðvit-
að hlotið rangan dóm.
Viðtalið var við Jóhann Pétursson,
vitavörð á Hombjargsvita. Mér skilst
að viðtalið hafi snúist að einhveiju
leyti um einn mann, Stein Steinar,
sem þá var látinn. Eitthvað höfðu
þeir Jóhann haft saman að sælda.
Meðal annars setið saman á
„Hressó“. Ekki var það nú tiltakan-
legt, það gerðu margir á þeim árum.
En svo fara þessir ólíku menn til
Spánar. Og nú var áhuginn vakinn
hjá þér.
Hvert var erindið? Ekki stóð á
svari. Vitavörðurinn fór til þess að
kynna sér menninguna. Eflaust með
góðum árangri. En Steinn fór til að
drekka.
Þú hefur sennilega haldið eins og
ég, að allir gætu dmkkið í friði heima
á íslandi og þyrftu þar af leiðandi
ekki að fara til annarra landa ti!
þess. Og þú spurðir: „Hvemig var
þessi umtalaði maður, Steinn Stein-
arr?“
Og vitavörðurinn svaraði hreint
út: „Ah, hann var skepna."
Og þar með vissir þú allt um þenn-
an undarlega mann.
Og nú spyr ég. Var þetta ekki
einum of ódýrt? Getur það gerst að
mannvinurinn, sem aldrei vildi taka
þátt í að níða skóinn niður af öðrum,
hafi dofnað á fleiri stöðum en í hand-
legg í viðureigninni við ofurmennið,
vitavörðinn?
Það hefur yfírboðara þínum fund-
ist, fyrst hann bannaði þér að flytja
viðtalið óbreytt. En þú heldur áfram,
svolítið hreykinn: „Þeim yfirsást
reyndar. Ég á frumritið með skepnu
og öllu saman!“
Ekki ætla ég að taka að mér að
veija bróður minn, vegna þessara
ummæla. Vel má vera að hann hafí
átt þau skilið. En ef grannt er skoð-
að, er líklega til skepnuskapur í
hverri mannveru. í þeim skilningi
sem þið virðist leggja í það orð. En
stundum eru nú dýrin fremri mannin-
um að greind og tryggð.
Steinn hefur eflaust verið harður
í horn að taka og átti tungutak, sem
sveið undan. Enda eflaust þurft á
því að halda. Hann ólst upp sem
umkomulaust barn og unglingur í
hörðum heimi og átti við fátækt og
líkamlega fötlun að stríða.
Ég þekkti hann ekki á þeim árum.
Við systkinin vorum öll alin upp hvert
í sínu landshorni. Ég heyrði reyndar
oft minnst á þennan strák, sem þótti
svolítið óvenjulegur. Ekki öllum að
skapi, en hefði þó eitthvað til að
bera, sem tekið var eftir. Og smám
saman urðu þær raddir háværar, sem
töldu að hér væri skáld á ferð.
Auðvitað voru dómarnir misjafnir,
en skáldanafn ávann hann sér og
það var ekki lítill sigur fyrir bláfá-
tækan og ómenntnaðan sveitadreng.
Ég hef aftur á móti ekki heyrt af
honum neinar góðmennsku eða
göfuglyndissögur, en býst við að
hann hafi fengið sinn skammt af
þeim kostum sem flestir menn.
Ég er ekki hissa þótt Ásthildur,
mágkona mín, hafí reiðst þessum
ummælum. Og ef þú heldur að hún
hafi verið í vafa um sannleiksgildi
þeirra, þá get ég fullvisað þig um,
að hún hefur aldrei lagt trúnað á
neitt misjafnt um Stein. Hún dáði
hann og fannst hún hafa misst allt,
sem nokkurs virði var, er hann var
allur.
Líklega hefur hann verið henni
betri eiginmaður, en þeir sem lasta
hann eru sínum konum.
Að minnsta kosti þori ég að full-
yrða, að hún hefur aldrei talið sig
þurfa að sitja fyrir manni sínum með
hlaðna haglabyssu, eins og þú nefnir
um vissa konu í bók þinni.
Þú gætir eflaust fengið viðmæl-
endur, sem gætu sagt þannig sögur.
En fyrir alla muni, talið um það
meðan viðkomandi lifir. Gætum við
ekki orðið sammála um það, að leyfa
þeim dauðu að hvíla í friði? Nóg er
hatrið og heimskan fyrir því.
Jónas minn. Ég er ekki að dæma
bókina þína með orðum mínum. Að-
eins athugasemd við þau atriði, sem
ég hefi hér nefnt.
Ég kveð þig með bestu óskum og
segi eins og þú segir stundum: Var-
aðu þig á myrkrinu!
Það er nær manni en margur
hyggur.
Valbjörg Kristmundsdóttir,
Höfða við Akranes.
Eigendur verslunarinnar Móanóra.
■ NÝLEGA opnaði ný verslun Móanóra á Laugavegi 17 (bakhús). Boðið
eru upp á margskonar vörur sem ekki hafa fengist hér á landi áður m.a.
töskur frá Kenya, peysur frá Bólivíu og listmunir og Jeður frá Indlandi.
Eigendur eru Svanhildur Óskarsdóttir og Steinunn Ásta Roff.
v * ^ f f | f f-vfc y ^ •f -*í' ‘fí'fl fH * I f'é f % -i s, ý á .y.